Viðskipti erlent

Lánshæfiseinkunn Spánar á leið í ruslflokk hjá S&P

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) hefur ákveðið að lækka lánshæfiseinkunn Spánar um tvo flokka með neikvæðum horfum. Þar með er lánshæfiseinkunnin, BBB-, aðeins einum flokki frá svokölluðum ruslflokki.

í bókum matsfyrirtækisins. Í áliti Standard & Poor´s segir m.a. að ákvörðunin sé tekin vegna versnandi stöðu í efnahagsmálum Spánar og þeirra miklu fjárhagsörðugleika sem spænskir bankar glíma við. Þá sé einnig hætta á samfélagslegum óróa vegna hins mikla atvinnuleysis sem ríkir á Spáni.

Eftir að þessi ákvörðun var tilkynnt í gærkvöldi lækkaði gengi evrunnar nokkuð gagnvart dollaranum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×