Dansinn dunar á leiksviðinu 14. júní 2004 00:01 "Dansleikhús er tiltölulega ung listgrein sem hefur átt auknum vinsældum að fagna úti í hinum stóra heimi, en hefur minna verið sinnt hérna þar sem leikhús og dans hafa meira verið sitt í hvoru lagi," segir Guðrún Vilmundardóttir, dramatúrg í Borgarleikhúsinu. Hún hefur ásamt Katrínu Ingvadóttur, dansara hjá Íslenska dansflokknum, skipulagt dansleikhúskeppni sem haldin er í annað sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld. "Við höfum lengi haft áhuga á því að leggja saman krafta okkar, Íslenski dansflokkurinn og Leikfélag Reykjavíkur, sem erum saman til húsa í Borgarleikhúsinu. Við erum í samstarfi til dæmis um Línu Langsokk og Chicago, en þetta er meira hugsað fyrir danshöfundana." Samkeppnin var auglýst í lok árs 2003 og í febrúar voru valdar níu hugmyndir til þátttöku í keppninni. Hvert verk má vera tíu mínútur að lengd. "Þessi tíu mínútna verk liggja vel við höggi bæði fyrir Dansflokkinn og Leikfélagið. Þetta er líka spennandi form að glíma við." Verkin í ár og höfundar þeirra eru eftirfarandi: "Dagur í frystihúsinu" er eftir Höllu Ólafsdóttur og Ilmi Kristjánsdóttur, "Sjá augu þín eins og mín, systir" er eftir þær Arnbjörgu Hlíf, Ólöfu Sigríði og Örnu Guðnýju Valsdætur, "Hamlett" nefnist verk eftir Berg Þór Ingólfsson, "Detached" er eftir Peter Anderson, "Flugur" eftir Aðalheiði Halldórsdóttur, "Bravó elskan" eftir Birnu Hafsteni og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, "Augnablik" er eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur, "X2" eftir Rebekku Austmann Ingimundardóttur og loks "Komið og dansið: A Found Object" eftir Stefán Jónsson og Jón Atla Jónasson. Eins og sjá má af þessari upptalningu eru danshöfundarnir hreint ekki eingöngu fólk sem hefur hingað til verið þekkt fyrir dansfimi eða aðra þátttöku í danslistum af hvaða tagi sem er. "Þarna tekur þátt fólk sem kemur kannski meira úr leiklistaráttinni heldur en dansinum. Ég held að þessi keppni sé einmitt fínt tækifæri fyrir marga til að spreyta sig á þessu." Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
"Dansleikhús er tiltölulega ung listgrein sem hefur átt auknum vinsældum að fagna úti í hinum stóra heimi, en hefur minna verið sinnt hérna þar sem leikhús og dans hafa meira verið sitt í hvoru lagi," segir Guðrún Vilmundardóttir, dramatúrg í Borgarleikhúsinu. Hún hefur ásamt Katrínu Ingvadóttur, dansara hjá Íslenska dansflokknum, skipulagt dansleikhúskeppni sem haldin er í annað sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld. "Við höfum lengi haft áhuga á því að leggja saman krafta okkar, Íslenski dansflokkurinn og Leikfélag Reykjavíkur, sem erum saman til húsa í Borgarleikhúsinu. Við erum í samstarfi til dæmis um Línu Langsokk og Chicago, en þetta er meira hugsað fyrir danshöfundana." Samkeppnin var auglýst í lok árs 2003 og í febrúar voru valdar níu hugmyndir til þátttöku í keppninni. Hvert verk má vera tíu mínútur að lengd. "Þessi tíu mínútna verk liggja vel við höggi bæði fyrir Dansflokkinn og Leikfélagið. Þetta er líka spennandi form að glíma við." Verkin í ár og höfundar þeirra eru eftirfarandi: "Dagur í frystihúsinu" er eftir Höllu Ólafsdóttur og Ilmi Kristjánsdóttur, "Sjá augu þín eins og mín, systir" er eftir þær Arnbjörgu Hlíf, Ólöfu Sigríði og Örnu Guðnýju Valsdætur, "Hamlett" nefnist verk eftir Berg Þór Ingólfsson, "Detached" er eftir Peter Anderson, "Flugur" eftir Aðalheiði Halldórsdóttur, "Bravó elskan" eftir Birnu Hafsteni og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, "Augnablik" er eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur, "X2" eftir Rebekku Austmann Ingimundardóttur og loks "Komið og dansið: A Found Object" eftir Stefán Jónsson og Jón Atla Jónasson. Eins og sjá má af þessari upptalningu eru danshöfundarnir hreint ekki eingöngu fólk sem hefur hingað til verið þekkt fyrir dansfimi eða aðra þátttöku í danslistum af hvaða tagi sem er. "Þarna tekur þátt fólk sem kemur kannski meira úr leiklistaráttinni heldur en dansinum. Ég held að þessi keppni sé einmitt fínt tækifæri fyrir marga til að spreyta sig á þessu."
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira