Viðskipti erlent

Staðan á dönskum vinnumarkaði langtum verri en talið var

Nýjar tölur frá dönsku hagstofunni sýna að staðan á danska vinnumarkaðinum er langtum verri en áður var talið. Samkvæmt tölunum voru 124.000 færri persónur ráðnar til vinnu á þriðja ársfjórðungi ársins m.v. sama tímabil í fyrra. Þessi fækkun er sú mesta sem hagstofan hefur skráð í sögunni.

Viðskipti erlent

Opinber rannsókn á Kaupþingi hafin í Bretlandi

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, hefur sent frá sér tilkynningu um að opinber rannsókn sé hafin á starfsemi Kaupþings í Bretlandi. Rannsóknin muni m.a. beinast að gjörðum Kaupþings til að fá Breta til að leggja sparifé sitt inn á Edge-reikninga bankans í Bretlandi.

Viðskipti erlent

Moody´s: Búsáhaldabylting í Grikklandi og á Bretlandi

Lánsmatsfyrirtækið Moody´s hefur gefið út viðvörun um að samfélagslegur órói sé framundan hjá þjóðum með miklar skuldir. Allar líkur séu á búsáhaldabyltingu á næsta ári í löndum á borð við Grikkland og Bretland þar sem verulega þarf að skera niður í útgjöldum hins opinbera til að lækka skuldafjallið.

Viðskipti erlent

Obama leggur bankamönnum línurnar

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lagt að stærstu bönkum landsins að þeir auki lán sín til lítilla og meðalstórra fyrirtækja til þess að örva atvinnulífið. Obama hitti bankaforkólfana á óformlegum fundi í gær og þar benti forsetinn á að bankarnir hefðu fengið gríðarlega aðstoð frá ríkinu síðustu misserin og að nú væri komið að skuldadögum.

Viðskipti erlent

Grísk fjármáladrottning keypti stærstu snekkju heimsins

Frá því í ágúst í sumar hefur ýmislegt slúður komist á kreik um hver hafi keypt Maltese Falcon, stærstu snekkju heimsins. Flestir hafa veðjað á nýríka Rússa eða eigendur vogunarsjóða. Það var nokkuð til í því síðarnefnda því kaupandinn er grískættaða fjármáladrottningin Elena Ambrosiadou.

Viðskipti erlent

Eiturlyfjafé bjargaði bönkum í kreppunni

Fjármagn sem var afrakstur eiturlyfjasölu bjargaði nokkrum bönkum frá gjaldþrotum í fjármálakreppunni. Þetta segir Antoino Maria Costa forstöðumaður eiturlyfja og glæpaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Margir vefmiðlar hafa greint frá þessu yfir helgina.

Viðskipti erlent

Jólaverslun Breta mun nema 4700 milljörðum króna

Breskir neytendur munu kaupa fyrir 23 milljarða punda, eða 4700 milljarða íslenskra króna, út á debetkort fyrir þessi jól. Þetta er 4% aukning frá því í fyrra samkvæmt spá Barclays bankans. Verslun í stórmörkuðum mun nema um 5 milljörðum punda, eða 1000 milljörðum króna, en um einum milljarði verður varið á bensínstöðvum.

Viðskipti erlent

Stærsti kröfuhafinn er skúffufyrirtæki

Írski sjóðurinn sem er stærsti erlendi kröfuhafinn í gamla Glitni er skúffufyrirtæki í eigu þriggja annarra skúffufyrirtækja. Árni Tómasson formaður skilanefndar segir að sjóðurinn tengist stórum bandarískum vogunarsjóði sem nefnist Davidson Kempner.

Viðskipti erlent

Hlutur Stoða í Royal Unibrew í hendur tóbakssjóðs

Hlutur Stoða í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hefur minnkað úr um 16% og niður í tæp 6% eftir hlutabréfaaukningu sem lauk nýlega. Það er hinn sterkefnaði tóbakssjóður Augustinus sem er nýr stórhluthafi í Royal Unibrew með 10% hlut samkvæmt frétt um málið á börsen.dk.

Viðskipti erlent

BayernLB vill gefa Austurríki banka í jólagjöf

Bæverski ríkisbankinn BayernLB vill gefa austurrískan dótturbanka sinn, Hypo Group, til yfirvalda í austurríska héraðinu Kärnten. Austurrík yfirvöld eru lítt hrifinn af þessari jólagjöf enda mun Hypo Group vera á hvínandi kúpunni þessa daganna.

Viðskipti erlent

Ætla að byggja ævintýrahöll á fjallstoppi í Noregi

Tveir menn hafa í hyggju að byggja ævintýrahöll á fjallstoppi í Surnadal í Noregi. Í höllinni yrði fjöldi lúxusíbúða til sölu en ætlunin er að skapa svipaða stemmingu í höllinni og tíðkaðist hjá breskum laxakóngum er oft veiddu í dalnum á árum áður. Verkefnið hefur hlotið nafnið Landlords Belleview.

Viðskipti erlent

Stoðir og Straumur halda hlut sínum í Royal Unibrew

Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur, hafa lokið velheppnaðri hlutabréfaaukningu sinni en alls komu tæplega 400 milljónir danskra kr., eða tæplega 10 milljarðar kr, inn í nýju hlutafé. Þessi aukningu á að nota til að greiða niður skuldir Royal Unibrew.

Viðskipti erlent

Vilja draga úr methalla vestanhafs

Ríkisstjórn Bandaríkjanna segir útlit fyrir að fjárútlát hins opinbera vegna neyðarbjörgunarsjóðs ríksins fyrir fyrirtæki í kröggum (Tarp-sjóðurinn), verði helmingi lægri en gert var ráð fyrir.

Viðskipti erlent

Vilja snúa kreppudraug niður

Ríkisstjórn Japans samþykkti í gær að veita 7.200 milljörðum jena inn í hagkerfið til að hvetja til neyslu og koma í veg fyrir að landið lendi aftur í krumlum kreppunnar. Þetta jafngildir tíu þúsund milljörðum króna. Hagvöxtur í Japan var neikvæður í fyrra og fram á annan ársfjórðung á þessu ári þegar hann var jákvæður um 0,9 prósent.

Viðskipti erlent

Verstu jólagjafir opinberra stofnanna í Svíþjóð

Sænska vefsíðan chef.se hefur birt lista yfir verstu jólagafir opinberra stofnanna og fyrirtækja í Svíþjóð til starfsmanna sinna. Meðal þess sem þar er að finna er jólagjöf sænska tollsins til starfsmanna sinna í fyrra. Það var Ipod tæki en svo óheppilega vildi til að um ólöglegar smyglaðar eftirlíkingar var að ræða. Tollyfirvöld afsökuðu sig með að önnur stofnun hefði séð um kaupin fyrir þá.

Viðskipti erlent