Innherji

Íslensk öryggismál ekki á neinum tímamótum vegna Úkraínustríðsins

Vegna Úkraínustríðsins hafa dúkkað upp skoðanir um að þess vegna þurfi að hyggja að nýju að hernaðarlegu öryggi Íslands. Umræða um öryggismál er af hinu góða en þarf að byggja á réttum forsendum. Þá kann hún að valda fólki óþörfu áhyggjum með tali um ógn við Ísland í tengslum við innrásina í Úkraínu og harmleikinn þar.

Umræðan

Bankið í ofninum: Kaktus, bráðamóttaka og biðraðir

Óhöppin gera ekki boð á undan sér. Vinur minn fór ekki varhluta af því í hjólaferð til Kanarí. Hann var svona líka spriklandi kátur yfir því að komast í sólina og hitann, en ekki vildi betur til en hann hjólaði utan í kaktus. Það ku víst glettilega algengt þarna úti. Alls ekki notaleg lífsreynsla.

Frítíminn

Ásgeir segir framboð, ekki vaxtalækkanir, rót vandans á íbúðamarkaði

Verðhækkanir á fasteignamarkaði má fyrst og fremst rekja til framboðsskorts á húsnæði frekar en peningastefnu Seðlabanka Íslands. Þetta kom fram í máli Ásgeir Jónssonar seðlabankastjóra á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær þar sem hann var spurður um fasteignamarkaðinn og samhengi hans við peningastefnu bankans.

Innherji

Skyldur stjórnenda hlutafélaga og krafan um sjálfbærni

Hluthafar hafa mikla hagsmuni af því að félögin stuðli að sjálfbærni í rekstri, enda getur það aukið lífvænleika félaganna og framtíðartekjumöguleika þeirra. Ekki fæst séð að það sé nauðsynlegt að beintengja trúnaðarskyldu stjórnenda við sjálfbærnisjónarmið enda sé það nú þegar hluti af hagsmunum félagsins.

Umræðan

Gunnar og Þórarinn nýir eigendur Hótel Flateyjar

Félag í eigu viðskiptafélaganna Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, sem eru meðal annars eigendur fasteignasölunnar RE/MAX á Íslandi, hefur fest kaup á hótel Flatey á Breiðafirði. Þetta herma heimildir Innherja.

Klinkið

Seðlabankastjóri: Ekki ólíklegt að stríðið hafi dómínóáhrif eins og farsóttin

Ísland verður ekki fyrir jafn beinum efnahagsáhrifum af Úkraínustríðinu og aðrar Evrópuþjóðir að sögn Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. Hann óttast þó áhrif olíuverðshækkana á íslenska ferðaþjónustu og ófyrirséð dómínóáhrif sem stríðið gæti hrundið af stað. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóri á fundi með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun.

Innherji

Norski olíusjóðurinn með meira en 30 milljarða undir á Íslandi

Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heiminum, jók talsvert við verðbréfaeign sína á Íslandi á síðasta ári. Eignir sjóðsins, sem eru einkum skuldabréf á ríkissjóð og íslensk félög, námu samtals 246 milljónum Bandaríkjadala í árslok 2021, jafnvirði um 32 milljarða króna, og hefur verðbréfaeign olíusjóðsins ekki verið meiri hér á landi í liðlega fimmtán ár.

Innherji

Tvísýnt er um útflutning á íslenskri sjávarútvegstækni til Rússlands

Íslensk tæknifyrirtæki, sem sérhæfa sig í sjávarútvegi og hafa landað verðmætum samningum við rússnesk sjávarútvegsfyrirtæki um aðkomu að nýsmíði fiskveiðiskipa, geta hvorki sent tæknibúnað til Rússlands né átt von á greiðslu fyrir búnaðinn. Þetta segir Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine.

Innherji

Innrásin í Úkraínu hefur víðtæk áhrif á hrávörumarkaði

Áhrifin sem innrás Rússa í Úkraínu hefur á hrávörumarkaði eru víðtæk og einkennast af töluverðri óvissu sem endurspeglast í miklum sveiflum. Þetta segir Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, en hann var áður yfir afleiðubók hráolíu hjá fjárfestingabankanum Morgan Stanley.

Innherji

Verði af sigri Þórdísar Jónu gæti Dagur lent í klandri

Lokað verður fyrir nýskráningar vegna fyrsta prófkjörs Viðreisnar í Reykjavík á miðnætti í dag. Óhætt er að segja að mótframboð Þórdísar Sigurðardóttur hafi hleypt lífi í baráttuna og keppast frambjóðendur við að tryggja sér atkvæði flokksmanna í höfuðborginni.

Klinkið

Þórey ráðin fjármálastjóri VAXA

Þórey G. Guðmundsdóttir, sem starfaði áður um árabil sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Bláa lónsins, hefur verið ráðin fjármálastjóri hjá hátæknigróðurhúsinu VAXA. Mun hún taka við starfinu innan fárra vikna.

Klinkið

Ragnheiður hættir sem forstjóri Opinna Kerfa

Ragnheiður Harðar Harðardóttir, sem hefur stýrt Opnum Kerfum undanfarin þrjú ár, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri upplýsingatæknifyrirtækisins. Áður en hún tók við sem forstjóri félagsins árið 2019 hafði hún verið fjármálastjóri Opinna Kerfa.

Innherji

„Hvað verður um afgreiðslustúlkurnar?“

Kostulegt er að rifja upp rök þeirra sem hæst töluðu gegn lögleiðingu bjórs hér á landi. Bjórinn var meðal annars ekki einkamál eiginmanna því bjórvömbin yrði líka vandamál eiginkvenna og unglingum yrði umsvifalaust drekkt í óreglu. Þjóðin stóð á barmi hengiflugs.

Umræðan

Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir

Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað.

Innherji

Vægi erlendra eigna stóru sjóðanna hélt enn að aukast þótt krónan hafi styrkst

Hlutfall erlendra eigna tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins, sem eru með eignir upp á samanlagt meira en 2.500 milljarða króna, jókst enn frekar á árinu 2021. Á fjórum árum hefur hlutfallslegt vægi slíkra eigna hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóði verslunarmanna (LIVE) hækkað um eða yfir 40 prósent og færst stöðugt nær lögbundnu hámarki sem kveður á um að erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða megi ekki vera meiri en sem nemur helmingi af heildareignum þeirra.

Innherji

Innrás Rússa setur strik í reikning Síldarvinnslunnar

Síldarvinnslan er með útistandandi viðskiptakröfur í Úkraínu upp á 1,1 milljarð króna og hafði áformað að selja töluvert magn af loðnu inn á markaðinn áður en fréttir bárust af innrás Rússlands. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Síldarvinnslan sendi til Kauphallarinnar.

Innherji