Innherji

Rekstrarkostnaður Ljósleiðarans hækkaði þegar leiðrétt er fyrir eignfærslu launa
Þegar leiðrétt er fyrir eignfærslu á launakostnaði, sem hækkaði á milli ára þrátt fyrir fækkun ársverka og verulegs samdráttar í fjárfestingu, þá jukust raunveruleg rekstrargjöld Ljósleiðarans á fyrri árshelmingi 2025, ólíkt því sem mátti skilja af nýlegum árshlutareikningi.

Stoðir horfa til skráningar í lok ársins og gætu sótt sér allt að 15 milljarða
Eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins skoðar nú þann möguleika ef aðstæður reynast hagfelldar að ráðast í skráningu í Kauphöllina innan fárra vikna en áform Stoða gera þá ráð fyrir að sækja sér á annan tug milljarða í aukið hlutafé frá nýjum fjárfestum. Búið er að ganga frá ráðningu á fjórum fjármálafyrirtækjum til að vera Stoðum til ráðgjafar við þá vinnu.

Fyrirmyndin víti til varnaðar
Keir Starmer og Verkamannaflokkurinn tóku við stjórnartaumunum í Bretlandi fyrir rúmum fjórtán mánuðum síðan, eða um hálfu ári áður en ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur undir forystu Samfylkingarinnar var mynduð hér á landi.

Hækkun veiðigjalda mun setja „töluverða pressu“ á framlegðarhlutfall Brims
Áhrifin af hækkun veiðigjalda munu þýða að EBITDA-hlutfall Brims lækkar nokkuð á komandi árum og nálgast um fimmtán prósent, samkvæmt nýrri verðmatsgreiningu á félaginu, en líklegt er að stjórnendum takist smám saman að snúa við þeirri þróun með markvissum hagræðingaraðgerðum. Með auknum veiðigjöldum, hækkandi kolefnissköttum og skerðingum í aflamarkaði þá kæmi ekki á óvart ef eldri og óhagkvæmari skipum yrði lagt innan fárra ára.

Árni Páll verður áfram í stjórn ESA
Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, mun fá annað fjögurra ára tímabil í stjórn ESA, eftirlitsstofnunar EFTA.

Sjá fram á meiri arðsemi af nýjum verkefnum Reita og mæla með kaupum
Nýjar fjárfestingar eru að skila Reitum auknum tekjum og útlit er fyrir meiri framtíðarvöxt á næstu árum en áður var ráðgert, samkvæmt nýrri greiningu, og fjárfestum er ráðlagt að bæta við sig í fasteignafélaginu.

„Íslandsbanki þarf að ná fram frekara kostnaðarhagræði á næstum árum“
Á næstu árum þarf Íslandsbanki að ná fram meira kostnaðarhagræði í rekstrinum en hækkun á verðbólgu á öðrum fjórðungi hafði umtalsverð jákvæð áhrif á afkomu bankans. Samkvæmt nýrri greiningu er verðlagning Íslandsbanka í „lægri kanti“ á markaði.

„Allt í boði“ með einföldun regluverks sem minnkar verulega þróunarkostnað
Áform eftirlitsstofnana beggja vegna Atlantshafsins um að einfalda regluverk og kröfur þegar kemur að klínískum rannsóknum á líftæknilyfjum mun minnka verulega þróunarkostnað og leiða til þess að það verður arðbærara að fara í þróun á mun fleiri hliðstæðum en áður, að sögn forstjóra Alvotech. Hann er afar gagnrýninn á einkaleyfakerfið í Bandaríkjunum, sem búi til hindranir fyrir innkomu líftæknilyfjafélaga, og þá skaði það mjög samkeppnisumhverfið hvernig framleiðendur frumlyfja fái að „læsa markaðinum“ í aðdraganda þess að einkaleyfi þeirra rennur út.

Samkeppniseftirlitið aðhefst ekkert vegna kvörtunar í garð Nasdaq
Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu forsendur fyrir því að beita íhlutun vegna kvörtunar frá Verðbréfamiðstöð Íslands gagnvart háttsemi Nasdaq CSD er tengist skilyrðum sem það setur fyrir flutningi verðbréfa.

Fyrrverandi forstjóri Icelandair fer fyrir samninganefnd félagsins við flugmenn
Fyrrverandi forstjóri Icelandair til margra á ára hefur nýlega tekið við formennsku í samninganefnd Icelandair við flugmenn en kjarasamningar allra flugstétta félagsins eru að renna út núna á næstunni.

Vilja að ráðherra fái heimild til að hefja sölu á hlutum ríkisins í Landsbankanum
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um að fjármála- og efnahagsráðherra fái heimild til að selja eignarhluti ríkissjóðs í Landsbankanum í gegnum almennt markaðssett útboð, sambærilegt því og var gert í nýafstaðinni sölu á Íslandsbanka. Greinendur hafa áætlað að virði alls eignarhlutar ríkisins í Landsbankanum gæti verið yfir 350 milljarðar.

„Mikil vonbrigði“ að bankarnir í eigendahópi VBM nýti sér ekki þjónustu félagsins
Á hluthafafundi Verðbréfamiðstöðvar Íslands í sumar, sem hefur á undanförnum árum reynt að ná markaðshlutdeild af Nasdaq hér á landi án árangurs, var meðal annars lýst yfir „miklum vonbrigðum“ að stóru bankarnir sem eru í eigendahópnum væru ekki að beina viðskiptum sínum til félagsins.

Miklar launahækkanir hafa haldið innlendum hluta verðbólgunnar „lifandi“
Að undanförnu hefur munurinn á milli innlendrar og innfluttrar vöruverðbólgu farið töluvert vaxandi en þar eru greinileg áhrif mikilla launahækkana sem hafa haldið innlendum hluta verðbólgunnar „lifandi“ og unnið þannig gegn hjöðnun hennar, að sögn varaseðlaseðlabankastjóra peningastefnu. Löskuð kjölfesta verðbólguvæntinga hefur kallað á harðari viðbrögð Seðlabankans en í flestum öðrum iðnríkjum og áhrifin af beitingu peningastefnunnar á verðbólgu taki lengri tíma að koma fram.

Aron tekur við sem forstöðumaður fjárfestinga hjá Eik
Aron Þórður Albertsson, sem starfaði síðast í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka, hefur tekið við nýrri stöðu hjá fasteignafélaginu Eik sem forstöðumaður fjárfestinga.

Kæmi „verulega á óvart“ ef fjármögnunin hjá Play væri ekki sú síðasta í langan tíma
Play er ekki að fara draga saman seglin frekar en það sem kynnt hefur verið samhliða umbreytingu á viðskiptalíkani félagsins, að sögn forstjórans, sem telur að „mikill“ afkomubati sé í kortunum og það kæmi honum því „verulega á óvart“ ef nýafstaðin fjármögnun væri ekki sú síðasta í langan tíma. Hann viðurkennir að það hefðu verið margir kostir við að afskrá flugfélagið úr Kauphöllinni, eins og meðal annars færri ástæður til að skrifa fréttir um fyrirtækið oft byggðar á „litlum og jafnvel úreltum“ upplýsingum, en hins vegar var skýr krafa meðal lykilfjárfesta að Play yrði áfram á markaði.

„Eilítil vonbrigði“ að bætt afkoma sé ekki nýtt til að loka fjárlagagatinu
Skuldabréfafjárfestar taka fremur vel í fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem sé „skárra“ fyrir verðbréfamarkaðinn en búist var við, þótt sumir hefðu viljað sjá umtalsvert betri afkomu á yfirstandandi ári nýtta til að stefna að afgangi á fjárlögum á árinu 2026. Sjóðstjóri segir markaðsaðila horfa mest til væntrar samsetningar á áformaðri 300 milljarða lántöku en furðar sig á því að horft sé til þess að lengja í endurgreiðsluferlinum með hliðsjón af því að meðallánstími skulda ríkissjóðs sé búinn að rjúka upp að undanförnu.

Aukningin í innlánum eldri kynslóða um áttfalt meiri en fólks á miðjum aldri
Sú mikla aukning sem hefur orðið á undanförnum árum í innlánaeign heimilanna er nánast einvörðungu bundin við eldri kynslóðir en sparnaður þeirra samhliða háu vaxtastigi hefur að jafnaði vaxið margfalt meira en hjá fólki undir fimmtíu ára aldri.

Afkoman batnar frá fjármálaáætlun en aðhaldsstigið „því sem næst hlutlaust“
Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg.

Afkoma Landsbréfa í sérflokki á árinu þegar viðsnúningurinn lét enn bíða eftir
Áframhaldandi óvissa og viðvarandi hátt raunvaxtastig hefur gert helstu sjóðastýringarfyrirtækjum landsins erfitt um vik en Landsbréf var eina félagið sem sýndi rekstrarbata á fyrri árshelmingi. Sé litið á tekjur fimm félaga þá skruppu þær á heildina litið saman á meðan afkoman minnkaði að meðaltali um nærri tuttugu prósent.

Boða lagabreytingu til að heimila SKE að stöðva tímafresti við rannsókn samruna
Til stendur að hækka veltumörk tilkynningarskyldra samruna til samræmis við hækkun verðlags á undanförnum árum og jafnframt að gefa Samkeppniseftirlitinu meðal annars heimildir til að stöðva tímafresti í samrunamálum ef fyrirtæki er talið hafa veitt villandi upplýsingar. Lögmaður varar við því að þetta kunni að leiða til þess að málsmeðferðin verði „talsvert lengri“ og valdið mögulegt tjóni fyrir samrunaaðila.

Útlit fyrir að vöxtur í íbúðalánum lífeyrissjóða verði vel yfir 100 milljarðar á árinu
Með vaxandi ásókn heimilanna í verðtryggð húsnæðislán frá lífeyrissjóðunum, sem bjóða betri kjör en bankarnir nú um stundir, er útlit fyrir að útlánaaukningin á þessu ári muni nema samtals vel á annað hundrað milljarða. Það mun að óbreyttu takmarka svigrúm lífeyrissjóðanna til fjárfestinga í öðrum eignum.

Líklegt að hátt raunvaxtastig eigi þátt í að auka enn á sparnað heimila
Vöxtur í kaupmætti ráðstöfunartekna heimilanna er sem fyrr meiri en þegar kemur að einkaneyslunni og hefur því ýtt undir uppsafnaðan sparnað meðal heimila. Þar hefur áhrif hátt raunvaxtastig, að mati peningastefnunefndar Seðlabankans.

Óheflaður formaður og ráðherra í gjörgæslu
Orð Formanns félags íslenskra atvinnuflugmanna um rekstur og framtíðarhorfur Play benda til þess að viðkomandi valdi ekki þeirri ábyrgð sem honum hefur verið falin.

Gildi heldur áfram að stækka nokkuð við stöðu sína í bönkunum
Á undanförnum vikum hefur Gildi haldið áfram að bæta við sig bréfum í bönkunum en í liðnum mánuði keypti sjóðurinn fyrir samanlagt vel á annan milljarð króna í Íslandsbanka og Kviku. Aðrir stærstu lífeyrissjóðir landsins heldu einnig uppteknum hætti og stækkuðu stöður sína.

Miðað við arðsemi eru íslenskir bankar „á tilboði“ í samanburði við þá norrænu
Verðlagning á íslenskum bönkum, einkum Arion, er nokkuð lág ef litið er til arðsemi þeirra í samanburði við norræna banka og má segja að þeir séu á „tilboði í Kauphöllinni,“ samkvæmt nýrri hlutabréfagreiningu. Gangi boðaður samruni Arion og Kviku eftir gæti hann skilað sér í um sjö milljarða samlegð og þá um leið verulegri hækkun til viðbótar á verðmati Arion banka.

Hækka verulega verðmatið á JBTM eftir að skýrari mynd fékkst á rekstrarumhverfið
Útlitið í rekstri JBT Marel er betra en áður var óttast sem hefur leitt til talsverðar hækkunar á verðmati félagsins núna þegar skýrari mynd er komin á umhverfið eftir „tollaþeytivindu“ bandarískra stjórnvalda, samkvæmt nýrri greiningu.

Telur „afar líklegt“ að Síldarvinnslan muni ná að standa við afkomuspá sína
Tekjur og afkoma Síldarvinnslunnar á öðrum fjórðungi var talsvert yfir væntingum en útistandandi spá félagsins um 78 til 84 milljóna dala rekstrarhagnað helst óbreytt. Greinandi telur „afar líklegt“ að Síldarvinnslan nái því markmiði, og jafnvel gott betur.

Kaldbakur hagnast um 2,6 milljarða en segir „krefjandi aðstæður“ framundan
Félagið Kaldbakur, sem heldur utan um fjárfestingareignir sem áður voru í eigu Samherja, skilaði um 2,3 milljarða króna hagnaði í fyrra, talsvert minna en árið áður. Forstjóri Kaldbaks segir „krefjandi aðstæður“ framundan hjá fyrirtækjum sem þjónusta sjávarútveginn og þess sjáist nú þegar merki í samdrætti í pöntunum þeirra.

Verðlagning félaga í Úrvalsvísitölunni ekki verið lægri frá 2017
Þetta er í fyrsta sinn frá desember 2017 sem CAPE hefur farið niður fyrir 20 og stendur nú undir sögulegu meðaltali vísitölunnar.

Veikar hagvaxtartölur afhjúpa áhættuna við Ódysseifska leiðsögn Seðlabankans
Tæplega tveggja prósenta samdráttur í landsframleiðslu á öðrum fjórðungi, sem er óravegu frá spá Seðlabankans, endurspeglar að áhrifa tollastríðs bandarískra yfirvalda er farið að gæta í tölunum og sennilegt að útflutningsgreinarnar muni áfram glíma við mótbyr. Aðalhagfræðingur Kviku segir tölurnar „afhjúpa“ áhættuna við skilyrta leiðsögn Seðlabankans hvað þurfi að gerast svo vextir verði lækkaðir frekar en telur sjálfur að auknar líkur séu núna á að vaxtalækkunarferlið fari af stað á nýjan leik snemma næsta árs.