Fréttir

Guð­mundur Ari þing­flokks­for­maður og Dagur kemst ekki á blað

Guðmundur Ari Sigurjónsson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur verið útnefndur þingflokksformaður flokksins. Tillaga Kristrúnar Frostadóttur þess efnis var samþykkt á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í dag. Dagur B. Eggertsson kemst ekki á blað í stjórn þingflokksins.

Innlent

Togari kom með sprengju til hafnar á Akur­eyri

Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar er á leið til Akureyrar vegna tundurdufls sem togarinn Björg EA kom með til hafnar við athafnasvæði Útgerðarfélags Akureyrar í dag. Bryggjusvæðið var rýmt og vinnslu í fiskvinnsluhúsi hætt.

Innlent

Formannsslagur í upp­siglingu eftir brott­hvarf Bjarna

Nýja árið fer af stað með látum og stórtíðindum úr stjórnmálunum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins til sextán ára, greindi frá því í gær að hann myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram og þá ætlar hann að segja skilið við stjórnmálin. 

Innlent

Hyggst leggja til ramma­á­ætlun á vorþinginu

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur lagði línurnar fyrir fyrstu mánuðum þessa kjörtímabils á ríkisstjórnarfundi í morgun. Orkumál eru þar ofarlega á lista og hyggst orkumálaráðherra leggja fram tillögu að rammaáætlun. 

Innlent

Le Pen látinn

Jean-Marie Le Pen, stofnandi franska öfgahægriflokksins Þjóðfylkingarinnar, er látinn, 96 ára að aldri. Hann bauð sig fram fimm sinnum til forseta en dóttir hans, Marine Le Pen, fylgdi í fótspor hans.

Erlent

Þor­gerður Katrín í Úkraínu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, er í Úkraínu. Þangað fór hún í vinnuheimsókn og mun hún funda með ráðamönnum þar, kynna sér stöðu mála og árétta stuðning Íslands við varnarbaráttu landsins gegn innrás Rússa.

Innlent

Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp

Snjallsímar nýnema við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg í Danmörku voru læstir inni í skáp fyrstu þrjár vikur skólaársins. Tilraunin þykir hafa gefið góða raun og athygli nemenda sögð miklu betri í kennslustundum. Fleiri menntaskólar á Norður-Jótlandi hafa góða reynslu af snjallsímalausu skólastarfi og til greina kemur að endurtaka leikinn við uppaf næsta skólaárs.

Erlent

Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum um­sögnum í ráðningarferli

Umboðsmaður Alþingis mælist til þess að framhaldsskóli gefi alltaf umsækjendum tækifæri til að bregðast við umsögnum sem er aflað um þá í ráðningarferli. Það kemur fram í nýju áliti umboðsmanns sem skrifað er í tilefni af kvörtun kennara til umboðsmanns sem var ósáttur við það að fá ekki tækifæri til að bregðast við umsögnum þegar hann var í ráðningarferli hjá nýjum skóla. Hann var ekki ráðinn vegna þessara umsagna.

Innlent

Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths

Lögmenn Donalds Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hafa farið fram á að Jack Smith, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, verði meinað að birta skýrslu um rannsókn hans á Trump. Krefjast þeir þess að Merrick Garland, dómsmálaráðherra, reki Smith og birti ekki skýrslu um skjalamálið svokallaða opinberlega.

Erlent

„Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og á­byrgðin liggi hjá borgar­stjóra

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur ljóst að borgarstjóri beri mikla ábyrgð vegna „græna gímaldsins“ við Álfabakka í Breiðholti. Ábyrgðin liggi mjög skýrt hjá borgarstjóra þar sem ákvarðanir um verkefnið hafi verið teknar á skrifstofu borgarstjóra þar sem hann er framkvæmdastjóri. Málið minni um margt á braggamálið en kunni að reynast borginni mun kostnaðarsamara ef til þess kemur að byggingin verði færð.

Innlent

Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu

Fimmtán fangar dúsa nú í Guantánamo-herfangelsinu á Kúbu og hafa aldrei verið færri eftir að ellefu fangar voru fluttir til Óman. Mennirnir voru teknir höndum eftir hryðjuverkaárásirnar á New York árið 2001 en hafa aldrei verið ákærðir fyrir nokkra glæpi.

Erlent

Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir á­tján árum

Tímamótafréttir bárust af sviði stjórnmálanna í gær. Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann væri að kveðja pólitíkina þar sem hann hefur verið í aðalhlutverki um langa hríð. Bjarni tók sæti á Alþingi árið 2003 og hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins síðan 2009. Þangað til í nýliðnum desember hafði Bjarni, í forystu Sjálfstæðisflokksins, setið í ríkisstjórn með mörgum mismunandi flokkum í hinum ýmsum ráðherraembættum.

Innlent

Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet

Að minnsta kosti fimmtíu og þrír eru látnir og sextíu og tveir slasaðir eftir að öflugur jarðskjálfti upp sem bandaríska jarðfræðistofnunin segir að hafi verið 7,1 stig reið yfir í Tíbet í nótt.

Erlent

Ýmsar í­vilnanir til handa læknum á lands­byggðinni í skoðun

Til skoðunar er að veita læknum sem starfa á landsbyggðinni ívilnanir á borð við að fella niður hluta af námslánum þeirra og jafnvel ráðast í skattaívilnanir. Heilbrigðisráðherra segir læknaskort í Rangárvallasýslu óásættanlegan og að forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar sé að bæta úr. Íbúar upplifa öryggisleysi.

Innlent

Aldrei verið skráð fleiri mann­dráps­mál

Rúmlega 148 þúsund mál voru skráð hjá lögreglu árið 2024 og hafa aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál á einu ári. Þá var lagt hald á óvenju mikið magn af MDMA og maríjúana. Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð.

Innlent

Brýnt að bregðast hratt við vanda í orku­málum

Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir brýnt að ný ríkisstjórn hefjist strax handa við að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Orkumarkaðurinn einkennist af óöryggi þar sem skorti  leikreglur og fyrirsjáanleika. Það þurfi að skýra hver beri ábyrgð á að orkuöryggi.

Innlent

Bjarni far­sæll en hefur alltaf átt sér ó­vildar­menn

Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur telur að Bjarni Benediktsson muni fá góða dóma í sögubókunum. Hann tilkynnti í dag að hann hygðist ekki taka sæti á þingi né gefa kost á sér í áframhaldandi setu sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Hún telur að Bjarni hafi sjálfur viljað halda áfram, en ákveðið að gera það ekki eftir samtöl við flokksmenn og fjölskyldumeðlimi.

Innlent

Við­brögð við á­kvörðun Bjarna og þrettándabrennur

Bjarni Benediktsson gefur ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi og mun ekki taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. Kapphlaupið um formennsku flokksins er því formlega hafið. Við ræðum við stjórnmálafræðing um vendingar dagsins í beinni útsendingu í myndveri og fáum viðbrögð frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.

Innlent