Viðskipti

Á ég að hætta í nú­verandi sparnaði?

72 ára gamall karlmaður spyr: Ég er hættur að vinna og er skuldlaus. En ég á peninga, rétt yfir 60 milljónir sem ég ávaxtaði á ávöxtunarreikningum bankanna og fékk hæstu vexti sem síðan skertu greiðslur frá TR. Þannig að ég fór til Íslandsbanka og þeir sjá um að ávaxta peningana mína í sjóðum, en það sem gerist er að á 6 mánuðum hef ég tapað 2 milljónum. Hvað á ég að gera? Taka þetta úr fjárstýringu og setja þetta inn á ávöxtunarreikninga.

Viðskipti innlent

AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI

Hlutabréf í tæknifyrirtækinu Advanced Micro Devices eða AMD hafa hækkað um 23,71 prósent í dag eftir að tilkynnt var að fyrirtækið hefði gert risa samning við OpenAI. Gervigreindarfyrirtækið er hvað þekktast fyrir að þróa ChatGPT mállíkanið en samningurinn felur í sér langtímasamstarf fyrirtækjanna.

Viðskipti erlent

Ó­ljóst hvort veð­hafar fái nokkuð

Frá því starfsemi Fly Play hf. var stöðvuð í síðustu viku hafa skuldabréfaeigendur unnið sleitulaust að því að reyna að takmarka tjón sitt. Þeir eru meðal stærstu hluthafa þrotabús félagsins en óljóst hvort þeir muni á endanum fá nokkuð upp í kröfur sínar.

Viðskipti innlent

Inn­kalla eitrað te

Matvælastofnun varar við framleiðslulotu af tei frá vörumerkinu Herbapol vegna náttúrulegra eiturefna í því. Varan hefur verið innkölluð. 

Neytendur

Boeing sagt byrjað að þróa arf­taka 737 max-þotunnar

Boeing-fyrirtækið er byrjað að þróa nýja gerð mjóþotu með einum miðjugangi í farþegarými til að leysa af 737 max-þotuna í framtíðinni. Markmiðið er að ná til baka markaðshlutdeild sem Boeing hefur verið að tapa til Airbus í þessari stærð flugvéla. Þetta fullyrti bandaríska blaðið Wall Street Journal í liðinni viku og hafði þetta eftir ónafngreindum heimildarmönnum sem sagðir eru þekkja til málsins.

Viðskipti erlent

Eftir­lits­stofnanir vara við sýndareignum

Þrjár evrópskar stofnanir sem hafa eftirlit með fjármálafyrirtækjum hafa gefið út viðvörun til neytenda um að sýndareignir geti verið áhættusamar og að vernd, ef einhver er, geti verið takmörkuð eftir því í hvaða sýndareignum þeir fjárfesta.

Neytendur

Gengi Skaga rýkur upp

Gengi hlutabréfa í Skaga, móðurfélagi VÍS og Fossa, hefur hækkað um tíu prósent það sem af er degi. Tilkynnt var í nótt að stjórnir Skaga og Íslandsbanka hefðu samþykkt að hefja formlegar samrunaviðræður.

Viðskipti innlent

Fimm prósenta aukning í septem­ber

Icelandair flutti alls 479 þúsund farþega í september sem er aukning um fimm prósent á milli ára. Vöxturinn var mikill á markaðnum til Íslands, þar sem farþegafjöldi jókst um 15 prósent milli ára, og á markaðnum frá Íslandi þar sem aukningin var 12 prósent, sem er sagt endurspegla áherslu félagsins á þá markaði.

Viðskipti innlent

Segir lítinn sóma af verð­hækkunum Icelandair

Formaður Neytendasamtakanna segir engan brag af verðhækkunum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Play. Þrátt fyrir mikið framboð af flugferðum til og frá Íslands hafa ferðaskrifstofur lent í vandræðum með endurskipulagningu ferða.

Neytendur

Veitinga­staðurinn opinn en lónið opnar síðar

Búið er að opna veitingastaðinn Ylju í nýju baðlóni í Laugarási í Biskupstungum. Baðlónið opnar síðar í þessum mánuði. Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson er yfirkokkur og hannaði matseðil veitingastaðarins. Baðlónið er sjálft á tveimur hæðum og er aldursviðmið átta ára.

Viðskipti innlent

Omnom gjald­þrota og kröfu­hafar uggandi

Vörumerki súkkulaðigerðarinnar Omnom eru komin í eigu Helga Más Gíslasonar, barnabarns Helga Vilhjálmssonar í Góu. Góa hefur þegar tekið yfir framleiðslu súkkulaðsins. Omnom hf. er gjaldþrota og Helgi Már hefur stofnað félagið Omnom ehf. Kröfuhafar sem Vísir hefur rætt við óttast að fá ekkert upp í milljónakröfur í þrotabúið. Skiptastjóri segir mikið verk að gera upp búið.

Viðskipti innlent

Netvís tekur við af SAFT

Netvís – Netöryggismiðstöð Íslands hefur hafið formlega starfsemi og tekur við hlutverki SAFT sem íslenskt Safer Internet Centre. Í tilkynningu segir að með stofnun miðstöðvarinnar hafi verið stigið mikilvægt skref í átt að öruggara, ábyrgara og heilbrigðara stafrænu samfélagi. 

Viðskipti innlent