Erlent

Mafíu­foringi sækist eftir þing­sæti í Dyflinni

Höfuðpaur skipulagðra glæpasamtaka er á meðal þrettán frambjóðenda sem bítast um fjögur sæti miðborgar Dyflinnar á írska þinginu. Hann var nýlega sýknaður af aðild að morði sem hratt af stað gengjastríði árið 2016.

Erlent

Fyrsta trans konan á þingi sætir að­för af hálfu kollega sinna

Sarah McBride, fyrsta trans manneskjan til að vera kjörin á bandaríska þingið, sætir nú aðför af hálfu kollega sinna en fulltrúadeildarþingmaðurinn Nancy Mace frá Suður-Karólínu hyggst leggja fram tillögur að reglum um að banna trans konum að nota baðherbergi og skiptiklefa þinghússins fyrir konur.

Erlent

Þúsund dagar af grimmd og eyði­leggingu

Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa.

Erlent

Segist ætla að siga hernum á farand- og flótta­fólk

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, virtist í dag staðfesta að hann ætlaði sér að lýsa yfir neyðarástandi og nota bandaríska herinn til að vísa farand- og flóttafólki, sem hefur ekki heimild til að vera í Bandaríkjunum, úr landi.

Erlent

Segir Biden „hella olíu á eldinn“

Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi.

Erlent

Verða fyrst í heimi til að skatt­leggja losun frá bú­fénaði

Dönsk stjórnvöld hafa náð sögulegu samkomulagi sem meðal annars felur í sér að Danmörk mun fyrst ríkja í heimi skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrum, nái áformin fram að ganga. Danska ríkisstjórnin og breiður meirihluti flokka á danska þinginu hafa náð pólitísku samkomulagi um meiriháttar landslags- og umhverfisbreytingar í landinu. Græna þríhliða samkomulagið svokallaða hefur verið lengi í undirbúningi og var nánari útfærsla þess kynnt á blaðamannafundi í morgun.

Erlent

Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjón­varps­stöðvar

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætli að tilnefna Brendan Carr í embætti formanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC). Þykir það til marks um að Trump ætli að herja gegn samskiptamiðlafyrirtækjum fyrir meinta ritskoðun og fjölmiðlum, en Trump hefur ítrekað talað um að svipta sjónvarpsstöðvar sem honum þykir fjalla illa um sig útsendingarleyfi.

Erlent

Grímu­klæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor

Grímuklæddir menn klifruðu í síðustu viku yfir grindverk við Windsor kastala á meðan Vilhjálmur og Katrín, prinsinn og prinsessan af Wales, og þrjú börn þeirra voru sofandi í húsnæði þeirra á lóð kastalans en þau fluttu þangað árið 2022.

Erlent

Scholz ver sím­tal sitt við Pútín

Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu.

Erlent

Felldu tals­mann Hez­bollah í mið­borg Beirút

Aðaltalsmaður Hezbollah-samtakanna féll í loftárás Ísraelshers á miðborg Beirút í Líbanon í dag. Ísraelar hafa gert harðar árásir á Líbanon undanfarnar vikur en fæstar þeirra hafa verið á miðborgina.

Erlent

Norsku skipagöngin á leið í út­boðs­ferli

Siglingastofnun Noregs, Kystverket, hefur tilkynnt að formlegt útboðsferli skipaganganna við Stað hefjist 1. desember næstkomandi. Áformað er að framkvæmdir hefjist eftir rúmt ár og að skipagöngin verði tilbúin í árslok 2030.

Erlent

Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns

Færst hefur í aukana að Rússar tilkynni pólitíska glæpi samborgara sinna til yfirvalda frá því að innrásin í Úkraínu hófst af fullu afli fyrir að nálgast þremur árum. Nýleg dæmi eru um að fólk hafi verið dæmt í fangelsi á grundvelli slíkra tilkynninga.

Erlent

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum

Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið.

Erlent

Neitar að segja ef sér þrátt fyrir há­vær á­köll

Carlos Mazón, forseti Valensíuhéraðs á Spáni, neitar að segja af sér embætti þrátt fyrir hávær köll þess efnis frá íbúum héraðsins. Hamfaraflóð drógu 224 manns til bana þar í síðasta mánuði og viðbrögð stjórnvalda hafa verið harðlega gagnrýnd.

Erlent