Viðskipti erlent

Snjallsímar taka yfir - niðurhal eykst

Algjör kúvending hefur orðið á farsímanotkun hér á landi að undanförnu þar sem gagnaniðurhal hefur margfaldast. Þrátt fyrir það erum við nokkru á eftir Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Nova. Gríðarlega hröð sala á vinsælum snjallsímum á heimsvísu hefur haft afgerandi áhrif á farsímanotkun.

Viðskipti erlent

Atvinnulausum í Evrópu fjölgaði um tvær milljónir á einu ári

Meðalatvinnuleysi í Evrópu er nú í hæstu hæðum samkvæmt tilkynningu sem hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti í morgun. Atvinnuleysi mælist nú 11,2 prósent, svipað og í maí mánuði, en atvinnulausum í Evrópu hefur fjölgað um tvær milljónir manna á einu ári, en í júní í fyrra mældist meðalatvinnuleysi í Evrópu 10,4 prósent.

Viðskipti erlent

Málið gegn Robert látið niður falla

Yfirréttur (e. High court) í Englandi hefur ákveðið að láta mál Roberts Tchenguiz niður falla, en í síðasta mánuði var mál bróður hans Roberts látið niður falla. Breska blaðið Financial Times greinir frá þessu.

Viðskipti erlent

UBS tapaði 42,2 milljörðum á Facebook

Svissneski risabankinn UBS tapaði 349 milljónum dala, jafnvirði um 42,2 milljörðum króna, á viðskiptum og lánveitingum til kaupa á hlutabréfum í Facebook. Á vef breska ríkisútvarpsins BBC segir að hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi þessa árs hafi numið 425 milljónum dala, eða litlu meira en sem nam tapinu vegna Facebook bréfanna.

Viðskipti erlent

Aldarafmæli Friedmanns minnst

Þess er minnst í dag að einn af þekktustu hagfræðingum tuttugustu aldarinnar, Milton Friedman, hefði orðið hundrað ára gamall ef hann hefði lifað. Friedman var jafnan talinn til hóps Chicago hagfræðinga, en þeir áttu það sameiginlegt að leggja áherslu á frjálst markaðshagkerfi. Á Wikipedia kemur fram að Friedman er talinn vera næstáhrifamesti hagfræðingur síðustu aldar á eftir John Maynard Keynes. Friedman var einn af efnahagsráðgjöfum Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og hafði mikil áhrif á efnahagsstefnu Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.

Viðskipti erlent

Bretland heldur toppeinkunn sinni

Matsfyrirtækið Standard and Poor's hefur tilkynnt að Bretland muni halda toppeinkun sinni AAA að sinni. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að breskur efnahagur muni ná sér aftur á strik eftir óhagstæðan fyrrihluta ársins 2012.

Viðskipti erlent

Ætla að vernda evruna

Forseti Frakklands, Francois Hollande, og Angela Merkel, Þýskalandskanslari, sögðu í dag að þau myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vernda evruna.

Viðskipti erlent

Facebook í frjálsu falli

Hlutabréf í samskiptamiðlinum Facebook voru í frjálsu falli við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í New York í dag. Virði hlutabréfanna féll um 16 prósent og standa þau nú í 22.37 dollurum á hvern hlut eða það sem nemur rúmum 2.700 íslenskum krónum.

Viðskipti erlent

Atvinnuleysi eykst á Spáni

Atvinnuleysi á Spáni heldur áfram að aukast. Samkvæmt nýjustu tölum eru 5.7 milljón Spánverjar nú atvinnulausir. Þetta þýðir að einn af hverjum fjórum Spánverjum á vinnufærum aldri leitar nú atvinnu.

Viðskipti erlent