
Samstarf

BYKO einn af eftirsóknarverðustu vinnustöðum Evrópu
BYKO hlaut á dögunum viðurkenningu sem einn af eftirsóknarverðustu vinnustöðum í Evrópu í hópi meðalstórra fyrirtækja. Tölvuleikjafyrirtækið CCP hlaut einnig viðurkenningu í sama flokki, og auglýsingastofan Sahara hlaut viðurkenningu í hópi lítilla fyrirtækja.

Fjölskylduhátíð á Pop up í Laugardal
Pop up markaður fer fram undir KSÍ stúkunni Laugardal um helgina og á heimapopup.is. Tugir spennandi verslana bjóða varning og matarvagnar og leiktæki verða á staðnum. Þetta er í átjánda sinn sem markaðurinn er haldinn og hefur farið stækkandi með hverju árinu.

Vissi ekki að hundahlaup væri íþrótt
Dýrahjúkrunarfræðingurinn Kolbrún Arna hefur hlaupið með husky-hundunum sínum í mörg ár. Hún segir mikilvægt að vera með rétta búnaðinn svo að bæði hundar og fólk njóti hlaupsins.

Chicco bóndabærinn talar íslensku
Fyrsta íslenskumælandi leikfangið frá Chicco er komið á markað hér á landi, krúttlegur bóndabær þar sem börn á aldrinum eins til fjögurra ára geta leyst þrautir á íslensku og ensku.

Umhverfisvænar byggingarvörur í fyrirrúmi - Tilvaldar fyrir íslenska veðráttu
Laugur er nýtt fyrirtæki á byggingavörumarkaði sem sérhæfir sig í palla- og byggingarefni fyrir timburhús. Markmiðið er að bjóða upp á umhverfisvænar evrópskar gæðavörur sem henta íslenskum aðstæðum á hagstæðum kjörum.

Byggt og búið og Kringlan 35 ára
Í dag 13. ágúst fagnar Kringlan 35 ára afmæli en ein af þeim verslunum sem hefur verið þar frá upphafi er búsáhalda- og gjafavöruverslunin Byggt og búið.

Fimm flottar fartölvur fyrir skólann
Nú fer að styttast í það að skólinn hefjist aftur og því mikilvægt að vera með réttu græjurnar þegar skólaátökin hefjast og verkefnavinnan komin á fullt. Þetta er gríðarlega spennandi en að sama skapi krefjandi tími og því er nauðsynlegt að vera með réttu fartölvuna þér við hlið til þess að aðstoða þig í gegnum námið.

DeWALT trukkurinn í fyrsta sinn á Íslandi
DeWALT Yellow Deamon verkfæratrukkur með tengivagn er nú á ferðinni um landið. Trukkurinn er troðfullur af verkfærum sem hægt er að skoða og prófa og fá ráðgjöf sérfræðinga. Keppt verður um titilinn Skrúfumeistari Íslands og boðið upp á hamborgara. Trukkurinn verður staddur á Reyðarfirði á morgun, föstudag.

Samsung Jet – Hrein snilld
Samsung settu nýlega á markað glæsilegar skaftryksugur sem eru nú fáanlegar á Íslandi. Samsung Jet skaftryksugurnar eru kraftmiklar, léttar og meðfærilegar og gera þér auðveldara fyrir að halda hreint heimili.

Unglingalandsmót UMFÍ snýst um gleði og samveru
Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Selfossi 29. til 31. júlí. Skráning er í fullum gangi og stendur til mánudagsins 25. júlí. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ, segir mótið langþráðan viðburð eftir tveggja ára hlé. Þar geti allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Aldrei verið mikilvægara að huga að okkar mikilvægustu auðlind, mannauðnum
„Ef fólki líður vel í vinnunni og það upplifir öryggi og traust líður því svo miklu betur, skilar betra starfi sem skilar sér svo bæði inná heimili þeirra og út í allt samfélagið.“ Segir Auður Þórhallsdóttir, mannauðsstjóri VIRK.

Prosecco, huggulegheit og sjálfsrækt á Ítalíu
Hjónin og ferðafélagarnir Helgi Geirharðs og Kristín Helga Gunnarsdóttir, sem er betur þekkt sem Dinna, eru mörgum Íslendingum kunn en þau hafa verið fararstjórar fyrir Úrval Útsýn í allmörg ár. Þau ætla í byrjun september að fara í hreyfiferð á vegum Úrval Útsýn þar sem rúllað verður á rafhjólum um rætur Dólómítafjallanna.

Hálf öld í Hafnarfirði á næsta ári
Fjölskyldufyrirtækið Fjarðarkaup fagnar 49 ára afmæli sínu í dag en verslunin opnaði fyrst við Trönuhraun í Hafnarfirði þann 7. júlí árið 1973, og á því hálfrar aldar stórafmæli á næsta ári.

Andlegur hamborgari með Ágústu jógakennara
Nýjast þáttur Get Ég Eldað með Helga Jean

Þrítugasta og sjötta mótið hefst í dag
Einn umfangsmesti íþróttaviðburður landsins, N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag, miðvikudaginn 29. júní og stendur mótið til laugardagsins 2. júlí.

KKÍ og Ölgerðin endurnýja samstarf
KKÍ og Ölgerðin hafa endurnýjað sitt góða samstarf með undirritun á nýjum samningi en Ölgerðin og vörumerkið Kristall hefur verið góður samstarfsaðili KKÍ undanfarin ár.

Loksins Landsmót - hófadynur á Rangárbökkum
Landsmót hestamanna verður haldið dagana 3. til 10. júlí á Rangárbökkum við Hellu. „Loksins,“ segja margir þar sem Landsmótið fór síðast fram 2018. Nú verður öllu til tjaldað og býst Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri hins langþráða Landsmóts við frábærri mætingu.

Starfsmannafjöldinn meira en þrefaldast á tíu árum
„Það er mikið um að vera í íslensku atvinnulífi í dag. Við þjónustum fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum á sviði endurskoðunar, ársreikningsgerðar, skattaráðgjafar, bókhalds og almennrar fjármála- og fyrirtækjaráðgjafar. Áhugi fyrir fjárfestingum er mikill bæði hjá innlendum og erlendum aðilum og höfum við umsjón með kaupum og sölu og önnumst ráðgjöf,“ segir Davíð Búi Halldórsson, framkvæmdastjóri og hluthafi í endurskoðunarfyrirtækinu Enor ehf.

Nýrri EM auglýsingu N1 ætlað að hvetja ungt fólk til dáða
Ný auglýsing N1, sem gerð er í tilefni af EM kvenna 2022, var frumsýnd í gær og var auglýsingunni leikstýrt af Hannesi Þór Halldórssyni. Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern Munchen og íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er í aðalhlutverki í auglýsingunni, ásamt Heiðdísi Björt Bernhardsdóttur. Markmið auglýsingarinnar er einna helst að hvetja unga krakka til að elta draumana sína.

Pergólur og kaldir pottar vinsæl í íslenskum görðum
„Við bjóðum upp á alhliða lóðaþjónustu og tökum að okkur allar stærðir verkefna. Fyrirtækið hefur starfað í nær tuttugu ár og fagleg þjónusta er okkar aðalsmerki,“ segir Hjörleifur Björnsson, framkvæmdastjóri Garðaþjónustu Reykjavíkur.

N1 endurnýjar stuðninginn við KSÍ
N1 og KSÍ hafa endurnýjað samstarf sitt til næstu tveggja ára en samningur þess efnis var undirritaður á Laugardalsvelli á dögunum. Fyrsti samstarfssamningurinn þeirra á milli var undirritaður árið 2014 og felur samningurinn í sér að N1 verði áfram einn helsti bakhjarl KSÍ í bæði kvenna- og karlaknattspyrnu, auk þess að styðja við unga knattspyrnuiðkendur um allt land.

Gerðu það sem er þér fyrir bestu
Margir kannast við að vilja taka andlega og líkamlega heilsu sína fastari tökum en vita ekki nákvæmlega hvar skal byrja. Hvernig á að setja sér markmið? Og hvernig á að ná þeim?

Iðnaðarmaður ársins smíðar sumarbústað fyrir tengdó
„Fyrst þegar ég fékk símtalið frá þér hélt ég að þetta væri eitthvert bull,“ segir Vestmannaeyingurinn og stálsmiðurinn Hannes Kristinn Eiríksson en hann er nýkrýndur Iðnaðarmaður ársins 2022 af X977 og Sindra. Við óskum Hannesi til hamingju með titilinn.

„Mannauðurinn er hjarta vinnustaðarins“
Vala Magnúsdóttir hefur starfað sem deildarstjóri reksturs og þjónustu hjá Borgarsögusafni í nær átta ár.

Parka Camping bókunarvélin bjargar buguðum ferðafjölskyldum
„Það gerir ferðalagið svo miklu ánægjulegra og þægilegra að geta kíkt í símann að morgni og séð hvort það er laust pláss þar sem besta veðrið er í stað þess að komast að því að allt er fullt þegar við erum mætt á staðinn með bugaða og grenjandi krakka í aftursætinu,“ segir Arna Haraldsdóttir markaðsstjóri Parka en á vefsíðu Parka er hægt að bóka pláss á tjaldstæðum um allt land á einfaldan hátt.

Allir leikir Íslands í Þjóðadeildinni í opinni dagskrá á Viaplay
Viaplay hefur tryggt sér sýningarréttinn að Þjóðadeild UEFA á Íslandi til 2028 og mun sýna alla leiki íslenska karlalandsliðsins í opinni dagskrá. Fyrsti leikur Íslands er á fimmtudaginn, 2. júní, gegn Ísrael og verður hann sýndur í beinni, opinni útsendingu á Viaplay. Áskrifendur Viaplay geta síðan fylgst með öllum öðrum leikjum í Þjóðadeildinni í beinni.

Hundraðasta sýningin á Kardemommubænum um helgina
Laugardaginn 28. maí stíga leikarar í Þjóðleikhúsinu á svið í hundraðasta sinn í hlutverkum sínum í Kardemommubænum. Nú eru tæp tvö ár frá frumsýningu og á þeim tíma hafa ríflega 40.000 gestir komið að sjá sýninguna. En allt tekur enda og nú er komið að leiðarlokum að sinni. Þetta var sjötta uppsetning Þjóðleikhússins á Kardemommubænum, en sýningar Torbjörns Egners hafa notið ótrúlegra vinsælda frá árinu 1960 þegar Kardemommubærinn var settur upp í fyrsta sinn.

Ítalskir áhrifavaldar kolféllu fyrir Íslandi í ferð með Scarpa
Ítalskir áhrifavaldar féllu kylliflatir fyrir Íslandi er þeir heimsóttu landið á vegum Fjallakofans og Scarpa á dögunum.

Gervigreind við ristilspeglun greinir fleiri forstig ristilkrabbameins
Gervigreind er beitt við greiningu á ristilsepum í Meltingarklíníkinni í Ármúla 9. Tæknin greinir af nákvæmni það sem mannsaugað getur misst af og hefur þegar skilað verulegum árangri.

Skólar ehf fjölga heilsueflandi leikskólum
„Við erum að bæta tveimur sex deilda heilsuleikskólum við hjá Garðabæ. Annan þeirra, Urriðaból við Kauptún er áætlað að opna í september á þessu ári en hinn í september 2023 og verður sá við Holtsgötu ofar í götunni. Þetta verkefni er mikil áskorun en mjög spennandi,“ segir Guðmundur Pétursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Skólar ehf.