Sektuð fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Fjölmiðlanefnd hefur sektað Ríkisútvarpið um hálfa milljón króna vegna of langs auglýsingatíma fyrir Áramótaskaupið árið 2024. Auglýsing fyrir útvarpsstöð fjölmiðilsins varð þeim að falli. Viðskipti innlent 20.8.2025 11:03
Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Félagið Landsbyggð í eigu Kristjáns Vilhelmssonar og Leós Árnasonar hefur fest kaup á gömlu höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Samkvæmt tilkynningu er kaupverð rúmir 1,2 milljarðar. Landsbyggð keypti fyrr í sumar einnig gamlar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti en félagið hefur komið að uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi undanfarin ár. Viðskipti innlent 20.8.2025 10:29
Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Veitingastaðurinn Kaffivagninn opnar aftur í dag fyrir gesti og gangandi eftir gagngerar endurbætur, endurhönnun og endursköpun. Veitingastaðurinn hefur verið lokaður frá því í vor vegna endurbótanna. Veitingastaðurinn opnaði árið 1935 og er elsti starfandi veitingastaður á Íslandi. Viðskipti innlent 20.8.2025 09:49
Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Tónlistarmennirnir í karlakvintettnum Iceguys juku flestir mánaðartekjur sínar milli ára samkvæmt Tekjublaðinu sem kom út í dag. Líklega þéna þeir þó meira í gegnum fyrirtæki sín en það sem fram kemur í blaðinu, en samkvæmt því mun Herra Hnetusmjör hafa verið tekjuhæstur í hópnum. Viðskipti innlent 19.8.2025 22:11
Sante fer í hart við Heinemann Sante ehf. sem heldur úti netverslun með áfengi hefur lagt fram lögreglukæru á hendur Heinemann Travel Retail Ice ehf. vegna smásölu félagsins í tollfrjálsri verslun á Keflavíkurflugvelli. Viðskipti innlent 19.8.2025 18:05
Davíð trónir enn og aftur á toppnum Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er enn eina ferðina langtekjuhæstur fjölmiðlamanna samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsrar verslunar. Davíð var í fyrra með 6,68 milljónir í laun á mánuði. Viðskipti innlent 19.8.2025 15:53
Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, trónir á toppi listans yfir launahæstu embættismenn, forstjóra og starfsmenn hins opinbera samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt blaðinu var Runólfur með um 7,2 milljónir í laun á mánuði í laun í fyrra. Viðskipti innlent 19.8.2025 13:01
Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Rúmri milljón króna munar á tekjum Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, og næsta manns á tekjulista forseta, þingmanna og ráðherra í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins er tekjuhæstur þingmanna. Viðskipti innlent 19.8.2025 13:01
Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, er tekjuhæsti forstjórinn í nýju blaði Frjálsrar verslunar yfir tekjur Íslendinga árið 2024. Árni var með rúmar 40 milljónir á mánuði í tekjur. Viðskipti innlent 19.8.2025 12:01
Ráðin framkvæmdastjóri Frama Kristín Hildur Ragnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Frama. Viðskipti innlent 19.8.2025 07:14
Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Landsvirkjun ætlar að áfrýja himinhárri sekt Samkeppniseftirlitsins. Forstjórinn segir niðurstöðu eftirlitsins óskiljanlega og að fyrirtækið hafi ávallt verið með hagsmuni raforkunotenda að leiðarljósi. Viðskipti innlent 18.8.2025 23:43
Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Arctic Adventures þar sem tveir nýir framkvæmdastjórar hafa tekið til starfa, það Gunnar Hafsteinsson og Lina Zygele. Viðskipti innlent 18.8.2025 14:01
Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Samkeppniseftirlitið sektaði Landsvirkjun um 1,4 milljarða króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína við verðlagningu á raforku. Fyrirtækið hafi beitt sé gegn minni keppinautum á raforkumarkaði. Landsvirkjun ætlar að kæra ákvörðunina. Viðskipti innlent 18.8.2025 13:09
Kalt stríð sé í gangi á netinu Ýmir Vigfússon, tæknistjóri Keystrike, segir árásir á innviði mun algengari en fólk heldur. Ákveðnir hakkarahópar séu búnir að koma sér fyrir innan innviða ríkja. Stórir glæpahópar og óvinveitt ríki standi fyrir þessum árásum. Hann segir miklu dýrara að verða fyrir árás en að tryggja sig fyrir henni. Viðskipti innlent 18.8.2025 08:50
Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Þrjár nýjar Airbus-þotur bætast í flota Icelandair í vetur. Þær koma til viðbótar þeim fjórum þotum sem félagið er þegar búið að fá afhentar frá evrópska flugvélaframleiðandum. Þar með verða alls sjö Airbus A321LR-þotur komnar í rekstur félagsins fyrir næsta vor. Viðskipti innlent 17.8.2025 09:39
Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Arkitektastofan Tröð kynnti í vikunni tillögu að breytingu á lóð við Háaleitisbraut 12 þar sem áður var rekin bensínstöð. Í dag er þar rekin bílasala en var áður hjólabúðin Berlín, eftir að bensínstöðinni var lokað. Tillaga Traðar gerir ráð fyrir á reitnum verði reist tvö fjölbýlishús með allt að 63 íbúðum og 300 fermetra verslunarrými, auk kjallara fyrir bæði bíla og geymslur. Viðskipti innlent 17.8.2025 08:00
Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Fjölmiðlanefnd hefur sektað Símann hf. um eina milljón króna fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu sem hafði ekki leyfi til að reka slíka starfsemi hér á landi. Viðskipti innlent 15.8.2025 22:14
Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Samið hefur verið um rekstur almenningsmarkaðar í Tryggvagötu 19, Kolaportinu, til næstu fimm ára. Róbert Aron Magnússon og Einar Örn Einarsson taka við rekstrinum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Viðskipti innlent 15.8.2025 08:36
Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Roy-Tore Rikardsen hefur sagt af sér sem forstjóri fiskeldisfyrirtækisins Kaldvíkur. Ákvörðunin var tekin í samráði við stjórn fyrirtækisins er segir í tilkynningu frá félaginu. Viðskipti innlent 14.8.2025 13:06
Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Framkvæmdir vegna endurhönnunar á komu- og brottfararverslununum Ísland Duty Free á Keflavíkurflugvelli hefjast á næstunni. Nýja hönnunin mun sækja innblástur í dramatískt landslag Íslands, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 14.8.2025 08:07
Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Aukin viðskipti Íslendinga við bandarísk gervigreindarfyrirtæki gætu orðið lykillinn að því að fá bandaríska tolla á íslenskar vörur fellda niður eða lækkaða. Þetta segir sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, sem kallar eftir því að stjórnvöld skipi sérstaka sendinefnd með fulltrúum einkageirans og hins opinbera, til að semja við Bandaríkjastjórn. Viðskipti innlent 13.8.2025 22:10
Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Annar fjórðungur þessa árs var sá besti í sögu líftæknifyrirtækisins Alvotech. Fyrri hluta ársins varð yfir tvö hundruð prósenta aukning á tekjum af sölu lyfja, samanborið við sama tímabil í fyrra. Viðskipti innlent 13.8.2025 21:44
Sögulegur hagnaður á samrunatímum Hagnaður Kviku banka eftir skatta á öðrum ársfjórðungi nam rúmlega 1,4 milljarði króna samanborið við 777 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Forstjórinn telur samruna við Arion banka munu taka níu til tólf mánuði. Viðskipti innlent 13.8.2025 16:02
Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Óskar Hauksson hefur verið ráðinn fjármálastjóri landeldisfyrirtækisins First Water. Greint var frá því í gær að hann hefði óskað eftir starfslokum sem fjármálastjóri Símans eftir fjórtán ára starf. Viðskipti innlent 13.8.2025 16:02