Jól

Dóna­legur pakki gerði Ást­rós vand­ræða­lega á að­fanga­dags­kvöld

Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól

Hrekkj­óttir álfar valda usla á ís­lenskum heimilum

Sífellt fleiri íslensk heimili taka að sér álfa í aðdraganda jóla. Þetta eru engir venjulegir álfar heldur sérstakir aðstoðarmenn jólasveinsins, oft nefndir hrekkjaálfar. Þeir eru einnig þekktir sem „álfar á hillu“ eða „elf on a shelf“.

Jól

Fimm góð ráð til þess að draga úr jóla­stressi og kvíða hjá börnum

„Hátíðirnar eru rosalega skemmtilegur tími en hann getur líka verið rosalega annasamur. Þá er mjög vert að huga að því að streita og kvíði geta farið að einkenna börnin okkar,“ segir Ásgerður Guðmundsdóttir hjá Vinnuheilsu. Ásgerður var gestur Óskar Gunnars á FM957 þar sem hún fór yfir það hvernig draga mætti úr stressi og kvíða barna yfir hátíðirnar.

Jól

Gera geggjuð fjöl­skyldu­jóla­kort: „Ekki einu sinni mamma veit neitt“

„Það eru allir alla leið í þessu. Eða „all in“ eins og maður segir. Krakkarnir meira að segja pressa á okkur hvenær við ráðumst í þetta. Tengdabörn eru með. Vinir og vandamenn spyrja hvað megi búast við með næsta jólakorti,“ segja hjónin Lóa Dís Finnsdóttir og Torfi Agnarsson um fjölskyldujólakortin sem send hafa verið út síðustu árin og vægast sagt vekja athygli.

Jól

Pallíettur, pils og Pea­ky Blinders ein­kenna jóla­tískuna í ár

Í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu og jólatónleikar, jólahlaðborð, jólaboð og hinir ýmsu viðburðir því á næsta leyti. Það er því ekki seinna vænna að byrja huga að því hverju skal klæðast yfir hátíðirnar. Vísir ræddi við Evu Birnu Ormslev, eina fremstu tískudrottningu landsins, um hvað verður heitast í jólatískunni í ár.

Jól

Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís

Jóladagatöl koma í öllum stærðum og gerðum. Eitt eiga þau öll sameiginlegt og það er að þau veita unað á einn hátt eða annan. Hér að neðan má sjá nokkrar vinsælar hugmyndir af dagatölum fyrir fullorðna sem fást á Íslandi til þess að auðvelda biðina í desember fram að jólum.

Jól

Fyrsta jóla­lag Helga Björns í yfir 25 ár

Gleðipinninn Helgi Björnsson er löngu orðinn fastagestur í útvarpstækjum landsmanna hver einustu jól. Helgi hafði hins vegar ekki gefið út nýtt jólalag síðan hann gaf út lagið ódauðlega Ef ég nenni. Nú yfir 25 árum síðar sendir Helgi frá sér glænýtt jólalag, Gjöf merkt þér.

Jól

Ólíkar nálganir á hið alræmda jólastress

Systkinin Álfgrímur og Þorgerður Ása voru að gefa út nýtt jólalagið sem ber nafnið „Jólin eru tíminn“. Það er greinilegt að jólaandinn lifir í þessum söngelsku systkinum þar sem þetta er í annað sinn sem þau gefa út jólalag saman.

Jól

Fær ekki að vera hin eina sanna „drottning jólanna“ þrátt fyrir allt

Söngkonan Mariah Carey hefur oft verið kölluð drottning jólanna enda jólalög hennar órjúfanlegur hluti af jólahaldi margra. Carey hafði óskað eftir því að titillinn yrði skráður sem vörumerki í hennar eigu. Í vikunni fékkst sú niðurstaða í málið að Carey fengi ekki einkaleyfi fyrir vörumerkinu og má því hver sem er kalla sig „drottningu jólanna“.

Jól

Leita að jólagjöf ársins

RSV (Rannsóknasetur Verslunarinnar) leitar eftir tillögum að jólagjöf ársins. Jogginggalli var valin gjöf ársins í fyrra. Þá verður fróðlegt að sjá hvort neytendur og verslanaeigendur séu sammála viðskiptavinum Elko sem völdu loftsteikingapott sem vinsælustu gjöfina í ár. 

Jól

Tæp­lega hundrað ís­lenskir jóla­bjórar mættir til leiks

Bjórþyrstir Íslendingar eru líklega sérlega kátir þessa stundina, þar sem sala á jólabjór hófst í verslunum ÁTVR í dag. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þar sem tæplega hundrað tegundir eru í boði. Þar af eru íslensku bjórarnir í miklum meirihluta eða 91. 

Jól