Risastór menningarhátíð á Flateyri Listalífið á Flateyri iðar sem aldrei fyrr en næstkomandi laugardag hefst þar menningarhátíðin ListaVestrið. Fjöldi íslenskra kanóna koma að hátíðinni og má þar nefna Gabríelu Friðriksdóttur og Hrafnkel Sigurðsson. Menning 8.7.2025 10:18
Ofboðslega falleg berskjöldun „Fyrir mér þýðir þetta bara að ég sé að fylgja sjálfri mér og gera það sem ég elska að vera gera,“ segir fjöllistakonan Bryndís Magnúsdóttir sem var að opna sína fyrstu einkasýningu. Menning 7.7.2025 18:03
Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Nýjum listaverkum eftir þá Sigurð Árna Sigurðsson og Helga Má Kristinsson hefur verið komið upp við Center hótelið á Héðinsreit í Reykjavík. Menning 1.7.2025 13:42
„Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ „Það er svo auðvelt að láta streituna heltaka sig en listsköpunin er þvílík núvitund frá hversdagslega amstrinu,“ segir hönnuðurinn og listakonan Sunna Dögg Ásgeirsdóttir. Sunna hefur komið víða við í hinum skapandi heimi og sýnt verk sín víða utan landsteinanna en var að opna einkasýninguna Ilmur í tvívídd í Gallerí Gróttu. Menning 13.6.2025 07:02
Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Einar Björn Magnússon bóksali í Skáldu segir að sér hafi fyrir skömmu borist brúnn böggull merktan Skáldu. Þetta var dularfullur böggull, í var dularfull bók eftir afar dularfullan höfund. Öðru bókmenntafólki hefur borist samskonar böggull og nú velta menn því fyrir sér hvað sé að gerast? Menning 11.6.2025 14:04
Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Grímuverðlaunin voru veitt í 23. skiptið við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í kvöld. Flest verðlaun, eða þrenn, hlutu sýningarnar Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður. Menning 11.6.2025 00:05
Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri, mun leikstýra nýjum íslenskum söngleik sem byggir á Gunnlaugs sögu Ormstungu. Verkið verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins á næsta leikári og fjallar um hinn fræga ástarþríhyrning Gunnlaugs, Hrafns og Helgu hinnar fögru. Menning 10.6.2025 17:12
Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Skólastjóri Grunnskóla Reyðarfjarðar notaði íslenska gervigreindarforritið Viskubrunn til að finna ljóðlínur eftir skáldið Jón Örn Loðmfjörð. Jón Örn, betur þekktur sem Lommi, kannaðist hins vegar ekkert við ljóðlínurnar og virðist gervigreindin hafa skáldað fram textann. Menning 10.6.2025 14:48
Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Hin norska Eva Fretheim hlýtur Glerlykilinn, verðlaun fyrir bestu norrænu glæpasöguna, í ár fyrir glæpasögu sína Fuglekongen, eða Glókollinn. Menning 10.6.2025 08:00
Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega Það er í raun stórmerkilegt hvernig listamaður sem var jafn atkvæðamikill í íslensku menningarlífi á sínum tíma og Kristján H. Magnússon vissulega var, það er á fjórða áratug síðustu aldar, geti nánast og svo gott sem gleymst með öllu. Menning 8.6.2025 07:00
„Ekkert gengið að casha út á pabba“ Júlía Margrét Einarsdóttir var að senda frá sér sína þriðju skáldsögu sem heitir Dúkkuverksmiðjan. Blaðamaður áttar sig ekki á því hvort hann er að verða svona hrifnæmt gamalmenni eða hvað, en þessi bók er algjörlega glimrandi. Ég gef henni fimm stjörnur. Menning 7.6.2025 07:01
Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Hildur Guðnadóttir verður hátíðarlistamaður á Listahátíð í Reykjavík sumarið 2026. Á fjögurra daga hátíðinni verður ferill margverðlaunaða tónskáldsins og tónlistarkonunnar fagnað með þremur viðburðum með tónlist Hildar í fyrirrúmi. Menning 6.6.2025 15:51
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, fer fram í átjánda sinn um helgina. Alda Hrannardóttir sér um praktísku hlið hátíðarinnar og er búin að vera á haus að redda gistiplássi fyrir áttatíu manns. Menning 6.6.2025 14:04
Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Jólasýning Þjóðleikhússins í ár er Óresteia eftir ástralska verðlaunaleikstjórann Benedict Andrews, sem jafnframt fer með leikstjórn sýningarinnar. Verkið byggir á sígildum þríleik Æskílosar og er flokkað sem eitt af höfuðverkum heimsbókmenntanna. Menning 5.6.2025 16:42
Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Samkvæmt samantekt Félags íslenskra bókaútgefenda leiðir í ljós að fyrrverandi forsetafrú, Eliza Reid, er enn á toppnum með Diplómati deyr. Menning 4.6.2025 08:51
Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Það var líf og fjör á opnun sýningarinnar Auðmannsgleði í Elliðárdal á dögunum. Myndlistarmaðurinn Árni Már sýndi þar ný verk samhliða því að kynna listamannarekinn fjárfestingarsjóð. Margt var um manninn og létu margar af stjörnum landsins sig ekki vanta. Menning 2.6.2025 16:03
Þjóðin virðist tengja við streituna Það hefur ekkert lát verið á vinsældum einleiksins Á rauðu ljósi, þar sem leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir blandar saman uppistandi, einleik og einlægni ásamt hugleiðingum um lífið og streituna sem fylgir því að vera manneskja. Nú fagnar Kristín Þóra 100. sýningu einleikjar síns með sérstakri hátíðarsýningu á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í haust. Menning 30.5.2025 16:31
Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Birta Sólveig Söring Þórisdóttir mun fara með hlutverk Línu Langsokks í nýrri uppsetningu Þjóðleikhússins sem verður frumsýnd þann 13. september næstkomandi. Nú þegar hafa hátt í fimmtán þúsund miðar selst og stefnir í að allar 40 sýningarnar verði uppseldar fyrir frumsýningu. Menning 21.5.2025 09:50
Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Emilíana Torrini og Víkingur Heiðar Ólafsson eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðinu. Úrslitin ráðast í október og fær verðlaunahafinn andvirði 5,9 milljóna króna í sinn hlut. Menning 20.5.2025 10:07
Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Hinn rússneski Júrí Grígorovitsj, einn virtasti ballettdanshöfundur heims og listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins í Moskvu til áratuga, er látinn.Hann varð 98 ára. Menning 20.5.2025 08:26
Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Ungfrú Ísland fær flestar tilnefningar til Grímunnar, eða alls níu talsins, fyrir síðasta ár. Meðal annars er hún tilnefnd sem sýning ársins og leikrit ársins. Þar á eftir koma Sýslumaður dauðans og Hringir Orfeusar og annað slúður með sjö tilnefningar en bæði Köttur á heitu blikkþaki og Innkaupapokinn eru með fimm. Menning 19.5.2025 18:40
Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Myndlistarmaðurinn Árni Már Þ. Viðarsson hefur komið víða við í listheiminum og er meðal annars eigandi Gallery Port. Hann heldur ótrauður áfram að fara nýjar leiðir og opnar sýninguna Auðmannsgleði í Elliðaárdal næstkomandi laugardag á kaffihúsinu Elliða. Menning 14.5.2025 10:03
Eliza Reid efst á bóksölulistanum Félag íslenskra bókaútgefenda hefur gefið út bóksölulista fyrir aprílmánuð og það kemur eflaust einhverjum á óvarta en fyrrverandi forsetafrú trónir þar á toppi með bók sína Diplómati deyr. Menning 8.5.2025 15:13
Opnaði sumarið með sólríkum stæl Margt var um manninn á sólríkri opnun einkasýningar Sigurðar Árna „Litarek“ í Ásmundarsal laugardaginn 3. maí. Á meðal gesta mátti sjá fjölbreyttan hóp listunnenda, listamanna, safnara og fólki úr menningar-og listalífi borgarinnar sem nutu sín innan um litrík og leikandi verk Sigurðar. Menning 7.5.2025 16:01