Menning Rándýr hauskúpa Myndlistarmaðurinn Damien Hirst opnaði í byrjun júnímánaðar sýningu þar sem hann sýnir dýrasta listaverk sem hefur verið búið til. Verkið er hauskúpa í fullri stærð úr títaníum alþakin demöntum. Á hauskúpunni eru 8601 demantar sem eru samtals 1106,18 karöt. Menning 9.7.2007 09:00 Hrófatildur í Hyde Park Breska blaðið Observer greindi frá því í fyrri viku að að fyrirhugaður skáli Ólafs Elíassonar og norska arkitektsins Ketils Thorsen við Serpentine-galleríið í London yrði ekki reistur sökum þess að þeir hefðu ekki staðist skilafrest á teikningum. Menning 9.7.2007 07:00 Innblástur frá málurum Tískuhúsið Christian Dior fagnar þessa dagana sextíu ára afmæli sínu og John Galliano, yfirhönnuður þess, fagnar því einnig að tíu ár eru síðan hann tók við hjá Dior. Menning 8.7.2007 10:30 Warhol í Skotlandi Einn viðburða á Edinborgarhátíðinni í byrjun águst er gríðarstór yfirlitssýning á verkum Andy Warhol á Skoska Þjóðlistasafninu. Þar mun æja saman ólíklegustu verkum hans. Menning 7.7.2007 06:45 Lokahelgi Davíðs Það er komið að sýningarlokum á fyrstu einkasýningu Davíðs Arnar Halldórssonar í Safninu á Laugavegi. Hann er fæddur í Reykjavík, býr þar og starfar. Davíð Örn fæst við málaralistina og hefur gert síðan hann útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002. Á þessum tíma hefur Davíð Örn Menning 6.7.2007 02:45 Sýnt í Innréttingum Handverk og hönnun hefur nú haft aðsetur í nýuppgerðu húsi Innréttinganna í Aðalstræti 10 í Reykjavík um nokkurt skeið. Á fimmtudag var þar opnuð ný sýning á vegum samtakanna. Hún kallast Á skörinni. Þar sýna Margrét Þórarinsdóttir handgerða fugla, Snjólaug Sigurjónsdóttir sýnir útsaumaðar myndir og Fitjakot sýnir púða. Menning 6.7.2007 01:45 Nýtt Blek Nýtt hefti af myndasögublaðinu Blek er komið út en það ber nú heitið Neo-Blek. Þetta er tólfta blaðið í hinni merku útgáfu íslenskra myndasögusmiða og hefur útgáfa þess ekki notið nægilegrar athygli. Menning 6.7.2007 01:15 Blöndal í Boxi Myndlistarkonan Margrét Blöndal sýnir teikningar sína í Gallerí Box í Kaupvangsstræti 10 á Akureyri og verður sýningaropnun á laugardag - 07.07.07 - kl. 14:00. Sýningin stendur til 22.júlí og er opið á laugardögum og sunnudögum frá 14-17 en einnig eftir samkomulagi. Menning 6.7.2007 01:00 Guðfaðir poppsins Breski myndlistarmaðurinn Peter Blake - maðurinn sem gerði ásamt eiginkonu sinni umslagið utanum Sergent Peppers er sjötíu og fimm um þessar mundir. Hann heldur upp á afmælið með stórri málverkasýningu í Tate-safninu í Liverpool og hefur mátt þola nokkra gagnrýni í blöðum eftir að hún opnaði í síðustu viku. Menning 5.7.2007 07:15 Hamingjudagar Hamingjudagar skella á í Gallery Turpentine í eftirmiðdaginn þegar Guðrún Vera Hjartardóttir myndlistarkona opnar þar sýningu. Guðrún segist hafa smíðað sýninguna inn í rýmið á Ingólfsstrætinu þar sem Turpentine er til húsa. Verkin eru fjögur og passa inn: „Þau eru öll í stærri kantinum,“ segir Guðrún. Guðrún Vera hélt síðast sýningu á Íslandi í lok ársins 2005, þá í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Menning 5.7.2007 07:00 Álfar setjast að í Edens ranni Þegar heldri konur vildu taka sér sunnudagstúr létu þær karlana keyra sig í Eden áður fyrr. Nú er ný kynslóð kvenna sæknari á önnur mið. Og þó. Á laugardag ætla fjórar vaskar myndlistarkonur að opna sýningu í Edens ranni. Þær eru Anna Hallin, Margrét Hlín Sveinsdóttir, Olga Bergmann og Steinunn Guðríður Helgadóttir en þær voru allar við myndlistarnám á sama tíma í Gautaborg. Menning 5.7.2007 05:45 Tumi í Skaftafelli Tumi Magnúson listmálari opnar á morgun sýningu í seyðfirska menningarsetrinu Skaftfelli. Á sýningunni gefur að líta tvö stór prent og myndverk á fimm skjám með hljóði. Efniviðurinn er eins og hefur verið um langt skeið hinn fljótandi litur og þaðan er nafnið komið á sýninguna: Pollar. Menning 5.7.2007 04:15 „..frá því ég gat haldið á skærum“ Borin verða upp þau nýmæli í versluninni og menningarsetrinu 12 Tónum á næstu vikum að þar verður uppi myndlistarsýning: Það er listakonan Sigríður Níelsdóttir sem sýnir þar klippimyndir. Menning 5.7.2007 02:30 Sökk eða stökk Hópur listamanna leggur alþjóðlegri ráðstefnu lið sem haldin verður hér um komandi helgi með því að gefa verk eftir sig. Verða verkin boðin upp á uppboði á fimmtudag en þau verða til sýnis í Startart á Laugavegi 12b í dag og á morgun á afgreiðslutíma verslana. Klukkutíma fyrir uppboðið, sem verður kl. 17 á fimmtudag, kynna listamennirnir verkin áhugasömum. Menning 4.7.2007 03:45 Gögn um listir á Artprice Veffyrirtækið Artprice og hagsmunasamtök myndréttarhafa ADAGP hafa gengið frá samkomulagi sín á milli um gjald fyrir birtingu mynda af listaverkum á vefsíðu Artprice. Artprice heldur úti vefsíðum á fimm tungumálum þar sem myndlist gengur kaupum og sölum. Menning 3.7.2007 09:00 Útgáfu Rafskinnu fagnað DVD-Sjónritið Rafskinna kom út í fyrsta sinn nú á laugardaginn. Rafskinna er sambland af hefðbundnu pappírstímariti og alls konar efni á DVD-diski, myndböndum, viðtölum og öðru. Menning 3.7.2007 06:00 Sigurjónssýning í Friðriksborgarhöll Mannamyndir Sigurjóns Ólafssonar verða efni í sýningu haustið 2008 á Nationalhistorisk Museum á Friðriksborgarsloti. Hingað komu í liðinni viku þrír sérfræðingar á vegum safnsins í Hilleröd til að velja verkin í samráði við Birgitte Spur, forstöðukonu Sigurjónssafns í Laugarnesi og ekkju Sigurjóns. Menning 3.7.2007 05:00 Sjónvarp dauðans Þess berast nú fregnir að Þjóðverjar hyggist á haustdögum setja á stofn sérstaka sjónvarpsrás sem helguð verður dauðanum. Vefrit Deutsche Welle greinir frá því að samband þýskra útfararstjóra standi að baki stöðinni sem mun sjónvarpa efni allan sólarhringinn en þar verði meðal annars fjallað um sorgarferli, útfararsiði, reglugerðir og annað tilstand er fylgir þessu óumflýjanlega hlutskipti. Menning 2.7.2007 04:00 Dansarar hnoðast um bæinn Danshópurinn Hnoð samanstendur af fjórum ungum stúlkum sem stunduðu allar nám í Listdansskóla Íslands. „Við erum aðallega að vekja athygli á dansi, leikum okkur mikið með spuna og vinnum út frá aðstæðunum. Þetta er svolítið í dansleikhússtíl,“ segir Ásrún Magnúsdóttir en hópurinn er hluti af Skapandi sumarstarfi Hins hússins. Menning 2.7.2007 01:30 Sýn leigjendanna Samsýningin „Leigjendurnir“ var opnuð í húsakynnum SÍM á Seljavegi 32 á dögunum. Þar sýna fimm erlendir gestalistamenn verk sín sem eru í vinnslu á vinnustofum þeirra. Menning 2.7.2007 00:15 Yfirlit um Georg Guðna Sumarsýning Listasafnsins á Akureyri, sem verður opnuð í dag, er helguð yfirliti á verkum Georgs Guðna landslagsmálara, en þar gefur að líta höfundarverk eins helsta listamanns sinnar kynslóðar. Sýningin er yfirgripsmikil og gefur gestum Listasafns Akureyrar tækifæri til að skoða verk Georgs Guðna í stóru samhengi. Menning 30.6.2007 04:00 Skáldleg söguskoðun Breski rithöfundurinn David Mitchell vinnur nú að sinni fimmtu skáldsögu en hann hefur þegar vakið töluverða athygli fyrir bækur sínar Cloud Atlas, number9dream og Black Swan Green. Þær tvær fyrrnefndu voru til að mynda tilnefndar á stuttlista Man Booker bókaverðlaunanna á sínum tíma. Menning 30.6.2007 03:30 Það sem skilur okkur að Menning 30.6.2007 02:00 Ljósmyndarar á ferð Í kvöld fer Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari í göngutúr á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur og hyggst hann leiða menn á vit myndefna í Kvosinni. Menning 28.6.2007 09:00 Bláir skuggar í Hafnarborg Norski málarinn Kjell Nupen opnar sýningu á málverkum og grafíkverkum í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag. Sýningin er farandsýning sem hefur göngu sína hér en fer síðan til þriggja annarra safna: Safnsins á Haugum í Vestfold í Noregi, Safns trúarlegrar listar og Kastrupgaard-safnsins í Danmörku. Ferðalagið er styrkt af norska sendiráðinu í Kaupmannahöfn og Norræna menningarsjóðnum. Menning 28.6.2007 06:30 Á stefnumót Einn af þeim rúmlega áttatíu hönnuðum sem eiga verk á sýningunni Magma/Kvika á Kjarvalsstöðum er grafíski hönnuðurinn Ámundi Sigurðsson en hann verður með hádegisleiðsögn um sýninguna kl. 12 í dag. Menning 28.6.2007 05:00 Kynjamyndir á Korpúlfsstöðum Hópur þrettán myndlistarmanna og hönnuða sem hafa vinnustofur sínar á Korpúlfsstöðum opna gáttir sínar þessa vikuna og bjóða listunnendum og öðrum forvitnum gestum að kíkja á verk sín. Hópurinn kennir sig við „KorpArt“. Menning 27.6.2007 02:30 Dýrasta verkið á 8,3 milljónir Málverkið „Pip and Nina“ eftir Svavar Guðnason var slegið hæstbjóðanda á rúmar 8,3 milljónir króna hjá uppboðshúsinu Christie‘s í London í gær. Annað verka Svavars var selt á 4,8 milljónir á sama uppboði. Menning 27.6.2007 02:00 Níu ára strákur kynnir myndasögubók „Ég hef samið myndasögur frá því ég var sex ára,“ segir Hugi Garðarsson myndasöguhöfundur sem mætti á Fréttablaðið til að kynna myndasögubók sína, Jóa gulrót og brækur réttlætisins. Menning 27.6.2007 01:15 Rithöfundasambandið skoðar Gosa Rithöfundasamband Íslands skoðar nú hvort samningsbrot hafi átt sér stað við þá ákvörðun Borgarleikhússins um að semja nýja leikgerð við söngleik um Gosa sem sýndur verður á fjölum leikhússins í vetur. Menning 26.6.2007 02:30 « ‹ 184 185 186 187 188 189 190 191 192 … 334 ›
Rándýr hauskúpa Myndlistarmaðurinn Damien Hirst opnaði í byrjun júnímánaðar sýningu þar sem hann sýnir dýrasta listaverk sem hefur verið búið til. Verkið er hauskúpa í fullri stærð úr títaníum alþakin demöntum. Á hauskúpunni eru 8601 demantar sem eru samtals 1106,18 karöt. Menning 9.7.2007 09:00
Hrófatildur í Hyde Park Breska blaðið Observer greindi frá því í fyrri viku að að fyrirhugaður skáli Ólafs Elíassonar og norska arkitektsins Ketils Thorsen við Serpentine-galleríið í London yrði ekki reistur sökum þess að þeir hefðu ekki staðist skilafrest á teikningum. Menning 9.7.2007 07:00
Innblástur frá málurum Tískuhúsið Christian Dior fagnar þessa dagana sextíu ára afmæli sínu og John Galliano, yfirhönnuður þess, fagnar því einnig að tíu ár eru síðan hann tók við hjá Dior. Menning 8.7.2007 10:30
Warhol í Skotlandi Einn viðburða á Edinborgarhátíðinni í byrjun águst er gríðarstór yfirlitssýning á verkum Andy Warhol á Skoska Þjóðlistasafninu. Þar mun æja saman ólíklegustu verkum hans. Menning 7.7.2007 06:45
Lokahelgi Davíðs Það er komið að sýningarlokum á fyrstu einkasýningu Davíðs Arnar Halldórssonar í Safninu á Laugavegi. Hann er fæddur í Reykjavík, býr þar og starfar. Davíð Örn fæst við málaralistina og hefur gert síðan hann útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002. Á þessum tíma hefur Davíð Örn Menning 6.7.2007 02:45
Sýnt í Innréttingum Handverk og hönnun hefur nú haft aðsetur í nýuppgerðu húsi Innréttinganna í Aðalstræti 10 í Reykjavík um nokkurt skeið. Á fimmtudag var þar opnuð ný sýning á vegum samtakanna. Hún kallast Á skörinni. Þar sýna Margrét Þórarinsdóttir handgerða fugla, Snjólaug Sigurjónsdóttir sýnir útsaumaðar myndir og Fitjakot sýnir púða. Menning 6.7.2007 01:45
Nýtt Blek Nýtt hefti af myndasögublaðinu Blek er komið út en það ber nú heitið Neo-Blek. Þetta er tólfta blaðið í hinni merku útgáfu íslenskra myndasögusmiða og hefur útgáfa þess ekki notið nægilegrar athygli. Menning 6.7.2007 01:15
Blöndal í Boxi Myndlistarkonan Margrét Blöndal sýnir teikningar sína í Gallerí Box í Kaupvangsstræti 10 á Akureyri og verður sýningaropnun á laugardag - 07.07.07 - kl. 14:00. Sýningin stendur til 22.júlí og er opið á laugardögum og sunnudögum frá 14-17 en einnig eftir samkomulagi. Menning 6.7.2007 01:00
Guðfaðir poppsins Breski myndlistarmaðurinn Peter Blake - maðurinn sem gerði ásamt eiginkonu sinni umslagið utanum Sergent Peppers er sjötíu og fimm um þessar mundir. Hann heldur upp á afmælið með stórri málverkasýningu í Tate-safninu í Liverpool og hefur mátt þola nokkra gagnrýni í blöðum eftir að hún opnaði í síðustu viku. Menning 5.7.2007 07:15
Hamingjudagar Hamingjudagar skella á í Gallery Turpentine í eftirmiðdaginn þegar Guðrún Vera Hjartardóttir myndlistarkona opnar þar sýningu. Guðrún segist hafa smíðað sýninguna inn í rýmið á Ingólfsstrætinu þar sem Turpentine er til húsa. Verkin eru fjögur og passa inn: „Þau eru öll í stærri kantinum,“ segir Guðrún. Guðrún Vera hélt síðast sýningu á Íslandi í lok ársins 2005, þá í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Menning 5.7.2007 07:00
Álfar setjast að í Edens ranni Þegar heldri konur vildu taka sér sunnudagstúr létu þær karlana keyra sig í Eden áður fyrr. Nú er ný kynslóð kvenna sæknari á önnur mið. Og þó. Á laugardag ætla fjórar vaskar myndlistarkonur að opna sýningu í Edens ranni. Þær eru Anna Hallin, Margrét Hlín Sveinsdóttir, Olga Bergmann og Steinunn Guðríður Helgadóttir en þær voru allar við myndlistarnám á sama tíma í Gautaborg. Menning 5.7.2007 05:45
Tumi í Skaftafelli Tumi Magnúson listmálari opnar á morgun sýningu í seyðfirska menningarsetrinu Skaftfelli. Á sýningunni gefur að líta tvö stór prent og myndverk á fimm skjám með hljóði. Efniviðurinn er eins og hefur verið um langt skeið hinn fljótandi litur og þaðan er nafnið komið á sýninguna: Pollar. Menning 5.7.2007 04:15
„..frá því ég gat haldið á skærum“ Borin verða upp þau nýmæli í versluninni og menningarsetrinu 12 Tónum á næstu vikum að þar verður uppi myndlistarsýning: Það er listakonan Sigríður Níelsdóttir sem sýnir þar klippimyndir. Menning 5.7.2007 02:30
Sökk eða stökk Hópur listamanna leggur alþjóðlegri ráðstefnu lið sem haldin verður hér um komandi helgi með því að gefa verk eftir sig. Verða verkin boðin upp á uppboði á fimmtudag en þau verða til sýnis í Startart á Laugavegi 12b í dag og á morgun á afgreiðslutíma verslana. Klukkutíma fyrir uppboðið, sem verður kl. 17 á fimmtudag, kynna listamennirnir verkin áhugasömum. Menning 4.7.2007 03:45
Gögn um listir á Artprice Veffyrirtækið Artprice og hagsmunasamtök myndréttarhafa ADAGP hafa gengið frá samkomulagi sín á milli um gjald fyrir birtingu mynda af listaverkum á vefsíðu Artprice. Artprice heldur úti vefsíðum á fimm tungumálum þar sem myndlist gengur kaupum og sölum. Menning 3.7.2007 09:00
Útgáfu Rafskinnu fagnað DVD-Sjónritið Rafskinna kom út í fyrsta sinn nú á laugardaginn. Rafskinna er sambland af hefðbundnu pappírstímariti og alls konar efni á DVD-diski, myndböndum, viðtölum og öðru. Menning 3.7.2007 06:00
Sigurjónssýning í Friðriksborgarhöll Mannamyndir Sigurjóns Ólafssonar verða efni í sýningu haustið 2008 á Nationalhistorisk Museum á Friðriksborgarsloti. Hingað komu í liðinni viku þrír sérfræðingar á vegum safnsins í Hilleröd til að velja verkin í samráði við Birgitte Spur, forstöðukonu Sigurjónssafns í Laugarnesi og ekkju Sigurjóns. Menning 3.7.2007 05:00
Sjónvarp dauðans Þess berast nú fregnir að Þjóðverjar hyggist á haustdögum setja á stofn sérstaka sjónvarpsrás sem helguð verður dauðanum. Vefrit Deutsche Welle greinir frá því að samband þýskra útfararstjóra standi að baki stöðinni sem mun sjónvarpa efni allan sólarhringinn en þar verði meðal annars fjallað um sorgarferli, útfararsiði, reglugerðir og annað tilstand er fylgir þessu óumflýjanlega hlutskipti. Menning 2.7.2007 04:00
Dansarar hnoðast um bæinn Danshópurinn Hnoð samanstendur af fjórum ungum stúlkum sem stunduðu allar nám í Listdansskóla Íslands. „Við erum aðallega að vekja athygli á dansi, leikum okkur mikið með spuna og vinnum út frá aðstæðunum. Þetta er svolítið í dansleikhússtíl,“ segir Ásrún Magnúsdóttir en hópurinn er hluti af Skapandi sumarstarfi Hins hússins. Menning 2.7.2007 01:30
Sýn leigjendanna Samsýningin „Leigjendurnir“ var opnuð í húsakynnum SÍM á Seljavegi 32 á dögunum. Þar sýna fimm erlendir gestalistamenn verk sín sem eru í vinnslu á vinnustofum þeirra. Menning 2.7.2007 00:15
Yfirlit um Georg Guðna Sumarsýning Listasafnsins á Akureyri, sem verður opnuð í dag, er helguð yfirliti á verkum Georgs Guðna landslagsmálara, en þar gefur að líta höfundarverk eins helsta listamanns sinnar kynslóðar. Sýningin er yfirgripsmikil og gefur gestum Listasafns Akureyrar tækifæri til að skoða verk Georgs Guðna í stóru samhengi. Menning 30.6.2007 04:00
Skáldleg söguskoðun Breski rithöfundurinn David Mitchell vinnur nú að sinni fimmtu skáldsögu en hann hefur þegar vakið töluverða athygli fyrir bækur sínar Cloud Atlas, number9dream og Black Swan Green. Þær tvær fyrrnefndu voru til að mynda tilnefndar á stuttlista Man Booker bókaverðlaunanna á sínum tíma. Menning 30.6.2007 03:30
Ljósmyndarar á ferð Í kvöld fer Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari í göngutúr á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur og hyggst hann leiða menn á vit myndefna í Kvosinni. Menning 28.6.2007 09:00
Bláir skuggar í Hafnarborg Norski málarinn Kjell Nupen opnar sýningu á málverkum og grafíkverkum í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag. Sýningin er farandsýning sem hefur göngu sína hér en fer síðan til þriggja annarra safna: Safnsins á Haugum í Vestfold í Noregi, Safns trúarlegrar listar og Kastrupgaard-safnsins í Danmörku. Ferðalagið er styrkt af norska sendiráðinu í Kaupmannahöfn og Norræna menningarsjóðnum. Menning 28.6.2007 06:30
Á stefnumót Einn af þeim rúmlega áttatíu hönnuðum sem eiga verk á sýningunni Magma/Kvika á Kjarvalsstöðum er grafíski hönnuðurinn Ámundi Sigurðsson en hann verður með hádegisleiðsögn um sýninguna kl. 12 í dag. Menning 28.6.2007 05:00
Kynjamyndir á Korpúlfsstöðum Hópur þrettán myndlistarmanna og hönnuða sem hafa vinnustofur sínar á Korpúlfsstöðum opna gáttir sínar þessa vikuna og bjóða listunnendum og öðrum forvitnum gestum að kíkja á verk sín. Hópurinn kennir sig við „KorpArt“. Menning 27.6.2007 02:30
Dýrasta verkið á 8,3 milljónir Málverkið „Pip and Nina“ eftir Svavar Guðnason var slegið hæstbjóðanda á rúmar 8,3 milljónir króna hjá uppboðshúsinu Christie‘s í London í gær. Annað verka Svavars var selt á 4,8 milljónir á sama uppboði. Menning 27.6.2007 02:00
Níu ára strákur kynnir myndasögubók „Ég hef samið myndasögur frá því ég var sex ára,“ segir Hugi Garðarsson myndasöguhöfundur sem mætti á Fréttablaðið til að kynna myndasögubók sína, Jóa gulrót og brækur réttlætisins. Menning 27.6.2007 01:15
Rithöfundasambandið skoðar Gosa Rithöfundasamband Íslands skoðar nú hvort samningsbrot hafi átt sér stað við þá ákvörðun Borgarleikhússins um að semja nýja leikgerð við söngleik um Gosa sem sýndur verður á fjölum leikhússins í vetur. Menning 26.6.2007 02:30