Fréttir

Tekist á um brostin lof­orð ríkis­stjórnarinnar

Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Í dag verður tekist á um veiðigjöldin og meðal annars rætt um heimsókn Ursulu von der Leyen, þinglok, fjármaámarkaði og fleira.

Innlent

Móðan gæti orðið lang­vinn

Gosmóðan frá Reykjanesskaga sem lagt hefur á Suðurland og Vesturland gæti varað í einhverja daga til viðbótar þar sem vindáttin er hæg. Hraun frá eldgosinu rennur austur og enn eru tveir gígar virkir.

Innlent

Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti vill hitta Vladímir Pútín Rússlandsforseta og freista þess að koma friðarviðræðum aftur á skrið. Leiðtogarnir hafa ekki mæst augliti til auglitis frá því að Rússland gerði innrás í Úkraínu snemma árs 2022.

Erlent

Leik­rit ríkis­stjórnarinnar og hnífa­maður flúði í strætó

Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn eftir ósk stjórnarandstöðunnar þar um. Formaður Miðflokksins telur fundinn leikrit og segir allar aðgerðir ráðamanna snúast um að troða Íslandi inn í ESB. Fjallað verður um málið, og rætt við stjórnmálafræðiprófessor í beinni útsendingu. 

Innlent

Hnífstunga á Austur­velli

Einn var handtekinn eftir hnífstunguárás á Austurvelli í dag. Lögreglu barst tilkynning um málið um klukkan 14 og flúði grunaður árásarmaður af vettvangi. Hann var síðar handtekinn í Kringlunni. 

Innlent

Allt að gerast á Húnavöku á Blöndu­ósi um helgina

Það er mikið um að vera á Blönduósi um helgina því þar fer fram Húnavaka með fjölbreyttri afþreyingu fyrir íbúa og gesti vökunnar. Í dag verður til dæmis markaðsstemning í Íþróttamiðstöðinni með handverki, vörusölu og kaffihúsi. Auk þess verða loftboltar, hoppukastalar, nautabani og risa tafl á skólalóð Húnaskóla.

Innlent

Ísrael og Sýr­land hafi samið um vopna­hlé

Ísrael og Sýrland hafa komist að samkomulagi um vopnahlé eftir að Ísrael blandaði sér í átök sýrlenska stjórnarhersins við vígahópa fyrr í þessari viku. Þetta staðhæfir sérstakur erindreki Bandaríkjanna í málefnum Sýrlands.

Erlent

Þor­gerður til í fund og það strax

Búið er að boða til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis strax á mánudag eftir að þingmenn stjórnarandstöðu óskuðu eftir því að svo yrði gert. Utanríkisráðherra segir miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tortyggilega. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ríkisstjórnina sjálf gera heimsóknina tortryggilega.

Innlent

Ráð­herra bregst snögg­lega við og mikið stuð í Húna­byggð

Utanríkisráðherra hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd komi saman á mánudaginn. Bæði formaður Framsóknarflokksins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins höfðu lagt fram beiðni um fund vegna heimsóknar forseta framkvæmdastjórnar ESB til landsins. Rætt verður við utanríkisráðherra í hádegisfréttum Bylgunnar. 

Innlent