Gagnrýni

Barist í blokk

Það er ekki á hverjum degi sem indónesískar hasarmyndir rata í íslensk kvikmyndahús. En ekki vantar áhugann og troðfullt var af fólki á ósköp venjulegri tíusýningu á The Raid: Redemption um síðustu helgi, og var meira að segja gömlum eldhússtól laumað inn í sal til þess að einn til viðbótar gæti notið ærslagangsins.

Gagnrýni

Fersk og óvænt plata

Nýjasta hljómsveitin hans Krumma með frábæra plötu. Hún kemur fersk inn í íslenska tónlistarflóru ársins 2012. Eins og skrattinn úr sauðarleggnum.

Gagnrýni

Bubbi í toppformi

Þorpið er, ef mér skjátlast ekki, 26. plata Bubba með nýju efni. Það eru ótrúleg afköst. Og enn er karlinn að koma frá sér eðalefni. Geri aðrir betur!

Gagnrýni

Leikræn og lipur fengitíð

Svar við bréfi Helgu er góð sýning með skýrri persónusköpun. Leikgerðin er mjög spennandi. Ólafur Egill hefur auga fyrir því að lyfta fram aðstæðum á mjög svo leikrænan og lipran máta, þannig að úr verður heilsteypt verk án kyrrstöðu.

Gagnrýni

Árshátíð ofurhetja

The Avengers er alvöru árshátíð. Mikið hlegið og allir í sínu fínasta pússi. Hulk var þó vísað á dyr fyrir óspektir.

Gagnrýni

Skálkar á skólabekk

Mátulegur skammtur af formúluskopi. Allt gott og blessað. Þessi ágæti grínhasar krefst engrar þekkingar á sjónvarpsþáttunum gömlu, og þrátt fyrir skort á stjórnlausum hlátrasköllum má vel hafa gaman af 21 Jump Street.

Gagnrýni

Rokkaður gospelblús

Blússveit Þóllýjar er skipuð söngkonunni Þollý Rósmunds, gítarleikaranum Magnúsi Axel Hansen, Benjamín Inga Böðvarssyni trommuleikara og bassaleikaranum Jonna Richter. Útkoman úr þeirra samstarfi varð kraftmikill og rokkaður blús með trúarlegum textum og það er sú tónlist sem heyra má á þessari fystu plötu hljómsveitarinnar.

Gagnrýni

Rokk og ról

Fyndin og fjörug brelluveisla. Og hávaðinn er ægilegur. Battleship veit hvað hún vill vera og heldur stuðinu gangandi frá fyrstu mínútu með húmor og dynjandi rokkmúsík.

Gagnrýni

Vessa- og vandræðahúmor

Fortíðardaðrið er töluvert og aðdáendur myndanna geta eflaust skemmt sér sæmilega yfir American Reunion, en upplifunin á meira skylt við nostalgíuna sem fylgir því að lesa gamla dagbók sem fannst uppi á háalofti en að horfa á góða gamanmynd. Andrúmsloftið er til staðar en grínið þarf að vera meira og betra.

Gagnrýni

Vel útfært og kraftmikið

Muck stimplar sig inn með pottþéttri rokkplötu, lagasmíðarnar eru fínar, flutningur þéttur, útsetningarnar útpældar og hljómurinn flottur.

Gagnrýni

Farsaskrímslið snýr aftur

Tveir 11 ára piltar lumbra hvor á öðrum og tennur hljóta skaða af. Foreldrar drengjanna hittast í heimboði til að ræða málin en andrúmsloftið er þvingað og siðprýði fullorðna fólksins ristir ekki sérlega djúpt.

Gagnrýni

Hress skilnaðarplata frá drottningu poppsins

MDNA er tólfta plata Madonnu og sú fyrsta síðan Hard Candy kom út fyrir fjórum árum. Þetta er líka fyrsta platan hennar síðan hún skildi við Guy Ritchie. MDNA er ekkert byltingarkennd, enda gerir maður ekki þær kröfur til Madonnu. Hún er heldur ekki fullkomin, en þetta er vel unnin og skemmtileg plata sem virkar best spiluð á fullu blasti í góðum græjum.

Gagnrýni

Perlan skín enn

Það er gaman að fá þessa perlu aftur í bíó. Hún fjallar um atburði sem áttu sér stað í upphafi síðustu aldar, en er um leið góð heimild um áherslur í kvikmyndagerð undir lok hennar. Einlægnin var meiri, kaldhæðnin minni og Leonardo DiCaprio var miklu sætari. Og að sjá hann svona í þrívídd er það næsta sem þú kemst því að knúsa hann í alvörunni. Er hægt að selja þetta betur?

Gagnrýni

Falleg sýning um föðurleit

Saga Magneu, tengdamóður höfundarins Vals Freys Einarssonar og móður leikmynda- og búningahönnuðarins Ilmar Stefánsdóttur, er sögð af virðingu, hlýju og með greindarlegum undirliggjandi húmor.

Gagnrýni

Tilkomumikil hávaðamessa

AMFJ er listamannsnafn Aðalsteins Jörundssonar. Hann hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir öfluga og á köflum ofsafengna frammistöðu á tónleikum. AMFJ (nafnið ku vera skammstöfun fyrir „Aðalsteinn Mother Fucking Jörundsson") gaf út kassettuna Itemhljóð og veinan árið 2009, en Bæn er hans fyrsta útgáfa á geisladiski. Það má segja að ýktur krafturinn á tónleikunum skili sér vel yfir á diskinn.

Gagnrýni

Björk hittir Áhöfnina á Halastjörnunni

Karl Olgeirs, Jón Rafns og Kristinn Snær djassa upp íslensk popplög úr ólíkum áttum. Eins og nafnið á hljómsveitinni og plötunni gefur til kynna er Songs From The Top Of The World svolítið stíluð inn á erlenda ferðamenn. Íslendingar ættu samt ekki að láta það styggja sig. Þessi plata er ekkert síður fyrir þá.

Gagnrýni

Þetta er ungt og leikur sér

Þessi risastóra mynd er byggð á vinsælli skáldsögu eftir Suzanne Collins og gerist í ótilgreindri framtíð. Norður-Ameríka heitir nú Panem og er skipt niður í 12 fylki. Einu sinni á ári leggur hvert fylki til strák og stelpu (á aldursbilinu 12-18 ára) sem send eru í óhuggulega útsláttarkeppni þar sem 24 ungmenni berjast um sigur, en aðeins eitt þeirra mun lifa keppnina af.

Gagnrýni

Meðalmennska á Manhattan

Leikararnir halda myndinni á floti. Þá er umhverfið notað á skemmtilegan máta og ætti að kitla ferðataugar hvers þess sem hefur sótt Manhattan heim. Lítið merkilegt en ekki leiðinlegt.

Gagnrýni

Rík af andrúmslofti og tilfinningu

Víkartindur er þemaplata sem fjallar um strand samnefnds fraktskips á Suðurlandi vorið 1997. Verkinu er skipti í 10 kafla, en tónlistin er tilraunakennd og flæðandi spunatónlist, án orða en rík af andrúmslofti, litbrigðum og tilfinningu. Klukkutími af flæðandi spuna.

Gagnrýni

Fínt popp úr verksmiðjunni

Lana Del Rey vakti heimsathygli í fyrra með laginu Video Games, sem var eitt af lögum ársins hjá mörgum tónlistarmiðlum, og platan hennar Born to Die fór beint í fyrsta sæti sölulista í sjö löndum, þ.ám. Bretlandi. Lana Del Rey er listamannsnafn Elisabeth Woolridge Grant, 25 ára stelpu frá New York sem hóf söngferilinn sem Lizzy Grant fyrir þremur árum.

Gagnrýni

Fallbyssufóður óskast

Alvöru hermenn leika aðalhlutverkin í þessari hörmulegu hasarmynd, sem virðist gerð til þess eins að hvetja amerísk ungmenni til að grípa til vopna fyrir ættjörðina. Herinn þarf ávallt meira fallbyssufóður og auðtrúa unglingar, aldir upp á skotleikjum og þjóðrembingi, eru móttækilegastir fyrir boðskapnum.

Gagnrýni

Fjörugt og fyndið en líka tragískt

Sérlega skemmtileg uppfærsla þar sem saman fer fagur söngur og skemmtileg leikstjórn. Á vissan hátt er hún tímamótaviðburður í tónlistarlífinu. Þetta er í fyrsta sinn sem maður sér alvöru óperusýningu á Íslandi. Í húsi með réttum hljómburði fyrir slíka sýningu og á sæmilega stóru sviði. Í samanburðinum var Töfraflautan í haust bara upphitun. Ég held að við getum öll verið stolt af árangrinum.

Gagnrýni

Góða veizlu gjöra skal

Þrír unglingspiltar ákveða að halda partý þegar foreldrar eins þeirra eru að heiman, en veislan er fljót að fara úr böndunum. Hressilegt partý en fremur misheppnuð mynd. Project X inniheldur enga brandara, engar spaugilegar kringumstæður og ekki eina einustu aðlaðandi persónu. Stuðið er til staðar en það dugir ekki til.

Gagnrýni

Gjörningar sem ganga undrum næst

Rúrí á stórglæsilegan feril að baki. Skilaboð verkanna eru einföld og stundum er þeim lamið ofan í listunnandann með öllum tiltækum ráðum án þess þó að ganga of nærri honum.

Gagnrýni

Hæg og angurvær

Á heildina litið er Kveldúlfur mjög fín plata. Fyrsta ómissandi íslenska poppplatan á árinu 2012.

Gagnrýni

Ofsafengin hópatriði

Vesalingarnir eftir Alain Boublil og Claude-Micher Schönberg. Sýnt í Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri: Selma Björnsdóttir, tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, leikmynd: Finnur Arnar Arnarson, búningar: María Th. Ólafsdóttir, lýsing: Lárus Björnsson og Ólafur Ágúst Stefánsson. Leikarar: Þór Breiðfjörð, Valgerður Guðnadóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Egill Ólafsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson og fleiri.

Gagnrýni