Körfubolti

Ís­lendingar hita upp í Katowice

Stuðningsmenn karlalandsliðsins í körfubolta eru samankomnir í miðborg Katowice í Póllandi þar sem þeir hita upp fyrir leik kvöldsins við heimamenn. Vísir var í beinni útsendingu á staðnum.

Körfubolti

„Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“

Martin Hermannsson skilur ekki hvers vegna Tryggvi Hlinason, liðsfélagi sinn í landsliðinu, er ekki spilandi hverja viku í EuroLeague á meðal bestu leikmanna álfunnar. Martin lofaði liðsfélaga sinn í hástert á blaðamannafundi í gær.

Körfubolti

Mynda­syrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi

Ísland kastaði frá sér sigrinum á svekkjandi hátt gegn Belgum á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld. Íslensku strákarnir fengu góðan stuðning frá íslenskum áhorfendum en það dugði ekki til að þessu sinni.

Körfubolti

Loyd kreisti fram sigur fyrir Pól­land

Pólland og Ísrael mættust í síðasta leik dagsins í D-riðli á Evrópumótinu í körfubolta en Ísland mætir Póllandi á morgun. Pólverjar voru nálægt því að kasta leiknum frá sér en Jordan Loyd var á öðru máli.

Körfubolti

EM í dag: Fimm mínútna mar­tröð

Úff. Erfitt tap að kyngja hjá strákunum okkar á EM í körfubolta. Ævintýralegur lokakafli skilaði tapi fyrir Belgum í leik þar sem Ísland leiddi frá upphafi, nánast til enda. Leikurinn var gerður upp í EM í dag.

Körfubolti

„Fannst við eiga meira skilið“

„Við spiluðum virkilega góðan leik og mér fannst við eiga meira skilið en svona eru íþróttirnar,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen, sár og svekktur, eftir tap Íslands gegn Belgíu á EM í körfubolta í dag.

Körfubolti

Stoltur og þakk­látur með tárin í augunum

„Leiðtogarnir í þessu liði sögðu okkur það að við hefðum ekki mikinn tíma til að svekkja okkur. Við vorum svekktir í rútunni en svo var það búið. Þegar við komum upp á hótel lögðum við það til hliðar og einbeittum okkur að næsta hlut,“ segir Hilmar Smári Henningsson, leikmaður körfuboltalandsliðsins, um tap fyrir Ísrael á EM í gær. Öll einbeiting sé á næsta leik við Belgíu.

Körfubolti

„Ég er alltaf í slags­málum“

„Það er bara hausinn upp og áfram gakk. Núna er bara næsti leikur á móti Belgíu sem hugurinn er við núna,“ segir Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta eftir tap fyrir Ísrael í fyrsta leik á EM í gær. Næsta verkefni er strax á morgun.

Körfubolti

Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við

Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefði mátt bregðast fyrr við í upphafi seinni hálfleiks í leiknum gegn Ísrael á EM í gær. Þetta er mat Maté Dalmay sem gerði leikinn upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt þeim Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni.

Körfubolti