Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Eignaumsjón hf. hefur fest kaup á Rekstrarumsjón ehf. og tekur við allri þjónustu við viðskiptavini félagsins í samræmi við gildandi þjónustusamninga um næstu mánaðamót. Samkomulag náðist um kaupin í framhaldi af viðræðum forsvarsmanna félaganna. Viðskipti innlent 10.10.2025 15:15
Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Ráðherra menningarmála segir boðaða skattheimtu af streymisveitum munu skila ríkissjóði um 140 til 150 milljónum króna á ári. Markmiðið sé að auka aðgengi að innlendu sjónvarpsefni auk þess að styrkja stöðu innlendra streymisveitna gagnvart erlendum risum. Viðskipti innlent 10.10.2025 15:01
Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Eigandi ferðaþjónustufyrirtækjanna Glacier Ventures og Glacier Heli vill að nýtt flugfélag Glacier Airlines hefji flug til og frá Íslandi næsta sumar. Hann segir um að ræða rekstrarmódel þar sem einblínt verður á erlenda ferðamenn og pakkaferðir en ekki að selja Íslendingum flugferðir. Viðskipti innlent 10.10.2025 15:01
Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Umhverfis- og orkustofnun mun sekta þrotabú flugfélagsins Play um 2,3 milljarða vegna þess að félagið greiddi ekki losunarheimildir sem það skuldaði og voru á gjalddaga daginn eftir að tilkynnt var um gjaldþrot þess. Viðskipti innlent 8.10.2025 19:13
Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Rannveig Rist hyggst láta af störfum sem forstjóri ISAL í Straumsvík í maí eftir þrjátíu ár í forstjórastól. Rannveig greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Linkedin. Viðskipti innlent 8.10.2025 16:14
Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur að áhrif falls Play á ríkissjóð geti numið allt að fimm milljörðum króna á næstu tveimur árum. Viðskipti innlent 8.10.2025 13:25
Ballið bráðum búið á Brewdog Brewdog Reykjavík verður lokað þann 25. október. Staðurinn hefur selt skoskan bjór á Hverfisgötu í miðbæ Reykjavíkur síðastliðin sjö ár. Viðskipti innlent 8.10.2025 12:55
Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands fann sig knúna til að milda framsýna leiðsögn sína í yfirlýsingu sinni í morgun. Seðlabankastjóri segir öll merki benda til kólnunar í hagkerfinu. Viðskipti innlent 8.10.2025 11:06
Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Jarðböðunum verður lokað í þrjá mánuði um áramótin á meðan framkvæmdir standa yfir við byggingu nýs hús. Jarðböðin munu taka upp erlenda heitið Earth Lagoon Mývatn en halda um leið íslenska nafninu Jarðböðin. Viðskipti innlent 8.10.2025 10:24
Kaupmáttur jókst í fyrra Kaupmáttur ráðstöfunartekja á mann jókst um 2,3 prósent árið 2024 að teknu tilliti til verðlagsþróunar. Vísitala neysluverðs hækkaði um 5,9 prósent. Viðskipti innlent 8.10.2025 09:58
Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri og staðgengill formanns peningastefnunefndar, kynna yfirlýsingu nefndarinnar klukkan 09:30. Beina útsendingu af kynningunni má sjá hér að neðan. Viðskipti innlent 8.10.2025 09:00
Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Eðalfiskur, laxavinnsla í Borgarnesi, hefur nú skipt um nafn og heitir Borg Salmon. Viðskipti innlent 8.10.2025 08:46
Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum og verða þeir því áfram 7,5 prósent. Viðskipti innlent 8.10.2025 08:30
Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til stóraukna verndartolla á innflutning stáls. EES-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein eru undanþegin tollunum. Íslendingar framleiða ekki stál en hin ríkin tvö flytja lítilræði af stáli til Evrópusambandslanda. Viðskipti innlent 7.10.2025 16:26
Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Bankastjóri Arion banka segir verðtryggingu hafa mikil áhrif á vaxtastigið hér á landi. Tímabært sé að ræða með opnum hug hvort rétt sé að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku hagkerfi og laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ sem farið hafi af stað árið 1979. Það myndi kalla á breytingar á uppbyggingu réttindakerfis lífeyrissjóðanna. Viðskipti innlent 7.10.2025 14:06
Gamalt ráðuneyti verður hótel Íslenska fjárfestinga- og þróunarfyrirtækið Alva Capital hefur undirritað samning við alþjóðlegu hótelkeðjuna IHG Hotels & Resorts um að opna fyrsta Candlewood Suites íbúðahótelið á Norðurlöndum í Reykjavík. Hótelið verður að Rauðarárstíg 27, þar sem utanríkisráðuneytið var áður til húsa. Viðskipti innlent 7.10.2025 13:46
Á ég að hætta í núverandi sparnaði? 72 ára gamall karlmaður spyr: Ég er hættur að vinna og er skuldlaus. En ég á peninga, rétt yfir 60 milljónir sem ég ávaxtaði á ávöxtunarreikningum bankanna og fékk hæstu vexti sem síðan skertu greiðslur frá TR. Þannig að ég fór til Íslandsbanka og þeir sjá um að ávaxta peningana mína í sjóðum, en það sem gerist er að á 6 mánuðum hef ég tapað 2 milljónum. Hvað á ég að gera? Taka þetta úr fjárstýringu og setja þetta inn á ávöxtunarreikninga. Viðskipti innlent 7.10.2025 07:02
Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Frá því starfsemi Fly Play hf. var stöðvuð í síðustu viku hafa skuldabréfaeigendur unnið sleitulaust að því að reyna að takmarka tjón sitt. Þeir eru meðal stærstu hluthafa þrotabús félagsins en óljóst hvort þeir muni á endanum fá nokkuð upp í kröfur sínar. Viðskipti innlent 6.10.2025 17:48
Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Daginn eftir gjaldþrot Play átti flugfélagið að standa skil greiðslu vegna losunarheimilda fyrir rúman milljarð króna. Sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun segir að Ísland njóti sérstöðu hvað varðar greiðslu losunarheimilda. Viðskipti innlent 6.10.2025 16:18
Einar hættir af persónulegum ástæðum Einar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu. Hann gerði það af persónulegum ástæðum. Viðskipti innlent 6.10.2025 13:11
„Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Hagfræðingur segir ljóst að mögulegur samruni Íslandsbanka og Skaga muni taka enn meiri tíma en ella vegna anna hjá Samkeppniseftirlitinu sem er nú með nokkur mál til skoðunar. Töluverður fjöldi starfa muni tapast við samrunann en neytendur verða fyrir takmörkuðum áhrifum. Viðskipti innlent 6.10.2025 12:21
Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Stjórn Húsasmiðjunnar hefur ráðið Birnu Ósk Einarsdóttur sem forstjóra félagsins. Hún tekur við starfinu af Árna Stefánssyni sem lét af störfum í maí eftir tólf ára starf. Viðskipti innlent 6.10.2025 11:13
Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Jón Skafti Kristjánsson hefur verið ráðinn forstöðumaður erlendra viðskipta á viðskiptavinasviði Póstsins þar sem hlutverk hans verður að efla erlend viðskiptasambönd. Viðskipti innlent 6.10.2025 10:17
Gengi Skaga rýkur upp Gengi hlutabréfa í Skaga, móðurfélagi VÍS og Fossa, hefur hækkað um tíu prósent það sem af er degi. Tilkynnt var í nótt að stjórnir Skaga og Íslandsbanka hefðu samþykkt að hefja formlegar samrunaviðræður. Viðskipti innlent 6.10.2025 10:01