Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Nýr rekstraraðili tekur við rekstri fríhafnarverslana í Keflavík á miðvikudaginn og verða verslanirnar því lokaðar tímabundið vegna breytinga frá því annað kvöld og fram á miðvikudagsmorgun. Þá opna fríhafnarverslanir í Keflavík undir nýju nafni, Ísland - Duty Free. Viðskipti innlent 5.5.2025 14:03
Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ „Við viljum kvikmyndir framleiddar í Bandaríkjunum aftur,“ skrifaði Trump í hástöfum á miðli sínum Truth Social í nótt. Þar boðaði hann að kvikmyndir framleiddar utan Bandaríkjanna yrðu tollaðar um eitt hundrað prósent. Fjögur til sex stór kvikmyndaverkefni eru í undirbúningi á Íslandi á næstu misserum. Viðskipti innlent 5.5.2025 13:04
Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Júlíus Steinn Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs (Global People Director) hjá Benchmark Genetics og tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Viðskipti innlent 5.5.2025 12:34
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent 5.5.2025 07:58
Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fjármálaráðherra haldinn reginmisskilningi og segir íslenska ríkið hafa framselt Heinemann einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. Viðskipti innlent 4.5.2025 15:59
„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Ráðherra segir að í markaðshagkerfi þurfi menn bara að synda. Viðskipti innlent 3.5.2025 18:33
Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Kaupfélag Skagfirðinga skilaði 3,3 milljarða hagnaði á síðasta ári. Rekstrartekjur kaupfélagsins voru 55 milljarðar, tveimur milljörðum meira en árið áður. Viðskipti innlent 3.5.2025 11:22
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Syndis kaupir Ísskóga Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur gengið frá kaupum á ráðgjafarfyrirtækinu Ísskógum. Viðskipti innlent 2.5.2025 10:35
Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap HS Orka tapaði rúmlega 419 milljónum króna á síðasta ári, eftir 1,5 milljarða hagnað árið 2023. Tap fyrir tekjustkatt nam 610 milljónum króna. Afkoman er sögð ásættanleg þrátt fyrir ítrekuð eldsumbrot á síðasta ári. Viðskipti innlent 2.5.2025 07:43
„Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. Viðskipti innlent 1.5.2025 19:06
Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam 7,9 milljörðum króna, sem er ellefu prósent aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er fyrsta ársfjórðungsuppgjörið eftir kaup Landsbankans á tryggingarfyrirtækinu TM. Viðskipti innlent 1.5.2025 08:00
Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Hagar hafa ákveðið að hætta söluferli á 40 prósenta eignarhlut Olís í Olíudreifingu ehf. Tilboð sem bárust voru öll undir væntingum. Viðskipti innlent 30.4.2025 18:36
Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum var rekin með hálfs milljarðs króna tapi í fyrra. Félagið hefur aðeins einu sinni áður verið rekið með tapi síðasta aldarfjórðung. Félagið hefur slegið nauðsynlegum fjárfestingum í skipakosti þess á frest vegna áforma stjórnvalda um veiðigjöld. Viðskipti innlent 30.4.2025 15:50
Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur hafið formlega málsmeðferð gegn Landsvirkjun til að rannsaka hvort félagið hafi brotið samkeppnisreglur EES. Viðskipti innlent 30.4.2025 11:57
Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Landsréttur hefur staðfest frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á máli sem Samskip höfðaði gegn Eimskip og Vilhelm Má Þorsteinssyni, forstjóra Eimskips í apríl 2024. Viðskipti innlent 30.4.2025 06:12
Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Play tapaði 26,8 milljónum bandaríkjadala eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en það jafngildir um 3,5 milljörðum króna. Í tilkynningu frá félaginu segir að um framför sé að ræða frá sama tímabili í fyrra þegar tapið var 27,2 milljónir bandaríkjdalir. Viðskipti innlent 29.4.2025 17:36
Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Yfirskattanefnd hefur staðfest að allar gjafir fyrirtækja til starfsmanna í formi inneignarkorta hjá viðskiptabönkum séu skattskyldar. Fyrirtækjum ber þannig að halda eftir staðgreiðslu af gjöfum starfsmanna og greiða tryggingargjald vegna þeirra. Fyrirtæki ber að greiða á þriðja tug milljóna vegna þessa. Viðskipti innlent 29.4.2025 17:13
Þau vilja stýra ÁTVR Nítján sóttu um lausa stöðu forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Athygli vekur að aðstoðarforstjórinn og helsti talsmaður stofnunarinnar um árabil er ekki á meðal umsækjenda. Viðskipti innlent 29.4.2025 16:45
Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Aukning verðbólgu um 0,4 prósentustig á milli mánaða þýðir ekki að verðbólga sé farin aftur á skrið. Þetta segir hagfræðingur Íslandsbanka sem segir mælinguna í takti við væntingar og að hún búist ekki við því að hún hafi áhrif á vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands. Viðskipti innlent 29.4.2025 12:00
Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Innan við þriðjungur svarenda í skoðanakönnun hefur miklar áhyggjur af því að tollar Bandaríkjastjórnar hafi neikvæð áhrif á lífskjör á Íslandi. Svipað hlutfall hefur litlar eða engar áhyggjur af tollunum. Viðskipti innlent 29.4.2025 11:55
Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Hjólaframleiðandinn Lauf Cycles hefur lokið tæplega 500 milljón króna fjármögnunarlotu. Í tilkynningu segir að um sé að ræða mikilvægt skref fyrirtækisins. Þar kemur einnig fram að nýta eigi fjármagnið til að efla frekari vöruþróun, styðja við sókn á alþjóðamarkaði og auka framleiðslugetu. Viðskipti innlent 29.4.2025 10:15
Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tólf mánaða verðbólga jókst um 0,4 prósentustig milli mánaða og mælist nú aftur yfir fjórum prósentustigum, 4,2 prósent. Viðskipti innlent 29.4.2025 09:30
Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Forstjóri Emblu Medical, áður Össur, segir óvissu vegna tolla en að þörfin fyrir hjálpartæki verði áfram mikil. Hagnaður jókst miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra og má rekja góðan rekstrarhagnað, samkvæmt tilkynningu, til aukinnar hagkvæmni í framleiðslu ásamt kostnaðaraðhaldi í rekstri. Viðskipti innlent 29.4.2025 07:28
Ráðinn forstjóri Arctic Fish Fiskeldisfélagið Arctic Fish hefur ráðið Daníel Jakobsson sem forstjóra frá og með 1. maí 2025. Daníel tekur við stöðunni af Stein Ove Tveiten. Viðskipti innlent 29.4.2025 07:14
Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Stefán Magnússon veitingamaður hefur verið ákærður fyrir hundrað milljón króna skattsvik. Brotin á hann að hafa framið á árunum 2020 til 2023 þegar hann var framkvæmdastjóri og stjórnarmaður tveggja félaga, annars vegar Steikar ehf. og hins vegar Gourmet. Viðskipti innlent 28.4.2025 21:22