Innherji

Eig­andi Vélfags segir vinnu­brögð ráðu­neytisins ekki vera eðli­lega stjórn­sýslu

Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni.

Innherji

Ekki „stórar á­hyggjur“ af verð­bólgunni þótt krónan kunni að gefa að­eins eftir

Þróunin í raunhagkerfinu er núna öll á þann veg að segjast nánast sömu sögu, hvort sem litið er til vinnu- eða húsnæðismarkaðar, um að hagkerfið sé kólna hraðar en áður, að sögn stjórnenda Seðlabankans, sem segja „planið vera að virka“ þótt það sé taka lengri tíma að ná niður verðbólgunni. Ekki er ástæða til að hafa „stórar áhyggjur“ af því fyrir verðbólguna þótt krónan kunni að gefa eftir á meðan það er slaki í hagkerfinu.

Innherjamolar

Búast við fjórðungi meiri gull­fram­leiðslu á árinu og hækka verðmatið á Amaroq

Núna þegar Amaroq hefur þegar náð markmiðum sínum um gullframleiðslu á öllu árinu 2025 hafa sumir erlendir greinendur uppfært framleiðsluspár talsvert og um leið hækkað verðmatsgengi sitt á auðlindafyrirtækinu yfir 200 krónur á hlut. Hlutabréfaverð Amaroq hefur rokið upp á síðustu dögum samtímis góðum gangi í rekstrinum og verðhækkunum á gulli á heimsmarkaði.

Innherji

Á­vinningur hlut­hafa af sam­runa geti „var­lega“ á­ætlað numið um 15 milljörðum

Samruni Íslandsbanka og Skaga ætti að geta skilað sér í árlegri heildarsamlegð upp á um tvo milljarða, samkvæmt útreikningum hlutabréfagreinenda, en þar munar langsamlega mestu um verulegt kostnaðarhagræði en á móti verður nokkur „neikvæð samlegð“ í þóknanatekjum. Þá telur annar sérfræðingur á markaði að varlega áætlað muni þetta þýða að ávinningurinn fyrir hluthafa geta numið samtals um 15 milljörðum. 

Innherji

Gengi bréfa Ocu­lis rýkur upp eftir að grein­endur hækka verðmat sitt á fé­laginu

Eftir jákvæða endurgjöf frá FDA við einu af þróunarlyfi sínu við bráðri sjóntugabólgu, sem skapar forsendur til að hefja skráningarrannsóknir, hafa bandarískir greinendur hækkað verðmat sitt á Oculis en árlegar tekjur af lyfinu eru sagðar geta numið þremur milljörðum dala. Fjárfestar hafa brugðist vel við tíðindunum og gengi bréfa félagsins hækkað skarpt.

Innherji

Margt gæti rétt­lætt vaxtalækkun ef ekki væri fyrir Ódys­seifska leið­sögn bankans

Hagtölur að undanförnu hafa sýnt veikan hagvöxt, minni verðbólgu en búist var við og raunverðslækkun fasteignaverðs og ef ekki væri fyrir Ódysseifska leiðsögn Seðlabankans þá hefði sú þróun „hæglega“ getað réttlætt 25 punkta vaxtalækkun í næstu viku, að mati aðalhagfræðings Kviku. Ekki er útilokað að nefndarmenn í peningastefnunefnd muni nýta færið á komandi fundi til að opna á vaxtalækkanir við fyrsta tækifæri.

Innherji

Sjálfsát Sjálf­stæðis­manna

Svo virðist sem stærsta hættan sem stafar að Sjálfstæðisflokknum í borginni sé – einu sinni sem oftar – flokkurinn sjálfur og þeir flokkadrættir sem tíðkast hafa þar um áratugaskeið.

Innherji

Kæmi ekki á ó­vart ef „illa nýtt“ bræðsla SVN á Seyðis­firði verði lokað

Það ætti ekki að koma á óvart ef frekari brestur verður á uppsjávartegundum að Síldarvinnslan muni grípa til þess ráðs að loka fiskimjölsverksmiðjunni á Seyðisfirði, sem hefur verið illa nýtt, eftir að hafa farið í miklar fjárfestingar í bræðslunni á Neskaupstað, að mati hlutabréfagreinenda. Líklegast er Síldarvinnslan bregðist við hærri veiði- og kolefnisgjöldum með því að leggja skipum og hagræða, enda samkeppnislega erfitt fyrir félagið að leita leiða til sameininga og samvinnu.

Innherji

Gengis­styrking seinkar mark­miði Controlant um arð­semi fram á næsta ár

Þrátt fyrir nokkurn vöxt í kjarnatekjum og rekstrarbata á fyrri árshelmingi þá er útlit fyrir að heildartekjur Controlant á árinu 2025 verði við neðri mörk útgefinnar afkomuspár, að sögn stjórnenda, og markmið um EBITDA-hagnað náist ekki fyrr en á næsta ári. Það skýrist alfarið af ytri þáttum, einkum gengisstyrkingu gagnvart Bandaríkjadal, en þær umfangsmiklu hagræðingaraðgerðir sem var gripið til í fyrra eru sagðar vera að skila félaginu í átt að sjálfbærum rekstri.

Innherji

Vara við á­hrifum verð­leiðréttingar á er­lenda fjár­mögnun ís­lenskra fé­laga

Alþjóðlegir eignamarkaðir eru hátt verðlagðir um þessar mundir og því gæti „snörp verðleiðrétting“ haft neikvæð áhrif á bæði aðgengi og kjör íslenskra fyrirtækja þegar kemur að erlendri fjármögnun, að sögn fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þess að vera með sterka erlenda stöðu og öflugan gjaldeyrisforða nú þegar „umtalsverð“ óvissa er í alþjóðamálum.

Innherji

Heildar­virði Al­vogen metið á tvo milljarða dala við sölu á fé­laginu til Lotus

Alvogen Pharma í Bandaríkjunum, sem er að stórum hluta í eigu fjárfestingafélags Róberts Wessman, hefur verið selt til Lotus í Taívan en heildarvirði samheitalyfjafyrirtækisins í viðskiptunum getur numið um tveimur milljörðum Bandaríkjadala. Þetta er önnur risasala Róberts á félögum í lyfjageiranum þar sem hann fer með ráðandi hlut á fáeinum mánuðum.

Innherji

Gengi Al­vot­ech rauk upp þegar Deutsche Bank ráð­lagði fjár­festum að kaupa

Hlutabréfaverð Alvotech rauk mest upp um liðlega fimmtán prósent eftir að Deutsche Bank uppfærði mat sitt á félaginu með ráðleggingu til fjárfesta að kaupa en gengishækkunin litaðist meðal annars af því að skortsalar voru að reyna kaupa bréf til að loka stöðum sínum. Greinendur þýska bankans benda á að markaðurinn með líftæknilyfjahliðstæður sé að slíta barnsskónum og telja að Alvotech verði í hópi þeirra félaga sem muni njóta hvað mest ávinnings þegar hann fer að vaxa.

Innherji

Raun­gengi krónunnar lítil­lega yfir­verðlagt að mati AGS og Seðla­bankans

Þótt raungengi krónunnar sé búið að rísa hratt að undanförnu, sem hefur þrengt nokkuð að samkeppnishæfni margra útflutningsfyrirtækja, þá er það aðeins nokkrum prósentum hærra en nemur nýlegi mati Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á jafnvægisraungenginu. Með hliðsjón af því er ekki endilega líklegt að mikil leiðrétting verði á genginu á næstunni.

Innherji

T+1 fram­undan í Evrópu. Er ís­lenski markaðurinn til­búinn?

Verslun og viðskipti með ýmsa vöru og þjónustu á internetinu er nokkuð skilvirk og yfirleitt er lítið mál að panta vöru eins og til dæmis skó og fá þá afhenta samdægurs. Ef þú ætlar hins vegar að fjárfesta í hlutabréfum skóframleiðandans, færðu þau ekki afhent fyrr en tveimur dögum eftir kaupin.

Umræðan