Tíska og hönnun

Fjögur algeng förðunarmistök

Ingunn Sig og Heiður Ósk í HI Beuty tóku saman fjögur algeng förðunarmistök sem þær sjá reglulega. Þær hafa báðar unnið í mörg ár í förðunarbransanum hér á landi og eru einnig eigendur Reykjavík Makeup School. Þættirnir þeirra Snyrtiborðið, eru sýndir á Vísi alla miðvikudaga.

Tíska og hönnun

„Maður þarf að vera með bein í nefinu og þetta er langt frá því að vera auðvelt“

Fyrirsætan Hlín Björnsdóttir er búsett í París og hefur unnið að ýmsum spennandi verkefnum í tískuheiminum. Hún er á skrá hjá skrifstofunum Elite Worldwide og Eskimo Models en síðasta verkefni Hlínar var að ganga tískupallana fyrir hátísku hönnuðinn Andreas Kronthaler hjá Vivienne Westwood. Var hún þar í félagsskap ofurfyrirsætna á borð við systurnar Bella og Gigi Hadid. Blaðamaður tók púlsinn á Hlín og fékk að heyra frá fyrirsætu lífinu í París.

Tíska og hönnun

Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga

„Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum.

Tíska og hönnun

Sól Hansdóttir er fatahönnuður Reykjavíkurdætra: Kvenkyns erkitýpur fá að skína

Listakonan og fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir er með mörg járn í eldinum og býr yfir mikilli sköpunargleði. Hennar nýjasta verkefni er að hanna fötin sem Reykjavíkurdætur klæðast í Söngvakeppninni en Sól er þekkt fyrir frumlega hönnun sem vekur athygli út fyrir landsteina. Blaðamaður heyrði í Sól og fékk að heyra nánar frá hennar listræna ferli.

Tíska og hönnun