Viðskipti erlent

Örvænting ríkir á öllum mörkuðum

Örvænting hefur gripið um sig á öllum fjármálamörkuðum heimsins í kjölfar fréttanna í morgun um að Ítalía muni hugsanlega vera næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Hlutabréf falla í verði í kauphöllum beggja megin við Atlantshafið.

Viðskipti erlent

Ítalía ógnar tilvist evrunnar

Neyðarfundur æðstu embættismanna ESB í dag er til vitnis um að evrusamstarfið hefur aldrei verið í jafnmikilli hættu og nú. Fundurinn fjallar um stöðuna á Ítalíu en hún ógnar nú tilvist evrunnar.

Viðskipti erlent

ESB boðar til neyðarfundar vegna Ítalíu

Herman Van Rompuy forseti Evrópuráðsins hefur boðað háttsetta embættismenn ESB til neyðarfundar í dag vegna Ítalíu. Óttast er að Ítalía sé að enda í sömu sporum og Grikkland hefur hjakkað í undanfarið ár. Meðal annars berast fréttir af því að vogunarsjóðir séu nú farnir að veðja á að Ítalía lendi í sömu vandræðum og Grikkland.

Viðskipti erlent

Getur komið evruríkjum illa

Evrópski seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í gær og fara vextir við það í 1,5 prósent. Þetta er önnur vaxtahækkun seðlabankans síðan í apríl.

Viðskipti erlent

Þjóðverjar að eignast kauphöllina í New York

Fyrsta þröskuldinum fyrir eignarhaldi Þjóðverja á kauphöllinni í New York (NYSE) hefur verið rutt úr veginum. Hluthafar í NYSE Euronext hafa samþykkt að selja meirihlutaeign í kauphöllinni til Deutsche Börse sem hefur höfuðstöðvar í fjármálahverfi Frankfurt í Þýskalandi.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar ört

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar ört þessa stundina. Brentolían hefur hækkað úr 114 dollurum á tunnuna og upp í rúma 116 dollara á síðustu tveimur tímum og bandaríska léttolían nálgast 99 dollara á tunnuna eftir að hafa byrjað daginn í rúmum 96 dollurum.

Viðskipti erlent

Spenna á markaði vegna vaxtaákvörðunar ECB

Nokkur spenna ríkir á markaði yfir morgundeginum, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur Evrópska Seðlabankans (ECB). Almennt er reiknað með því að stýrivextir bankans verði hækkaðar á morgun og samkvæmt fréttaveitunni Reuters hefur hækkunin þegar verið verðlögð inn í gengi evrunnar.

Viðskipti erlent

Þrefalt sölumet hjá Mercedes Benz

Árið í ár hefur verið gjöful fyrir framleiðendur Mercedes Benz bifreiða. Þrefalt sölumet hefur verið slegið. Um er að ræða mestu sölu í einstökum mánuði, það er júní s.l., mestu sölu á einum ársfjórðungi og mestu sölu á hálfu ári.

Viðskipti erlent

Olíuverðið hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi og er tunnan af Brentolíunni komin yfir 114 dollara sem er hæsta verðið undanfarnar tvær vikur. Bandaríska léttolían fylgir lit og er komin í tæpa 98 dollara á tunnuna.

Viðskipti erlent

Mark Zuckerberg vinsælastur á Google+

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, státar af töluvert fleiri "fylgjendum" á Google+ en báðir stofendur Google, en Google+ er nýr samskiptavefur sem fyrirtækið opnaði þann 28. júní síðastliðinn.

Viðskipti erlent

Vinnsla á stærsta kolasvæði heims að hefjast

Yfirvöld í Mongólíu hafa ákveðið að bjóða þremur námufélögum að vinna kol á því sem talið er stærsta kolasvæði heimsins. Félögin sem hér um ræðir eru Shenhua í Kína, Peabody Energy í Bandaríkjunum og samsteypa rússneskra og mongólskra félaga.

Viðskipti erlent