Viðskipti erlent

Zenith vottar sjálfbærnina

Framleiðsla Icelandic Water Holdings ehf. á Icelandic Glacial-lindarvatninu hefur fengið sjálfbærnivottun Zenith International, sem í tilkynningu er sagt leiðandi ráðgjafarfyrirtæki á sviði matar og drykkjar í Evrópu.

Viðskipti erlent

Mikill þrýstingur á fjármálaráðherra ESB í dag

Fjárfestar um allan heim munu fylgjast grannt með fundi fjármálaráðherra landanna innan evrusvæðis ESB í dag. Umræðuefnið er staðan í Grikklandi. Ráðherrarnir eru undir miklum þrýstingu að setja fram nákvæma áætlun um hvernig Grikkjum verði komið til bjargar.

Viðskipti erlent

Efnahagsbati Evrópu hefur stoppað

Samkvæmt nýjum tölum frá Eurostat hefur hinn veiki efnahagsbati í Evrópu nú stoppað. Tölurnar sýna að hagvöxtur á evrusvæðinu nam aðeins 0,1% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs en væntingar voru um að vöxturinn yrði 0,4%.

Viðskipti erlent

Frakkar: Aldrei sótt um leyfi fyrir Icesave í Frakklandi

Talsmaður seðlabanka Frakkalands (Banque de France) segir að aldrei hafi verið sótt um leyfi til að starfrækja Icesave-reikninga þar í landi. Þetta stangast á við orð Björgvins G. Sigurðssonar fyrrverandi viðskiptaráðherra um að Frakkar hefðu neitað Landsbankanum um slíkt leyfi.

Viðskipti erlent

Miklar bensínbirgðir halda olíuverðinu niðri

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar í morgun í kjölfar fregna frá Bandaríkjunum að olíubirgðir landsins hafi aukist um 7,2 milljónir tunna í síðustu viku. Þá hafa bensínbirgðir Bandaríkjanna ekki verið meiri síðan í mars 1999 en þær nema nú 228,2 milljónum tunna.

Viðskipti erlent

Nordea skilar ágætu uppgjöri

Nordea bankinn skilaði ágætu uppgjöri fyrir árið í fyrra. Hagnaður bankans fyrir skatta nam 20,8 milljörðum danskra kr. eða ríflega 490 milljörðum kr. Þetta er fimmfaldur hagnaður Danske Bank fyrir sama ár.

Viðskipti erlent