Viðskipti

„Skiptar skoðanir eru á ágæti tilnefningarnefnda“

„Tilnefningarnefndir hafa í auknum mæli verið stofnaðar hjá skráðum félögum en með tilkomu nefndanna verður ferlið við myndun stjórna bæði faglegra og gagnsærra. Það er jákvætt að áhugi hluthafa á nefndunum virðist vera að aukast. Alltaf eru það hluthafarnir sem taka ákvörðun um það hvort tilnefningarnefndir eru stofnaðar eða ekki. Það er þó mikilvægt að starfsemi nefndanna þróist þannig að þær skapi traust meðal hluthafa“ segir Hildur Magnúsdóttir, M.Sc í viðskiptafræði um niðurstöður rannsóknar sem gerð var á tilnefningarnefndum á Íslandi árið 2020.

Atvinnulíf

Til­kynnt um tvær hóp­upp­sagnir í febrúar

Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í febrúar þar sem 287 starfsmönnum var sagt upp störfum í verslun og flutningum. Þar af var 259 sagt upp á höfuðborgarsvæðinu og 28 á Norðurlandi eystra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar en uppsagnirnar taka flestar gildi í júní.

Viðskipti innlent

Nærri 90 prósent sölu tón­listar í gegnum Spoti­fy

Söluandvirði hljóðrita frá útgefendum og dreifendum jókst um 18 prósent á milli áranna 2018 og 2019. Er það fjórða árið í röð sem söluandvirðið hækkar að raunvirði eftir nær samfelldan samdrátt frá því um aldamót. Nærri níutíu prósent allrar tónlistarsölu á árinu 2019 fór í gegnum tónlistarveituna Spotify.

Viðskipti innlent

Hefur á­hyggjur af Bitcoin-kaupum Ís­lendinga og líkir raf­myntinni við píramída­svindl

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varar við kaupum á rafmyntum á borð við Bitcoin og líkir kapphlaupinu við þátttöku í píramídasvindli. Íslendingar versluðu með Bitcoin fyrir um 600 milljónir króna í janúar samkvæmt úttekt Rafmyntaráðs. Virði Bitcoin fór yfir 50 þúsund Bandaríkjadali um miðjan febrúar og kostar nú hver mynt rúmlega 6,2 milljónir króna.

Viðskipti innlent

Valgeir frá VÍS yfir til Terra

Valgeir M. Baldursson hefur verið ráðinn forstjóri Terra. Valgeir hefur undanfarin ár starfað sem fjármálastjóri og framkvæmdastjóri hjá VÍS. Þar áður var Valgeir forstjóri Skeljungs en hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa hjá ýmsum fyrirtækjum og félögum.

Viðskipti innlent

Bálka­keðjan spili lykil­hlut­verk í bólu­setninga­rvott­orðum sem Ís­lendingar þróa í sam­starfi við WHO

Íslenskir sérfræðingar aðstoða nú Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) við þróun alþjóðlegs bólusetningarvottorðs. Guðjón Vilhjálmsson, forstöðumaður heilbrigðislausna hjá Origo, vonar að lausnin verði til á næstu tveimur til þremur mánuðum. Það velti þó á því hvenær ríki komi sér saman um útfærsluna.

Viðskipti innlent

Telma og Unnur til Sendiráðsins

Tveir sérfræðingar hafa bæst í hópinn hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Sendiráðinu, á sviði notendaupplifunar annars vegar en verkefnastýringar hins vegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sendiráðinu.

Viðskipti innlent

Hrefna Sigur­jóns­dóttir nýr verk­efna­stjóri for­varna

Hrefna Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Hrefna hefur starfað sem framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landsamtaka foreldra síðustu tíu árin, þar til hún hóf störf hjá Sjóvá nú um miðjan febrúar. Áður var hún verkefnastjóri hjá samtökunum og SAFT-verkefninu.

Viðskipti innlent

„Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana“

„Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana,“ segir Ragnar Matthíasson framkvæmdastjóri Poulsen og hlær. „Maður hefði alla vega nóg annað að gera ef maður myndi hætta að vinna. Ég er í hestunum, með sumarbústað og síðan erum við með fjölskylduhús á Spáni og því alveg hægt að segja í gríni að vinnan sé að trufla áhugamálin!“ segir Ragnar.

Atvinnulíf

ICA-Stig og sænska aug­­lýsinga­­sápu­óperan

Talsverð umræða skapaðist í sænsku samfélagi fyrr á árinu eftir að tilkynnt var að nýr leikari myndi taka við hlutverki verslunarmannsins Stig í auglýsingum matvörukeðjunnar ICA. Auglýsingar ICA eru í formi sápuóperu þar sem sagt er frá ástum og örlögum starfsfólks ótilgreindrar ICA-verslunar á sama tíma og greint er frá tilboðum á skjánum.

Viðskipti erlent

Er vel gift, elskar útivist og segir skapandi nálgun mikilvæga

Þessa dagana er Birna Bragadóttir, forstöðukona Elliðaárstöðvar, að setja sig inn í nýtt starf hjá OR. Í það starf var hún nýverið valin úr hópi rúmlega 170 umsækjenda til að byggja upp þjónustu og upplifun í Elliðarárdal. Birna segir morgunverkum fara fækkandi með hækkandi aldri barna en segist vel gift og því sjái eiginmaðurinn um yngsta soninn á meðan hún stundar helsta áhugamálið: Hreyfingu og útivist.

Atvinnulíf

Ella og Guð­mundur til Controlant

Ella Björnsdóttir og Guðmundur Óskarsson hafa verið ráðin til starfa hjá Controlant. Ella tekur við starfi forstöðumanns mannauðssviðs og Guðmundur sem leiðtogi á alþjóðaviðskiptasviði fyrirtækisins.

Viðskipti innlent

Flug­rútan hefur akstur á nýjan leik

Flugrútan, sem hefur ekki verið í rekstri frá miðjum janúarmánuði, mun hefja akstur á ný á morgun. Akstrinum var hætt í janúar vegna lítillar notkunar komufarþega en flugferðum til og frá landinu hefur fækkað mikið síðasta tæpa árið vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Viðskipti innlent

Mesti sam­dráttur í lands­fram­leiðslu á mann frá upp­hafi mælinga

Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi dregist saman um 5,1% að raungildi á fjórða ársfjórðungi 2020 samanborið við sama tímabil 2019. Yfir árið í heild er áætlað að landsframleiðsla hafi dregist saman um 6,6% að raungildi. Má það að miklu leyti rekja til áhrifa kórónuveirufaraldursins, einkum í útfluttri ferðaþjónustu sem dróst saman um 74,4% á árinu.

Viðskipti innlent