Viðskipti erlent

Engar öskubætur til evrópskra flugfélaga

Samgöngumálaráðherrar ESB urðu sammála um það í dag að löndin innan sambandsins ættu ekki að reiða fram skaðabætur vegna öskunnar úr gosinu í Eyjafjallajökli. Sem kunnugt er stöðvaði askan allt flug um norðanverða Evrópu dagana 15. til 21. apríl s.l.

Jyllands Posten greinir frá þessu og hefur upplýsingarnar eftir Hans Christian Schmit samgöngumálaráðherra Danmerkur. Schmit sat aukafund ráðherranna í Bruxells í dag þar sem málið var til umræðu og afgreiðslu. Framkvæmdastjórn ESB hafði áður opnað fyrir þann möguleika að flugfélögin fengju bætur.

Schmit segir að í staðinn verði þeim flugfélögum sem urðu verst fyrir barðinu á öskunni boðið upp á lánatryggingar í staðinn. Þær tryggingar yrðu veittar með markaðsvöxtum.

Eins og fram hefur komið er talið að evrópsk flugfélög hafi tapað vel yfir 400 milljörðum kr. á flugbanninu sem fylgdi öskunni úr Eyjafjallajökli.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×