Viðskipti erlent

Stærsta skóbúð í heimi opnar í Lundúnum

Þeir sem eru gefnir fyrir skó ættu ef til vill að kíkja til Lundúna á næstunni. Þar er nefnilega nýbúið að opna stærstu skóverslun í heimi. Í 35 þúsund fermetra rými er hægt að velja um 5000 skópör og á verslunin mörg fleiri á lager.

Viðskipti erlent

HM bætti fjárhagsstöðu S-Afríku

Tekjur Suður-Afríku vegna HM í knattspyrnu sem fram fór þar í landi í sumar leiddu til þess að tekjuhalli ríkissjóðs í landinu á öðrum ársfjórðungi hefur ekki verið minni í sex ár. Reuters fréttastofan segir þó að neytendur í landinu hafi haldið að sér höndum því þeir hafi áhyggjur af atvinnuástandi og skuldum.

Viðskipti erlent

Sjálfbærastir sjötta árið í röð

Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur verið metinn „sjálfbærasti bílaframleiðandi heims“ í sjálfbærnivísitölu Dow Jones. Þetta er sjötta árið í röð sem bílaframleiðandinn er í efsta sæti á listanum.

Viðskipti erlent

Boeing gerir 430 milljarða samning við Rússa

Bandaríski flugvélarisinn Boeing hefur gert samning upp á 3,7 milljarða dollara, eða um 430 milljarða kr., við rússneska ríkisfyrirtækið Russian Technologies. Um er að ræða sölu á 50 Boeing 737 vélum sem Russian Technologies leigir síðan til Aeroflot flugfélagsins.

Viðskipti erlent

Metatvinnuleysi hámenntaðs fólks í Danmörku

Metfjöldi hámenntaðs fólks, eins og lögfræðingar og hagfræðingar, skráðu sig atvinnulausa í Danmörku í ágúst s.l. Nú eru 2.424 manns sem teljast hámenntaðir á atvinnuleysisskrá í landinu og hefur fjöldi þeirra ekki verið meiri síðan árið 2003.

Viðskipti erlent