Innherji

Kvika skilaði nærri 18 prósenta arðsemi og boðar frekari kaup á eigin bréfum

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum, sem þýddi að fjármunatekjur voru neikvæðar um tæplega 570 milljónir króna, þá skilaði Kvika banki hagnaði fyrir skatta á þriðja fjórðungi upp á meira en 1.840 milljónir. Arðsemi á eigið fé var um 17,7 prósent, sem forstjóri bankans segir að megi þakka „sterkum kjarnarekstri samstæðunnar“, en stjórn félagsins segist á næstunni ætla að skoða hvernig nýta megi umfram eigin fé, meðal annars með kaupum á eigin bréfum.

Innherji

Styrking krónunnar gegn evru þurrkast út þrátt fyrir gjaldeyrissölu Seðlabankans

Gengi krónunnar hefur verið í stöðugum veikingarfasa á undanförnum vikum en mikil gengisstyrking framan af ári, einkum gagnvart evrunni, hefur núna gengið til baka og meira en það. Seðlabanki Íslands greip margsinnis inn í á markaði í dag með sölu á gjaldeyri úr forða sínum til að reyna að stemma stigu við of mikilli gengislækkun en samkvæmt nýrri hagspá Arion mun krónan halda áfram að gefa eftir fram á næsta ár.

Innherji

Fyrirtækjarisi á sviði heilbrigðisþjónustu settur í söluferli

Fyrirtækjasamstæðan Veritas, sem er í aðaleigu Hreggviðs Jónssonar og rekur fjölmörg umsvifamikil félög á sviði heilbrigðisþjónustu, verður brátt sett í formlegt söluferli sem kemur í kjölfar áhuga sem fjárfestingarsjóðir hafa sýnt fyrirtækinu síðustu mánuði. Forstjóri félagsins, sem veltir samtals nálægt 30 milljörðum króna, segir tímasetninguna núna til að láta reyna á sölu vera góða en innlent fjármálafyrirtæki hefur verið ráðið til að hafa umsjón með ferlinu. Verði af sölunni yrði um að ræða risaviðskipti á íslenskan mælikvarða.

Innherji

Norðurheimskautið hitnar

Hernaðarvæðing Norðurheimskautsins hefur verið marga áratugi í undirbúningi. Vesturlönd eru þó rétt að vakna til lífsins. Í nýlegri umfjöllun NATO segir að Rússland hafi getu til að hamla umsvifum bandalagsþjóða í Norðurhöfum á átakatímum. Í stefnumótun ESB vegna norðurslóða er engin boðleg nálgun í þessum efnum. Að vonast eftir því að átök um Norðurheimskautið hætti að sjálfu sér væri óskhyggja.

Umræðan

Ríkið væri ekki að „efna fyllilega loforð“ um ábyrgð með því að slíta ÍL-sjóði

Ein ástæða þess að stjórnvöld hafa nú boðað aðgerðir til að leysa upp ÍL-sjóð er að hann stenst ekki skilyrði um að vera sjálfstæð stofnun, samkvæmt Evrópsku hagstofunni, en við það færast skuldbindingar sjóðsins undir ríkisreikning frá og með 2022 sem gæti aukið skuldir ríkissjóðs um 650 milljarða, að mati dósents í fjármálum. Hann telur farsællegast að ná samkomulagi við kröfuhafa um uppgjör ÍL-sjóðs en verði farin sú leið að slíta sjóðnum með sérstakri lagasetningu, sem hann efast um að fjármálaráðherra vilji í raun gera, þá væri ríkið ekki að „efna fyllilega loforð“ um ábyrgð á skuldum hans.

Innherji

Ver­­u­­leg hækk­­un raun­­geng­­is á­sk­or­­un fyr­­ir at­v­inn­­u­­grein­­ar í al­þjóð­legr­i sam­­keppn­­i

Veruleg hækkun raungengisins á mælikvarða hlutfallslegrar launaþróunar á fyrri árshelmingi er til marks um hversu ólík þróun launa hefur verið annars vegar hér á landi og hins vegar í okkar helstu viðskiptaríkjum. Sú þróun er áskorun fyrir atvinnugreinar sem eru í beinni samkeppni á heimsmarkaði, til að mynda ferðaþjónustuna sem er enn að glíma við eftirköst Covid-19 heimsfaraldursins.

Innherji

Vægi ís­lensk­a hlut­a­bréf­a­mark­að­ar­ins eykst um fimmt­ung hjá MSCI

Vægi íslenska hlutabréfamarkaðarins í vísitölu MSCI fyrir vaxtarmarkaði hefur aukist um fimmtung. Íslenski markaðurinn er sá þriðji stærsti innan vísitölunnar. Rekja má aukninguna til þess að Bahrein, furstadæmi á Persaflóa, tilheyrir ekki lengur vísitölunni. Tíðindin ættu að hafa í för með sér aukið innflæði á markaðinn frá erlendum fjárfestum.

Innherji

Færa sig frá Landsbankanum yfir til Arion

Tveir lykilstarfsmenn á Einstaklingssviði Landsbankans, meðal annars staðgengill framkvæmdastjóra sviðsins, hafa sagt upp störfum hjá bankanum og ráðið sig yfir til Arion banka, samkvæmt upplýsingum Innherja.

Klinkið

Bláa lónið setur stefnuna á Kauphöllina í byrjun næsta árs

Bláa lónið, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, vinnur nú að undirbúningi að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað sem það áformar að geti orðið að veruleika á fyrri hluta næsta árs. Tvö innlend fjármálafyrirtæki hafa verið fengin sem ráðgjafar Bláa lónsins við skráningarferlið þar sem til stendur að bjóða hluti í félaginu til sölu. Fyrirtækið var verðmetið á um 60 milljarða í síðustu stóru viðskiptum með bréf í félaginu fyrir meira en ári.

Innherji

Birting af­komu­við­varana

Það er hvorki markaðinum í heild né fjárfestum til framdráttar að birta afkomuviðvaranir vegna hvers konar minniháttar frávika. Til að auðvelda þetta mat og koma á samræmdri framkvæmd væri ekki úr vegi að skráð félög innleiddu vandað innra verklag í tengslum við vinnslu fjárhagsupplýsinga, birtingu uppgjöra, gerð afkomuspáa og við hvaða mörk skuli miða þegar afstaða er tekin til birtingu afkomuviðvarana.

Umræðan

Borgin komin í „snúna stöðu“ og getur ekki reitt sig á viðsnúning í hagkerfinu

Hlutfall launakostnaðar A-hluta Reykjavíkurborgar hefur farið stigvaxandi á undanförnum árum og verður 89 prósent í ár af samanlögðum útsvars- og Jöfnunarsjóðs tekjum. Hagfræðingur segir að launahlutfall Reykjavíkurborgar hafi hækkað hraðar en almennt á sveitarstjórnastiginu og ljóst sé að veltufé frá rekstri, sem hefur minnkað hratt síðustu ár, muni ekki duga fyrir afborgunum langtímalána og lífeyrisskuldbindinga í ár og fyrr en árið 2025.

Innherji

Seldi gjaldeyri til að stemma stigu við gengisveikingu krónunnar

Seðlabanki Íslands beitti inngripum á gjaldeyrismarkaði undir lok síðustu viku til að vega á móti stöðugri gengisveikingu krónunnar að undanförnu. Þetta var í fyrsta sinn sem Seðlabankinn greip inn á markaði frá því um miðjan september en veiking krónunnar gerir bankanum erfiðara um vik að ná niður verðbólgunni.

Innherji

Kvika fyllir í skarð Fannars sem fer til Akta sjóða

Mikið er um mannabreytingar í fjármálageiranum um þessar mundir. Kvika hefur þannig brugðist við brotthvarfi Fannars Arnar Arnarssonar, sem hefur verið í eigin viðskiptum bankans síðustu ár, en hann er búinn að ráða sig yfir til Akta sjóða.

Klinkið

Merki um að heimilin séu að snúa aftur í verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóða

Ný verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna voru nánast jafn mikil og upp- og umframgreiðslur þeirra í september en sjóðsfélagar höfðu áður greitt upp slík lán samfellt frá því á vormánuðum ársins 2020. Er þessi viðsnúningur í samræmi við þá útlánaþróun sem hefur sést hjá bönkunum á allra síðustu mánuðum samtímis hækkandi vaxtastigi en Seðlabankastjóri hefur sagst hafa áhyggjur af því að heimilin færi sig aftur yfir í verðtryggð lán.

Innherji

Eru hlut­a­bréf verð­tryggð?

Verðbólga hefur mjög mismunandi áhrif á virði hlutabréfa. Þó hlutabréf séu ekki beintengd við vísitölu neysluverðs líkt og verðtryggð skuldabréf þá hefur hófleg verðbólga sem slík ekki bein neikvæð áhrif á virði hlutabréfa.

Umræðan

Nýtt tækifæri fyrir unga frumkvöðla

Í sumar var tilkynnt um stofnun Leitar Capital Partners. Félagið er rekur sérhæfðra sjóði sem mun leggja áherslu á að tengja saman efnilega einstaklinga við fjármagn og þekkingu, með það markmið að kaupa lítið eða meðalstórt fyrirtæki.

Innherji

Of fáar gulrætur í loftslags- og sjálfbærnimálum

Aðgerðir á sviði sjálfbærni geta verið kostnaðarsamar og umfangsmiklar og því getur verið krefjandi fyrir stjórnendur og stjórnir fyrirtækja að réttlæta dýrar fjárfestingar í tækni, innviðum, byggingum og breytingum á starfsemi sem bera með sér óljósan fjárhagslegan ávinning, að minnsta kosti til skemmri tíma. Því vaknar upp sú spurning hvort það sé ekki íslenska ríkinu í hag að bjóða upp „gulrætur“ í formi hvata til að koma á móts við áskoranir fyrirtækja á þessu sviði?

Umræðan

Ó­sátt­ur við að þurf­a sí­fellt að birt­a af­kom­u­við­var­an­ir eft­ir dóm Hæst­a­rétt­ar

Forstjóri Eimskips er ósáttur með að þurfa gefa stanslaust út afkomuviðvaranir örfáum fyrir vikum birtingu uppgjöra. „Margir klóra sér í kollinum yfir þessu,“ sagði hann. Fyrirtækið hafi brugðist við með þeim hætti eftir dóm Hæstaréttar. „Okkur þykir það ekki skemmtilegt,“ sagði Vilhem Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. Rætt verði við Fjármálaeftirlitið til að fá nánari leiðbeiningar um hvernig haga eigi málum.

Innherji

Tek­ur Árni við af Árna?

Þeir sem eru öllum hnútum kunnugir í íslensku atvinnulífi hafa litið svo á að Árni Sigurðsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga hjá Marel, væri líklegastur til að taka við forstjórastólnum þegar Árni Oddur Þórðarson myndi vilja beina kröftum sínum annað.

Klinkið

Stór stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni

Íslensk fyrirtæki eru nokkuð á eftir því sem gengur og gerist annars staðar þegar kemur að upplýsingagjöf í sjálfbærni. Fyrirtækjanna bíður fjöldi tækifæri til að taka sjálfbærnimálin fastari tökum og vera tilbúin fyrir það sem koma skal bæði í löggjöf og almennt í samræmi við auknar kröfur sem almenningur, neytendur og fjárfestar gera til sjálfbærnimála fyrirtækja.

Umræðan