Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Skallagrímur 113-84 | Urðu að gera sér 2. sætið að góðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. mars 2019 21:15 Elvar Már skoraði 27 stig og var stigahæstur á vellinum. vísir/bára Njarðvík vann Skallagrím, 113-84, í lokaumferð Domino's deildar karla í kvöld. Fyrir umferðina áttu Njarðvíkingar möguleika á deildarmeistaratitlinum. Þeir gerðu sitt en Stjarnan vann Hauka á sama tíma og tryggði sér toppsætið, deildarmeistaratitilinn og heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Njarðvík varð að gera sér 2. sæti deildarinnar að góðu. Liðið fékk jafn mörg stig og Stjarnan en var með lakari innbyrðis árangur. Fallnir Borgnesingar kvöddu deildina með fimmta tapinu í röð. Þeir sýndu ágætis leik í kvöld en það dugði ekki til gegn sterkum Njarðvíkingum. Tímabilinu er hvergi nærri lokið hjá þeim grænu en í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar mæta þeir ÍR-ingum.Hvers vegna vann Njarðvík? Vörn Njarðvíkinga var slök í fyrri hálfleik en það kom ekki að sök. Sóknin gekk smurt allan tímann og heimamenn hittu vel fyrir utan þriggja stiga línuna (44%). Í fyrri hálfleik var nýtingin fyrir utan um 60%. Skallagrímur átti marga fína sóknarkafla í leiknum en alltaf þegar þeir gerðu sig líklega til að minnka muninn steig Njarðvík á bensíngjöfina og jók forskotið.Hverjir stóðu upp úr? Borgnesingar réðu ekkert við Elvar Má Friðriksson sem skoraði þegar honum sýndist, alls 27 stig. Kristinn Pálsson var heitur í 1. leikhluta og endaði með 16 stig og Jón Arnór Sverrisson nýtti sínar mínútur mjög vel; skoraði sex stig, tók sex fráköst og gaf níu stoðsendingar. Allir ellefu leikmenn Njarðvíkur sem komu við sögu í leiknum komust á blað. Bjarni Guðmann Jónsson var bestur Borgnesinga og sýndi að hann á heima í efstu deild. Hann skoraði 27 stig og nýtti skotin sín vel. Matej Buovac átti ágæta spretti og Björgvin Hafþór Ríkharðsson skilaði flottum tölum; 13 stigum, 15 fráköstum og sjö stoðsendingum.Hvað gekk illa? Varnarleikurinn var ekki í aðalhlutverki í kvöld eins og sést á stigaskorinu. Njarðvíkingar bættu þó sitt ráð í vörninni í seinni hálfleik þar sem þeir héldu Borgnesingum í 32 stigum, samanborið við 52 stig í fyrri hálfleik. Njarðvíkingar hittu aðeins úr 52% vítaskota sinna. Vítaófarir Eric Katenda halda áfram en hann klúðraði öllum þremur vítunum sem hann tók. Miðherjinn átti annars fínan leik og skilaði 14 stigum og sjö fráköstum.Hvað gerist næst?Eins og áður sagði tekur úrslitakeppnin núna við hjá Njarðvík. Í 8-liða úrslitunum mæta Njarðvíkingar ÍR-ingum sem enduðu í 7. sæti deildarinnar. Tímabilinu er hins vegar lokið hjá Skallagrími. Þeir leika í B-deildinni á næsta tímabili og verða þá með nýjan mann í brúnni. Finnur Jónsson stýrði Borgnesingum í síðasta sinn í kvöld.Einar Árni: Höfum eitthvað að sanna gegn ÍR„Sóknin var flott og vörnin var betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Aðalatriðið var að enginn meiddist. Það var margt gott í þessu og margir lögðu í púkkið,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir sigurinn á Skallagrími í kvöld. Í síðustu tveimur umferðunum Domino's deildar karla mætti Njarðvík liðunum sem féllu, Breiðabliki og Skallagrími. Einar segir að þetta hafi ekki verið óskastaða. „Ég hefði ekki valið mér þetta. Síðustu 2-3 vikurnar hefur þetta verið hangandi yfir okkur; að þetta væri möguleiki. Við reyndum bara að horfa á sjálfa okkur,“ sagði Einar sem hrósaði Borgnesingum fyrir þeirra frammistöðu í kvöld „Skallarnir voru áræðnir, létu vaða og hittu mjög vel. Við áttum í mesta basli með að stoppa þá og við getum ekki sagt að við höfum ekki fengið eitthvað út úr þessu.“ Njarðvíkingar áttu möguleika á deildarmeistaratitlinum en fengu ekki hjálp frá Haukum sem þeir þurftu á að halda. Þeir grænu enduðu í 2. sæti og þeirra bíður einvígi gegn ÍR í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. „Þetta er mjög spennandi verkefni. Þeir eru með frábært lið og unnu okkur í hörkuleik um daginn. Við höfum eitthvað að sanna í þeim leikjum því við vorum heldur ekki góðir í fyrri leiknum í Seljaskóla. Við þurfum að undirbúa okkur vel. Ég er fullur tilhlökkunar,“ sagði Einar að endingu.Finnur: Þeir skutu af sér rassgatið Þrátt fyrir tap fyrir Njarðvík í kvöld var Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms, sáttur með eitt og annað í leik sinna manna, þá sérstaklega sóknina. „Það er fúlt að tapa en við vorum að spila við gríðarlega sterkt lið. Frammistaðan var ágæt á köflum. Við byrjuðum vel en gáfum eftir þegar líða tók á leikinn,“ sagði Finnur. Njarðvík skoraði að vild í leiknum og hittni heimamanna var með ólíkindum góð framan af leik. „Þeir skutu af sér rassgatið í fyrri hálfleik. Ég hef varla séð annað eins. Þetta er lið sem ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn. Við erum hins vegar fallnir. Við vissum að brekkan yrði brött en ég er ánægður með mína menn sem lögðu sig fram og höfðu gaman að þessu.“ Finnur stýrði Skallagrími í síðasta sinn í kvöld, allavega í bili. „Þetta hefur verið góður tími. Gengið hefur verið misjafnt og það er leiðinlegt að falla,“ sagði Finnur. En hvað tekur við hjá honum? „Ég veit það ekki. Það er ekkert ráðið,“ sagði Finnur að lokum. Dominos-deild karla
Njarðvík vann Skallagrím, 113-84, í lokaumferð Domino's deildar karla í kvöld. Fyrir umferðina áttu Njarðvíkingar möguleika á deildarmeistaratitlinum. Þeir gerðu sitt en Stjarnan vann Hauka á sama tíma og tryggði sér toppsætið, deildarmeistaratitilinn og heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Njarðvík varð að gera sér 2. sæti deildarinnar að góðu. Liðið fékk jafn mörg stig og Stjarnan en var með lakari innbyrðis árangur. Fallnir Borgnesingar kvöddu deildina með fimmta tapinu í röð. Þeir sýndu ágætis leik í kvöld en það dugði ekki til gegn sterkum Njarðvíkingum. Tímabilinu er hvergi nærri lokið hjá þeim grænu en í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar mæta þeir ÍR-ingum.Hvers vegna vann Njarðvík? Vörn Njarðvíkinga var slök í fyrri hálfleik en það kom ekki að sök. Sóknin gekk smurt allan tímann og heimamenn hittu vel fyrir utan þriggja stiga línuna (44%). Í fyrri hálfleik var nýtingin fyrir utan um 60%. Skallagrímur átti marga fína sóknarkafla í leiknum en alltaf þegar þeir gerðu sig líklega til að minnka muninn steig Njarðvík á bensíngjöfina og jók forskotið.Hverjir stóðu upp úr? Borgnesingar réðu ekkert við Elvar Má Friðriksson sem skoraði þegar honum sýndist, alls 27 stig. Kristinn Pálsson var heitur í 1. leikhluta og endaði með 16 stig og Jón Arnór Sverrisson nýtti sínar mínútur mjög vel; skoraði sex stig, tók sex fráköst og gaf níu stoðsendingar. Allir ellefu leikmenn Njarðvíkur sem komu við sögu í leiknum komust á blað. Bjarni Guðmann Jónsson var bestur Borgnesinga og sýndi að hann á heima í efstu deild. Hann skoraði 27 stig og nýtti skotin sín vel. Matej Buovac átti ágæta spretti og Björgvin Hafþór Ríkharðsson skilaði flottum tölum; 13 stigum, 15 fráköstum og sjö stoðsendingum.Hvað gekk illa? Varnarleikurinn var ekki í aðalhlutverki í kvöld eins og sést á stigaskorinu. Njarðvíkingar bættu þó sitt ráð í vörninni í seinni hálfleik þar sem þeir héldu Borgnesingum í 32 stigum, samanborið við 52 stig í fyrri hálfleik. Njarðvíkingar hittu aðeins úr 52% vítaskota sinna. Vítaófarir Eric Katenda halda áfram en hann klúðraði öllum þremur vítunum sem hann tók. Miðherjinn átti annars fínan leik og skilaði 14 stigum og sjö fráköstum.Hvað gerist næst?Eins og áður sagði tekur úrslitakeppnin núna við hjá Njarðvík. Í 8-liða úrslitunum mæta Njarðvíkingar ÍR-ingum sem enduðu í 7. sæti deildarinnar. Tímabilinu er hins vegar lokið hjá Skallagrími. Þeir leika í B-deildinni á næsta tímabili og verða þá með nýjan mann í brúnni. Finnur Jónsson stýrði Borgnesingum í síðasta sinn í kvöld.Einar Árni: Höfum eitthvað að sanna gegn ÍR„Sóknin var flott og vörnin var betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Aðalatriðið var að enginn meiddist. Það var margt gott í þessu og margir lögðu í púkkið,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir sigurinn á Skallagrími í kvöld. Í síðustu tveimur umferðunum Domino's deildar karla mætti Njarðvík liðunum sem féllu, Breiðabliki og Skallagrími. Einar segir að þetta hafi ekki verið óskastaða. „Ég hefði ekki valið mér þetta. Síðustu 2-3 vikurnar hefur þetta verið hangandi yfir okkur; að þetta væri möguleiki. Við reyndum bara að horfa á sjálfa okkur,“ sagði Einar sem hrósaði Borgnesingum fyrir þeirra frammistöðu í kvöld „Skallarnir voru áræðnir, létu vaða og hittu mjög vel. Við áttum í mesta basli með að stoppa þá og við getum ekki sagt að við höfum ekki fengið eitthvað út úr þessu.“ Njarðvíkingar áttu möguleika á deildarmeistaratitlinum en fengu ekki hjálp frá Haukum sem þeir þurftu á að halda. Þeir grænu enduðu í 2. sæti og þeirra bíður einvígi gegn ÍR í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. „Þetta er mjög spennandi verkefni. Þeir eru með frábært lið og unnu okkur í hörkuleik um daginn. Við höfum eitthvað að sanna í þeim leikjum því við vorum heldur ekki góðir í fyrri leiknum í Seljaskóla. Við þurfum að undirbúa okkur vel. Ég er fullur tilhlökkunar,“ sagði Einar að endingu.Finnur: Þeir skutu af sér rassgatið Þrátt fyrir tap fyrir Njarðvík í kvöld var Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms, sáttur með eitt og annað í leik sinna manna, þá sérstaklega sóknina. „Það er fúlt að tapa en við vorum að spila við gríðarlega sterkt lið. Frammistaðan var ágæt á köflum. Við byrjuðum vel en gáfum eftir þegar líða tók á leikinn,“ sagði Finnur. Njarðvík skoraði að vild í leiknum og hittni heimamanna var með ólíkindum góð framan af leik. „Þeir skutu af sér rassgatið í fyrri hálfleik. Ég hef varla séð annað eins. Þetta er lið sem ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn. Við erum hins vegar fallnir. Við vissum að brekkan yrði brött en ég er ánægður með mína menn sem lögðu sig fram og höfðu gaman að þessu.“ Finnur stýrði Skallagrími í síðasta sinn í kvöld, allavega í bili. „Þetta hefur verið góður tími. Gengið hefur verið misjafnt og það er leiðinlegt að falla,“ sagði Finnur. En hvað tekur við hjá honum? „Ég veit það ekki. Það er ekkert ráðið,“ sagði Finnur að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum