Líflegur markaður í miðri London 16. júní 2004 00:01 Spitalfields-markaðurinn í London á sér langa sögu. Upprunalega ávaxta- og grænmetismarkaður en hefur á síðustu árum breyst í vettvang ungra hönnuða sem selja töskur, boli, jakka og fleira spennandi. Enn má þó finna alls konar girnilega matvöru, flott húsgögn, borðbúnað og fleira áhugavert. Skemmtilegast er að heimsækja markaðinn á sunnudögum. Þá iðar hann af lífi. Göturnar í kring eru líka líflegar, alls staðar kaffihús og hvert sem litið er má sjá hipp og kúl Lundúnabúa á ferðinni. Fyrir nokkrum árum stóð til að rífa markaðinn og byggja skrifstofuhúsnæði, verslanir og hótel í staðinn. Kröftug mótmæli björguðu málunum og markaðurinn lifir góðu lífi. Eins og áður sagði eru vörur ungra hönnuða áberandi. Verðið er sanngjarnt og markaðurinn tilvalin tilbreyting frá ösinni á Oxford-stræti. Markaðurinn er eins og Covent Garden var áður en hann breyttist í ferðamannagildru, sagði einhver, og það eru orð að sönnu. Hvernig kemst maður þangað? Næsta neðanjarðarstöð er Liverpool Street Station. Þaðan er nokkurra mínútna gangur að markaðinum sem stendur við Brushgate-götu. Ábending Byrjaðu sunnudaginn á Columbia Road blómamarkaðinum sem er einnig á sunnudögum. Sumir segja að sá markaður sé besti staðurinn til að fá sér árbít. Athugið vel að þessi markaður hefst klukkan 9 og lokar klukkan 12. Næsta neðanjarðarlestarstöð er Shoreditch-stöðin sem opin er á sunnudögum fyrir markaðinn. Markaðurinn sjálfur stendur við Columbia Road. Ferðalög Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Spitalfields-markaðurinn í London á sér langa sögu. Upprunalega ávaxta- og grænmetismarkaður en hefur á síðustu árum breyst í vettvang ungra hönnuða sem selja töskur, boli, jakka og fleira spennandi. Enn má þó finna alls konar girnilega matvöru, flott húsgögn, borðbúnað og fleira áhugavert. Skemmtilegast er að heimsækja markaðinn á sunnudögum. Þá iðar hann af lífi. Göturnar í kring eru líka líflegar, alls staðar kaffihús og hvert sem litið er má sjá hipp og kúl Lundúnabúa á ferðinni. Fyrir nokkrum árum stóð til að rífa markaðinn og byggja skrifstofuhúsnæði, verslanir og hótel í staðinn. Kröftug mótmæli björguðu málunum og markaðurinn lifir góðu lífi. Eins og áður sagði eru vörur ungra hönnuða áberandi. Verðið er sanngjarnt og markaðurinn tilvalin tilbreyting frá ösinni á Oxford-stræti. Markaðurinn er eins og Covent Garden var áður en hann breyttist í ferðamannagildru, sagði einhver, og það eru orð að sönnu. Hvernig kemst maður þangað? Næsta neðanjarðarstöð er Liverpool Street Station. Þaðan er nokkurra mínútna gangur að markaðinum sem stendur við Brushgate-götu. Ábending Byrjaðu sunnudaginn á Columbia Road blómamarkaðinum sem er einnig á sunnudögum. Sumir segja að sá markaður sé besti staðurinn til að fá sér árbít. Athugið vel að þessi markaður hefst klukkan 9 og lokar klukkan 12. Næsta neðanjarðarlestarstöð er Shoreditch-stöðin sem opin er á sunnudögum fyrir markaðinn. Markaðurinn sjálfur stendur við Columbia Road.
Ferðalög Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira