Jól

Pottaskefill kom til byggða í nótt

Pottasskefill er fimmti jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann hirti skítuga pottana úr eldhúsinu og skóf þá að innan með puttunum. Þá þurfti ekki að þvo þá.

Jól

Borðuðu jóla­matinn klukkan níu gjör­sam­lega búin á því

Þingstörfin setja sinn svip á jólamánuðinn hjá Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún vonast þó til þess að ná að fara á nokkra jólatónleika, þá sérstaklega tónleika sona hennar. Hún er vanaföst þegar kemur að jólunum og setur jólaskrautið alltaf á nákvæmlega sama stað. Katrín er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól

Jóla­daga­tal Vísis: At­riði sem lífgar pott­þétt upp á jóla­boðið

15.desember er runninn upp. Þessi fimmtudagsmorgun var óneitanlega í kaldari kantinum enda sannkölluð kuldatíð gengin í garð. Það þýðir þó ekki að við ætlum að láta deiga síga í Jóladagatali Vísis heldur þvert á móti. Lag dagsins er hin ódauðlega aría Nessun Dorma í stórkostlegum flutningi Kristjáns Jóhannssonar.

Jól

„Jólin hafa ekki alltaf verið auð­veld“

Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, elskar jólin en er ekki of upptekinn af hefðum. Hann heldur þó mikið upp á möndlugrautinn og er hann tilbúinn að beita brögðum til þess að næla sér í möndluna. Gústi er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól

Jóladagatal Vísis: Skólarappið sem verður aldrei þreytt

Lag dagsins er mögulega ekki sérstaklega jólalegt, en það er allt í lagi því það hefur svo margt annað sem vegur upp á móti því. Það er varla til sá Íslendingur sem ekki hefur á einhverjum tímapunkti dillað sér við þetta lag, hið eina sanna Skólarapp.

Jól

„Ég vil alltaf meira skraut, fleiri ljós, fleiri gjafir, meira stuð“

Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason hefur kætt íslensk börn í rúmlega tuttugu og fimm ár. Hann er hvergi nær hættur, því þessa dagana eru hann og Felix með jólasýningu í Gaflaraleikhúsinu. Auk þess hefur Gunnar gefið út hverja metnaðarfullu barnabókina á fætur annarri og nefnist nýjasta bók hans Bannað að ljúga. Gunni er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól

Ó­hefð­bundin jól í Chile: „Vorum því­líkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“

Tónlistarkonan og fasteignasalinn Hera Björk Þórhallsdóttir segist vera jólaálfur allt árið um kring. Hún er þó ekki sérstaklega formföst þegar kemur að jólunum. Hún borðar til að mynda ekki alltaf sama matinn á aðfangadag og hefur eytt jólunum bæði á Kanaríeyjum og í Chile. Hún segir samveruna með fjölskyldunni vera það eina sem skiptir máli. Hera Björk er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól

Jóla­lestin fer sinn ár­lega hring í dag

Jólalest Coca-Cola leggur af stað klukkan 17 í dag. Lestin er á leiðinni í sinn 27. hring um höfuðborgarsvæðið en hægt verður að fylgjast með hvar hún er í rauntíma í gegnum nýja vefsíðu. 

Jól

Sex hundruð Úkraínu­menn á jóla­balli í Vestur­bænum

Úkraínskt og íslenskt jólaball verður haldið í samfélagshúsi fyrir flóttamenn frá Úkraínu í dag. Von er á um sex hundruð manns í hangikjöt og annan jólamat. Talsmaður samtakanna sem skipuleggur ballið þakkar Íslendingum fyrir velvild í garð flóttamanna.

Jól

Ís­lenskt jólasveinapöbbarölt að banda­rískri fyrir­mynd: „Þetta er ein af þessum helgum sem þú gleymir aldrei“

Fullorðnir jólaáhugamenn landsins safnast saman næsta laugardag þegar svokallað jólapöbbarölt fer fram í miðbæ Reykjavíkur. Á pöbbaröltinu, eða SantaCon eins og það er iðulega kallað í Bandaríkjunum, er fólk hvatt til að mæta klætt sem jólasveinn. Þar sem Íslendingar státa þrettán mismunandi jólasveinum þá á skipuleggjandi viðburðarins von á mikilli stemningu. 

Jól

Íslensku tröllin í aðalhlutverki í nýrri ævintýramynd

Í nýrri stiklu fyrir fjölskyldu- og ævintýramyndina Jólamóðir eru kynntir til leiks landsþekkir karakterar og þjóðargersemi, íslensku tröllin. Um leikstjórn sá hinn 27 ára gamli Jakobs Hákonarsonar, sem spreytir sig á stóra tjaldinu í fyrsta skiptið.

Jól

Fékk verstu jóla­gjöfina frá al­heiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í al­gjöru móki“

Leik- og söngkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir var mikið jólabarn á sínum yngri árum. Hún hefur þó róast töluvert með árunum og segist vera sátt ef hún nær að setja aðventukransinn upp fyrir jól. Hið sanna hátíðarskap hellist þó alltaf yfir Þórdísi á Þorláksmessu þegar faðir hennar dregur hana í búðir til þess að finna jólagjöf handa móður hennar. Þórdís er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól

Halda jóla­ball fyrir úkraínsk börn og óska eftir gjöfum

Samtökin Flotta Fólk sem hafa rekið viðamikla starfsemi í þágu Úkraínskra flóttamanna, halda jólaball fyrir Úkraínsk börn í næstkomandi laugardag. Samtökin bjóða þeim sem vilja gefa barni gjöf, að skila innpakkaðri gjöf í úthlutunarmiðstöð þeirra að Neskirkju milli klukkan17:30 og 19:30 í dag eða á Aflagranda 40 á morgun á milli klukkan 11-12:00.

Jól

Táraðist yfir jóla­gjöfinni frá eigin­manninum

Það er óhætt að segja að það sé brjálað að gera hjá tónlistarkonunni Margréti Eir í aðdraganda jólanna. Fyrir utan það að vera að fara syngja á hinum ýmsu jólatónleikum, þá ætlar hún sér að baka yfir sex sortir af smákökum fyrir jólin. En það er einmitt baksturinn sem hringir inn jólin fyrir Margréti. Margrét Eir er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól

Ó­farir á jóla­dags­nótt: „Hann nær í nál og tvinna og saumar nokkur spor í rassinn á mér“

Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir hefur aldrei verið jólabarn. Þegar hún var yngri sagðist hún hata jólin og í dag segist hún vera með bráðaofnæmi fyrir bæði jólalögum og jólamyndum. Hún kann þó vel að meta sörur móður sinnar og nýtur tímans með fjölskyldunni. Katrín Edda er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól