Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2025 22:30 Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, heilsaði ljósmyndurum fyrir utan heimili hans, þar sem hann er í stofufangelsi. AP/Luis Nova Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið sakfelldur fyrir valdaránstilraun og dæmdur í 27 ára og þriggja mánaða fangelsi. Hinn sjötugi Bolsonaro er sekur um að hafa ætlað að snúa úrslitum forsetakosninganna 2022, sem hann tapaði, með aðstoð fyrrverandi embættismanna og hermanna. Forsetinn fyrrverandi var meðal annars ákærður fyrir að hafa ætla að eitra fyrir Luiz Inácio Lula da Silva, sem sigraði Bolsonaro í forsetakosningum 2022, og að skjóta Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar Brasilíu til bana. Sjá einnig: Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Ráðabruggið misheppnaðist, þar sem Bolsonaro náði ekki að afla sér nægilegs stuðnings innan hersins. Stuðningsmenn hans ruddu sér þó leið inn í ríkisbyggingar í janúar 2023 og frömdu þar skemmdarverk og þjófnað. Um 1.500 menn voru handteknir. Var það eftir að þúsundir stuðningsmanna hans höfðu reist tjaldbúðir við herstöð og reynt að fá herinn til að koma í veg fyrir embættistöku Lula. Sjá einnig: Bolsonaro í stofufangelsi Fimm dómarar hæstaréttar Brasilíu koma að málinu að svo stöddu og fjórir þeirra segja hann sekan. Einn sagði Bolsonaro saklausan en búist er við því að forsetinn fyrrverandi muni áfrýja úrskurðinum. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur fordæmt úrskurðinn og segir að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni bregðast við þessum „nornaveiðum“. The political persecutions by sanctioned human rights abuser Alexandre de Moraes continue, as he and others on Brazil's supreme court have unjustly ruled to imprison former President Jair Bolsonaro.The United States will respond accordingly to this witch hunt.— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) September 11, 2025 Fréttin hefur verið uppfærð. Brasilía Erlend sakamál Tengdar fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 50 prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. 9. júlí 2025 22:04 Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið ákærður fyrir að ætla sér að fella ríkisstjórn Brasilíu og taka völd þar. Hann er meðal annars sakaður um að hafa lagt á ráðin um að myrða forseta Brasilíu og forseta hæstaréttar. 19. febrúar 2025 12:05 Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Brasilíska lögreglan hefur kært Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, og nokkra ráðherra í ríkisstjórn hans fyrir tilraun til þess að ræna völdum með því að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2022. Bolsonaro stefnir á forsetaframboð eftir tvö ár. 22. nóvember 2024 11:17 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Forsetinn fyrrverandi var meðal annars ákærður fyrir að hafa ætla að eitra fyrir Luiz Inácio Lula da Silva, sem sigraði Bolsonaro í forsetakosningum 2022, og að skjóta Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar Brasilíu til bana. Sjá einnig: Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Ráðabruggið misheppnaðist, þar sem Bolsonaro náði ekki að afla sér nægilegs stuðnings innan hersins. Stuðningsmenn hans ruddu sér þó leið inn í ríkisbyggingar í janúar 2023 og frömdu þar skemmdarverk og þjófnað. Um 1.500 menn voru handteknir. Var það eftir að þúsundir stuðningsmanna hans höfðu reist tjaldbúðir við herstöð og reynt að fá herinn til að koma í veg fyrir embættistöku Lula. Sjá einnig: Bolsonaro í stofufangelsi Fimm dómarar hæstaréttar Brasilíu koma að málinu að svo stöddu og fjórir þeirra segja hann sekan. Einn sagði Bolsonaro saklausan en búist er við því að forsetinn fyrrverandi muni áfrýja úrskurðinum. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur fordæmt úrskurðinn og segir að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni bregðast við þessum „nornaveiðum“. The political persecutions by sanctioned human rights abuser Alexandre de Moraes continue, as he and others on Brazil's supreme court have unjustly ruled to imprison former President Jair Bolsonaro.The United States will respond accordingly to this witch hunt.— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) September 11, 2025 Fréttin hefur verið uppfærð.
Brasilía Erlend sakamál Tengdar fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 50 prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. 9. júlí 2025 22:04 Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið ákærður fyrir að ætla sér að fella ríkisstjórn Brasilíu og taka völd þar. Hann er meðal annars sakaður um að hafa lagt á ráðin um að myrða forseta Brasilíu og forseta hæstaréttar. 19. febrúar 2025 12:05 Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Brasilíska lögreglan hefur kært Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, og nokkra ráðherra í ríkisstjórn hans fyrir tilraun til þess að ræna völdum með því að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2022. Bolsonaro stefnir á forsetaframboð eftir tvö ár. 22. nóvember 2024 11:17 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að leggja 50 prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. 9. júlí 2025 22:04
Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið ákærður fyrir að ætla sér að fella ríkisstjórn Brasilíu og taka völd þar. Hann er meðal annars sakaður um að hafa lagt á ráðin um að myrða forseta Brasilíu og forseta hæstaréttar. 19. febrúar 2025 12:05
Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Brasilíska lögreglan hefur kært Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, og nokkra ráðherra í ríkisstjórn hans fyrir tilraun til þess að ræna völdum með því að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2022. Bolsonaro stefnir á forsetaframboð eftir tvö ár. 22. nóvember 2024 11:17