Menning

Úr Maus yfir í eldgamla sálma

Páll Ragnar Pálsson varð doktor í tónsmíðum við tónlistar- og leiklistarakademíuna í Eistlandi 15. þessa mánaðar. Ritgerð hans fjallaði um handrit frá 17. öld með nótum og sálmum séra Ólafs Jónssonar á Söndum í Dýrafirði sem uppi var á árunum 1560-1627.

Menning

Upphefð að fá að spila með Philip Glass

Víkingur Heiðar leikur ásamt Maki Namekawa með hinum heimsþekkta píanóleikara Philip Glass sem frumflytur eigin etýður í Hörpu á morgun. Viðburðurinn er í tónleikaröðinni Heimspíanistar í Hörpu.

Menning

Það kvað vera fallegt í Sotsjí

Illugi Jökulsson ergir sig yfir því að íslenskir ráðherrar skuli ætla að heiðra Pútin Rússlandsforseta með því að mæta á Vetrarólympíuleikana hans í Sotsjí. Og komst að því að staðurinn sjálfur á sér sorglega sögu.

Menning

Gerði styttu af eigin líkama

Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir myndlistarkona bjó til klassíska höggmynd af líkama sínum og verður hún á sýningu í Nýlistasafninu sem verður opnuð 25 janúar.

Menning

Afmæli Verdis endurtekið

Fimm stjarna Verdi-sýning Óp-hópsins og Vonarstrætisleikhússins verður endurtekin í Salnum á morgun, föstudaginn 24. janúar. Þar er efnt til veislu í tilefni af 200 ára afmæli tónskáldsins.

Menning

Þetta er lítið og sætt ljóð um vongleði

Anton Helgi Jónsson skáld hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör, í árlegri ljóðasamkeppni Kópavogsbæjar, fyrir ljóð sitt: Horfurnar um miðja vikuna, sem þykir ort af snerpu og þrótti. Verðlaunin voru afhent í Salnum á þriðjudaginn. Um 300 ljóð bárust í keppnina að þessu sinni.

Menning

Davíðshús opið í kvöld

Heimili Davíðs Stefánssonar skálds á Bjarkarstíg 6 á Akureyri verður gestum til sýnis í kvöld milli klukkan átta og tíu þeim að kostnaðarlausu. Tilefnið er að hann hefði átt afmæli í dag, hann var fæddur 21. janúar 1895.

Menning

Elska í Reykjavík

Einleikurinn Elska eftir Jennýju Láru Arnórsdóttur verður sýndur klukkan 21 í kvöld og annað kvöld á Café Rósenberg á Klapparstíg 27 í Reykjavík.

Menning

Kunnáttan kom frá Danmörku

Á fræðslufundi Minja og sögu í Þjóðminjasafninu klukkan 17 á morgun ætlar Guðjón Friðriksson sagnfræðingur að ræða um Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands.

Menning

Víkingur og Brahms

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands lofar fræðandi og skemmtilegri stund með Víkingi Heiðari Ólafssyni í kvöld í Norðurljósasal Hörpu klukkan 20.

Menning

Er mannlífið slysagildra?

Slysagildran, nýtt leikrit eftir Steinunni Sigurðardóttur, verður flutt á Rás 1 á morgun klukkan 13. Það fjallar um heitt mál í samtímanum á sérstakan hátt.

Menning