Viðskipti erlent

AGS hefur áhyggjur af þróun mála í Kína

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur áhyggjur af þróun mála í efnahagskerfi Kína. Telur sjóðurinn að hagkerfið sé orðið of háð fjárfestingum og hvetur kínversk stjórnvöld til að auka neyslu Kínverja innanlands samhliða því að beina þeim frá fjárfestingum í fasteignum.

Viðskipti erlent

Styttist í uppgjör Facebook

Samskiptamiðillinn Facebook mun kynna fyrstu ársfjórðungstölur sínar í vikunni. Verður þetta fyrsta uppgjör fyrirtækisins síðan það var skráð á hlutabréfamarkað í Kauphöllinni í New York fyrir nokkrum vikum.

Viðskipti erlent

Hættur daglegum afskiptum af rekstri dagblaða

Rupert Murdoch er hættur daglegum afskiptum af rekstri dagblaða sem eru í eigu fyrirtækis hans, News Corporation. Fyrirtækið er umsvifamikið í rekstri dagblaðaútgáfu, bókaútgáfu, á sjónvarpsmarkaði og kvikmyndamarkaði. Til stendur að skipta fyrirtækinu upp í tveinnt, annars vegar í fyrirtæki í rekstri dagblaða- og bókaútgáfu en hins vegar fyrirtæki sem rekur sjónvarpsstöðvar og kvikmyndahús. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að búist sé við því að Murdoch gegni stjórnarformennsku í báðum fyrirtækjum en verði einungis forstjóri í sjónvarps- og kvikmyndafyrirtækinu.

Viðskipti erlent

Spánverjar fá 100 milljarða evra

Fjármálaráðherrar evruríkjanna samþykktu í dag að lána allt að veita spænska ríkinu allt að 100 milljarða evra, eða jafngildi 15.200 milljarða króna, lán svo hægt verði að endurfjármagna bankana. Samkvæmt frétt BBC mun nákvæm lánsfjárhæð þó ekki liggja fyrir fyrr en í september þegar spænska ríkið mun fá endurskoðaða reikninga bankanna í sínar hendur. Spánverjar munu þurfa að þróa og bæta reglugerðarumhverfi bankanna. Markaðurinn hefur ekki tekið vel í tíðindin og féllu hlutabréf um 5% vegna þeirra.

Viðskipti erlent

Segir að forstjóri AGS valdi alls ekki starfi sínu

Peter Doyle einn af reyndustu hagfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur látið af störfum. Hann gagnrýnir AGS harðlega í bréfi til stjórnarformanns sjóðsins og segir m.a. að þar á bæ skorti leiðtogahæfileika og að Christine Lagarde fyrsti kvenforstjóri sjóðsins valdi alls ekki starfi sínu.

Viðskipti erlent