Erlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Ísraelski herinn hyggst ná valdi yfir þremur fjórðu af Gasasvæðinu á næstu tveimur mánuðum í nýrri sókn sem hefst bráðum. Um er að ræða stefnubreytingu samkvæmt ísraelskum miðlum. Erlent 25.5.2025 18:55 Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Lík fimm skíðamanna fundust nærri skíðasvæðinu í Zermatt í svissnesku Ölpunum í dag. Skíðasvæðið er vinsælt meðal ferðamanna. Erlent 25.5.2025 14:49 Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Minnst tólf létust, þar af þrjú börn, og fjöldi særðist í loftárásum Rússlandshers víða um Úkraínu í nótt. Árásirnar voru þær umfangsmestu frá upphafi stríðs. Erlent 25.5.2025 09:42 Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Níu af tíu börnum læknis og barnalæknis á Gasa létust í loftárás Ísraelshers á heimili þeirra í Khan Younis í gær. Börnin voru tólf ára og yngri. Erlent 25.5.2025 08:25 Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Þýsk kona á fertugsaldri var handtekinn á aðallestarstöðinni í Hamborg í Þýskalandi í gærkvöldi eftir að hafa veist að fólki sem beið þess að komast inn í lest vopnuð hníf. Átján eru særðir eftir árásina og þar af eru fjórir í lífshættu. Erlent 24.5.2025 08:14 Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Tólf eru særðir eftir hnífstunguárás á aðallestarstöðinni í Hamborg. Kona hefur verið handtekinn af lögreglunni. Öll lestaumferð um stöðina hefur verið stöðvuð. Erlent 23.5.2025 17:53 Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Danmörk er á meðal níu ríkja sem kalla opinberlega eftir því að mannréttindasáttmáli Evrópu verði túlkaður öðruvísi til þess að auðvelda þeim að vísa innflytjendum sem fremja glæpi úr landi. Þau telja túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu binda hendur sína óþarflega í þeim efnum. Erlent 23.5.2025 15:36 Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Samband íslenskra námsmanna erlendis hvetur íslenska nemendur við Harvard háskóla til þess að hafa samband, í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn tilkynnti forsvarsmönnum skólans í gær að heimild skólans til þess að taka við nemendum erlendis frá hafi verið felld úr gildi. Erlent 23.5.2025 12:02 Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að skjóta tvo starfsmenn ísraelska sendiráðsins í Washington-borg í Bandaríkjunum til bana að yfirlögðu ráði. Hann sagði lögreglu að hann hefði drepið fólki fyrir Palestínu og Gasa. Erlent 23.5.2025 11:20 Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Benjamin Netanjahú forsætisráðherra Ísraela sakaði í gærkvöldi þjóðarleiðtogana Keir Starmer í Bretlandi, Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Mark Carney í Kanada um að draga taum Hamas samtakanna. Erlent 23.5.2025 07:05 Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Leyniþjónustur Rússlands höfðu um árabil notað Brasilíu sem einskonar verksmiðju fyrir njósnara. Þar tókst rússneskum njósnurum að skapa sér nýtt líf, skjöl til að styðja þennan tilbúna bakgrunn, stofna fyrirtæki, eignast vini og jafnvel maka. Erlent 22.5.2025 23:23 Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Íslendingur sem nam við Harvard háskóla og vinnur nú í Bandaríkjunum á hefðbundnum landvistarleyfi fyrir námsmenn, gæti þurft að yfirgefa landið með stuttum fyrirvara. Er það eftir að ríkisstjórn Bandaríkjanna felldi úr gildi landvistarleyfi fyrir nemendur skólans og meinaði skólanum að taka móti nýjum erlendum nemendum. Erlent 22.5.2025 21:33 Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Ríkisstjórn Donalds Trump, tilkynnti forsvarsmönnum Harvard háskólans í dag að heimild skólans til að taka við nemendum erlendis frá hefði verið felld úr gildi. Þessu var hótað í síðasta mánuði en Trump og hans fólk hafa gengið hart fram gegn skólanum og öðrum í Bandaríkjunum. Erlent 22.5.2025 19:48 Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Lítil flugvél brotlenti í íbúðahverfi í San Diego í Kaliforníu í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í á öðrum tug húsa. Ekki er ljóst enn hvort einhver hafi farist. Erlent 22.5.2025 14:37 Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. Erlent 22.5.2025 12:22 Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Aðeins örfáum metrum munaði að flutningaskip sem strandaði í Þrándheimsfirði í Noregi snemma í morgun rækist á íbúðarhús. Húsráðandi vaknaði ekki við að skipið sigldi í strand og segir uppákomuna meira fáránlega en ógnvekjandi. Erlent 22.5.2025 10:03 Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Tveir starfsmenn ísraelska sendiráðsins í Washington höfuðborg Bandaríkjanna voru skotnir til bana í gærkvöldi fyrir utan Gyðingasafnið í borginni. Erlent 22.5.2025 06:41 Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Íbúar í bænum Tasiilaq, stærsta bæ Austur-Grænlands, stóðu fyrir fjölmennri kröfugöngu síðastliðinn sunnudag þar sem mótmælt var einangrun og pólitísku afskiptaleysi gagnvart íbúum byggða á austurströnd landsins, þeirra sem næst eru Íslandi. Samtímis var efnt til samstöðugöngu í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni. Erlent 21.5.2025 23:44 Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Bandarískur alríkisdómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögregluþjónar sem fóru húsavillt í útkalli og skutu mann til bana, hafi ekki brotið af sér í starfi. Þrír lögregluþjónar skutu mann sem kom til dyra seint að kvöldi til með skammbyssu í hendinni og skutu einnig að eiginkonu hans. Erlent 21.5.2025 23:44 Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Forsvarsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa að undanförnu skikkað starfsmenn í lygapróf. Það er liður í viðleitni til að bera kennsl á fólk sem hefur rætt við blaðamenn. Erlent 21.5.2025 22:37 Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Alræmdir rússneskir tölvuþrjótar eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir á samtök, fyrirtæki og stofnanir sem koma að aðstoð Vesturlanda við Úkraínumenn. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 jókst umfang þessara árása og hafa þeir meðal annars ráðist á myndavélakerfi á landamærum Úkraínu til að vakta flutninga hergagna. Erlent 21.5.2025 21:32 Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, missti stjórn á skapi sínu á átakasömum blaðamannafundi með Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku í Hvíta húsinu í dag. Þar hélt Trump því fram að verið væri að myrða hvíta bændur í massavís og að morðingjarnir kæmust upp með það og lét kollega sinn horfa á myndband sem átti að styðja við falskar yfirlýsingar hans. Erlent 21.5.2025 19:01 Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Þýska lögreglan handtók fimm öfgahægrisinnuð ungmenni sem hún segir að hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk gegn innflytjendum og vinstrisinnum. Yfirvöld hafa áhyggjur af vaxandi öfgahyggju í Þýskalandi. Erlent 21.5.2025 14:30 Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Fyrrverandi háttsettur embættismaður í ríkisstjórn Úkraínu var skotinn til bana fyrir utan skóla barnanna sinna í Madrid á Spáni í morgun. Óþekktir tilræðismennirnir flúðu vettvang og eru ófundnir. Erlent 21.5.2025 12:34 Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af bruna á olíu og gasi telst til umhverfisáhrifa olíu- og gasframleiðslu Norðmanna, að mati EFTA-dómstólsins. Norskur dómstóll óskaði eftir álitinu vegna máls sem náttúruverndarsamtök höfðuðu vegna fyrirhugaðrar jarðefnaeldsneytisvinnslu í Norðursjó. Erlent 21.5.2025 10:58 Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Sameinuðu þjóðirnar segja að dreifing hjálpargagna sé enn ekki hafin. Ísraelar segja að tæplega hundrað flutningabílar hafi komið inn á svæðið síðustu tvo dagana og að þeir hafi innihaldið matvæli, barnamat, lyf og lækningatæki. Erlent 21.5.2025 07:09 Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. Erlent 20.5.2025 23:48 Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Forsvarsmenn Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA) vara við því í nýrri skýrslu að miklar sviptingar gætu verið í vændum meðal stærstu glæpasamtaka Mexíkó. Synir hins víðfræga Joaquín Guzmán, eða „El Chapo“, sem hafa háð blóðuga baráttu um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum, eru sagðir hafa gert bandalag við næst stærstu glæpasamtök landsins. Erlent 20.5.2025 22:40 Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga úr fjárútlátum sínum til stjórnmálamanna og vegna málefna sem honum eru hugfangin. Hann segist búinn að gera nóg, í bili. Erlent 20.5.2025 20:33 Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Ríkisstjórn Bretlands hefur tilkynnt að viðræðum við Ísraela um fríverslunarsamning yrði hætt. Er það vegna „grimmilegra“ aðgerða Ísraela á Gasaströndinni, þar sem neyðaraðstoð eins og matvælum, vatni og lyfjum hefur ekki verið hleypt inn í ellefu vikur. Sendiherra Ísrael í Bretlandi var einnig kallaður á teppið. Erlent 20.5.2025 18:27 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Ísraelski herinn hyggst ná valdi yfir þremur fjórðu af Gasasvæðinu á næstu tveimur mánuðum í nýrri sókn sem hefst bráðum. Um er að ræða stefnubreytingu samkvæmt ísraelskum miðlum. Erlent 25.5.2025 18:55
Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Lík fimm skíðamanna fundust nærri skíðasvæðinu í Zermatt í svissnesku Ölpunum í dag. Skíðasvæðið er vinsælt meðal ferðamanna. Erlent 25.5.2025 14:49
Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Minnst tólf létust, þar af þrjú börn, og fjöldi særðist í loftárásum Rússlandshers víða um Úkraínu í nótt. Árásirnar voru þær umfangsmestu frá upphafi stríðs. Erlent 25.5.2025 09:42
Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Níu af tíu börnum læknis og barnalæknis á Gasa létust í loftárás Ísraelshers á heimili þeirra í Khan Younis í gær. Börnin voru tólf ára og yngri. Erlent 25.5.2025 08:25
Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Þýsk kona á fertugsaldri var handtekinn á aðallestarstöðinni í Hamborg í Þýskalandi í gærkvöldi eftir að hafa veist að fólki sem beið þess að komast inn í lest vopnuð hníf. Átján eru særðir eftir árásina og þar af eru fjórir í lífshættu. Erlent 24.5.2025 08:14
Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Tólf eru særðir eftir hnífstunguárás á aðallestarstöðinni í Hamborg. Kona hefur verið handtekinn af lögreglunni. Öll lestaumferð um stöðina hefur verið stöðvuð. Erlent 23.5.2025 17:53
Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Danmörk er á meðal níu ríkja sem kalla opinberlega eftir því að mannréttindasáttmáli Evrópu verði túlkaður öðruvísi til þess að auðvelda þeim að vísa innflytjendum sem fremja glæpi úr landi. Þau telja túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu binda hendur sína óþarflega í þeim efnum. Erlent 23.5.2025 15:36
Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Samband íslenskra námsmanna erlendis hvetur íslenska nemendur við Harvard háskóla til þess að hafa samband, í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn tilkynnti forsvarsmönnum skólans í gær að heimild skólans til þess að taka við nemendum erlendis frá hafi verið felld úr gildi. Erlent 23.5.2025 12:02
Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að skjóta tvo starfsmenn ísraelska sendiráðsins í Washington-borg í Bandaríkjunum til bana að yfirlögðu ráði. Hann sagði lögreglu að hann hefði drepið fólki fyrir Palestínu og Gasa. Erlent 23.5.2025 11:20
Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Benjamin Netanjahú forsætisráðherra Ísraela sakaði í gærkvöldi þjóðarleiðtogana Keir Starmer í Bretlandi, Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Mark Carney í Kanada um að draga taum Hamas samtakanna. Erlent 23.5.2025 07:05
Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Leyniþjónustur Rússlands höfðu um árabil notað Brasilíu sem einskonar verksmiðju fyrir njósnara. Þar tókst rússneskum njósnurum að skapa sér nýtt líf, skjöl til að styðja þennan tilbúna bakgrunn, stofna fyrirtæki, eignast vini og jafnvel maka. Erlent 22.5.2025 23:23
Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Íslendingur sem nam við Harvard háskóla og vinnur nú í Bandaríkjunum á hefðbundnum landvistarleyfi fyrir námsmenn, gæti þurft að yfirgefa landið með stuttum fyrirvara. Er það eftir að ríkisstjórn Bandaríkjanna felldi úr gildi landvistarleyfi fyrir nemendur skólans og meinaði skólanum að taka móti nýjum erlendum nemendum. Erlent 22.5.2025 21:33
Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Ríkisstjórn Donalds Trump, tilkynnti forsvarsmönnum Harvard háskólans í dag að heimild skólans til að taka við nemendum erlendis frá hefði verið felld úr gildi. Þessu var hótað í síðasta mánuði en Trump og hans fólk hafa gengið hart fram gegn skólanum og öðrum í Bandaríkjunum. Erlent 22.5.2025 19:48
Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Lítil flugvél brotlenti í íbúðahverfi í San Diego í Kaliforníu í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í á öðrum tug húsa. Ekki er ljóst enn hvort einhver hafi farist. Erlent 22.5.2025 14:37
Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. Erlent 22.5.2025 12:22
Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Aðeins örfáum metrum munaði að flutningaskip sem strandaði í Þrándheimsfirði í Noregi snemma í morgun rækist á íbúðarhús. Húsráðandi vaknaði ekki við að skipið sigldi í strand og segir uppákomuna meira fáránlega en ógnvekjandi. Erlent 22.5.2025 10:03
Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Tveir starfsmenn ísraelska sendiráðsins í Washington höfuðborg Bandaríkjanna voru skotnir til bana í gærkvöldi fyrir utan Gyðingasafnið í borginni. Erlent 22.5.2025 06:41
Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Íbúar í bænum Tasiilaq, stærsta bæ Austur-Grænlands, stóðu fyrir fjölmennri kröfugöngu síðastliðinn sunnudag þar sem mótmælt var einangrun og pólitísku afskiptaleysi gagnvart íbúum byggða á austurströnd landsins, þeirra sem næst eru Íslandi. Samtímis var efnt til samstöðugöngu í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni. Erlent 21.5.2025 23:44
Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Bandarískur alríkisdómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögregluþjónar sem fóru húsavillt í útkalli og skutu mann til bana, hafi ekki brotið af sér í starfi. Þrír lögregluþjónar skutu mann sem kom til dyra seint að kvöldi til með skammbyssu í hendinni og skutu einnig að eiginkonu hans. Erlent 21.5.2025 23:44
Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Forsvarsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa að undanförnu skikkað starfsmenn í lygapróf. Það er liður í viðleitni til að bera kennsl á fólk sem hefur rætt við blaðamenn. Erlent 21.5.2025 22:37
Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Alræmdir rússneskir tölvuþrjótar eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir á samtök, fyrirtæki og stofnanir sem koma að aðstoð Vesturlanda við Úkraínumenn. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 jókst umfang þessara árása og hafa þeir meðal annars ráðist á myndavélakerfi á landamærum Úkraínu til að vakta flutninga hergagna. Erlent 21.5.2025 21:32
Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, missti stjórn á skapi sínu á átakasömum blaðamannafundi með Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku í Hvíta húsinu í dag. Þar hélt Trump því fram að verið væri að myrða hvíta bændur í massavís og að morðingjarnir kæmust upp með það og lét kollega sinn horfa á myndband sem átti að styðja við falskar yfirlýsingar hans. Erlent 21.5.2025 19:01
Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Þýska lögreglan handtók fimm öfgahægrisinnuð ungmenni sem hún segir að hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk gegn innflytjendum og vinstrisinnum. Yfirvöld hafa áhyggjur af vaxandi öfgahyggju í Þýskalandi. Erlent 21.5.2025 14:30
Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Fyrrverandi háttsettur embættismaður í ríkisstjórn Úkraínu var skotinn til bana fyrir utan skóla barnanna sinna í Madrid á Spáni í morgun. Óþekktir tilræðismennirnir flúðu vettvang og eru ófundnir. Erlent 21.5.2025 12:34
Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af bruna á olíu og gasi telst til umhverfisáhrifa olíu- og gasframleiðslu Norðmanna, að mati EFTA-dómstólsins. Norskur dómstóll óskaði eftir álitinu vegna máls sem náttúruverndarsamtök höfðuðu vegna fyrirhugaðrar jarðefnaeldsneytisvinnslu í Norðursjó. Erlent 21.5.2025 10:58
Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Sameinuðu þjóðirnar segja að dreifing hjálpargagna sé enn ekki hafin. Ísraelar segja að tæplega hundrað flutningabílar hafi komið inn á svæðið síðustu tvo dagana og að þeir hafi innihaldið matvæli, barnamat, lyf og lækningatæki. Erlent 21.5.2025 07:09
Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. Erlent 20.5.2025 23:48
Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Forsvarsmenn Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA) vara við því í nýrri skýrslu að miklar sviptingar gætu verið í vændum meðal stærstu glæpasamtaka Mexíkó. Synir hins víðfræga Joaquín Guzmán, eða „El Chapo“, sem hafa háð blóðuga baráttu um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum, eru sagðir hafa gert bandalag við næst stærstu glæpasamtök landsins. Erlent 20.5.2025 22:40
Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga úr fjárútlátum sínum til stjórnmálamanna og vegna málefna sem honum eru hugfangin. Hann segist búinn að gera nóg, í bili. Erlent 20.5.2025 20:33
Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Ríkisstjórn Bretlands hefur tilkynnt að viðræðum við Ísraela um fríverslunarsamning yrði hætt. Er það vegna „grimmilegra“ aðgerða Ísraela á Gasaströndinni, þar sem neyðaraðstoð eins og matvælum, vatni og lyfjum hefur ekki verið hleypt inn í ellefu vikur. Sendiherra Ísrael í Bretlandi var einnig kallaður á teppið. Erlent 20.5.2025 18:27