Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Fjármála- og efnahagsráðherra segir ÁTVR ekki hafa tekið tvær tegundir bjórs og áfengan koffíndrykk í sölu, þrátt fyrir að Hæstiréttur og Landsréttur hafi ógilt ákvarðanir um að taka vörurnar ekki í sölu. Kostnaður ríkisins vegna málaferlanna er þegar kominn vel yfir fjórtán milljónir króna. Viðskipti innlent 28.4.2025 16:09 Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Gunnar Torfason, framkvæmdastjóri Tjaldtanga ehf., gerir ráð fyrir því að hrefnuveiðar hefjist í sumar og standi fram á haust. Gunnar gerir út frá Ísafjarðarbæ en samkvæmt hvalveiðileyfi hans má hann veiða við strendur Íslands. Alls starfa fjórir á skip hans Halldóri Sigurðssyni ÍS. Viðskipti innlent 28.4.2025 14:52 Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Landsvirkjun hefur samið við Ístak hf. um ýmis mannvirki fyrir Vaðölduver, eða Búrfellslund, þar sem fyrsta vindorkuver landsins rís. Upphæð samningsins nemur rúmum 6,8 milljörðum króna. Viðskipti innlent 28.4.2025 13:28 Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Jón Ólafsson kaupsýslumaður segist ekki hafa miklar áhyggjur af dómi héraðsdómstóls í New York sem komst að þeirri niðurstöðu að hann og félög honum tengd ættu að borga öðru félagi tæplega 4,4 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir um 560 milljónum króna. Viðskipti innlent 28.4.2025 09:33 Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki sem þurfa mörg að hugsa hlutina alveg upp á nýtt að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Flækjustig tollafgreiðslu í Bandaríkjunum hefur aukist til muna, og íslensk fyrirtæki eru þegar farin að huga að því að gera breytingar. Viðskipti innlent 26.4.2025 22:30 Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Búið er að skipta út smurbrauðinu á veitingastaðnum Krónikunni fyrir pizzur. Nýr matseðill er hannaður af Lucas Keller sem áður rak Cocoo‘s Nest. Veitingastaðnum var breytt til að taka betur mið af þörfum ungra barnafjölskyldna sem koma reglulega á svæðið en veitingastaðurinn er rekinn við Gerðasafn í Kópavogi. Viðskipti innlent 26.4.2025 13:02 Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Samherji fiskeldi ehf., dótturfélag Samherja hf., hefur lokið fjármögnun fyrsta áfanga Eldisgarðs, nýrrar landeldisstöðvar við Reykjanesvirkjun, með útgáfu nýs hlutafjár og sambankaláni. Fjármögnun fyrsta áfanga nemur 235 milljónum evra, jafnvirði 34 milljarða króna. Viðskipti innlent 26.4.2025 11:44 Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Forstjóri Síldarvinnslunnar segir að sjávarútvegsfyrirtæki landsins verði að bregðast við boðuðum breytingum á lögum um veiðigjald með hagræðingu og uppsögnum á fólki. Auk þess muni fjárfestingar og endurnýjun sitja á hakanum. Umræðan um atvinnugreinina einkennist af rangfærslum um ofurhagnað. Viðskipti innlent 25.4.2025 23:34 Kaupsamningur undirritaður um Grósku Fasteignafélagið Heimar undirritaði í gær samning um kaup á öllu hlutafé Grósku ehf. og Gróðurhússins ehf. Gróska á fasteigninga Grósku í Vatnsmýrnni, eina stærstu skrifstofubyggingu landsins. Viðskipti innlent 24.4.2025 08:02 Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Stjórn Ísfélagsins hf. samþykkti á aðalfundi félagsins í dag að arðgreiðsla á árinu 2025 vegna síðasta rekstrarárs verði 2,1 milljarður króna sem greiddur verður út 16. maí næstkomandi. Viðskipti innlent 23.4.2025 20:49 Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Hjónin Hermann Ingólfsson og Birna Einarsdóttir eru búin að selja Kaffi Kjós og verður veitingastaðnum lokað í kjölfarið. Í tilkynningu á Facebook-síðu veitingastaðarins kemur fram að húsinu verði breytt í íbúðarhús. Viðskipti innlent 23.4.2025 12:49 Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Íbúðir hér á landi hafa hækkað meira og verð þeirra sveiflast minna en úrvalsvísitala Kauphallarinnar síðustu tíu ár. HMS telur þetta vera til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði. Gert er ráð fyrir sömu þróun næstu misseri þar sem ekki er byggt nóg. Viðskipti innlent 23.4.2025 12:19 Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Nova hefur eignast 20 prósenta hlut í Dineout ásamt því að taka sæti í stjórn félagsins. Inga Tinna Sigurðardóttir, stofnandi og forstjóri Dineout, og Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova, undirrituðu samning um kaupin í dag. Viðskipti innlent 23.4.2025 09:06 Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Malasíska félagið Berjaya Food Berhad mun opna tvö kaffihús hér á landi undir merkjum Starbucks og mun það fyrsta opna í maí næstkomandi. Viðskipti innlent 23.4.2025 08:23 Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Nýjar íbúðir seljast verr en gamlar íbúðir vegna þess að nýjar íbúðir eru á þrengra stærðarbili. Tvöfalda þyrfti magn smærri íbúða á fasteignamarkaði til að anna eftirspurn. Meiri verðhækkun og minni sveiflur á fasteignamarkaði en á markaði innlendra hlutabréfa er til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði á Íslandi samkvæmt HMS. Viðskipti innlent 23.4.2025 06:26 Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Fjarðabyggð hefur verið dæmd til að kaupa hús á Reyðarfirði á 139 milljónir króna. Fasteignamat hússins er 72,25 milljónir króna, rétt rúmlega helmingur kaupverðsins. Viðskipti innlent 22.4.2025 16:22 Aðalgeir frá Lucinity til Símans Aðalgeir Þorgrímsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fjártækni hjá Símanum. Viðskipti innlent 22.4.2025 12:40 Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Í tilefni af 30 ára afmæli Latabæjar ætlar Latibær í samstarfi við Hagkaup, Bónus og Banana að hefja sölu á íþróttanammi undir merkjum Latabæjar. Sala á namminu hefst þann 30. apríl um allt land. Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar, segir í skoðun að framleiða einnig sérstaka rétti fyrir börn sem og rétti sem börn geta eldað sjálf. Viðskipti innlent 21.4.2025 07:01 Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Elísabet Austmann og Bergsveinn Guðmundsson hafa tekið við nýjum stöðum markaðsstjóra hjá Ölgerðinni. Elísabet hefur tekið við stöðu markaðsstjóra óáfengra drykkja og Bergsveinn markaðsstjóra áfengra drykkja. Viðskipti innlent 16.4.2025 11:19 Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti með hlutabréf kauphallarsjóðsins GlacierShares Nasdaq Iceland ETF eru hafin á Nasdaq markaðinum í Bandaríkjunum. Það er fyrsti kauphallarsjóðinn sem er skráður erlendis sem fjárfestir í íslenskum hlutabréfum. Viðskipti innlent 16.4.2025 08:32 Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu í dag atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Formaður samtakanna segir að þau gagnrýni vinnubrögð ráðuneytisins í málinu og einhliða tilkynningar, ekkert samtal sé í gangi á milli sjávarútvegs og stjórnvalda. Viðskipti innlent 15.4.2025 12:03 VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi VÍS opnar í sumar aftur þjónustuskrifstofu á Akranesi. Í tilkynningu frá VÍS kemur fram að skrifstofan verði að Dalbraut 1, í sama húsnæði og Íslandsbanki. Tilkynnt var um samstarf VÍS og Íslandsbanka í janúar. Með samstarfinu njóta viðskiptavinir beggja félaga sérstaks ávinnings í vildarkerfum. VÍS hefur ekki rekið skrifstofu á Akranesi frá árinu 2018. Viðskipti innlent 15.4.2025 11:36 KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti OK býður nú upp á nýja þjónustu sem byggir á varaleið Farice um gervihnetti. Lausnin tryggir lágmarksnetsamband við útlönd ef fjarskiptasamband um alla sæstrengi við Ísland rofnar. Þjónustan er sérstaklega hönnuð með mikilvæga innviði og stofnanir í huga og veitir þeim aukið öryggi í fjarskiptum. Viðskipti innlent 15.4.2025 09:52 Jón Guðni tekur við formennsku Á aðalfundi Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, sem fór fram í síðustu viku, var Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, kjörinn formaður stjórnar samtakanna. Viðskipti innlent 15.4.2025 09:43 Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Carmen Maja Valencia, klínískur sálfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast, segir óljósar starfslýsingar algengustu ástæðu gremju og togstreitu á vinnustöðum. Hún segir samskiptasáttmála mikilvæga innan fyrirtækja svo fólk viti hvað megi og hvað ekki. Viðskipti innlent 15.4.2025 08:56 Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Sigurjón Örn Ólafsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri þjónustusviðs Kletts. Hann tekur við af Sveini Símonarsyni, sem hefur stýrt þjónustusviðinu frá stofnun félagsins. Viðskipti innlent 15.4.2025 08:10 „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. Viðskipti innlent 15.4.2025 07:58 Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskiptavinir Play sem áttu bókuð flug til valdra áfangastaða í Króatíu, Þýskalandi og Madeiru í sumar hafa fengið tilkynningu um að fluginu hafi verið aflýst. Leiðkerfi félagsins í sumar verður breytt vegna breytinga á flugvélakosti. Viðskipti innlent 14.4.2025 18:44 Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Ný stjórn Landsvirkjunar var kjörin á aðalfundi Landsvirkjunar í dag, samkvæmt tillögu fjármála- og efnahagsráðherra. Brynja Baldursdóttir er nýr stjórnarformaður. Viðskipti innlent 14.4.2025 15:47 Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Rúm 80 prósent þjóðarinnar vilja að veiðigjöld taki mið af raunverulegu aflaverðmæti. Það eru niðurstöður könnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir félagasamtökin Þjóðareign. Þar var spurt hversu hlynnt eða andvígt fólk væri því að útgerðin greiði gjald sem taki mið af raunverulegu aflaverðmæti fyrir afnot af fiskimiðunum. Viðskipti innlent 14.4.2025 11:21 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Fjármála- og efnahagsráðherra segir ÁTVR ekki hafa tekið tvær tegundir bjórs og áfengan koffíndrykk í sölu, þrátt fyrir að Hæstiréttur og Landsréttur hafi ógilt ákvarðanir um að taka vörurnar ekki í sölu. Kostnaður ríkisins vegna málaferlanna er þegar kominn vel yfir fjórtán milljónir króna. Viðskipti innlent 28.4.2025 16:09
Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Gunnar Torfason, framkvæmdastjóri Tjaldtanga ehf., gerir ráð fyrir því að hrefnuveiðar hefjist í sumar og standi fram á haust. Gunnar gerir út frá Ísafjarðarbæ en samkvæmt hvalveiðileyfi hans má hann veiða við strendur Íslands. Alls starfa fjórir á skip hans Halldóri Sigurðssyni ÍS. Viðskipti innlent 28.4.2025 14:52
Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Landsvirkjun hefur samið við Ístak hf. um ýmis mannvirki fyrir Vaðölduver, eða Búrfellslund, þar sem fyrsta vindorkuver landsins rís. Upphæð samningsins nemur rúmum 6,8 milljörðum króna. Viðskipti innlent 28.4.2025 13:28
Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Jón Ólafsson kaupsýslumaður segist ekki hafa miklar áhyggjur af dómi héraðsdómstóls í New York sem komst að þeirri niðurstöðu að hann og félög honum tengd ættu að borga öðru félagi tæplega 4,4 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir um 560 milljónum króna. Viðskipti innlent 28.4.2025 09:33
Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki sem þurfa mörg að hugsa hlutina alveg upp á nýtt að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Flækjustig tollafgreiðslu í Bandaríkjunum hefur aukist til muna, og íslensk fyrirtæki eru þegar farin að huga að því að gera breytingar. Viðskipti innlent 26.4.2025 22:30
Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Búið er að skipta út smurbrauðinu á veitingastaðnum Krónikunni fyrir pizzur. Nýr matseðill er hannaður af Lucas Keller sem áður rak Cocoo‘s Nest. Veitingastaðnum var breytt til að taka betur mið af þörfum ungra barnafjölskyldna sem koma reglulega á svæðið en veitingastaðurinn er rekinn við Gerðasafn í Kópavogi. Viðskipti innlent 26.4.2025 13:02
Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Samherji fiskeldi ehf., dótturfélag Samherja hf., hefur lokið fjármögnun fyrsta áfanga Eldisgarðs, nýrrar landeldisstöðvar við Reykjanesvirkjun, með útgáfu nýs hlutafjár og sambankaláni. Fjármögnun fyrsta áfanga nemur 235 milljónum evra, jafnvirði 34 milljarða króna. Viðskipti innlent 26.4.2025 11:44
Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Forstjóri Síldarvinnslunnar segir að sjávarútvegsfyrirtæki landsins verði að bregðast við boðuðum breytingum á lögum um veiðigjald með hagræðingu og uppsögnum á fólki. Auk þess muni fjárfestingar og endurnýjun sitja á hakanum. Umræðan um atvinnugreinina einkennist af rangfærslum um ofurhagnað. Viðskipti innlent 25.4.2025 23:34
Kaupsamningur undirritaður um Grósku Fasteignafélagið Heimar undirritaði í gær samning um kaup á öllu hlutafé Grósku ehf. og Gróðurhússins ehf. Gróska á fasteigninga Grósku í Vatnsmýrnni, eina stærstu skrifstofubyggingu landsins. Viðskipti innlent 24.4.2025 08:02
Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Stjórn Ísfélagsins hf. samþykkti á aðalfundi félagsins í dag að arðgreiðsla á árinu 2025 vegna síðasta rekstrarárs verði 2,1 milljarður króna sem greiddur verður út 16. maí næstkomandi. Viðskipti innlent 23.4.2025 20:49
Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Hjónin Hermann Ingólfsson og Birna Einarsdóttir eru búin að selja Kaffi Kjós og verður veitingastaðnum lokað í kjölfarið. Í tilkynningu á Facebook-síðu veitingastaðarins kemur fram að húsinu verði breytt í íbúðarhús. Viðskipti innlent 23.4.2025 12:49
Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Íbúðir hér á landi hafa hækkað meira og verð þeirra sveiflast minna en úrvalsvísitala Kauphallarinnar síðustu tíu ár. HMS telur þetta vera til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði. Gert er ráð fyrir sömu þróun næstu misseri þar sem ekki er byggt nóg. Viðskipti innlent 23.4.2025 12:19
Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Nova hefur eignast 20 prósenta hlut í Dineout ásamt því að taka sæti í stjórn félagsins. Inga Tinna Sigurðardóttir, stofnandi og forstjóri Dineout, og Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova, undirrituðu samning um kaupin í dag. Viðskipti innlent 23.4.2025 09:06
Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Malasíska félagið Berjaya Food Berhad mun opna tvö kaffihús hér á landi undir merkjum Starbucks og mun það fyrsta opna í maí næstkomandi. Viðskipti innlent 23.4.2025 08:23
Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Nýjar íbúðir seljast verr en gamlar íbúðir vegna þess að nýjar íbúðir eru á þrengra stærðarbili. Tvöfalda þyrfti magn smærri íbúða á fasteignamarkaði til að anna eftirspurn. Meiri verðhækkun og minni sveiflur á fasteignamarkaði en á markaði innlendra hlutabréfa er til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði á Íslandi samkvæmt HMS. Viðskipti innlent 23.4.2025 06:26
Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Fjarðabyggð hefur verið dæmd til að kaupa hús á Reyðarfirði á 139 milljónir króna. Fasteignamat hússins er 72,25 milljónir króna, rétt rúmlega helmingur kaupverðsins. Viðskipti innlent 22.4.2025 16:22
Aðalgeir frá Lucinity til Símans Aðalgeir Þorgrímsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fjártækni hjá Símanum. Viðskipti innlent 22.4.2025 12:40
Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Í tilefni af 30 ára afmæli Latabæjar ætlar Latibær í samstarfi við Hagkaup, Bónus og Banana að hefja sölu á íþróttanammi undir merkjum Latabæjar. Sala á namminu hefst þann 30. apríl um allt land. Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar, segir í skoðun að framleiða einnig sérstaka rétti fyrir börn sem og rétti sem börn geta eldað sjálf. Viðskipti innlent 21.4.2025 07:01
Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Elísabet Austmann og Bergsveinn Guðmundsson hafa tekið við nýjum stöðum markaðsstjóra hjá Ölgerðinni. Elísabet hefur tekið við stöðu markaðsstjóra óáfengra drykkja og Bergsveinn markaðsstjóra áfengra drykkja. Viðskipti innlent 16.4.2025 11:19
Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti með hlutabréf kauphallarsjóðsins GlacierShares Nasdaq Iceland ETF eru hafin á Nasdaq markaðinum í Bandaríkjunum. Það er fyrsti kauphallarsjóðinn sem er skráður erlendis sem fjárfestir í íslenskum hlutabréfum. Viðskipti innlent 16.4.2025 08:32
Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu í dag atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Formaður samtakanna segir að þau gagnrýni vinnubrögð ráðuneytisins í málinu og einhliða tilkynningar, ekkert samtal sé í gangi á milli sjávarútvegs og stjórnvalda. Viðskipti innlent 15.4.2025 12:03
VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi VÍS opnar í sumar aftur þjónustuskrifstofu á Akranesi. Í tilkynningu frá VÍS kemur fram að skrifstofan verði að Dalbraut 1, í sama húsnæði og Íslandsbanki. Tilkynnt var um samstarf VÍS og Íslandsbanka í janúar. Með samstarfinu njóta viðskiptavinir beggja félaga sérstaks ávinnings í vildarkerfum. VÍS hefur ekki rekið skrifstofu á Akranesi frá árinu 2018. Viðskipti innlent 15.4.2025 11:36
KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti OK býður nú upp á nýja þjónustu sem byggir á varaleið Farice um gervihnetti. Lausnin tryggir lágmarksnetsamband við útlönd ef fjarskiptasamband um alla sæstrengi við Ísland rofnar. Þjónustan er sérstaklega hönnuð með mikilvæga innviði og stofnanir í huga og veitir þeim aukið öryggi í fjarskiptum. Viðskipti innlent 15.4.2025 09:52
Jón Guðni tekur við formennsku Á aðalfundi Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, sem fór fram í síðustu viku, var Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, kjörinn formaður stjórnar samtakanna. Viðskipti innlent 15.4.2025 09:43
Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Carmen Maja Valencia, klínískur sálfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast, segir óljósar starfslýsingar algengustu ástæðu gremju og togstreitu á vinnustöðum. Hún segir samskiptasáttmála mikilvæga innan fyrirtækja svo fólk viti hvað megi og hvað ekki. Viðskipti innlent 15.4.2025 08:56
Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Sigurjón Örn Ólafsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri þjónustusviðs Kletts. Hann tekur við af Sveini Símonarsyni, sem hefur stýrt þjónustusviðinu frá stofnun félagsins. Viðskipti innlent 15.4.2025 08:10
„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. Viðskipti innlent 15.4.2025 07:58
Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskiptavinir Play sem áttu bókuð flug til valdra áfangastaða í Króatíu, Þýskalandi og Madeiru í sumar hafa fengið tilkynningu um að fluginu hafi verið aflýst. Leiðkerfi félagsins í sumar verður breytt vegna breytinga á flugvélakosti. Viðskipti innlent 14.4.2025 18:44
Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Ný stjórn Landsvirkjunar var kjörin á aðalfundi Landsvirkjunar í dag, samkvæmt tillögu fjármála- og efnahagsráðherra. Brynja Baldursdóttir er nýr stjórnarformaður. Viðskipti innlent 14.4.2025 15:47
Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Rúm 80 prósent þjóðarinnar vilja að veiðigjöld taki mið af raunverulegu aflaverðmæti. Það eru niðurstöður könnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir félagasamtökin Þjóðareign. Þar var spurt hversu hlynnt eða andvígt fólk væri því að útgerðin greiði gjald sem taki mið af raunverulegu aflaverðmæti fyrir afnot af fiskimiðunum. Viðskipti innlent 14.4.2025 11:21
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent