Körfubolti

Grát­legt tap í framlengdum leik

Styrmir Snær Þrastarson og félagar hans í Belfius Mons máttu þola grátlegt þriggja stiga tap gegn Den Helder í sameiginlegri deild Belgíu og Hollands í körfubolta í kvöld.

Körfubolti

Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum

Devin Booker var ekki valinn til að taka þátt í stjörnuleik NBA deildarinnar. Hann telur tímabært að stækka stjörnuleikinn þannig að bæði stjörnuliðin megi hafa fimmtán leikmenn, líkt og liðum í deildinni hefur verið leyft undanfarin fjögur tímabil.

Körfubolti

Búbbluhausinn verður í banni

Isaiah Stewart hefur verið dæmdur í eins leiks bann, án launa, í NBA deildinni eftir að hafa safnað upp sex óíþróttamannslegum villum á sig á tímabilinu. Hann mun taka bannið út í kvöld, á sama tíma og Detroit Pistons mun gefa búbbluhaus í hans mynd.

Körfubolti

Stólarnir svara með bombu á loka­degi gluggans

Tindastóll hefur tryggt sér krafta gríska landsliðsmannsins Dimitris Agravanis. Óhætt er að segja að um gríðarlegan liðsstyrk sé að ræða og afar áhugaverða viðbót við leikmannaflóruna í Bónus-deildinni í körfubolta.

Körfubolti

„Sem betur fer spilum við innan­húss”

Álftanes mætti í Breiðholtið í kvöld þar sem þeir mættu ÍR í Bónus deild karla. Álftanes vann leikinn 75-94 en þrátt fyrir 19 stiga mun var leikurinn gríðarlega jafn lengi vel. Justin James leikmaður Álftanes átti stórleik þar sem hann gerði 34 stig, fimm fráköst og níu stoðsendingar.

Körfubolti