Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. Körfubolti 23.9.2025 23:00
Áfall fyrir Houston Fred VanVleet, leikstjórnandi Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, missir væntanlega af öllu næsta tímabili vegna meiðsla. Körfubolti 23.9.2025 16:10
Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Forráðamenn Körfuknattleikssambands Íslands munu ekki tjá sig um dómaramál innan hreyfingarinnar að svo stöddu. Gustað hefur um sambandið eftir viðtöl við Davíð Tómas Tómasson og Jón Guðmundsson á Vísi í dag. Körfubolti 23.9.2025 13:00
Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti 18.9.2025 14:45
NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Nýstofnaða breska úrvalsdeildin í körfubolta virðist óvart hafa staðfest að NBA Evrópudeildin, sem hefur verið rætt um lengi, muni hefja göngu sína eftir tvö ár. Körfubolti 16.9.2025 22:32
Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Miðherji íslenska körfuboltalandsliðsins, Tryggvi Snær Hlinason, spilaði frábærlega á nýafstöðnu Evrópumóti. Hann var ofarlega á mörgum tölfræðilistum mótsins. Körfubolti 16.9.2025 14:30
Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Heimsmeistarar Þjóðverja tryggðu sér í kvöld Evrópumeistaratitilinn í körfubolta í annað sinn í sögunni. Körfubolti 14.9.2025 19:55
Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Giannis Antetokounmpo og félagar í gríska landsliðinu voru stálheppnir að vinna bronsverðlaunin á EM í körfubolta í dag, þar sem þeir unnu Finna í leik sem varð allt í einu ótrúlega spennandi á lokakaflanum. Körfubolti 14.9.2025 16:18
Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Það verður Tyrkland sem mætir Þýskalandi í úrslitum Evrópumóts karla í körfubolta. Það varð ljóst eftir ótrúlegan sigur Tyrklands á Giannis Antetokounmpo og félögum í gríska landsliðinu. Körfubolti 12.9.2025 20:05
„Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Bandaríkjamaðurinn Ade Murkey kom til móts við sitt nýja lið, Álftanes, í Lissabon í gær og þreytir frumraun sína með Álftnesingum í kvöld. Körfubolti 12.9.2025 16:14
Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Þýskaland er komið í úrslit Evrópumóts karla í körfubolta eftir sigur á Finnlandi, 98-86, í Ríga í Lettlandi í dag. Þetta er í fyrsta sinn í tvo áratugi sem Þjóðverjar komast í úrslit EM. Körfubolti 12.9.2025 15:57
Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfuboltamaðurinn Pablo Bertone er á leið til Íslandsmeistara Stjörnunnar. Hann byrjar tímabilið í fimm leikja banni. Körfubolti 11.9.2025 13:33
Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Ade Murkey, fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings í NBA-deildinni, hefur samið við Álftanes og mun leika með liðinu í Bónus deild karla í vetur. Körfubolti 11.9.2025 12:57
Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Æðsti yfirmaður NBA deildarinnar, Adam Silver, segir ólíklegt að næg sönnunargögn finnist til að refsa Kawhi Leonard, Los Angeles Clippers eða eiganda þess Steve Ballmer, þrátt fyrir að rannsókn málsins sé aðeins nýhafin. Körfubolti 11.9.2025 07:31
Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Dómarar leiks Þýskalands og Slóveníu í átta liða úrslitum á EM í körfubolta karla verða eflaust ekki á jólakortalista slóvensku leikmannanna og þjálfaranna. Þeir voru vægast sagt ósáttir við störf dómaratríósins í kvöld. Körfubolti 10.9.2025 22:01
Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Heimsmeistarar Þýskalands urðu í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Evrópumóts karla í körfubolta eftir sigur á Slóveníu, 99-91. Körfubolti 10.9.2025 20:14
Álftanes mætir stórliði Benfica Körfuknattleikslið Álftaness heldur á morgun til Lissabon í Portúgal og tekur þátt í alþjóðlegu körfuboltamóti. Mótið ber heitið Torneo Internacional Lisboa og fer fram 12.–14. september. Körfubolti 10.9.2025 17:31
Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Finnland er komið í undanúrslit á EM í körfubolta eftir flottan sigur á Georgíu, 93-79. Körfubolti 10.9.2025 16:05
Grikkland í undanúrslit á EM Grikkland er komið í undanúrslit karla í körfubolta eftir sigur á Litáen í dag. Stórstjarnan Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks í NBA-deildinni, fór fyrir sínum mönnum. Körfubolti 9.9.2025 20:05
Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Tyrkland tryggði sér fyrst liða sæti í 8-liða úrslitum á EM karla í körfubolta með 91-77 sigri á Pólverjum í Riga í dag. Körfubolti 9.9.2025 15:53
Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Njarðvík hefur samið við Brandon Averette, 28 ára gamlan leikstjórnanda frá Bandaríkjunum, fyrir komandi átök í Bónus deild karla í körfubolta. Þjálfarinn Rúnar Ingi Erlingsson segist hafa verið í leit að öðruvísi leikmanni en í fyrra. Körfubolti 8.9.2025 13:42
Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Grikkir eru komnir nokkuð örugglega í 8-liða úrslit Evrópumeistaramótsins í körfubolta eftir 84-79 sigur á Ísrael en sigurinn var nokkuð öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Körfubolti 7.9.2025 20:46
Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Slóvenar eru komnir í 8-liða úrslit á EM í körfubolta eftir afar tæpan sigur á Ítalíu í dag Körfubolti 7.9.2025 17:32
Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Georgía gerði sér lítið fyrir og vann Frakkland, 70-80, í sextán liða úrslitum á Evrópumóti karla í körfubolta í dag. Körfubolti 7.9.2025 14:21
Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Jordan Loyd fór mikinn þegar Pólland tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í körfubolta karla með sigri á Bosníu, 80-72. Körfubolti 7.9.2025 11:36