Körfubolti

Martin átti stóran þátt í sigri Valencia

Martin Hermannsson hjálpaði Valencia að vinna sex stiga útisigur á Ulm í Evrópubikarnum í körfubolta í kvöld, lokatölur 70-76. Þá lék Jón Axel Guðmundsson í stóru tapi Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni.

Körfubolti

Baldur: Allt Sauðárkrókssamfélagið þarf bara að halda haus

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var fyrst og fremst ánægður með að lið hans væri aftur farið að spila körfubolta eftir 25 daga frí vegna covid-smita innan liðsins eftir að lið hans hafði sigur á Þór Akureyri, 91-103, í Höllinni á Akureyri í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Stólarnir settu í fluggírinn í fjórða leikhluta og kláruðu leikinn fagmannlega.

Körfubolti

Klay Thompson spilar í kvöld

Það eru liðnir 942 dagar síðan Klay Thompson spilaði síðast körfuboltaleik. Níuhundruð fjörutíu og tveir dagar. Allt bendir til þess að nú sé stóri dagurinn runninn upp.

Körfubolti

Næstu tveimur leikjum KR frestað

Leik Breiðabliks og KR í Subway-deild karla í körfubolta hefur verið frestað vegna sóttkvíar og einangrunar leikmanna. Þá hefur fjórum öðrum leikjum verið frestað af sömu ástæðu.

Körfubolti

„Ég get gert mun betur“

Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur, var ánægður með níu stiga sigur á Vestra í kvöld en hugur hans var þó aðallega á þá hluti sem liðið getur bætt sig í.

Körfubolti

Dallas heiðrar Dirk í kvöld

Þetta er sérstakt kvöld í sögu NBA-liðsins Dallas Mavericks og fyrir besta leikmanninn í sögu félagsins. Treyja Þjóðverjans Dirk Nowitzki fer þá upp í rjáfur.

Körfubolti