Viðskipti innlent

Fréttamynd

Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir

Þórhildur Ólöf Helgadóttir forstjóri Póstsins segir fólk geta átt von á því að greiða fyrir gjafir sem það sendir eða tekur við. Hún segir viðmiðið misjafnt eftir löndum og taki ekki endilega mið af verðlagsbreytingum. Þórhildur var til viðtals um póstsendingar í aðdraganda jóla í Reykjavík síðdegis í dag.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Enginn í Lottu er á mann­sæmandi launum“

Leikhópurinn Lotta fær minna en milljón greitt árlega frá Spotify fyrir spilanir. Hópurinn er með um 35 þúsund hlustendur á síðasta ári og tæpar þrjár milljónir spilana á Spotify þar hægt er að hlusta á öll leikrit hópsins. Leikhópurinn hefur ekki getað sett upp nýja sýningu síðustu ár og hefur þess í stað endurnýtt eldri leikrit. Anna Bergljót Thorarensen, einn stofnenda hópsins, segir ástæðuna fjárhagslega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Halli hins opin­bera minnkaði um 39 milljarða

Áætlað er að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið neikvæð um 14,8 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2025 eða sem nemur 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins. Til samanburðar nam hallinn á þriðja ársfjórðungi 2024 53,80 milljörðum eða 4,5 prósent af vergri landsframleiðslu þess ársfjórðungs. Útgjöld vegna launakostnaðar og kaupa á vöru og þjónustu héldu áfram að aukast á verðlagi hvers árs. Töluvert dró úr öðrum tilfærslum, sem voru óvenjuháar á árinu 2024 vegna jarðhræringa og eldgosa við Grindavík.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá aukinni verð­bólgu um jólin

Ársverðbólga eykst í desember samkvæmt spá greiningardeildar Íslandsbanka, einkum vegna hækkunar á flugverði og þess að áhrif afsláttardaga ganga til baka. Verðbólga hefur haldist nálægt fjögurra prósenta efri vikmörkum Seðlabankans allt árið en líklega mun hún þó hjaðna nokkuð þegar líður á vorið, að því er segir í spánni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skatturinn endur­greiði á­fram of­greiddan skatt

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það skrautlega framsetningu að segja að fólk sem ofgreiðir skatt eigi ekki eftir að geta fengið endurgreitt frá skattinum hafi það ofgreitt lága upphæð. Það sé verið að bæta réttarstöðu almennings. Daði Már var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ýmsar for­sendur Hæsta­réttar um skil­málann já­kvæðar

Arion banki var sýknaður í Hæstarétti af öllum kröfum neytenda í Vaxtamálinu svokallaða. Lögmaður bankans segir að ýmsar forsendur Hæstarétts um skilmálann séu jákvæðar. Forsvarsmenn bankans þurfi nú að leggjast í greiningarvinnu til að athuga hvort að dómurinn hafi áhrif á núverandi lánaframboð bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Martraðarverktaki Kópa­vogs­bæjar greiddi ekki krónu með gati

Ekki króna fékkst upp í 2,6 milljarða króna gjaldþrot ítalska verktakafyrirtækisins Rizzani de Eccher Ísland ehf. sem kalla mætti martröð Kópavogsbæjar eftir deilur við byggingu Barnaskóla Kársness. Undirverktakar sitja eftir með sárt ennið og ógreidda reikninga. Kópavogsbær undirbýr skaðabótamál á hendur móðurfyrirtækinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ætlar að endur­reisa Niceair

Þýskur athafnamaður hyggst endurreisa ferðaskrifstofuna Niceair og hefur af því tilefni boðað til blaðamannafundar í flugstöðinni á Akureyri í næstu viku. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Niceair hefur mikla trú á verkefninu enda Norðlendingar komnir á bragðið með að fljúga til Evrópu án viðkomu á Keflavíkurflugvelli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

DiBiasio og Beaudry til Genis

Genis hf. hefur ráðið Stephen DiBiasio til starfa og mun hann stýra alþjóðlegum rekstrar- og markaðsmálum félagsins. Þá hefur Michael Beaudry verið ráðinn til að leiða markaðssókn fæðubótarefnisins Benecta í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ferðamálastofa fellir úr gildi starfs­leyfi Eagle golfferða

Ferðamálastofa hefur fellt niður ferðaskrifstofuleyfi Komdu út ehf. með hjáheitið Eagle golfferðir frá og með deginum í dag. Í tilkynningu frá Ferðamálastofu kemur fram að félagið hafi lýst yfir ógjaldfærni og lagt fram gögn því til stuðnings. Viðskiptavinir geti nú sótt um endurgreiðslu í Ferðatryggingasjóð.

Viðskipti innlent