Tónlist

Átján mánaða lagahöfundur

„Hann var raulandi sama stefið út í eitt í sumar, þá 18 mánaða, og það varð kveikjan að laginu. Mér fannst þetta svo jólalegt hjá honum. Ég reyndi nokkrum sinnum að raula með honum en þá hætti hann alltaf því ég gerði þetta víst ekki rétt,“ segir lagahöfundurinn og leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson.

Tónlist

Oftast rifinn úr að ofan

Gísli Pálmi er einn heitasti rapparinn á Íslandi. Hann þótti standa sig vel á hátíðinni Iceland Airwaves þar sem hann reif sig að sjálfsögðu úr að ofan.

Tónlist

Vildi ekki semja um kvikmyndatónlist

Samningurinn við Universal felur ekki sér kvikmyndatónlist af neinu tagi. Ólafur hefur undanfarið látið að sér kveða sem kvikmyndatónskáld samhliða píanóskotinni sólótónlist sinni.

Tónlist

Biophilia fyrir alla snjallsíma

Björk Guðmundsdóttir ætlar að laga Biophilia-verkefnið sitt að stýrikerfinu Android og reyna að setja það í loftið á næsta ári. Þetta þýðir að Biophilia-öppin verða fáanleg fyrir alla snjallsíma, ekki bara fyrir iPhone og iPad.

Tónlist

Gefur út nótnabók í stað venjulegrar plötu

Bandaríski tónlistarmaðurinn Beck hefur gefið út plötuna Song Reader. Þetta er samt engin venjuleg plata því hún hefur aðeins að geyma nótur á blöðum og eiga þeir sem lesa þær að sjá sjálfir um tónlistarflutninginn.

Tónlist

Handahófskennd og heillandi

Blaðamaður dagblaðsins The Irish Times gefur nýafstaðinni tónlistarhátíð, Iceland Airwaves, fína einkunn. Tónleikar Sóleyjar í Iðnó fá mjög góða dóma.

Tónlist

Björk fór til sama skurðlæknis og Adele

Þurfti að þegja í þrjár vikur og gekk um Reykjavík með spjald um hálsinn til að skrifa á. "Þetta er eiginlega rokkstjarna raddbandaskurðlækna og það gekk rosalega vel," segir Björk.

Tónlist

Tekur líka gömlu slagarana

"Það verða útgáfutónleikar í Austurbæ fimmtudagskvöldið næstkomandi Á þessum tónleikum ætla ég að leika lög af fyrstu sólólplötunni minni," segir Hreimur Örn Heimisson...

Tónlist

Sigtaði út á Ægissíðu

Björk Guðmundsdóttir hefur sent frá sér plötuna Bastards sem hefur að geyma endurhljóðblönduð lög af Biophiliu sem kom út í fyrra. Meðal þeirra sem eiga lög á plötunni eru Sýrlendingurinn Omar Souleyman, These New Puritans, Hudson Mohawke, Current Value, 16-bit, og Matthew Herbert. Þeir þrír síðastnefndu tóku einnig þátt í gerð Biophiliu.

Tónlist

Togstreita á númer sjö

Stafrænn Hákon er að gefa út sína sjöundu plötu, Prammi. Hugmyndin með henni var að búa til togstreitu á milli þungs hljóðheims og örlítið léttari hljóðheims sem mátti greina á síðustu plötu Stafræns Hákonar, Sanitas.

Tónlist

Spilaður í Kólumbíu

„Þetta er plata sem er bæði að koma út hér heima og í Bandaríkjunum. Það er gríðarlegur heiður og persónulegur árangur hjá mér. Það er frábært að það skuli verða að veruleika,“ segir Geir Ólafsson um sína nýjustu plötu I"m Talking About You. Þar syngur hann lög eftir aðra flytjendur, þar á meðal Michael Jackson, Bítlana, Jóhann G. Jóhannsson og Paul Simon.

Tónlist

Sjálflærð á hljóðfæri

Þjóðlagasveitin Ylja hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið en þau Guðný, Bjartey og Smári gefa út sína fyrstu plötu í dag.

Tónlist

Þórir til Þýskalands

Tónlistarmaðurinn Þórir Georg sendir frá sér plötuna I Will Die & You Will Die & It Will be Alright á morgun, föstudag, á vegum Kimi Records.

Tónlist

Fimm fræknir í jólaskapi

Jólaplötur eru órjufanlegur hluti af jólahátíðinni. Meðal fimm erlendra flytjenda sem eru í sérstöku jólaskapi í ár eru Rod Stewart, Sufjan Stevens og Cee-Lo.

Tónlist

Aðeins Poppland greiðir tónlistarmönnum

Poppland er eini útvarpsþáttur Rásar 2 og um leið á Íslandi þar sem tónlistarmenn fá greitt fyrir að koma og spila. Fyrir spilamennsku í öðrum útvarpsþáttum á borð við Virka morgna á Rás 2 og hjá útvarpsstöðvum 365-miðla er aftur á móti ekkert greitt. "Það er sérstakt samkomulag við þá sem koma í Stúdíó 12 og við borgum fyrir það. Það hefur ekki alltaf verið þannig en við erum búin að gera það undanfarin tvö ár,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður í Popplandi á Rás 2. "Það voru fundnir peningar í það að borga þeim sem koma og spila í Stúdíói 12. Ef fólk mætir svo með gítar og spilar hjá Andra Frey og Gunnu Dís þá er ekki greitt

Tónlist

Sungu fyrir Bó

Prufur fyrir Jólastjörnuna 2012 voru haldnar á Hótel Hilton Nordica og má segja að dómnefndin standi frammi fyrir erfiðu vali. Keppendurnir tíu sem mættu í prufurnar voru valdir úr 500 innsendum myndböndum og voru allir mjög frambærilegir söngvarar og hver öðrum betri.

Tónlist

Engin tónlist í Kastljósi vegna samnings Rúv og FÍH

"Þetta er eitthvað sem okkur finnst öllum leiðinlegt, að tónlistin sé komin út úr Kastljósi. Þetta er gert út af sparnaði og ég held að þetta sé ákvörðun sem enginn er sáttur við að taka,“ segir Sigmar Guðmundsson, ritstjóri þáttarins. Samningur sem Ríkissjónvarpið gerði við Félag íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, fyrir fjórum árum hefur sökum niðurskurðar hjá Rúv orðið til þess að tónlistarmenn eru hættir að spila í Kastljósinu. Ástæðan er sú að þátturinn getur ekki lengur borgað tónlistarmönnum fyrir að koma þar fram.

Tónlist

Björk grafin niður í sand í myndbandinu

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir frumsýndi í nútímalistasafninu í Los Angeles í gærkvöldi myndband við lagið Mutual Core. Myndbandið var tekið upp hér á landi í byrjun sumars þar sem 30 manna tökulið lagði undir sig stúdíó Sagafilm í tvo daga. "Þetta var mjög skemmtileg vinna og mikið lagt í allt. Við vorum 30 manna lið, allt Íslendingar nema leikstjórinn og aðstoðartökumaðurinn sem komu að utan," segir Árni Björn Helgason hjá Sagafilm.

Tónlist

Ætla að rífa þakið af Hofi

Guðrún Dalía Salómonsdóttir og Jón Svavar Jósefsson halda tónleika í Hofi á Akureyri á fimmtudagskvöld. Jón Svavar er söngvari og Guðrún Dalía píanóleikari og ætla þau að flytja vitfirrt íslensk sönglög.

Tónlist