Fréttir Átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra. Innlent 10.1.2025 18:12 Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Fulltrúar sveitarfélaga í Rangárvallasýslu lýsa yfir verulegum áhyggjum af stöðu heilbrigðismála í sýslunni og ítreka að núverandi staða og óvissa sé óboðleg 4519 íbúum sýslunnar og öðrum gestum hennar. Innlent 10.1.2025 16:52 Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Ísraelar vörpuðu í morgun sprengjum á Jemen. Eru þessar árásir sagðar viðbrögð við dróna- og eldflaugaárásum Húta á Ísrael á undanförnum vikum. Fyrr í vikunni vörpuðu Bandaríkjamenn sprengjum á skotmörk sem þeir segja í eigu Húta. Erlent 10.1.2025 16:29 Ekkert verður af kaupunum á Krafti Styrkás og Kraftur hafa komist að samkomulagi um að fallið verði frá kaupum Styrkáss á öllu hlutafé í Krafti. Samkeppniseftirlitið féllst ekki á markaðsskilgreiningar sem félögin töldu að leggja ætti til grundvallar og því var hætt við kaupin og samrunatilkynning afturkölluð. Innlent 10.1.2025 16:13 Trump ekki dæmdur í fangelsi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, mun ekki þurfa að sitja í fangelsi vegna þöggunarmálsins svokallaða. Hann mun ekki sæta neinni refsingu í málinu að öðru leyti en að hann verður á sakaskrá. Erlent 10.1.2025 15:08 „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Karlmaður hefur verið dæmdur til níu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda brota í nánu sambandi með því að hafa á endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambúðarkonu sinnar. Hann hótaði meðal annars að myrða foreldra konunnar og dreifa nektarmyndum af henni. Innlent 10.1.2025 14:17 Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Heilbrigðisstofnun Norðurlands tekur við rekstri hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd frá og með 1. maí 2025. Innlent 10.1.2025 13:47 Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. Erlent 10.1.2025 13:44 Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Á allra vörum hrindir af stað nýju þjóðarátaki í mars eftir sex ára hlé. Ein forsvarskvenna átaksins segir aukið ofbeldi gegn konum og börnum hafa vakið þær til lífsins - nú þurfi að klára að byggja nýtt Kvennaathvarf. Innlent 10.1.2025 13:02 Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gengið til viðræðna við fasteignafélögin Heima og Laka um uppbyggingu tveggja leikskóla í Reykjavík. Annars vegar nýjan leikskóla í Elliðaárdal og hins vegar stækkun leikskólans Múlaborgar í Ármúla. Leikskólarnir eiga að vera tilbúnir til notkunar í janúar á næsta ári. Innlent 10.1.2025 13:00 Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Logi Már Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um áframhaldandi stuðning til einkarekinna fjölmiðla. Innlent 10.1.2025 12:58 Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á stórum hluta landsins vegna allhvassrar suðaustanáttar og rigningar aðfararnótt sunnudagsins og á sunnudagsmorgun. Innlent 10.1.2025 12:53 Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Ökumaður sendibíls sem lést í árekstri við lyftara í Lækjargötu árið 2023 var óhæfur til aksturs vegna áhrifa örvandi fíkniefnis. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur það meginorsök slyssins. Þá átti ökumaður lyftarans ekki að aka honum eftir neyslu á slævandi lyfi. Innlent 10.1.2025 12:49 Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Í hádegisfréttum verður rætt við Einar Þorsteinsson borgarstjóra um fjölgun leikskólarýma í borginni. Innlent 10.1.2025 11:40 Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Nokkrar af helstu vísindastofnunum heims staðfestu í dag að 2024 hafi verið heitasta árið frá upphafi mælinga. Meðalhiti jarðar var þá í fyrsta skipti yfir neðri þröskuldi Parísarsamkomulagsins um að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við eina og hálfa gráðu miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Erlent 10.1.2025 10:35 Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Reykjavíkurborg hyggst ganga til til viðræðna við fasteignafélagið Heima um að stækka húsnæði leikskólans Múlaborgar sem stendur við Ármúla 6. Áætlað er að stækkun leikskólans muni skila sér í fjölgun plássa fyrir 48 til 120 börn. Innlent 10.1.2025 10:06 Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Tvær rútur, með um fimmtíu manns innanborðs, skullu saman á þjóðveginu inni á Hellu. Hópslysaáætlun var virkjuð vegna árekstursins. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en síðar afturkölluð þegar í ljós kom að engin alvarleg slys urðu á fólki. Fimm voru þó fluttir á sjúkrahús til skoðunar. Innlent 10.1.2025 09:14 Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Alþjóðlegur hópur vísindamanna hefur náð að sækja eitt elsta ískjarnasýni í heimi djúpt úr Suðurskautslandsísnum. Ísinn er sagður að minnsta kosti 1,2 milljóna ára gamall. Hann getur varpað skýrara ljósi á hvernig lofthjúpur og loftslag jarðar hefur breyst. Erlent 10.1.2025 09:04 Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hefur sagt sig úr stjórn samtakanna og þar með frá formennsku. Innlent 10.1.2025 09:00 Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að framtíð forystu Sjálfstæðisflokksins verði ekki slegið á frest. Hún segir mikilvægt að Sjálfstæðismenn taki höndum saman og vinni „farsællega að þeim kynslóðaskiptum sem nauðsynleg eru til að flokkurinn verði á ný öflugasta stjórnmálaafl landsins“. Þetta segir Áslaug Arna í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Innlent 10.1.2025 08:41 Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Það var múrarinn Jørgen Boassen sem tók á móti Donald Trump yngri þegar hann heimsótti Grænland á dögunum ásamt föruneyti sínu. Hann segir Bandaríkin ekki munu innlima Grænland en að Danmörk hafi algjörlega brugðist varnarskyldu sinni gagnvart grænlensku þjóðinni. Erlent 10.1.2025 08:27 Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmunum hefur samþykkt að óska eftir miðstjórnarfundi hjá flokknum í þeim tilgangi að flýta megi flokksþingi. Innlent 10.1.2025 07:37 Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Sterk fylgni er sögð á milli fjölda laxalúsa á villtum löxum og fjölda fullorðinna kvenkyns laxalúsa í nálægum sjókvíum. Innlent 10.1.2025 07:27 Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Múte Egede, formaður landstjórnar Grænlands, hefur kallað eftir samstöðu meðal Grænlendinga og biðlað til þeirra um að halda ró sinni. Erlent 10.1.2025 07:16 Víða skúrir og hlýnandi veður Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustanátt, yfirleitt á bilinu átta til þrettán metrum á sekúndu, og dálitlum éljum eða skúrum. Þó má reikna með öllu hvassari vindi með rigningu eða slyddu á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum síðdegis. Veður 10.1.2025 07:08 Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Forsvarsmenn einnar umsvifamestu stjörnuathuganastöðvar heims vara við því að fyrirhuguð rafeldsneytisverksmiðja eigi eftir að spilla einum af fáum stöðum á jörðinni þar sem sést í ósnortinn stjörnuhimininn. Ljósmengun frá verksmiðjunni eigi eftir að trufla athuganir sjónauka í Atacama-eyðimörkinni. Erlent 10.1.2025 07:02 Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. Erlent 10.1.2025 06:39 Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni Donalds Trumps verðandi Bandaríkjaforseta, um að fresta dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Erlent 10.1.2025 00:39 Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Neyðarfundur flokksformanna allra flokka á danska þinginu sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði lauk í kvöld, fimmtudag. Fundarefnið var umtal um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan Danska konungsveldisins. Erlent 9.1.2025 23:56 Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Á dögunum var karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að reyna að ráðast á fólk með hníf í byrjun desember. Hann er einnig grunaður um að hafa ráðist á móður sína nokkrum dögum áður. Innlent 9.1.2025 23:07 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 334 ›
Átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra. Innlent 10.1.2025 18:12
Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Fulltrúar sveitarfélaga í Rangárvallasýslu lýsa yfir verulegum áhyggjum af stöðu heilbrigðismála í sýslunni og ítreka að núverandi staða og óvissa sé óboðleg 4519 íbúum sýslunnar og öðrum gestum hennar. Innlent 10.1.2025 16:52
Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Ísraelar vörpuðu í morgun sprengjum á Jemen. Eru þessar árásir sagðar viðbrögð við dróna- og eldflaugaárásum Húta á Ísrael á undanförnum vikum. Fyrr í vikunni vörpuðu Bandaríkjamenn sprengjum á skotmörk sem þeir segja í eigu Húta. Erlent 10.1.2025 16:29
Ekkert verður af kaupunum á Krafti Styrkás og Kraftur hafa komist að samkomulagi um að fallið verði frá kaupum Styrkáss á öllu hlutafé í Krafti. Samkeppniseftirlitið féllst ekki á markaðsskilgreiningar sem félögin töldu að leggja ætti til grundvallar og því var hætt við kaupin og samrunatilkynning afturkölluð. Innlent 10.1.2025 16:13
Trump ekki dæmdur í fangelsi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, mun ekki þurfa að sitja í fangelsi vegna þöggunarmálsins svokallaða. Hann mun ekki sæta neinni refsingu í málinu að öðru leyti en að hann verður á sakaskrá. Erlent 10.1.2025 15:08
„Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Karlmaður hefur verið dæmdur til níu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda brota í nánu sambandi með því að hafa á endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambúðarkonu sinnar. Hann hótaði meðal annars að myrða foreldra konunnar og dreifa nektarmyndum af henni. Innlent 10.1.2025 14:17
Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Heilbrigðisstofnun Norðurlands tekur við rekstri hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd frá og með 1. maí 2025. Innlent 10.1.2025 13:47
Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. Erlent 10.1.2025 13:44
Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Á allra vörum hrindir af stað nýju þjóðarátaki í mars eftir sex ára hlé. Ein forsvarskvenna átaksins segir aukið ofbeldi gegn konum og börnum hafa vakið þær til lífsins - nú þurfi að klára að byggja nýtt Kvennaathvarf. Innlent 10.1.2025 13:02
Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gengið til viðræðna við fasteignafélögin Heima og Laka um uppbyggingu tveggja leikskóla í Reykjavík. Annars vegar nýjan leikskóla í Elliðaárdal og hins vegar stækkun leikskólans Múlaborgar í Ármúla. Leikskólarnir eiga að vera tilbúnir til notkunar í janúar á næsta ári. Innlent 10.1.2025 13:00
Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Logi Már Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um áframhaldandi stuðning til einkarekinna fjölmiðla. Innlent 10.1.2025 12:58
Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á stórum hluta landsins vegna allhvassrar suðaustanáttar og rigningar aðfararnótt sunnudagsins og á sunnudagsmorgun. Innlent 10.1.2025 12:53
Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Ökumaður sendibíls sem lést í árekstri við lyftara í Lækjargötu árið 2023 var óhæfur til aksturs vegna áhrifa örvandi fíkniefnis. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur það meginorsök slyssins. Þá átti ökumaður lyftarans ekki að aka honum eftir neyslu á slævandi lyfi. Innlent 10.1.2025 12:49
Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Í hádegisfréttum verður rætt við Einar Þorsteinsson borgarstjóra um fjölgun leikskólarýma í borginni. Innlent 10.1.2025 11:40
Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Nokkrar af helstu vísindastofnunum heims staðfestu í dag að 2024 hafi verið heitasta árið frá upphafi mælinga. Meðalhiti jarðar var þá í fyrsta skipti yfir neðri þröskuldi Parísarsamkomulagsins um að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við eina og hálfa gráðu miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Erlent 10.1.2025 10:35
Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Reykjavíkurborg hyggst ganga til til viðræðna við fasteignafélagið Heima um að stækka húsnæði leikskólans Múlaborgar sem stendur við Ármúla 6. Áætlað er að stækkun leikskólans muni skila sér í fjölgun plássa fyrir 48 til 120 börn. Innlent 10.1.2025 10:06
Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Tvær rútur, með um fimmtíu manns innanborðs, skullu saman á þjóðveginu inni á Hellu. Hópslysaáætlun var virkjuð vegna árekstursins. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en síðar afturkölluð þegar í ljós kom að engin alvarleg slys urðu á fólki. Fimm voru þó fluttir á sjúkrahús til skoðunar. Innlent 10.1.2025 09:14
Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Alþjóðlegur hópur vísindamanna hefur náð að sækja eitt elsta ískjarnasýni í heimi djúpt úr Suðurskautslandsísnum. Ísinn er sagður að minnsta kosti 1,2 milljóna ára gamall. Hann getur varpað skýrara ljósi á hvernig lofthjúpur og loftslag jarðar hefur breyst. Erlent 10.1.2025 09:04
Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hefur sagt sig úr stjórn samtakanna og þar með frá formennsku. Innlent 10.1.2025 09:00
Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að framtíð forystu Sjálfstæðisflokksins verði ekki slegið á frest. Hún segir mikilvægt að Sjálfstæðismenn taki höndum saman og vinni „farsællega að þeim kynslóðaskiptum sem nauðsynleg eru til að flokkurinn verði á ný öflugasta stjórnmálaafl landsins“. Þetta segir Áslaug Arna í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Innlent 10.1.2025 08:41
Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Það var múrarinn Jørgen Boassen sem tók á móti Donald Trump yngri þegar hann heimsótti Grænland á dögunum ásamt föruneyti sínu. Hann segir Bandaríkin ekki munu innlima Grænland en að Danmörk hafi algjörlega brugðist varnarskyldu sinni gagnvart grænlensku þjóðinni. Erlent 10.1.2025 08:27
Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmunum hefur samþykkt að óska eftir miðstjórnarfundi hjá flokknum í þeim tilgangi að flýta megi flokksþingi. Innlent 10.1.2025 07:37
Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Sterk fylgni er sögð á milli fjölda laxalúsa á villtum löxum og fjölda fullorðinna kvenkyns laxalúsa í nálægum sjókvíum. Innlent 10.1.2025 07:27
Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Múte Egede, formaður landstjórnar Grænlands, hefur kallað eftir samstöðu meðal Grænlendinga og biðlað til þeirra um að halda ró sinni. Erlent 10.1.2025 07:16
Víða skúrir og hlýnandi veður Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustanátt, yfirleitt á bilinu átta til þrettán metrum á sekúndu, og dálitlum éljum eða skúrum. Þó má reikna með öllu hvassari vindi með rigningu eða slyddu á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum síðdegis. Veður 10.1.2025 07:08
Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Forsvarsmenn einnar umsvifamestu stjörnuathuganastöðvar heims vara við því að fyrirhuguð rafeldsneytisverksmiðja eigi eftir að spilla einum af fáum stöðum á jörðinni þar sem sést í ósnortinn stjörnuhimininn. Ljósmengun frá verksmiðjunni eigi eftir að trufla athuganir sjónauka í Atacama-eyðimörkinni. Erlent 10.1.2025 07:02
Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. Erlent 10.1.2025 06:39
Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni Donalds Trumps verðandi Bandaríkjaforseta, um að fresta dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Erlent 10.1.2025 00:39
Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Neyðarfundur flokksformanna allra flokka á danska þinginu sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði lauk í kvöld, fimmtudag. Fundarefnið var umtal um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan Danska konungsveldisins. Erlent 9.1.2025 23:56
Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Á dögunum var karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að reyna að ráðast á fólk með hníf í byrjun desember. Hann er einnig grunaður um að hafa ráðist á móður sína nokkrum dögum áður. Innlent 9.1.2025 23:07
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent