
Fréttir

Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða
Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir tímabært að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi þótt þær séu viðkvæmt mál. Í nýju stöðumati um öryggisáskoranir er óvissa sögð ríkja um starfsemi kínverskrar norðurljósarannsóknarstöðvar í Þingeyjarsýslu.

Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir
Stjórnvöld í Moskvu hafa sagt að vopnahléið á Svartahafi sem tilkynnt var á þriðjudag myndi aðeins hefjast þegar vestrænum hömlum á flutningi matvæla og áburðar frá Rússland hefði verið aflétt auk annarra skilyrða. Vólodímír Selenskí, forseti Úkraínu, ákallaði æðri máttarvöld í morgun og vonaði að Bandaríkin létu ekki undan þrýstingi Rússlands.

Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni
Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin.

Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis
Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um rífleg kjör fyrrverandi formanns Sameykis sem samdi um það að fá laun í tvö og hálft ár eftir að hann hætti sem formaður.

Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar
Stjórnvöld í Kreml halda því fram að þau ræði nú við Bandaríkjastjórn um að taka Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti aftur í notkun. Evrópuríki hafa miklar efasemdir um það jafnvel þótt friður komist á í Úkraínu.

Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ
Þefvís lögreglumaður rann á lyktina í Mosfellsbæ þar sem verið var að rækta kannabisplöntur. Lögregla lagði í kjölfarið hald á 90 plöntur í aðgerðum í gærkvöldi.

Minnist móður sinnar sem lést í morgun
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar minnist móður sinnar Katrínar Arason sem kvaddi í morgun á hundraðasta aldursári.

Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu
Hundruð einstaklinga á Bretlandseyjum virðast hafa verið plataðir til að verja stórum fjárhæðum í kaup á vískitunnum, sem reyndust svo minna virði en fólki hafði verið tjáð eða hreinlega ekki til.

Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg.

Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu
Aþena og Embla voru vinsælusta nöfnin meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn árið 2024. Alls 22 stúlkum var gefið nafnið Aþena og jafnmörgum nafnið Embla. Nöfnin Emilía, Birta og Sara koma þar á eftir en 20 stúlkum var gefið hvert nafn.

Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum
Forseti Póllands hefur staðfest umdeild lög sem veita stjórnvöldum tímabundna heimild til þess að svipta fólk sem kemur yfir landamærin frá Belarús réttinum til að sækja um hæli. Mannréttindasamtök mótmæltu frumvarpinu en pólska stjórnin sakar Belarús um að nota fólksflutninga sem vopn í óhefðbundnum hernaði gegn Póllandi.

Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri
Seinni umferð rektorskjörs í Háskóla Íslands stendur nú yfir en kosið er á milli Magnúsar Karls Magnússonar, prófessors við Læknadeild, og Silju Báru R. Ómarsdóttur, prófessors við Stjórnmálafræðideild. Kjörfundi lýkur klukkan 17 í dag.

Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn
Orkan fjarlægir næsta miðvikudag, 2. apríl, alla plasthanska af bensíndælum sínum. Í staðinn stendur öllum viðskiptavinum Orkunnar til boða að fá fjölnota dæluhanska sem hægt er að nota til að dæla. Ákvörðunin er byggð á umhverfissjónarmiðum.

Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“
Suðurkóresk „sannleiksnefnd“ hefur komist að þeirri niðurstöðu að tugþúsundir barna hafi verið send úr landi eins og „farangur“, til ættleiðingar erlendis.

Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlæga eða austlæga átt í dag, víða kalda, en allhvasst norðvestantil. Þá er útlit fyrir dálitla snjókomu eða él fyrir norðan, en sunnan heiða verða stöku skúrir eða slydduél.

Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar
Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því í gær að stjórnvöld vestanhafs hygðust leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af Evrópusambandinu og Kanada.

Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að Bandaríkin eignist Grænland. Þetta hefur hann ítrekað sagt á undanförnum mánuðum og hefur hann meðal annars neitað að útiloka beitingu hervalds og sagt að þeir muni eignast Grænland með einum hætti eða öðrum.

Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna
Eftir nærri sjö vikna lokun er núna vonast til að hægt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar fyrir almenna flugumferð á miðnætti annaðkvöld. Trjáfellingum í Öskuhlíð lauk síðdegis.

„Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“
Fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir gjörning tónlistarmannsins og varaþingmannsins Birgis Þórarinssonar, Bigga Veiru, sem mætti með ruslapoka í afgreiðslu RÚV í dag og bað um að honum yrði komið á fréttastofuna. Hann segir Birgi alveg mega reyna fyrir sér í gríni, og að hann hafi séð verri hluti í þessari viku.

Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur
Foreldrar skóla- og leikskólabarna Hjallastefnunnar í Reykjavík munu á morgun koma saman í ráðhúsi Reykjavíkur til að mótmæla þeirri óvissu sem enn stendur um framtíð skólastarfsins í Reykjavík. Núverandi húsnæði skólans er sprungið og hefur skólinn beðið svara frá borginni um staðsetningu fyrir framtíðarhúsnæði um árabil.

Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör
Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða.

Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu
Yfirmaður menntamála hjá OECD og höfundur Pisa-könnunar segir íslenska menntakerfið mega vera metnaðarfyllra í garð nemenda. Akademísk frammistaða íslenskra barna verði sífellt lakari þó þau standi sig betur á sumum sviðum.

„Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins
Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra skynjar miklar tilfinningar hjá íbúum Flóahrepps vegna þeirrar ákvörðun Vegagerðarinnar að kaupa „Gömlu Þingborg“, sem er hús byggt 1927 og var samkomuhús sveitarinnar til fjölda ára. Vegagerðin hefur húsið á 72,5 milljónir króna, en rífa á húsið til að koma tveir plús einn vegi fram hjá því.

Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast
Talskona Stígamóta segir meðferð heimilisofbeldismála allt of handahófskennda innan dómskerfis og því sé tiltrú brotaþola á kerfinu ekki mikil. Brotaþolar sækja sér því mögulega réttlæti með öðrum hætti, til dæmis með því að berskjalda sig opinberlega með birtingu sönnunargagna og frásögn.

Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun
Réttað verður yfir Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, vegna meintra tilrauna hans til að fremja valdarán. Hann neitar þeim ásökunum sem á hann eru bornar og segist fórnarlamb pólitískra ofsókna.

Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur
Landsréttur stytti á föstudag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Stefáni Blackburn og öðrum manni, en þeir eru báðir grunaðir um aðild að manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun. Lögmaður annars þeirra segir lögreglu og dómstóla beita einangrunargæsluvarðhaldi af of mikilli léttúð.

Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist með tuttugu og fjögurra prósenta fylgi.

Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast
Talsmenn Hvíta hússins hafa síðustu daga varið miklu púðri í að gagnrýna blaðamann sem var fyrir mistök bætt inn í spjallhóp margra af æðstu ráðamönnum Bandaríkjanna. Þar ræddu þeir yfirvofandi árásir gegn Hútum í Jemen og deildu upplýsingum um árásirnar sín á milli en búið er að birta öll samskiptin úr hópnum.

Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni
Starfsfólk Reykjavíkurborgar og verktakar hafa nú lokið við að fella þau 1.600 tré í Öskjuhlíð sem Samgöngustofa gerði kröfu um, svo aflétta mætti takmörkunum á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Yfirmaður skrifstofu borgarlandsins segir fjölmörg tækifæri til að skapa skemmtilegt svæði þar sem trén stóðu áður.

Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins á ný samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Í fyrsta sinn í rúm tvö ár mælist hann stærri en Samfylking. Við rýnum í glænýja könnun í kvöldfréttum Stöðvar 2.