Viðskipti innlent

Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia.

Viðskipti innlent

Sala bankanna krefst skýrari sýnar

Framtíðarsýn stjórnvalda á umgjörð fjármálakerfisins skiptir meginmáli þegar kemur að sölu á eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka og Landsbankanum. Arðsemisgetan dregin niður af miklu regluverki og þungri skattbyrði.

Viðskipti innlent

Nýir eigendur að Opnum kerfum

Sjóðurinn MF1, sem er í eigu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta, hefur eignast ríflega 77 prósenta hlut í Opnum kerfum í kjölfar 430 milljóna króna hlutafjáraukningar upplýsingatæknifyrirtækisins.

Viðskipti innlent

Skaginn hagnast um 400 milljónir

Hátæknifyrirtækið Skaginn, sem þróar, framleiðir og selur tækjabúnað fyrir matvælaiðnaðinn, hagnaðist um 397 milljónir króna á síðasta ári en til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins 340 milljónir á árinu 2017.

Viðskipti innlent

Tekjur Örnu jukust um fjórðung

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hagnaðist um liðlega sjö milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt nýlegum ársreikningi félagsins, borið saman við fimmtán milljóna króna hagnað árið 2017.

Viðskipti innlent

Emirates segist ekki á leiðinni til Íslands

Talsmaður Emirates, ríkisflugfélagsins í Dúbaí, segir flugfélagið ekki hyggja á beint flug til Íslands. Hann hafnar þar með frétt Viðskiptamoggans frá því í síðustu viku, þar sem sagt var frá því að Emirates væri að þreifa fyrir sér hér á landi.

Viðskipti innlent

Bandarísku kaupendurnir þyrftu einhvern með sér í lið

Bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group - sem keypti allar rekstartengdar eignir úr þrotabúi WOW air - getur ekki orðið meirihlutaeigandi að nýju flugfélagi, í það minnsta ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstarleyfi. Samkvæmt lögum þyrftu aðrir aðilar, innan evrópska efnahagssvæðisins, að eiga að minnsta kosti 51% í flugfélaginu.

Viðskipti innlent

Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW

Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air.

Viðskipti innlent

Hafa fundað um flugrekstarleyfi

Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni.

Viðskipti innlent