Erlent

Sendi ösku í allt að þriggja kíló­metra hæð

Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna.

Erlent

Hæsta vind­mylla heims á landi reist í Dan­mörku

Síðustu skref við uppsetningu hæstu vindmyllu heims sem staðsett er á landi verða tekin í dag við höfnina í Thyborøn á Jótlandi í Danmörku í dag. Vindmyllan er tæpum hundrað metrum hærri en hæst punktur landsins. 

Erlent

Þing­for­setinn segist ekki ætla að fara fet

Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafnaði því að segja af sér og ítrekaði vilja sinn til þess að afgreiða frumvörp um aðstoð við Úkraínu, Ísrael og fleiri bandamenn í gær. Þrýstingur á Johnson innan eigin þingflokks eykst.

Erlent

Ísraelar sagðir búnir að á­kveða að svara fyrir sig

Utanríkisráðherra Bretlands segir ljóst að ísraelsk stjórnvöld séu búin að ákveða að grípa til aðgerða gegn Íran eftir drónaárásina um helgina. Erlendir erindrekar hvetja Ísraela til að sýna hófsemd til þess að kveikja ekki frekara ófriðarbál í heimshlutanum.

Erlent

Boð­flennusæfíll hrellir Kanada­menn

Rúmlega tvöhundruð kílóa sæfíllinn Emerson hefur verið yfirvöldum í Bresku-Kólumbíu í Kanada til mikils ama síðastliðið ár. Þrátt fyrir að hafa keyrt með Emerson tugi kílómetra frá allri byggð þá tekst honum alltaf að snúa aftur. 

Erlent

Mann­skæð loft­á­rás Rússa í Norður-Úkraínu

Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum.

Erlent

Segja stungu­á­rásina vera hryðju­verk

Lögreglan í Sydney, stærstu borgar Ástralíu, segir stunguárásina í Christ The Good Shepherd-kirkjunni í gær hafa verið hryðjuverk. Fjórir slösuðust í árásinni sem beint var að presti kirkjunnar. 

Erlent

Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna

Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað

Erlent

„Ein mikil­­vægasta bygging Dan­­merkur“

Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans.

Erlent

Fjórða líkið fundið

Lík fjórða verkamannsins sem var við störf á Francis Scott Key-brúnni þegar hún hrundi í síðasta mánuði fannst í dag. Tveggja er enn saknað eftir slyssins og eru þeir taldir af.

Erlent

Á­tján mánaða fangelsi vegna voðaskotsins

Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed hefur verið dæmd til átján mánaða fangelsisvistar vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins. Hutchins lést þegar skot hljóp úr byssu Alecs Baldwin við upptökur á kvikmyndinni Rust árið 2021.

Erlent