Fréttir Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Þrír voru skotnir af leyniskyttu nærri byggingu í eigu Innflytjenda og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) í Dallas. Mennirnir sem voru skotnir voru í haldi ICE en árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi. Erlent 24.9.2025 12:54 Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Sérfræðingur hjá ASÍ segir ljóst að rekstraraðilar naglastofa nýti sér glufu í kerfinu til að brjóta á réttindum fólks sem kemur hingað til lands til að starfa. Margt við starfsemina minni á starfshætti Quangs Lé sem lögregla hefur haft til rannsóknar í þrjú ár. Innlent 24.9.2025 12:50 Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur er á Grænlandi þar sem hún mun síðar í dag biðjast formlega afsökunar á lykkjumálinu svokallaða fyrir hönd danska ríkisins. 143 grænlenskar konur sem hafa stefnt danska ríkinu vegna málsins kerfjast hátt í 6 milljóna króna í miskabætur hver. Erlent 24.9.2025 12:34 Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Leiðbeinandi á leikskólanum Múlaborg, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október næstkomandi, á grundvelli almannahagsmuna. Þá mun hann hafa mátt dúsa í varðhaldi í tíu vikur. Innlent 24.9.2025 12:10 Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Í hádegisfréttum verður rætt við Umhverfis- og auðlindaráðherra um nýja skýrslu sem kynnt var í morgun. Innlent 24.9.2025 11:36 Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Dómsmálaráðherra hefur birt frumvarp til laga í Samráðsgátt þar sem lagt er til að jafnlaunavottun verði lögð niður. Fyrirtæki og stofnanir af ákveðinni stærð þurfi þó að skila áfram inn gögnum um laun starfsmanna. Frumvarpið er meðal tillagna úr hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar. Innlent 24.9.2025 11:35 Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. Erlent 24.9.2025 11:31 Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Reiknað er með að framkvæmdum á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls ljúki í vikunni. Ljósastýring á að verða sveigjanlegri og betra jafnvægi að nást á milli akstursstefna. Árbæingar hafa kvartað sáran yfir töfum á umferð undanfarnar vikur. Borgin vonast til að breytingarnar skili sér í betra flæði fyrir alla vegfarendur. Innlent 24.9.2025 11:00 Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Það er enn óvíst hvort það hafi raunverulega verið drónar sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir flugumferð á Gardemoen-flugvelli í Osló í fyrrinótt. Gengið hefur verið út frá því í fréttum af málinu að um dróna hafi verið að ræða en nú segir lögreglustjóri í Osló að það sé óljóst hvort það voru drónar eða eitthvað annað sem var á sveimi við flugvöllinn. Erlent 24.9.2025 10:58 Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð. Erlent 24.9.2025 10:38 Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verður með sérstaka jarðhitakynning vegna átaksins Jarðhiti jafnar leikinn klukkan 11 í dag. Hægt verður að fylgjast með kynningunni i beinu streymi. Innlent 24.9.2025 10:31 Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Stjórnandi vinsæls gamanþáttar hjá Danska ríkissjónvarpinu, DR, var sagt upp störfum vegna ásakana um kynferðisofbeldi gegn unglingsstúlku. Brotin, sem Jonatan Spang sjálfur gengst ekki við, munu hafa átt sér stað fyrir sextán árum þegar hann var sjálfur 31 árs en stúlkan 15 ára. Hann viðurkennir hins vegar að hafa átt „í nánum kynnum“ við stúlkuna. Erlent 24.9.2025 10:08 Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi Rannsókn á innbrotum og eldsvoða á Sauðárkróki er í fullum gangi en maður sem handtekinn var í tengslum við málið var látinn laus að loknum yfirheyrslum í gær. Innlent 24.9.2025 09:59 „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Ungri konu sem er lesblind, með ADHD og einhverf var talin trú um að skólinn væri ekki fyrir hana. Hún segir mikilvægt að börn í sömu stöðu gefist ekki upp. Þrátt fyrir að hafa rétt náð að ljúka grunnskóla og ekki farið í gengum framhaldsskóla útskrifaðist hún úr háskóla í vor. Hún brennur nú fyrir því að hjálpa öðrum í sömu stöðu. Innlent 24.9.2025 09:17 Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns um áfrýjunarleyfi, í máli hans gegn Páli Vilhjálmssyni. Innlent 24.9.2025 08:20 Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Séra Yrsa Þórðardóttir er látin, 63 ára að aldri. Innlent 24.9.2025 08:14 Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Sá hópur Íslendinga sem velur að eignast ekki börn fer stöðugt stækkandi. Fæðingartíðni á Íslandi hefur verið í frjálsu falli frá bankahruninu. Ísland hefur státað af hærri fæðingartíðni en hin Norðurlöndin en er nú á svipuðum stað og eignast hver íslensk kona að meðaltali 1,56 barn. Innlent 24.9.2025 08:00 Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Rannsókn vegna grunsamlegrar umferðar dróna við Kastrup flugvöll í Kaupmannahöfn heldur áfram í dag og er málið enn óupplýst. Sérfræðingar hafa sagt algjöra vanþekkingu og skort á getu og fagmennsku einkenna Danmörku á þessu sviði. Danskir fjölmiðlar vekja athygli á því í dag að lagafrumvarp um drónavarnir hafi lengi verið í pípunum en hafi enn ekki orðið að veruleika eftir að hafa velskt um í kerfinu í yfir tvö ár. Erlent 24.9.2025 07:50 Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Nokkrar lægðir munu fara fram hjá landinu næstu daga og bjóða upp á sígilt haustveður. Veður 24.9.2025 07:25 Áflog og miður farsæl eldamennska Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stillti til friðar í gærkvöldi þegar áflog brutust út á knæpu. Þá kom lögregla einnig að málum þegar maður fór að berja á rúður öldurhúss í miðborginni, eftir að hafa verið vísað út. Innlent 24.9.2025 07:05 Verða bílveikari í rafbílum Fólk upplifir meiri bílveiki í rafmagnsbílum heldur en öðrum bílum. Þetta segir háls-, nef- og eyrnalæknir sem segir vísindamenn ekki búna að átta sig á hvað veldur þó líklega megi skýringuna finna í hröðunarbreytingum í rafbílunum. Innlent 24.9.2025 07:01 Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel snéri aftur á skjáinn í gærkvöldi, eftir að hafa verið kippt úr loftinu vegna ummæla hans um morðið á aðgerðasinnanum Charlie Kirk. Erlent 24.9.2025 06:54 Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Rússa í afar erfiðri stöðu efnahagslega. Áralangt stríð hafi ekki skilað þeim neinu og aðeins afhjúpað hernaðarlega veikleika þeirra. Erlent 24.9.2025 06:26 „Þetta var óvenjuleg ræða“ Utanríkisráðherra segir ræðu Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hafa verið óvenjulega. Mikilvægt sé að standa vörð um alþjóðakerfið í núverandi mynd og stofnanir þess, ekki síst fyrir smáríki á borð við Ísland. Innlent 24.9.2025 06:00 Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Píratar mælast inni á þingi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Oddvitinn í borginni telur kjósendur ánægða með verk flokksins, en gefur ekkert um um hvort hún sækist eftir nýstofnuðu formannsembætti. Innlent 23.9.2025 23:52 Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Hálfíslenski karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa myrt 63 ára konu í Akalla í Stokkhólmi í Svíþjóð í október heitir Guðmundur Mogensen. Hann breytti nafninu sínu í Johan Svensson fyrir réttarhöldin sem hófust í vikunni. Á vef sænska miðilsins Expressen segir að hann hafi játað morðið og að hann sé miður sín yfir því sem gerðist. Erlent 23.9.2025 23:43 Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir drónaflugin í Kaupmannahöfn og Osló óþægileg fyrir stjórnvöld og flugrekstur, og hættulegt, en enn sé ekki hægt að slá neinu föstu um hvað búi að baki. Hann segir það mikilvægasta við þessi atvik að nú sé vitað hversu auðvelt sé að valda mikilli röskun og það þurfi að bregðast við því. Innlent 23.9.2025 23:31 Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Tæp 68 prósent barna í 2. bekk í Reykjavík búa yfir aldurssvarandi hæfni í lestri. Það er niðurstaða Lesmáls 2025, prófs sem metur lestur, lesskilning og réttritun hjá nemendum í 2. bekk. Fjórðungur þátttakenda náði árangri á bilinu 31 til 60 prósent, eða alls 322 nemendur. Þá eru tæp sjö prósent sem náðu 0 til 30 prósent árangri. Innlent 23.9.2025 22:48 Holskefla í kortunum Krabbameinstilfellum á Íslandi mun fjölga um meira en helming á næstu tveimur áratugum ef spár ganga eftir. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins hefur áhyggjur af því hvort heilbrigðiskerfið muni ráða við þennan fjölda sjúklinga og segir mikilvægt að brugðist sé við. Innlent 23.9.2025 22:02 Bílslys í Laugardal Slökkvilið var kallað út á tíunda tímanum í kvöld vegna bílslyss í Laugardalnum. Innlent 23.9.2025 21:55 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 334 ›
Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Þrír voru skotnir af leyniskyttu nærri byggingu í eigu Innflytjenda og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) í Dallas. Mennirnir sem voru skotnir voru í haldi ICE en árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi. Erlent 24.9.2025 12:54
Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Sérfræðingur hjá ASÍ segir ljóst að rekstraraðilar naglastofa nýti sér glufu í kerfinu til að brjóta á réttindum fólks sem kemur hingað til lands til að starfa. Margt við starfsemina minni á starfshætti Quangs Lé sem lögregla hefur haft til rannsóknar í þrjú ár. Innlent 24.9.2025 12:50
Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur er á Grænlandi þar sem hún mun síðar í dag biðjast formlega afsökunar á lykkjumálinu svokallaða fyrir hönd danska ríkisins. 143 grænlenskar konur sem hafa stefnt danska ríkinu vegna málsins kerfjast hátt í 6 milljóna króna í miskabætur hver. Erlent 24.9.2025 12:34
Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Leiðbeinandi á leikskólanum Múlaborg, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október næstkomandi, á grundvelli almannahagsmuna. Þá mun hann hafa mátt dúsa í varðhaldi í tíu vikur. Innlent 24.9.2025 12:10
Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Í hádegisfréttum verður rætt við Umhverfis- og auðlindaráðherra um nýja skýrslu sem kynnt var í morgun. Innlent 24.9.2025 11:36
Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Dómsmálaráðherra hefur birt frumvarp til laga í Samráðsgátt þar sem lagt er til að jafnlaunavottun verði lögð niður. Fyrirtæki og stofnanir af ákveðinni stærð þurfi þó að skila áfram inn gögnum um laun starfsmanna. Frumvarpið er meðal tillagna úr hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar. Innlent 24.9.2025 11:35
Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. Erlent 24.9.2025 11:31
Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Reiknað er með að framkvæmdum á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls ljúki í vikunni. Ljósastýring á að verða sveigjanlegri og betra jafnvægi að nást á milli akstursstefna. Árbæingar hafa kvartað sáran yfir töfum á umferð undanfarnar vikur. Borgin vonast til að breytingarnar skili sér í betra flæði fyrir alla vegfarendur. Innlent 24.9.2025 11:00
Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Það er enn óvíst hvort það hafi raunverulega verið drónar sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir flugumferð á Gardemoen-flugvelli í Osló í fyrrinótt. Gengið hefur verið út frá því í fréttum af málinu að um dróna hafi verið að ræða en nú segir lögreglustjóri í Osló að það sé óljóst hvort það voru drónar eða eitthvað annað sem var á sveimi við flugvöllinn. Erlent 24.9.2025 10:58
Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð. Erlent 24.9.2025 10:38
Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verður með sérstaka jarðhitakynning vegna átaksins Jarðhiti jafnar leikinn klukkan 11 í dag. Hægt verður að fylgjast með kynningunni i beinu streymi. Innlent 24.9.2025 10:31
Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Stjórnandi vinsæls gamanþáttar hjá Danska ríkissjónvarpinu, DR, var sagt upp störfum vegna ásakana um kynferðisofbeldi gegn unglingsstúlku. Brotin, sem Jonatan Spang sjálfur gengst ekki við, munu hafa átt sér stað fyrir sextán árum þegar hann var sjálfur 31 árs en stúlkan 15 ára. Hann viðurkennir hins vegar að hafa átt „í nánum kynnum“ við stúlkuna. Erlent 24.9.2025 10:08
Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi Rannsókn á innbrotum og eldsvoða á Sauðárkróki er í fullum gangi en maður sem handtekinn var í tengslum við málið var látinn laus að loknum yfirheyrslum í gær. Innlent 24.9.2025 09:59
„Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Ungri konu sem er lesblind, með ADHD og einhverf var talin trú um að skólinn væri ekki fyrir hana. Hún segir mikilvægt að börn í sömu stöðu gefist ekki upp. Þrátt fyrir að hafa rétt náð að ljúka grunnskóla og ekki farið í gengum framhaldsskóla útskrifaðist hún úr háskóla í vor. Hún brennur nú fyrir því að hjálpa öðrum í sömu stöðu. Innlent 24.9.2025 09:17
Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns um áfrýjunarleyfi, í máli hans gegn Páli Vilhjálmssyni. Innlent 24.9.2025 08:20
Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Séra Yrsa Þórðardóttir er látin, 63 ára að aldri. Innlent 24.9.2025 08:14
Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Sá hópur Íslendinga sem velur að eignast ekki börn fer stöðugt stækkandi. Fæðingartíðni á Íslandi hefur verið í frjálsu falli frá bankahruninu. Ísland hefur státað af hærri fæðingartíðni en hin Norðurlöndin en er nú á svipuðum stað og eignast hver íslensk kona að meðaltali 1,56 barn. Innlent 24.9.2025 08:00
Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Rannsókn vegna grunsamlegrar umferðar dróna við Kastrup flugvöll í Kaupmannahöfn heldur áfram í dag og er málið enn óupplýst. Sérfræðingar hafa sagt algjöra vanþekkingu og skort á getu og fagmennsku einkenna Danmörku á þessu sviði. Danskir fjölmiðlar vekja athygli á því í dag að lagafrumvarp um drónavarnir hafi lengi verið í pípunum en hafi enn ekki orðið að veruleika eftir að hafa velskt um í kerfinu í yfir tvö ár. Erlent 24.9.2025 07:50
Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Nokkrar lægðir munu fara fram hjá landinu næstu daga og bjóða upp á sígilt haustveður. Veður 24.9.2025 07:25
Áflog og miður farsæl eldamennska Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stillti til friðar í gærkvöldi þegar áflog brutust út á knæpu. Þá kom lögregla einnig að málum þegar maður fór að berja á rúður öldurhúss í miðborginni, eftir að hafa verið vísað út. Innlent 24.9.2025 07:05
Verða bílveikari í rafbílum Fólk upplifir meiri bílveiki í rafmagnsbílum heldur en öðrum bílum. Þetta segir háls-, nef- og eyrnalæknir sem segir vísindamenn ekki búna að átta sig á hvað veldur þó líklega megi skýringuna finna í hröðunarbreytingum í rafbílunum. Innlent 24.9.2025 07:01
Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel snéri aftur á skjáinn í gærkvöldi, eftir að hafa verið kippt úr loftinu vegna ummæla hans um morðið á aðgerðasinnanum Charlie Kirk. Erlent 24.9.2025 06:54
Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Rússa í afar erfiðri stöðu efnahagslega. Áralangt stríð hafi ekki skilað þeim neinu og aðeins afhjúpað hernaðarlega veikleika þeirra. Erlent 24.9.2025 06:26
„Þetta var óvenjuleg ræða“ Utanríkisráðherra segir ræðu Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hafa verið óvenjulega. Mikilvægt sé að standa vörð um alþjóðakerfið í núverandi mynd og stofnanir þess, ekki síst fyrir smáríki á borð við Ísland. Innlent 24.9.2025 06:00
Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Píratar mælast inni á þingi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Oddvitinn í borginni telur kjósendur ánægða með verk flokksins, en gefur ekkert um um hvort hún sækist eftir nýstofnuðu formannsembætti. Innlent 23.9.2025 23:52
Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Hálfíslenski karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa myrt 63 ára konu í Akalla í Stokkhólmi í Svíþjóð í október heitir Guðmundur Mogensen. Hann breytti nafninu sínu í Johan Svensson fyrir réttarhöldin sem hófust í vikunni. Á vef sænska miðilsins Expressen segir að hann hafi játað morðið og að hann sé miður sín yfir því sem gerðist. Erlent 23.9.2025 23:43
Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir drónaflugin í Kaupmannahöfn og Osló óþægileg fyrir stjórnvöld og flugrekstur, og hættulegt, en enn sé ekki hægt að slá neinu föstu um hvað búi að baki. Hann segir það mikilvægasta við þessi atvik að nú sé vitað hversu auðvelt sé að valda mikilli röskun og það þurfi að bregðast við því. Innlent 23.9.2025 23:31
Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Tæp 68 prósent barna í 2. bekk í Reykjavík búa yfir aldurssvarandi hæfni í lestri. Það er niðurstaða Lesmáls 2025, prófs sem metur lestur, lesskilning og réttritun hjá nemendum í 2. bekk. Fjórðungur þátttakenda náði árangri á bilinu 31 til 60 prósent, eða alls 322 nemendur. Þá eru tæp sjö prósent sem náðu 0 til 30 prósent árangri. Innlent 23.9.2025 22:48
Holskefla í kortunum Krabbameinstilfellum á Íslandi mun fjölga um meira en helming á næstu tveimur áratugum ef spár ganga eftir. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins hefur áhyggjur af því hvort heilbrigðiskerfið muni ráða við þennan fjölda sjúklinga og segir mikilvægt að brugðist sé við. Innlent 23.9.2025 22:02
Bílslys í Laugardal Slökkvilið var kallað út á tíunda tímanum í kvöld vegna bílslyss í Laugardalnum. Innlent 23.9.2025 21:55