Lífið

Rikki G á stór­af­mæli: „Ég er bara að fara að grenja“

Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Rikki G á stórafmæli í dag. Hann er fertugur í dag og kollegi hans Egill Ploder kom honum heldur betur á óvart í Brennslunni á FM957 í morgun. Hann fékk Karlakórinn Esju til að koma Rikka á óvart með afmælissöng og átti afmælisbarnið erfitt með að halda eftir tárunum að því loknu.

Lífið

Eftir­minni­legast að hitta Loreen

„Að fræða sig betur um hvað fegurðasamkeppnir standa í raun fyrir, þetta er um að vaxa sem manneskja, hafa jákvæð áhrif og gott málefni sem þú stendur fyrir, fólk er mismunandi og við viljum fagna því,“ segir Dimmey Rós Lúðvíksdóttir, keppandi í Ungfrú Ísland, aðspurð hvað hún vilji segja við þá sem líta keppnina neikvæðum augum.

Lífið

Tugtaður til í kaþólskum einka­skóla

Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari segir að tíminn sem hann hafi varið í Bandaríkjunum, þar sem hann nam meðal annars við kaþólskan einkaskóla hafi haft mikil áhrif á hann. Brynjar fermdist aldrei en er trúaður í dag. Þá gerði hann eitt sinn lítið úr breska knattspyrnuþjálfaranum Sam Allardyce, allt fyrir helberan misskilning.

Lífið

Stórafmælið hefur af­leiðingar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er fimmtugur í dag. Hann segir það hafa afleiðingar, því nú er hann á leið í smá frí og tekur varaþingmaður sæti hans á þingi á meðan. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvert hann ætli, finnst þetta undarleg tímamót en segir að nú gefist sér tími í bókaskrif.

Lífið

Fimm konur í dóm­nefnd Ung­frú Ís­land

Þann 3. apríl næstkomandi keppast tuttugu stúlkur á aldrinum 18 til 36 ára um titilinn Ungfrú Ísland 2025. Keppnin fer fram í Gamla Bíói og er dómnefnd skipuð fimm konum með ólíkan bakgrunn.

Lífið

Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina

Fyrirsætan Gigi Hadid hefur hingað til haldið ástarlífi sínu utan sviðsljóssins, en í nýju forsíðuviðtali við tímaritið Vogue ræðir hún nú í fyrsta sinn opinberlega um kærasta sinn, leikarann Bradley Cooper.

Lífið

Bóndinn Sig­ríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum

Þættirnir Spurningasprettur fóru í loftið á Stöð 2 um síðustu helgi, nánar tiltekið á laugardagskvöldinu en um er að ræða skemmtilegan spurningaþátt þar sem keppandi svarar valflokkaspurningum og getur unnið sér inn allt að þrjár milljónir svari hann öllum spurningunum rétt.

Lífið

Björgunar­sveitin kom Kötlu til bjargar

„Ég hef brennandi áhuga á Íslandi og hef alltaf langað að keppa fyrir hönd Íslands og auðvitað að upplifa keppnina sjálfa, “segir Katla María Riley, aðspurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.

Lífið

Með engan á­huga á kyn­lífi og vill ekki ræða það

Spurning barst frá lesanda: „Sambýlismaðurinn minn hefur hvorki áhuga á kynlífi, snertingu né kossum. Hann sefur ekki í sama rúmi og ég. Hann vill ekki ræða þetta. Engin börn á heimilinu sem gætu haft áhrif. Mig langar að leita annað eftir kynlífi og hef aðeins orðað það en ekki tekið ákvörðun. Er þetta algengt hjá körlum sem komnir eru á miðjan aldur? Ég er oft að bugast en geymi þetta aðeins með sjálfri mér.“ - 53 ára kona.

Lífið

Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verð­launa­fé

Rúrik Gíslason gerði sér lítið fyrir og sótti sigur í enn einum raunveruleikaþættinum í Þýskalandi sem nýverið var sýndur í sjónvarpi. Rúrik ræddi sigurinn í Brennslunni en þar kom fram að verðlaunaféið hafi ekki verið af verri endanum, um 14,7 milljónir króna, þó Rúrik hafi lítið velt sér upp úr því. Hann fer nú með aðalhlutverk í bíómynd sem situr pikkföst á toppnum í Þýskalandi.

Lífið

Ástin blómstrar hjá Steinunni

Leik- og fjölmiðlakonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur fundið ástina í örmum Gunnars Gylfasonar framkvæmdastjóra. Parið hefur verið að hittast undanfarið og virðist lífið leika við þau.

Lífið

Endur­nýjuðu heitin að rúss­neskum sið

Ragnar Sigurðsson, knattspyrnumaður, og eiginkona hans, Elena Bach, endurnýjuðu heitin með glæsilegri brúðkaupsveislu í Rússlandi í byrjun desember síðastliðnum. Hjónin gengu í hjónaband í október 2020. Ragnar og Elena birtu óséðar myndir frá deginum á Instagram.

Lífið

Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest

„Ég er opin, jákvæð og forvitin um heiminn. Ég tek þátt í þessari keppni með metnað, hjartahlýju og mikla löngun til að vaxa og læra. Ég elska að kynnast nýju fólki og finn alltaf leið til að hafa gaman, sama hvað ég er að gera,“ segir Erla Talía Einarsdóttir keppandi í Ungfrú Ísland, aðspurð um hvað greini hana frá öðrum keppendum.

Lífið

Selur í­búðina og flytur til Eyja

Íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir hefur sett íbúð sína við Hvassaleiti 30 í Reykjavík á sölu og sagt starfi sínu lausu á Stöð 2. Sem einstæð móðir lítillar stúlku hefur hún ákveðið að flytja til Vestmannaeyja, þar sem fjölskylda hennar býr.

Lífið

Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt

Bandaríska kvikmyndastjarnan George Clooney er búinn að lita á sér hárið. Silfurgráa hárið sem einkennt hefur leikarann er horfið en þess í stað hefur hann litað hár sitt brúnt. Aðdáendur þurfa þó ekki að örvænta þar sem liturinn er einungis til bráðabirgða og er tilkominn vegna hlutverks sem hann fer brátt með á Broadway.

Lífið

Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum

Aron Mola lá ekki á skoðunum sínum þegar honum var gert að viðra eina óvinsæla skoðun, segja frá því hvaða samsæriskenningu hann trúir á og nefna eina ofmetna hljómsveit í Brennslunni á FM957 í morgun. Hann segist trúa á samsæriskenninguna um Illuminati, segist telja að börn megi borða hor og gefur lítið fyrir strákasveitina One Direction.

Lífið

Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa

Liðin vika var með eindæmum viðburðarrík hjá íslensku stjörnunum. Skemmtanalífið var upp á sitt allra besta um helgina með fjöldanum öllum af árshátíðum og öðrum líflegum viðburðum. Þá voru myndir frá ferðalögum erlendis áberandi og virðast Íslendingar æstir í að ná nokkrum sólargeislum inn áður en vorið bankar á dyrnar, hvort sem það er á suðrænum slóðum eða á skíðum.

Lífið

Tap­sár Måns svarar gagn­rýn­endum fullum hálsi

Måns Zelmerlöw var ekki sáttur eftir að hafa þurft að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen, undankeppni Svíþjóðar fyrir Eurovision um helgina þar sem gríngrúppan Kaj kom, sá og sigraði. Söngvarinn var harðorður eftir tapið og bætti svo um betur í dag og lét gagnrýnendur sína heyra það í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið

Ung­frú Ís­land snýst ekki um fal­legustu stelpuna

„Þegar ég keppti í Ungfrú Ísland í fyrsta skipti á síðasta ári var ég mjög kvíðin yfir því að stíga fram með gervifót. Ég geng örlítið öðruvísi og fannst hugmyndin um að ganga á sviði í bikiní ógnvekjandi. Sekúndubroti áður en ég steig inn á sviðið var ég viss um að ég myndi kikna í hnjánum,“ segir hin nítján ára Matthildur Emma Sigurðardóttir spurð um stærstu áskorunina sem hún hefur tekist á við í lífinu.

Lífið