Jóhannes Karl: Alltof auðvelt að dæma víti fyrir stóru liðin Guðlaugur Valgeirsson skrifar 28. júlí 2019 21:44 Jóhannes Karl lætur jafnan vel í sér heyra. vísir/daníel Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var svekktur eftir tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Vals í kvöld. Hann sagði Valsmenn hafa fengið tvö gefins mörk í kvöld. „Já algjörlega, þetta var svekkjandi í kvöld. Mér fannst Valsmennirnir fá tvö gefins mörk í dag. Við gáfum þeim fyrsta markið og síðan fengu þeir dæmt víti upp úr einhverju klafsi sem mér fannst aldrei vera víti,“ sagði Jóhannes Karl. „Mér finnst oft á tíðum allt of auðvelt fyrir dómara að dæma víti fyrir svokölluðu stóru liðin í landinu og þetta er farið að fara virkilega í taugarnar á mér.“ Heimamenn byrjuðu vel í kvöld en Arnór Snær Guðmundsson gerði sig síðan sekan um stór mistök þegar hann færði Valsmönnum mark á silfurfati. Jóhannes Karl var ánægður hvernig menn svöruðu því. „Þessi mistök eru eitthvað sem getur skeð en fram að því höfðum við skapað okkur hættulegri færi þar sem við hefðum getað náð forystunni,“ sagði Jóhannes Karl. „En það sem ég er ánægður með er að eftir áfallið við að fá á okkur mark er að við náum að koma til baka og jafna leikinn, verðskuldað að mínu mati og það var kraftur í okkur allan leikinn og ég er bara alls ekki sáttur við þessi úrslit.“ Skagamenn sitja ennþá í 3. sæti eftir tapið í kvöld en Jóhannes Karl vildi ekki gefa það út að evrópusæti væri markmið liðsins. „Við erum ennþá bara að vinna í okkar hlutum og við erum að fara inn í alla leiki eins og þennan í dag til að ná í þessi stig sem eru í boði. Við ætluðum að ná í 3 stig og mér fannst við eiga það skilið í dag,“ sagði Jóhannes Karl. „Við horfum ekkert á töfluna, það er svo mikið eftir af þessu móti og við erum ekkert að spá í því. Við eigum erfiðan leik næst á móti FH úti og við þurfum að jafna okkur á þessum ósigri í dag og koma klárir í erfiðan leik.“ Óttar Bjarni Guðmundsson datt úr byrjunarliðinu eftir upphitun og Arnar Már Guðjónsson fór meiddur af velli undir lok leiksins. Jóhannes Karl var gríðarlega ánægður með innkomu Halls Flosasonar í byrjunarliðið. „Óttar fékk eitthvað í nárann og það var svolítið svekkjandi en það kom maður í manns stað og Hallur kemur inn og leysir þetta verkefni frábærlega í dag,“ sagði þjálfarinn. „Það verður að koma í ljós með Arnar, auðvitað verður maður að vera jákvæður og vonandi er þetta bara eitthvað hnjask en maður veit aldrei og við verðum bara að bíða eftir að hann sé búin í skoðun hvað kemur út úr því,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Valur 1-2 │Pedersen tryggði meisturunum sigur á Skaganum Valur vann fjórða sigur sinn í síðustu fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla þegar Íslandsmeistararnir lögðu ÍA að velli, 1-2, á Akranesi. 28. júlí 2019 22:00 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var svekktur eftir tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Vals í kvöld. Hann sagði Valsmenn hafa fengið tvö gefins mörk í kvöld. „Já algjörlega, þetta var svekkjandi í kvöld. Mér fannst Valsmennirnir fá tvö gefins mörk í dag. Við gáfum þeim fyrsta markið og síðan fengu þeir dæmt víti upp úr einhverju klafsi sem mér fannst aldrei vera víti,“ sagði Jóhannes Karl. „Mér finnst oft á tíðum allt of auðvelt fyrir dómara að dæma víti fyrir svokölluðu stóru liðin í landinu og þetta er farið að fara virkilega í taugarnar á mér.“ Heimamenn byrjuðu vel í kvöld en Arnór Snær Guðmundsson gerði sig síðan sekan um stór mistök þegar hann færði Valsmönnum mark á silfurfati. Jóhannes Karl var ánægður hvernig menn svöruðu því. „Þessi mistök eru eitthvað sem getur skeð en fram að því höfðum við skapað okkur hættulegri færi þar sem við hefðum getað náð forystunni,“ sagði Jóhannes Karl. „En það sem ég er ánægður með er að eftir áfallið við að fá á okkur mark er að við náum að koma til baka og jafna leikinn, verðskuldað að mínu mati og það var kraftur í okkur allan leikinn og ég er bara alls ekki sáttur við þessi úrslit.“ Skagamenn sitja ennþá í 3. sæti eftir tapið í kvöld en Jóhannes Karl vildi ekki gefa það út að evrópusæti væri markmið liðsins. „Við erum ennþá bara að vinna í okkar hlutum og við erum að fara inn í alla leiki eins og þennan í dag til að ná í þessi stig sem eru í boði. Við ætluðum að ná í 3 stig og mér fannst við eiga það skilið í dag,“ sagði Jóhannes Karl. „Við horfum ekkert á töfluna, það er svo mikið eftir af þessu móti og við erum ekkert að spá í því. Við eigum erfiðan leik næst á móti FH úti og við þurfum að jafna okkur á þessum ósigri í dag og koma klárir í erfiðan leik.“ Óttar Bjarni Guðmundsson datt úr byrjunarliðinu eftir upphitun og Arnar Már Guðjónsson fór meiddur af velli undir lok leiksins. Jóhannes Karl var gríðarlega ánægður með innkomu Halls Flosasonar í byrjunarliðið. „Óttar fékk eitthvað í nárann og það var svolítið svekkjandi en það kom maður í manns stað og Hallur kemur inn og leysir þetta verkefni frábærlega í dag,“ sagði þjálfarinn. „Það verður að koma í ljós með Arnar, auðvitað verður maður að vera jákvæður og vonandi er þetta bara eitthvað hnjask en maður veit aldrei og við verðum bara að bíða eftir að hann sé búin í skoðun hvað kemur út úr því,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Valur 1-2 │Pedersen tryggði meisturunum sigur á Skaganum Valur vann fjórða sigur sinn í síðustu fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla þegar Íslandsmeistararnir lögðu ÍA að velli, 1-2, á Akranesi. 28. júlí 2019 22:00 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Valur 1-2 │Pedersen tryggði meisturunum sigur á Skaganum Valur vann fjórða sigur sinn í síðustu fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla þegar Íslandsmeistararnir lögðu ÍA að velli, 1-2, á Akranesi. 28. júlí 2019 22:00