Körfubolti

Vilborg: Viljum vera þarna uppi

„Við erum bara mjög sáttar. Eftir misgóða byrjun náðum við að koma þessu saman í seinni hálfleik og landa þessum sigri sem er bara geggjað,“ sagði Vilborg Jónsdóttir fyrirliði Njarðvíkur eftir sigur liðsins gegn Grindavík í Subway-deildinni í körfuknattleik.

Körfubolti

„Ekki uppáhalds gæi sem ég hef spilað með“

Björn Kristjánsson, leikmaður KR, var til tals í hlaðvarpinu Undir Körfunni sem kom út núna í morgun. Björn fer um víðan völl í viðtalinu en kemur meðal annars inn á brotthvarf Shawn Glover frá KR en Glover yfirgaf félagið rétt fyrir áramót.

Körfubolti

Sara skoraði 13 í stóru tapi

Sara Rún Hinriksdóttir og stöllur hennar í Phoenix Constanta máttu þola sitt fyrsta tap í rúman mánuð er liðið tók á móti Sepsi í rúmensku deildinni í körfubolta í dag, 83-64.

Körfubolti

Turner III: Það er blessun að vera hérna og fá að taka þátt í baráttunni

Robert Eugene Turner III átti rosalega góðan leik fyrir Stjörnumenn sem lögðu Keflvíkinga að velli í 13. umferð Subway deildar karla fyrir í kvöld. Lokatölur voru 98-95 eftir framlengdan og kaflaskiptan leik. Turner III skoraði 42 stig fyrir sína menn, náði í 15 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þetta skilar 50 framlagspunktum og það verður að teljast hrikalega góð frammistaða.

Körfubolti

„Við þurfum að geta slegist í 40 mínútur“

Dúi Þór Jónsson, leikmaður Þór Akureyri, var svekktur með 35 stiga tap gegn Njarðvík í kvöld. Dúi var sérstaklega óánægður með síðari hálfleikinn hjá sínum mönnum, en það munaði bara fimm stigum á liðunum í hálfleik.

Körfubolti