Menning

Snúa ljótleika í fegurð

Ingunn Lára Kristjánsdóttir er með völdu listafólki að vinna að nýju tónleikhúsverki úr niðurlægjandi texta af samskiptamiðlinum Twitter og umbreyta honum í fallegar senur.

Menning

Upprisa kvikmyndastjörnunnar

Snemma árs 1910 reis ung kanadísk leikkona upp frá dauðum. Hún hét Florence Lawrence og hefur verið kölluð fyrsta kvikmyndastjarnan. Þrátt fyrir frægðina klingdi nafnið ekki bjöllum hjá almenningi. Kvikmyndahúsagestir höfðu fæstir hugmynd um hvað hún hét, en þekktu andlitið og kölluðu hana Biograph-stúlkuna eftir samnefndu kvikmyndaframleiðslufyrirtæki.

Menning

Bankar upp á hjá gamla fólkinu

Svavar Knútur Kristinsson leggur land undir fót þegar hann fer í tónleikaferð um landið ásamt Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu. Þau hafa sungið saman frá árinu 2008 en vinátta þeirra hófst fyrir tilviljun.

Menning

Ég var aldrei efni í bónda

Í verkum Hreins Friðfinnssonar myndlistarmanns sem til sýnis eru í Listasafni ASÍ leikur hann sér með ljós og spegla. Loftsteinar koma líka við sögu. Dalamaðurinn og heimsborgarinn Hreinn svarar símanum í Amsterdam í Hollandi.

Menning

Tíminn er mjög merkilegt fyrirbæri á Íslandi

Ferdinand Jónsson skáld dvelur mest á melum og móum Lundúnaborgar. Hann kveðst þó alltaf vera með Ísland í farteskinu og gerir ráð fyrir að lesendur skynji það í nýju ljóðabókinni sem hann nefnir Í úteyjum.

Menning

Mikill heiður og ögrun fyrir mig

Katrín Hall danshöfundur er nýr listrænn stjórnandi dansflokks Gautaborgaróperunnar frá 1. ágúst að telja. Hún horfir fram á áhugaverð og krefjandi verkefni.

Menning

Um leið og ég tók upp blýantinn kom nostalgían

Sýning Gabríelu Friðriksdóttur Innra líf heysátu í Gallery GAMMA við Garðastræti í Reykjavík teygir sig úr kaffistofu á efri hæð um neðri sal og út í garð. Þar eru teikningar, teiknimyndir, skúlptúrar – og hey.

Menning

Leikárið gert upp: Einkenndist af meðalmennsku

Sigríður Jónsdóttir, leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins, fer yfir leikárið sem var að líða. Spáir í stöðu og þróun atvinnuleikhúsanna og íslenskrar leikritunar um leið og hún skoðar hvað er vel gert og hvað má betur fara.

Menning

Hefur alltaf haft áhuga á leikstjórn

Oddur Júlíuson leikari útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2013, hann hefur verið fastráðinn hjá Þjóðleikhúsinu frá því hann útskrifaðist. Oddur er hins vegar kominn í nýtt hlutverk.

Menning

Við erum í stöðugri leit að frelsi

Terri Lyne Carrington á að baki glæsilegan feril í heimi djassins. Hún er alin upp í heimi djassins, hefur spilað með mörgum af stærstu nöfnunum á síðustu öld og unnið til þrennra Grammy-verðlauna. En á sunnudagskvöldið spilar hún í Hörpu.

Menning

Allar að túlka Gerði Gymisdóttur

Nýtt tónleikhúsverk eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttur sem byggt er á Blóðhófni, ljóðabálki Gerðar Kristnýjar, verður flutt í kvöld í Tjarnarbíói. Það er liður í dagskrá Listahátíðarinnar í Reykjavík.

Menning

Ný ópera um fótbolta og önnur um Selsham

Fyrsta óperuganga á Íslandi, íslensk þjóðsaga með þekktum aríum, fótboltaópera og sambland af óperusýningu og poppi. Allt er þetta í boði á Óperudögum í Kópavogi frá 1. til 5. júní – og ýmislegt fleira.

Menning

Boltinn elti hugi þátttakenda

Borgarasviðið – Leiðsögn fyrir innfædda – nefnist sýning sem snýst um akureyrska menningu. Hún verður frumsýnd í kvöld og hefst með göngu frá Hofi en dagskráin er í Samkomuhúsinu.

Menning

Felur í sér mikinn leik og marga möguleika

Ljósmálun er yfirskrift sýningar í Listasafni Íslands þar sem tekist er á við birtingarmyndir málverka í ljósmyndum. Birta Guðjónsdóttir sýningarstjóri segir sýninguna byggða á undirbúningi að stærra verki.

Menning