Lífeyrissjóðir sem eiga í Eimskip skoða stöðuna og vilja skýringar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2020 20:13 Lífeyrissjóðir eiga stóran hlut í Eimskip Vísir/Vilhelm Lífeyrissjóðir sem samtals eiga yfir þriðjungshlut í Eimskip skoða nú stöðuna sem upp er komin eftir meint brot félagsins á lögum um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu og niðurrif tveggja skipa félagsins. Að minnsta kosti einn þeirra hyggst óska eftir útskýringum frá stjórn Eimskips. Greint var frá því í dag að Umhverfisstofnun hefði kært Eimskip til héraðssaksóknara fyrir brot á lögum um meðhöndlun úrgangs vegna sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi, sem enduðu í niðurrifi við strendur Indlands. Eimskip hafnar ásökum um að hafa brotið lög. Fjallað var um málið í Kveik á RÚV í gær þar sem því var meðal annars haldið fram af forsvarmanni Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS. Lífeyrissjóðirnir skoða stöðuna Íslenskir lífeyrissjóðir eru á meðal stærstu eigenda Eimskipa og starfa þeir meðal annars eftir fjárfestingarstefnu þar sem horft er til samfélagslegrar- og umhverfislegrar ábyrgðar þeirra fyrirtækja sem fjárfest í. Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sem samtals á um níu prósenta hlut í félaginu, segir í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins að sjóðurinn geri kröfu til þess að félög, sem sjóðurinn fjárfestir í, sýni ábyrgð gagnvart félagslegum þáttum, umhverfislegum þáttum og að starfað sé í samræmi við viðurkenndar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. „Í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringarþáttarins Kveiks mun sjóðurinn óska eftir skýringum frá Eimskip vegna þess sem þar kom fram,“ segir í svari frá Hörpu. LV lítur málið alvarlegum augum Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti eigandi Eimskips með 14,7 prósenta hlut. Í svari við fyrispurn Vísis vegna málsins segir að það sé nú til skoðunar hjá sjóðnum, en að það sé litið alvarlegum augum. Von sé á frekari viðbrögðum eftir helgi. Í fjárfestingarstefnu sjóðsins er meðal annars tekið fram að áhersla sé lögð á að stjórnendur þeirra félaga sem fjárfest er í gæti að reglum og viðmiðum sem gilda fyrir viðkomandi starfsemi varðandi umhverfismál. Gildi - lífeyrissjóður er þriðji stærsti eigandi Eimskips með 13,43 prósenta hlut. Í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir að þau vinnubrögð sem lýst hafi verið í þætti Kveiks rími illa við stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Málið verði tekið til skoðunar og beðið sé eftir viðbrögðum félagsins. Í yfirlýsingu sem Eimskip gaf út í dag vegna málsins hafnar það ásökunum um að það hafi brotið lög um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu á skipunum tveimu. Félagið telji sig hafa farið eftir lögum í einu og öllu við söluna. Lífeyrissjóðir Umhverfismál Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Tengdar fréttir Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. 25. september 2020 13:42 Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. 25. september 2020 13:24 Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Lífeyrissjóðir sem samtals eiga yfir þriðjungshlut í Eimskip skoða nú stöðuna sem upp er komin eftir meint brot félagsins á lögum um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu og niðurrif tveggja skipa félagsins. Að minnsta kosti einn þeirra hyggst óska eftir útskýringum frá stjórn Eimskips. Greint var frá því í dag að Umhverfisstofnun hefði kært Eimskip til héraðssaksóknara fyrir brot á lögum um meðhöndlun úrgangs vegna sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi, sem enduðu í niðurrifi við strendur Indlands. Eimskip hafnar ásökum um að hafa brotið lög. Fjallað var um málið í Kveik á RÚV í gær þar sem því var meðal annars haldið fram af forsvarmanni Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS. Lífeyrissjóðirnir skoða stöðuna Íslenskir lífeyrissjóðir eru á meðal stærstu eigenda Eimskipa og starfa þeir meðal annars eftir fjárfestingarstefnu þar sem horft er til samfélagslegrar- og umhverfislegrar ábyrgðar þeirra fyrirtækja sem fjárfest í. Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sem samtals á um níu prósenta hlut í félaginu, segir í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins að sjóðurinn geri kröfu til þess að félög, sem sjóðurinn fjárfestir í, sýni ábyrgð gagnvart félagslegum þáttum, umhverfislegum þáttum og að starfað sé í samræmi við viðurkenndar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. „Í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringarþáttarins Kveiks mun sjóðurinn óska eftir skýringum frá Eimskip vegna þess sem þar kom fram,“ segir í svari frá Hörpu. LV lítur málið alvarlegum augum Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti eigandi Eimskips með 14,7 prósenta hlut. Í svari við fyrispurn Vísis vegna málsins segir að það sé nú til skoðunar hjá sjóðnum, en að það sé litið alvarlegum augum. Von sé á frekari viðbrögðum eftir helgi. Í fjárfestingarstefnu sjóðsins er meðal annars tekið fram að áhersla sé lögð á að stjórnendur þeirra félaga sem fjárfest er í gæti að reglum og viðmiðum sem gilda fyrir viðkomandi starfsemi varðandi umhverfismál. Gildi - lífeyrissjóður er þriðji stærsti eigandi Eimskips með 13,43 prósenta hlut. Í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir að þau vinnubrögð sem lýst hafi verið í þætti Kveiks rími illa við stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Málið verði tekið til skoðunar og beðið sé eftir viðbrögðum félagsins. Í yfirlýsingu sem Eimskip gaf út í dag vegna málsins hafnar það ásökunum um að það hafi brotið lög um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu á skipunum tveimu. Félagið telji sig hafa farið eftir lögum í einu og öllu við söluna.
Lífeyrissjóðir Umhverfismál Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Tengdar fréttir Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. 25. september 2020 13:42 Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. 25. september 2020 13:24 Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. 25. september 2020 13:42
Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. 25. september 2020 13:24
Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13