Viðskipti Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Nói Síríus fagnar níutíu ára afmæli konfektgerðar sinnar með því að kynna til leiks nýjan hátíðarmola með Malt og Appelsín-fyllingu. Neytendur 17.10.2025 10:22 Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Creditinfo hefur frá árinu 2010 unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði og er óhætt að segja markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggi að baki slíkum árangri. Framúrskarandi fyrirtæki 17.10.2025 10:01 Gengi Sýnar í frjálsu falli Gengi hlutabréfa Sýnar hefur lækkað um tæplega tuttugu prósent síðan markaðir opnuðu klukkan 09:30. Viðskipti innlent 17.10.2025 09:55 Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Nú þegar heilu bíómyndirnar eru framleiddar án mannfólks er það að verða sýnilegra með hverjum deginum, hvernig gervigreindin mun taka yfir ólíklegustu hlutverk í atvinnulífinu.Þar á meðal hlutverk stjórnenda. Atvinnulíf 17.10.2025 07:02 Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Ítalskt leiguflugfélag er á meðal þriggja flugfélaga sem hafa sótt um að fá úthlutað losunarheimildum frá íslenska ríkinu. Úthlutunin er hluti af séríslenskri undanþágu frá hertum losunarreglum fyrir alþjóðaflug en ríkissjóður gæti orðið af á sjöunda hundrað milljóna króna í tekjur af sölu heimildanna í ár vegna hennar. Viðskipti innlent 17.10.2025 06:46 Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Gervigreind sem verndar auðkenni fólks fyrir óprúttnum aðilum er prufukeyrð þessa dagana hér á landi. Íslenskt hugvit kemur í veg fyrir að andlit fólks sé nýtt í gervigreindarmyndböndum. Viðskipti innlent 17.10.2025 06:01 Sýn gefur út afkomuviðvörun Sýn hf. gefur út afkomuviðvörun fyrir árið og gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2025 verði um 280 milljónir króna. Tekjur vegna stakra sjónvarpsáskrifta séu undir áætlun og auk þess auglýsingasala og tekjur vegna hlutanets áfram undir væntingum. Viðskipti innlent 16.10.2025 21:55 Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Hagar, sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup og Olís, högnuðust um 3.721 milljónir króna á fyrri helmingi yfirstandandi rekstrarárs. Það er umtalsverð aukning frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaður nam 2.573 milljónum króna. Forstjóri segir reksturinn ganga vel auk þess sem tekjur og afkoma á öðrum ársfjórðungi hafi reynst umfram áætlanir. Viðskipti innlent 16.10.2025 18:42 Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Samkeppniseftirlitið mun taka möguleg samkeppnislagabrot starfsmanna viðskiptabanka í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða til alvarlegrar skoðunar. Viðskipti innlent 16.10.2025 15:43 Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Icelandair hefur bætt Faro í Algarve-héraði Portúgals við leiðakerfið sitt og hefur flug þangað 26. mars næstkomandi. Play hóf að fljúga þangað í apríl í fyrra og gerði þar til að félagið fór á hausinn á dögunum. Viðskipti innlent 16.10.2025 13:12 Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Eftirlitsstofnun í Sviss hefur hafið frumkvæðisskoðun á því hvort að Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) stundi ólöglega veðmálastarfsemi með sölu á sýndareignum í aðdraganda að heimsmeistaramóti á næsta ári. Eignirnar veita möguleika á að kaupa miða á leiki á mótinu og ganga kaupum og sölum dýrum dómum. Viðskipti erlent 16.10.2025 11:39 Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Fasteignaeigendum hefur fjölgað undanfarið hjá umboðsmanni skuldara. Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara segir það mikið áhyggjuefni. Málin séu oft flóknari en hjá þeim sem eigi lítið. Hún segir heildarfjölda ekki hafa fjölgað hjá þeim en umsóknir á árinu eru um 500. Neytendur 16.10.2025 11:26 ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir þungum áhyggjum af atvinnuástandi á Húsavík og nágrenni vegna lokunar kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka. Í ályktun miðstjórnar, sem samþykkt var á fundi þeirra í gær, hvetur stjórnin stjórnvöld til að bregðast við hið fyrsta þannig að unnt verði að hefja rekstur fyrirtækisins á ný. Viðskipti innlent 16.10.2025 10:17 Gengi Icelandair hrapar Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur fallið um tíu prósent frá opnun markaða klukkan 09:30. Félagið sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær. Viðskipti innlent 16.10.2025 09:55 Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Vörður tryggingar hefur bætt meðgöngu-, fæðingar- og foreldravernd við hefðbundnar sjúkdómatryggingar án þess að hækka kostnað vegna tryggingarinnar. Í tilkynningu kemur fram að þessi nýja trygging hafi það markmið að styðja við foreldra. Bætur eru eingreiðslur og geta numið allt að einni milljón. Verndin gildir á meðan meðgöngu stendur, í fæðingu og þar til barn nær eins árs aldri. Neytendur 16.10.2025 08:55 Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Verkefnið Framúrskarandi fyrirtæki sem Creditinfo stendur að hefur þróast úr einfaldri viðurkenningu fyrir góðan rekstrarárangur yfir í eitt helsta mælitæki á stöðugleika, þrautseigju og sjálfbærni íslenskra fyrirtækja. Að sögn Hrefnu Aspar Sigfinnsdóttur, framkvæmdastjóra Creditinfo á Íslandi, endurspeglar saga Framúrskarandi fyrirtækja á margan hátt endurreisn íslensks atvinnulífs eftir hrun. Framúrskarandi fyrirtæki 16.10.2025 08:30 Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Þó tekjur Icelandair á þriðja fjórðungi ársins hafi verið í samræmi við áætlanir á það sama ekki við kostnað. Í afkomuspá frá því í júlí var gert ráð fyrir aukinni arðsemi á fjórðungnum en sú þróun mun ekki hafa gengið eftir. Viðskipti innlent 15.10.2025 17:01 Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Landsbankinn telur að dómur Hæstaréttar í gær gefi tilefni til þess að fara yfir skilmála um breytilega vexti í nýjum íbúðalánum. Móttaka nýrra umsókna um íbúðalán verður því sett á bið fram yfir helgi, en unnið verður með viðskiptavinum að afgreiðslu þeirra lánsumsókna sem þegar eru í vinnslu hjá bankanum. Viðskipti innlent 15.10.2025 16:02 Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Rekstraraðili fríhafnarverslana í Keflavík, Ísland Duty Free, hafa verðlangingu á áfengi í verslunum félagsins í Keflavík til skoðunar í framhaldi af umfjöllun um verðlag. Ábendingunum sé tekið alvarlega og hyggst fyrirtækið skoða sérstaklega verðlagningu þeirra vara sem reynast dýrari í fríhöfninni en í verslunum innanlands. Vísir greindi í morgun frá úttekt Félags atvinnurekenda sem meðal annars leiddi í ljós að áfengi í fríhöfninni í Keflavík sé allt að 81% dýrara en í fríhafnarverslunum á vegum sama fyrirtækis annars staðar í Evrópu. Neytendur 15.10.2025 13:43 Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sveitarfélagið Hornafjörður og þróunarfélagið Landsbyggð hafa gert samkomulag um alhliða uppbyggingu á nýju miðbæjarsvæði á Höfn. Útgerðin Skinney-Þinganes hafði frumkvæði að því að kanna möguleika á uppbyggingu miðbæjarins og á nú í viðræðum við Landsbyggð um þátttöku í verkefninu. Landsbyggð er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. Viðskipti innlent 15.10.2025 13:41 Vara við sósum sem geta sprungið Mjólkursamlag KS hefur ákveðið að innkalla fjórar tilteknar framleiðslulotur af pitsasósu, sem seldar eru undir merkjum IKEA, Bónus og E. Finnsson. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á seinni gerjun eftir framleiðslu, sem getur valdið því að flöskur bólgni og jafnvel springi. Neytendur 15.10.2025 11:45 Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Arion banki bendir á að skilmálar íbúðalána bankans með ákvæðum um breytilega vexti séu frábrugðnir þeim sem fjallað er um í dómi Hæstaréttar í málinu gegn Íslandsbanka og því sé erfitt að meta nákvæm áhrif af dómnum á lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum. Að því gefnu að sambærileg niðurstaða fengist í ágreiningsmáli um lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum sé það bráðabirgðamat bankans að fjárhagsleg áhrif slíkrar niðurstöðu yrðu óveruleg. Viðskipti innlent 15.10.2025 11:18 Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Verðsamanburður Félags atvinnurekenda á nokkrum áfengistegundum sem seldar eru í fríhafnarverslunum Heinemann leiðir í ljós að mörg dæmi eru um að vörurnar séu umtalsvert dýrari á Keflavíkurflugvelli en í öðrum fríhafnarverslunum sem fyrirtækið rekur í Evrópu. Verðmunurinn nemur allt að 81% á ákveðnum tegundum en minnsti munur 22%. Í öllum tilfellum er áfengið dýrast í íslensku fríhöfninni. Dæmi eru einnig um að áfengi í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sé dýrara en hjá ÁTVR. Neytendur 15.10.2025 10:23 Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Frummat Íslandsbanka gerir ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif dóms Hæstaréttar í „vaxtamálinu“ svokallaða verði innan við milljarður króna, fyrir skatta. Viðskipti innlent 15.10.2025 08:54 Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Ísland hefur í sextán ár skipað efsta sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna. Ísland var jafnframt annað landið í heiminum til að festa í lög að hvorki mætti halla á konur né karla í stjórnum stórra fyrirtækja um meira en 40%. Framúrskarandi fyrirtæki 15.10.2025 08:30 „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ „Það er bara lítill hópur sem les 100 blaðsíðna sjálfbærniskýrslur og þróunin verður sú að þessar skýrslur munu minnka og verða á endanum hluti af árskýrslunni,“ segir Eva Magnúsdóttir, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Podium, í samtali um sjálfbærniskýrslur fyrirtækja. Atvinnulíf 15.10.2025 07:01 Ballið búið hjá Bankanum bistró Tekin hefur verið ákvörðun um að loka Bankanum bistró, veitingastað og bar í Mosfellsbæ, næstkomandi sunnudag. Í tilkynningu segir að ákvörðunin sé ekki léttvæg. Viðskipti innlent 14.10.2025 23:47 Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ómögulegt að meta niðurstöðu Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða í fljótu bragði. Fjárhagsleg áhrif á bankana séu hugsanlega ekki eins mikil og talið var mögulegt áður. Í framhaldinu þurfi fjármálastofnanir að hafa mun skýrari vaxtaviðmið í lánum með breytilegum vöxtum. Viðskipti innlent 14.10.2025 19:51 Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Allir sjö dómarar Hæstaréttar voru sammála um að skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti hafi verið ólögmætir. Þrátt fyrir það var Íslandsbanki sýknaður af fjárkröfum í Vaxtamálinu svokallaða, þar sem að vextir á láni þeirra sem höfðuðu málið höfðu hækkað minna en stýrivextir Seðlabankans. Viðskipti innlent 14.10.2025 14:47 Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Dómur Hæstaréttar um lánaskilmála Íslandsbanka í dag er sigur fyrir neytendur og lántakendur, að mati formanns Neytendasamtakanna sem höfðuðu málið. Hann þýði að bankanum sé ekki heimilt að nota huglæga þætti til að ákvarða vexti. Viðskipti innlent 14.10.2025 14:19 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Nói Síríus fagnar níutíu ára afmæli konfektgerðar sinnar með því að kynna til leiks nýjan hátíðarmola með Malt og Appelsín-fyllingu. Neytendur 17.10.2025 10:22
Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Creditinfo hefur frá árinu 2010 unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði og er óhætt að segja markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggi að baki slíkum árangri. Framúrskarandi fyrirtæki 17.10.2025 10:01
Gengi Sýnar í frjálsu falli Gengi hlutabréfa Sýnar hefur lækkað um tæplega tuttugu prósent síðan markaðir opnuðu klukkan 09:30. Viðskipti innlent 17.10.2025 09:55
Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Nú þegar heilu bíómyndirnar eru framleiddar án mannfólks er það að verða sýnilegra með hverjum deginum, hvernig gervigreindin mun taka yfir ólíklegustu hlutverk í atvinnulífinu.Þar á meðal hlutverk stjórnenda. Atvinnulíf 17.10.2025 07:02
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Ítalskt leiguflugfélag er á meðal þriggja flugfélaga sem hafa sótt um að fá úthlutað losunarheimildum frá íslenska ríkinu. Úthlutunin er hluti af séríslenskri undanþágu frá hertum losunarreglum fyrir alþjóðaflug en ríkissjóður gæti orðið af á sjöunda hundrað milljóna króna í tekjur af sölu heimildanna í ár vegna hennar. Viðskipti innlent 17.10.2025 06:46
Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Gervigreind sem verndar auðkenni fólks fyrir óprúttnum aðilum er prufukeyrð þessa dagana hér á landi. Íslenskt hugvit kemur í veg fyrir að andlit fólks sé nýtt í gervigreindarmyndböndum. Viðskipti innlent 17.10.2025 06:01
Sýn gefur út afkomuviðvörun Sýn hf. gefur út afkomuviðvörun fyrir árið og gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2025 verði um 280 milljónir króna. Tekjur vegna stakra sjónvarpsáskrifta séu undir áætlun og auk þess auglýsingasala og tekjur vegna hlutanets áfram undir væntingum. Viðskipti innlent 16.10.2025 21:55
Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Hagar, sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup og Olís, högnuðust um 3.721 milljónir króna á fyrri helmingi yfirstandandi rekstrarárs. Það er umtalsverð aukning frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaður nam 2.573 milljónum króna. Forstjóri segir reksturinn ganga vel auk þess sem tekjur og afkoma á öðrum ársfjórðungi hafi reynst umfram áætlanir. Viðskipti innlent 16.10.2025 18:42
Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Samkeppniseftirlitið mun taka möguleg samkeppnislagabrot starfsmanna viðskiptabanka í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða til alvarlegrar skoðunar. Viðskipti innlent 16.10.2025 15:43
Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Icelandair hefur bætt Faro í Algarve-héraði Portúgals við leiðakerfið sitt og hefur flug þangað 26. mars næstkomandi. Play hóf að fljúga þangað í apríl í fyrra og gerði þar til að félagið fór á hausinn á dögunum. Viðskipti innlent 16.10.2025 13:12
Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Eftirlitsstofnun í Sviss hefur hafið frumkvæðisskoðun á því hvort að Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) stundi ólöglega veðmálastarfsemi með sölu á sýndareignum í aðdraganda að heimsmeistaramóti á næsta ári. Eignirnar veita möguleika á að kaupa miða á leiki á mótinu og ganga kaupum og sölum dýrum dómum. Viðskipti erlent 16.10.2025 11:39
Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Fasteignaeigendum hefur fjölgað undanfarið hjá umboðsmanni skuldara. Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara segir það mikið áhyggjuefni. Málin séu oft flóknari en hjá þeim sem eigi lítið. Hún segir heildarfjölda ekki hafa fjölgað hjá þeim en umsóknir á árinu eru um 500. Neytendur 16.10.2025 11:26
ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir þungum áhyggjum af atvinnuástandi á Húsavík og nágrenni vegna lokunar kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka. Í ályktun miðstjórnar, sem samþykkt var á fundi þeirra í gær, hvetur stjórnin stjórnvöld til að bregðast við hið fyrsta þannig að unnt verði að hefja rekstur fyrirtækisins á ný. Viðskipti innlent 16.10.2025 10:17
Gengi Icelandair hrapar Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur fallið um tíu prósent frá opnun markaða klukkan 09:30. Félagið sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær. Viðskipti innlent 16.10.2025 09:55
Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Vörður tryggingar hefur bætt meðgöngu-, fæðingar- og foreldravernd við hefðbundnar sjúkdómatryggingar án þess að hækka kostnað vegna tryggingarinnar. Í tilkynningu kemur fram að þessi nýja trygging hafi það markmið að styðja við foreldra. Bætur eru eingreiðslur og geta numið allt að einni milljón. Verndin gildir á meðan meðgöngu stendur, í fæðingu og þar til barn nær eins árs aldri. Neytendur 16.10.2025 08:55
Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Verkefnið Framúrskarandi fyrirtæki sem Creditinfo stendur að hefur þróast úr einfaldri viðurkenningu fyrir góðan rekstrarárangur yfir í eitt helsta mælitæki á stöðugleika, þrautseigju og sjálfbærni íslenskra fyrirtækja. Að sögn Hrefnu Aspar Sigfinnsdóttur, framkvæmdastjóra Creditinfo á Íslandi, endurspeglar saga Framúrskarandi fyrirtækja á margan hátt endurreisn íslensks atvinnulífs eftir hrun. Framúrskarandi fyrirtæki 16.10.2025 08:30
Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Þó tekjur Icelandair á þriðja fjórðungi ársins hafi verið í samræmi við áætlanir á það sama ekki við kostnað. Í afkomuspá frá því í júlí var gert ráð fyrir aukinni arðsemi á fjórðungnum en sú þróun mun ekki hafa gengið eftir. Viðskipti innlent 15.10.2025 17:01
Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Landsbankinn telur að dómur Hæstaréttar í gær gefi tilefni til þess að fara yfir skilmála um breytilega vexti í nýjum íbúðalánum. Móttaka nýrra umsókna um íbúðalán verður því sett á bið fram yfir helgi, en unnið verður með viðskiptavinum að afgreiðslu þeirra lánsumsókna sem þegar eru í vinnslu hjá bankanum. Viðskipti innlent 15.10.2025 16:02
Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Rekstraraðili fríhafnarverslana í Keflavík, Ísland Duty Free, hafa verðlangingu á áfengi í verslunum félagsins í Keflavík til skoðunar í framhaldi af umfjöllun um verðlag. Ábendingunum sé tekið alvarlega og hyggst fyrirtækið skoða sérstaklega verðlagningu þeirra vara sem reynast dýrari í fríhöfninni en í verslunum innanlands. Vísir greindi í morgun frá úttekt Félags atvinnurekenda sem meðal annars leiddi í ljós að áfengi í fríhöfninni í Keflavík sé allt að 81% dýrara en í fríhafnarverslunum á vegum sama fyrirtækis annars staðar í Evrópu. Neytendur 15.10.2025 13:43
Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sveitarfélagið Hornafjörður og þróunarfélagið Landsbyggð hafa gert samkomulag um alhliða uppbyggingu á nýju miðbæjarsvæði á Höfn. Útgerðin Skinney-Þinganes hafði frumkvæði að því að kanna möguleika á uppbyggingu miðbæjarins og á nú í viðræðum við Landsbyggð um þátttöku í verkefninu. Landsbyggð er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. Viðskipti innlent 15.10.2025 13:41
Vara við sósum sem geta sprungið Mjólkursamlag KS hefur ákveðið að innkalla fjórar tilteknar framleiðslulotur af pitsasósu, sem seldar eru undir merkjum IKEA, Bónus og E. Finnsson. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á seinni gerjun eftir framleiðslu, sem getur valdið því að flöskur bólgni og jafnvel springi. Neytendur 15.10.2025 11:45
Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Arion banki bendir á að skilmálar íbúðalána bankans með ákvæðum um breytilega vexti séu frábrugðnir þeim sem fjallað er um í dómi Hæstaréttar í málinu gegn Íslandsbanka og því sé erfitt að meta nákvæm áhrif af dómnum á lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum. Að því gefnu að sambærileg niðurstaða fengist í ágreiningsmáli um lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum sé það bráðabirgðamat bankans að fjárhagsleg áhrif slíkrar niðurstöðu yrðu óveruleg. Viðskipti innlent 15.10.2025 11:18
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Verðsamanburður Félags atvinnurekenda á nokkrum áfengistegundum sem seldar eru í fríhafnarverslunum Heinemann leiðir í ljós að mörg dæmi eru um að vörurnar séu umtalsvert dýrari á Keflavíkurflugvelli en í öðrum fríhafnarverslunum sem fyrirtækið rekur í Evrópu. Verðmunurinn nemur allt að 81% á ákveðnum tegundum en minnsti munur 22%. Í öllum tilfellum er áfengið dýrast í íslensku fríhöfninni. Dæmi eru einnig um að áfengi í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sé dýrara en hjá ÁTVR. Neytendur 15.10.2025 10:23
Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Frummat Íslandsbanka gerir ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif dóms Hæstaréttar í „vaxtamálinu“ svokallaða verði innan við milljarður króna, fyrir skatta. Viðskipti innlent 15.10.2025 08:54
Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Ísland hefur í sextán ár skipað efsta sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna. Ísland var jafnframt annað landið í heiminum til að festa í lög að hvorki mætti halla á konur né karla í stjórnum stórra fyrirtækja um meira en 40%. Framúrskarandi fyrirtæki 15.10.2025 08:30
„Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ „Það er bara lítill hópur sem les 100 blaðsíðna sjálfbærniskýrslur og þróunin verður sú að þessar skýrslur munu minnka og verða á endanum hluti af árskýrslunni,“ segir Eva Magnúsdóttir, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Podium, í samtali um sjálfbærniskýrslur fyrirtækja. Atvinnulíf 15.10.2025 07:01
Ballið búið hjá Bankanum bistró Tekin hefur verið ákvörðun um að loka Bankanum bistró, veitingastað og bar í Mosfellsbæ, næstkomandi sunnudag. Í tilkynningu segir að ákvörðunin sé ekki léttvæg. Viðskipti innlent 14.10.2025 23:47
Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ómögulegt að meta niðurstöðu Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða í fljótu bragði. Fjárhagsleg áhrif á bankana séu hugsanlega ekki eins mikil og talið var mögulegt áður. Í framhaldinu þurfi fjármálastofnanir að hafa mun skýrari vaxtaviðmið í lánum með breytilegum vöxtum. Viðskipti innlent 14.10.2025 19:51
Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Allir sjö dómarar Hæstaréttar voru sammála um að skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti hafi verið ólögmætir. Þrátt fyrir það var Íslandsbanki sýknaður af fjárkröfum í Vaxtamálinu svokallaða, þar sem að vextir á láni þeirra sem höfðuðu málið höfðu hækkað minna en stýrivextir Seðlabankans. Viðskipti innlent 14.10.2025 14:47
Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Dómur Hæstaréttar um lánaskilmála Íslandsbanka í dag er sigur fyrir neytendur og lántakendur, að mati formanns Neytendasamtakanna sem höfðuðu málið. Hann þýði að bankanum sé ekki heimilt að nota huglæga þætti til að ákvarða vexti. Viðskipti innlent 14.10.2025 14:19