Munur er á manviti og mannviti Jakob Bjarnar skrifar 6. desember 2025 07:02 Bjarki Karlsson sem var að senda frá sér Láka rímur. Hvorki Vísir né þeir sem hafa skoðað skilja hvernig það megi vera að þetta meistaraverk sé ekki meðal þeirra sem tilnefnt eru til Bókenntaverðlauna. Höfundurinn lætur sér það þó í léttu rúmi liggja. vísir/vilhelm Helstu tíðindi fyrir þessi bókajól koma á óvart. Rímur! Svo það sé sagt þá hafa kvæði ekki beinlínis verið minn tebolli. En út er komin bókin Láka rímur eftir Bjarka Karlsson sem fara langt með að umturna minni afstöðu til kveðskapar. Hér er lygilega vel ort, undir ströngum háttum og er vísað út og suður. Gagnrýnendum Kiljunnar, þeim Sverri Norland og Þorgeiri Tryggvasyni, féllust hendur í gagnrýni um verkið – þeir töldu þetta of lært fyrir sig að fjalla um með fullnægjandi hætti. Og nefndarmenn um hin íslensku bókmenntaverðlaun eru, já, nefndarmenn um hin íslensku bókmenntaverðlaun. Verkið er margslungið, myndskreytingar eru eftir Þór Yershov, sem er sonur Bjarka og skýringar ritar hinn dularfulli bókmenntafræðingur Már Valgeirsson. Már er víðlesinn en hann hellir sér yfir höfund þegar svo ber undir. Már mun vera alteregó höfundar. Við Bjarki mæltum okkur mót og ég tjáði honum að ljóð hafi sjaldnast verið við minn smekk, þetta geti reynst óttalegt naflalóarkropp en þessar rímur hafi náð mér. „Já takk. Manstu eftir Fræbbblunum? „Ljóð eru leiðinleg, litlaus og ljót. Ég hef ekki tíma fyrir svoleiðis dót.“ Bjarka Karlsson sem var að senda frá sér Láka-rímur. Bjarki kveður þessa hendingu pönksveitarinnar goðsagnakenndu úr Kópavogi og fer létt með. Það er ljóst að hann lifir að einhverju leyti í kveðskap. „Þú getur tekið þitt kjaftæði og rugl. Ég vil ekki heyra svoleiðis bull.“ Bjarki bætir við: „Annars leiðast mér öll ljóð. Ég les ljóðabækur bara til að stúdera stuðlun, rím og hrynjandi og fer alveg á mis við innihaldið.“ Hvað er það við Láka sem er svona ómótstæðilegt? Bjarki segir Láka rímur hafi lengi verið í vinnslu, í um tíu ár. Þá hóf hann að yrkja þessar rímur en hann segist oft hafa lagt rímurnar frá sér. Hætt. En lét vera að henda kveðskapnum og því hafi hann getað haldið áfram. Bjarki byggir rímurnar á skemmtilegu smábarnabókinni Láka. Jón Yngvi Jóhannesson, dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands, hefur reyndar varað við þeirri bók; sagt hana og aðrar smábarnabækur löðrandi í kynþáttahyggju og staðalímyndum. Hann skrifaði grein sem birtist í Andvara þar sem hann veltir fyrir sér ýmsum flötum á þessari bók og öðrum smábarnabókum. „Já, orginal-bókin er afskaplega sérstök. Jón Yngvi vinur minn veltir því fyrir sér hvers vegna bókin seljist ennþá. Danir kaupa hana ekki lengur. Þetta er áhugaverð grein.“ Hvað er það við Láka sem höfðar svona sterkt til íslenskra lesenda? „Kannski þetta með að honum er gert að gera eitthvað ljótt á hverjum degi. Og reynir að standa við það, eins og orginal-bókin er lögð upp.“ Bjarki segir að menn þurfi að lesa rímur sínar vel til að átta sig á því að á þessu megi finna annan flöt. Samband jarðálfsins Láka við foreldra hans sé til að mynda gott í grunninn. „Þau eru eitthvað að skiptast á skotum en þetta er greinilega allt í góðu þó mamma hans segi „kúkalabbinn minn“ og eitthvað svona. Og Láki gefi skít í idol pabba síns, afturhaldskommatittinn Leonid Brésnef. En ef maður reynir að fá eitthvert samhengi í þetta er ákvörðun Láka sú að fara upp á jörðina gagngert til að hrekkja foreldra sína og gera tóm góðverk!“ Láki í raun að vinna góðverk Bjarki segir þetta öfugsnúið, Láki telji sig vera að gera góðverk. „Hann tekur leikföngin af börnunum svo þau verði ekki að aumingjum og drullusokkum. Grautnum hellir hann á köttinn því þetta er stórhættulegt danskt sætmeti.“ Bjarki þjáðist lengi af verulegum fordómum gagnvart bókmenntafræðingum en þeir hafa látið undan á seinni árum.vísir/vilhelm Það kemur fram í rímunni um köttinn að njálgur sé eitt af því sem menn smitist af við neyslu sætmetis. Það skýrir Már Valgeirsson neðanmáls með því að endurbirta fjórtán ára gamla færslu af gamla Barnalandi um nammibarinn í Hagkaup sem fór eins og logi yfir akur á sínum tíma. „Í rímunni skamma ég Láka fyrir að veitast að kettinum. Ritskýrandinn gerir alvarlega athugasemd við það að höfundur geti ekki haldið sig við að endursegja söguna og sé farinn að rífast við persónu sína. Og svo er það þetta með púðrið í pípu pabbans. Þá kemur mikið lof um tóbak.“ Tóbak drjúgum talið ertaugahrúgur róa.Ef þú trúir ekki mérættir þú að prófa. En það kemur fram síðar hvað Láka gekk til. Pápinn stefnir beint að lungnakrabbameini. Í kaflanum þegar hann er búinn að gera ljótt, 721 sinni eins og stendur í gömlu barnabókinni. Ég næ að binda í vísu. Þess vegna er þessi skrítna vísa með stærðfræðiformúlunni. 26. Hrekkt nú slinni 100 x hefur 7-falt,+ 5 x 3. En 3þar til vinnist 2-falt. 27. Hans var mótíf mannkyns ljótust mein að laga,ráða bót á rugli fólks,reyna skjótan aga. 28. Lífstílstenda lesti reyndi lengi´að yfir-buga. (Leyndó: fólk er fífl,foraðsgreindin lifir. (Bls. 174) Ívar þarf ekki að dýfa hendi í kalt vatn, hann þarf ekki að dýfa bífum sínum í volgt vatn og Elsa er orðin allt of feit. „Kellingin er enn að reiða fram vellinginn þó Láki hafi hellt honum á köttinn. Eins og fabbi púar pabbi pípu í leyni. Sína labbar leiðina að lungnakrabbameini. Láki fær öll útlitseinkenni aría Svo þurfti ég að finna skýringu á því hvernig hann gæti réttlætt það að sprauta vatni á póstinn eins og Láki í frumbókinni gerir. Svo ég gerði póstinn að illmenni.“ Bjarki vísar í allskyns atburði þegar hann lýsir „illvirkjum“ aðalpersónunnar. Láki telur sig vera að gera eitthvað að viti en gefst þá upp og nennir þessu ekki lengur. Í stað þess að Láki breytist í venjulegan dreng fær hann öll útlitseinkenni aría. „Bókin kemur út í Danmörku 1944,“ segir Bjarki merkingarþrunginni röddu. „Það er engin skýring á því í bókinni hvers vegna, hann bara skiptir um kynþátt. En í rímunum er hann sendur til lýtalæknis sem er púra sadisti. Sem neitar meira að segja að láta hann fá verkjalyf þegar hann sker af honum eyrun og halann.“ Skemmtilega smábarnabókin Láki er viðmiðið. Bjarki telur Láka að verulegu leyti miskilinn dreng.vísir/vilhelm Bjarki fellst á að þetta sé margslungið efni; rímurnar séu svakalegar og jafnvel vafasamar á köflum, svo sem þegar skýrt er hvers vegna húð Láka lýsist við umbreytinguna: „Orkukjara arísk vara eykur pjakks von; maukið rara´er makað var á Michael Jackson.“ (Bls. 203.) „Ritskýrandinn fer hárfínt í að hneykslast á þessu. Hann skýrir út að Michael Jackson hafi litast upp vegna vitigo-heilkennis, sem sé sjálfsofnæmissjúkdómur,“ segir Bjarki og vitnar í Má: „Rakalausar flökkudylgjur saurga að óþörfu eigi ógrómtekna minningu látins listamanns sem getur ekki einu sinni borið sér handarbein fyrir höfðuskel. Lítil eru geð guma að sparka í lík liggjandi manns.“ Már ritskýrandi getur reynst nautheimskur Bjarki segir að viðtekinn skilningur á Láka sé ekki það sem lagt er upp með í rímunum. Þar býr meira undir. En bókin kom fyrst út á Íslandi 1956. „Hún er alltaf fáanleg. Útgefandinn minn, sem er jafnframt útgefandi Skemmtilegu smábarnabókanna, segir mér að tvö þúsund eintök af Láka jarðálfi seljist ár hvert og að það sé varlega áætlað að hún hafi selst í meira en hundrað þúsund eintökum á 69 árum. Ég las þetta sem krakki og kynslóðirnar á undan þekktu bókina líka. Svo breytist tíðarandinn og fólki fer að skiljast að það megi ekki líta niður á þá sem líta ekki eins út og maður á að venjast og þá fer mörgum að þykja bókin óþægileg. En kaupa hana samt.“ Samband Bjarka og Más Valgeirssonar bókmenntafræðings, en Már ritar neðamálsgreinar/skýringar sem eru rúmlega áttatíu prósent textans, er sérstakt. „Hann getur verið mjög fjandsamlegur. Hann getur líka verið mjög gagnlegur og þriðja hliðin á honum er að hann getur verið nautheimskur. En þegar hann er gagnlegur er hann fróður. Og þar klofnar hann líka, stundum tekur hann afstöðu „góða fólksins“ en stundum vella upp úr honum fordómarnir líka. Hann er mjög undarleg týpa. Hann bara gegnir þessu hlutverki að sumt þarf að skýra, sumt vil ég ekki endilega skýra… allt sem er neðanbeltis skilur hann ekki. Bara alls ekki.“ Níu skessur allar óléttar af sama barninu Bjarki reynir til að mynda að halda því til haga hversu margar konur Óðinn fór upp á. „Svo lýg ég líka upp á Óðin því að hann sé faðir Heimdallar sem átti níu mæður. Sem allt voru tröllskessur. Það var bara ein ástæða fyrir því að sú vísa varð til, mig langaði að kalla guðinn Heimdall íhaldsguð. Hún er sjúklega ofrímuð þessi.“ 5. Knýja 9 úr Kríu-Týkvíarýjur slý í breimdall.Spýju drýgja ýgjar ííhaldsskýjadíann, Heimdall. (Bls. 70.) Þetta er mikil íþrótt? „Þetta er bara íþrótt. Þessi vísa gerir ekkert. Þetta mikla innrím hefur engan sérstakan tilgang. En þetta er skýrt. Níu kerlingar taka sæðið úr Óðni og verða svo allar óléttar að sama barninu.“ En þetta skýrir hins vegar Már sem óskiljanlega merkingarleysu, sem mætti ef til vill túlka sem svo: „Níu mjólkandi kindur kara Óðin (líkt og ær kara lömb sín) og losa sig við slímið í ker eða ofurlitla fötu sem skessur taka og færa goðinu Heimdalli“. Már er algjörlega úti á þekju, að sögn Bjarka. Hann skýrir ekki eða skilur ekki. Maður getur eiginlega ekki annað en vorkennt Má þegar hann reynir að finna fjölina sína. Í mansöng á blaðsíðu 72 segir á einum stað af eineygðum bormanni sem „gjörist ormur, göngin smyr / glerháll stormar, frjór sem mormón“. Það þarf ekki fræðimann til að sjá að þetta er vísun í launerótíska lýsingu Snorra Sturlusonar á því hvernig Óðinn boraði í gegnum bergstál og breytti sér í orm til þess að komast inn í lokaðan helli meyjarinnar Gunnlaðar. Sleipiefnið var þó aldrei í Snorra-Eddu. Samband Bjarka og ritskýrandans, sem á reyndar áttatíu prósent af því sem skrifað er í bókina, Más Valgeirssonar, er afar sérstakt.vísir/vilhelm Már skilur þetta ekki og delerar: „Þó að þeir mormónar og Óðinn eigi búfjárlifnað að sameiginlegu áhugamáli er útilokað að Óðinn hafi verið mormón, því aftrar tímaskekkja. Miklu nær hefði verið að líkja þeim eineyga við Múhameð.“ Þeir hafi verið samtímamenn hvor öðrum slægari og hvorugur Kristni kær. Már heldur áfram skýringum sínum: „Það skilur þó í milli að Óðinn var ölkær, boðar hvorki bindindi né föstur og hirðir lítt um annarra manna ergi. Múhameð er mun stjórnlyndari, fyrirskipar föstur, bannar alla drykkju, ergi og fleira djúsí, enda leiðinlegur í samræmi við það.“ Svo er sem Már sjái að sér: „Nú verð ég drepinn,“ skrifar hann þá með vísan til þess að menn megi ekki setja á bók óvarleg orð um Múhameð. Már sá eini sem skammast í Bjarka Þetta er skáldskapur og þá myndast nokkuð sem heitir sögumaður. Það er því höfundur-sögumaður-rímnaskáldið-ritskýrandinn? „Já, ég tek á því á kreditsíðunni. Það er í ætt við þá bókmenntafræði sem ég lærði í Háskólanum,“ segir Bjarki. Hann segir að merkið © hafi enga þýðingu, maður gæti rétt eins haft skrípakall eftir Hugleik í stað þess. „Ytri höfundar, innri höfundar, ég er eiginlega búinn að svara spurningu þinni þar.“ Þar í raun afsalar Bjarki sér allri ábyrgð á verkinu. Ytri höfundur ber ábyrgð á háttum sem leiddu til þess að vísurnar sömdu sig sjálfar og innri höfundur bergmálar gamlar bækur sem enginn veit hver skrifaði, síst sá sem er skrifaður fyrir Láka rímum. „Þarna er ég búinn að sverja af mér allt sem sagt er í bókinni. Það er ekki margt sem má segja í dag, það má í raun ekki segja neitt sem gæti sært einhvern. En það er mjög mikið gert af því hérna. Þar kemur Már Valgeirsson mér til bjargar. Hann úthúðar mér alltaf þegar ég yrki ljótt og til hvers þá að skamma mig? Elliði Vignisson má ekki segja brandara um Möggu Stínu, hann sagðist hafa fengið morðhótun eftir 18 mínútur. Það hefur í það minnsta enginn hótað mér ennþá. Ég ligg reyndar ekki mikið yfir samfélagsmiðlum; það hefur enginn sent mér póst og sagt mér að drífa mig til helvítis. En það gæti vel gerst þegar þetta viðtal birtist á Vísi. Fólk hlýtur bara að fara að taka við sér.“ Það sem gerir ljóð að ljóði En varðandi bókmenntafræði og þá hina ævisögulegu aðferð sem virðist ríkjandi hér á landi, hver er þín afstaða til hennar? „Ég held að fræðimenn sem birta greinar í ritrýndum tímarium greina ritverk ekki mikið með því að einblína á persónu höfundarins og reynsluheim hans. Forðast það jafnvel eins og heitan eldinn. Ég held að þetta hafi verið kallað „dauði höfundarins“. Öðru máli gegnir um bókmenntagagnrýni og ritdóma í fjölmiðlum. Hugsanlega hef ég einhvern tímann kallað þá iðju lakasta allra bókmenntagreina. Ég er að hugsa um að hætta því, mér er sagt að þessi stétt hafi talað svo fallega um mig eftir að Láka rímur komu út. Bjarki segir formlaus ljóð mega vera verulega góð til að ná máli.vísir/vilhelm Bjarki víkur að kveðskap og segir marga telja formlausan skáldskap engin ljóð. Sjálfur sé hann ekki alveg svo harður á meiningunni en segir þó að formlaust ljóð verði að vera verulega gott ef það á að ná máli. „Þegar þú þarft ekki lengur að lúta formkröfum þarftu að gera þeim mun betur á sviði alls hins sem gerir ljóð að ljóði. Satt að segja hafa ekki mörg óbundin ljóð náð til mín, enda skil ég ekki lýrík. Þó hef ég náð að átta mig á því hvert er verið að fara í sumum þeirra og svo ber það við að ég skil ekki boðskapinn en finnst orðfærið heillandi.“ Bjarki nefnir til dæmis um þetta það að hann hafi þýtt heila bók með óbundnum ljóðum, eftir Yahya Hassan, dansk/palestínskt ljóðskáld, sem 2013 hlaut verðlaun Dansk Bogforum fyrir besta byrjendaverkið. „Hann var utangarðs, ólst upp í innflytjendagettói í Árósum. Hann verður fyrir heimilisofbeldi, var á kafi í glæpum og dópi. Systemið reynir að halda utan um hann en hann lítur á alla í félagsþjónustunni sem nytsama hálfvita. Svo skrifar hann bók og verður forríkur. Í Danmörku verða menn ríkir ef þeir ná að selja einu og hálfu prósenti þjóðarinnar eintak eins og hann gerði, hundrað þúsund bækur, fimmtán sinnum stærri markaður. Hann gat ekki höndlað velgengnina, hélt áfram að komast í kast við lögin og fannst loks látinn á heimili sínu 2020.“ Enn um gagnrýnendur Við höfum villst af leið og líklega tímabært að beina sjónum aftur að Láka rímum sem hafa verið ausnar lofi af ýmsum kanónunum. Ég nefni það sem áður sagði að gagnrýnendur Kiljunnar hafi lýst sig sigraða? „Æ, sagði ég ekki rétt áðan að ég ætlaði að hætta að segja ljótt um þessa bókmenntagrein sem kallast gagnrýni. Ég ákvað áður en bókin kom út að leiða hjá mér umfjöllun um hana ef einhver yrði. Auðvitað hvarflaði að mér að laumast vef Ríkisútvarpsins og líta á þetta. Fólk sagði mér að ég hefði verið ausinn lofi en mér þykir ekki þægilegt að sitja undir svoleiðis.“ Bjarki hefur gefið út eina bók áður, Árleysi alda sem kom úr 2013, og las þá samviskusemlega allt sem um hana var ritað. „Allt mjög lofsamlegt og svo fundu allir eitthvað eitt til að finna að. En ég var bara svo ósammála greinendunum hvað væri gott og hvað ekki, og svo sá enginn drungann sem lá alls staðar undir en þótti það sem blasti við á yfirborðinu fyndið. Ég undanskil þó Gauta Kristmannsson sem fjallaði ítarlega um bókarkorn þessa ókunna nýliða í útvarpsþættinum Víðsjá. Hann kallaði þessa bragfræðilega háttbundnu bók mína póstmóderníska. Hann sá það.“ Gríðarleg vinna, eða tíu ár, liggur að baki Láka rímum.vísir/vilhelm Bjarki segir að sér þætti alls ekki verra ef einhver myndir rífa Láka rímur í sig. „Segja ef til vill að þetta sé handónýtt orðaklám. Ég væri alveg til í að sjá svoleiðis dóm. Þú getur kannski séð til þess?“ Nei, ég verð að neita Bjarka um það. Ég er harður á því að um snilldarverk sé að ræða. En Már fékkst til starfans. Bjarki vísar í orðsendingu frá sér við upphaf bókarinnar. Sem er að stofni til bragfræðilegt manifesto, hvaða reglum hann fylgdi sem eru harðar formkröfur eins og þær að ekki megi vera forliðir í rímunum. „Ég lýsi þar hollustu við lærdómskver í bragfræði sem segja að áhersluléttir forliðir eigi ekki heima í rímnaháttum. Þó hef ekki séð eina einustu rímu sem er ekki fleytifull af forliðum, ef frá eru talda stöku 20. aldar rímur sem komu út eftir að lærdómskverin voru prentuð. Til að vega upp á móti því handgenginn ég er ströngustu kröfum formsins er flest annað í miklu ólagi, vægast sagt. Már bókmenntafræðingur rífur það allt í sig og gat auðvitað ekki annað en birt það eins og mannfýlan gekk frá því. Það væri ekkert annað en sá höfuðglæpur, þöggun, að ritskoða Má.“ Óttar Guðmundsson fær sérstakar þakkir Og þar neðar má svo sjá þakkir til Óttars Guðmundssonar geðlæknis, að honum sé að þakka að tekist hefur að koma þessu saman. „Ég hef hitt hann reglulega allan þennan áratug og við erum orðnir miklir vinir. Hann hefur unnið mér mikið gagn“. Ók? „Hann sagði mér einhvern tíma frá því að þessi opinskáu viðtöl þar sem viðmælandinn telur upp alla sjúkdóma sína, áföll og erfiðleika. Og að systir hans hafi kallað þessi viðtöl aumingi vikunnar. Ég ætla ekki að vera aumingi vikunnar í þessu viðtali.“ Jæja. Það sést reyndar víða í bókinni að svo virðist sem skáldið sé að sligast undan tilgangsleysi tilverunnar ekki síst undir lokin þar sem mörg helstu rímnaskáld þjóðarinnar eru tíunduð. Þetta er bölsýnistal en Bjarki hefur engan hug á því að ræða það frekar í þessu spjalli. Þrátt fyrir, og kannski vegna þessa bölmóðs hafa margir þegar orðið til að ausa Láka rímur lofi. Þessi rímnagáfa er ekki eitthvað sem menn fæðast með? „Nei. Ég samdi aldrei neitt að viti. Og ekki fyrr en eftir tvítugt þegar ég fór að búa til tækifærisvísur um fólkið í kringum mig. Stundum kyrjað á fylleríum, yfirleitt óprenthæft og það sem verra er, stendur ekki rétt í stuðlum.“ Hefði viljað vita af tilvist stuðla og höfuðstafa fyrr Og ljóst má vera að ýmislegt af því er ekki birtingarhæft í siðprúðum miðlum. Bjarki segist sjálfmenntaður í þessum efnum að mestu leyti. „Ég lærði fyrst af tilvist stuðla og höfuðstafa í 9. bekk sem myndi heita 10. bekkur núna. Og mér hefði þótt mjög gott að vita af þeirri minnisreglu þegar maður var pyntaður til að læra skólaljóðin utanbókar í barnaskóla. Lærðu þetta utanbókar og farðu með það! Ég hafði ekki hugmynd um að þarna væri eitthvað sem gæti hjálpað manni að muna. Og ég heyrði það aldrei né skynjaði. Það var enginn á mínu heimili eða nærumhverfi sem var að búa til vísur. Bjarki hefur skoðanir á íslenskunni og þróun hennar en lýsir því þó yfir að hann sé algerlega laus við stjórnlyndi.vísir/vilhelm Pabbi kenndi mér margar góðar vísur sem lifa með manni. En svo fór ég, þegar ég var að gera þessar tækifærisvísur, að huga að því að maður ætti ekki að vera að svindla svona á stuðlareglunum. Ég hef aldrei látið frá mér neitt á prent sem er vitlaust.“ En hvað ertu menntaður? „Ég er kerfisfræðingur. Ég lærði úti í Danmörku og sama nám fór svo að verða í boði fljótlega eftir að ég lauk því í nýstofnuðum tölvuskóla Verzlunarskólans sem er í raun sprotinn sem varð að HR. Það nám var sniðið eftir því námi sem ég tók úti í Danmörku.“ Bjarki starfaði við að forrita og sinna tölvuverum, kenna á tölvur og gera gagnagrunnstengdar vefsíður. „Þetta var starfi minn í fimmtán ár. Svo fór ég í Háskólann og skellti mér í íslensku. Ég hafði ekkert álit á bókmenntafræði þá þegar, mér fannst flest sem kom frá bókmenntafræðingum afskaplega vitlaust. Ég er frekar fordómafullur að eðlisfari og þykir það slæmt. Segja má að Már Valgeirsson endurómi þessa gömlu fordóma gagnvart bókmenntafræðinni. „Með því að taka almenn málvísindi sem aukagrein ásamt íslensku þá gat ég minnkað verulega hlut bókmenntafræðinámskeiða. En svo féll ég fyrir miðaldabókmenntum, eða öllu heldur stúdíum á miðaldabókmenntum, tók meistarapróf í „íslenskum fræðum“. Það þýðir að ég gæt bæði kallað mig málfræðing og bókmenntafræðing, eða eins og segir í Passíusálmunum: „Þetta sem helst nú varast vann / varð þó að koma yfir hann.“ Þannig að ég endaði á að láta af þessum fordómum. Enda fer maður í nám til að vinda ofan af fordómum sínum. Nú, svo er konan mín er doktor í bókmenntafræði, það er hún sem þarf að þola bullið í mér þegar ég gleymi því hvað ég er orðinn fordómalaus.“ Er algjörlega laus við stjórnlyndi Nú er mikið rætt um stöðu íslenskunnar og veigur að heyra afstöðu manns sem hefur þetta vald á kveðskap og rímum, sem eru ekki mikið lesnar núna, til þess. Hefurðu áhyggjur af stöðu íslenskunnar? Við höfum verið að fara í gegnum ægilegar umræður til að mynda um Písa-próf, að drengir geti ekki lesið sér til gagns og svo framvegis? „Já, það er reyndar komið inn á þessi Písa-mál í bókinni. Að það sé munur á manviti og mannviti. Már Valgeirsson segir að mannvit, með tveimur n-um, sé hnjóðsyrði því drengir séu sljóir og geti ekki lesið. Hann er með það alveg á hreinu. En það vantar í mig allt stjórnlyndi. Ef fólkið vill ekki tala íslensku, þá talar það ekki íslensku. Ef fólk vill ekki nota viðtengingarhátt, þá bara hættir það að nota hann. Nema sonur minn, ég leiðrétti hann alltaf. Honum leiðist að heyra mig tala um viðtengingarhátt.“ Bjarki kímir og segist reyndar hafa tvíbenta afstöðu til þessa alls. „Öll tungumál breytast öllum stundum. Mér finnst að svokallað „kennivald“ hvað málfar varðar, til dæmis skólar og fjölmiðlar, eigi að vera endastöð málbreytinga. Þá er ég ekki bara að tala um slettur og slangur heldur t.d. breytingar í hljóðkerfinu, beygingarkerfinu, í setningagerð. Ég vil síður lesa eða heyra í fréttum „það var lamið í klessu öll“ meðan meirihlutinn myndi enn segja „allir voru lamdir í klessu“. Svo má endurskoða stefnuna þegar fólk er hætt að skilja síðarnefndu gerðina.“ Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Hér er lygilega vel ort, undir ströngum háttum og er vísað út og suður. Gagnrýnendum Kiljunnar, þeim Sverri Norland og Þorgeiri Tryggvasyni, féllust hendur í gagnrýni um verkið – þeir töldu þetta of lært fyrir sig að fjalla um með fullnægjandi hætti. Og nefndarmenn um hin íslensku bókmenntaverðlaun eru, já, nefndarmenn um hin íslensku bókmenntaverðlaun. Verkið er margslungið, myndskreytingar eru eftir Þór Yershov, sem er sonur Bjarka og skýringar ritar hinn dularfulli bókmenntafræðingur Már Valgeirsson. Már er víðlesinn en hann hellir sér yfir höfund þegar svo ber undir. Már mun vera alteregó höfundar. Við Bjarki mæltum okkur mót og ég tjáði honum að ljóð hafi sjaldnast verið við minn smekk, þetta geti reynst óttalegt naflalóarkropp en þessar rímur hafi náð mér. „Já takk. Manstu eftir Fræbbblunum? „Ljóð eru leiðinleg, litlaus og ljót. Ég hef ekki tíma fyrir svoleiðis dót.“ Bjarka Karlsson sem var að senda frá sér Láka-rímur. Bjarki kveður þessa hendingu pönksveitarinnar goðsagnakenndu úr Kópavogi og fer létt með. Það er ljóst að hann lifir að einhverju leyti í kveðskap. „Þú getur tekið þitt kjaftæði og rugl. Ég vil ekki heyra svoleiðis bull.“ Bjarki bætir við: „Annars leiðast mér öll ljóð. Ég les ljóðabækur bara til að stúdera stuðlun, rím og hrynjandi og fer alveg á mis við innihaldið.“ Hvað er það við Láka sem er svona ómótstæðilegt? Bjarki segir Láka rímur hafi lengi verið í vinnslu, í um tíu ár. Þá hóf hann að yrkja þessar rímur en hann segist oft hafa lagt rímurnar frá sér. Hætt. En lét vera að henda kveðskapnum og því hafi hann getað haldið áfram. Bjarki byggir rímurnar á skemmtilegu smábarnabókinni Láka. Jón Yngvi Jóhannesson, dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands, hefur reyndar varað við þeirri bók; sagt hana og aðrar smábarnabækur löðrandi í kynþáttahyggju og staðalímyndum. Hann skrifaði grein sem birtist í Andvara þar sem hann veltir fyrir sér ýmsum flötum á þessari bók og öðrum smábarnabókum. „Já, orginal-bókin er afskaplega sérstök. Jón Yngvi vinur minn veltir því fyrir sér hvers vegna bókin seljist ennþá. Danir kaupa hana ekki lengur. Þetta er áhugaverð grein.“ Hvað er það við Láka sem höfðar svona sterkt til íslenskra lesenda? „Kannski þetta með að honum er gert að gera eitthvað ljótt á hverjum degi. Og reynir að standa við það, eins og orginal-bókin er lögð upp.“ Bjarki segir að menn þurfi að lesa rímur sínar vel til að átta sig á því að á þessu megi finna annan flöt. Samband jarðálfsins Láka við foreldra hans sé til að mynda gott í grunninn. „Þau eru eitthvað að skiptast á skotum en þetta er greinilega allt í góðu þó mamma hans segi „kúkalabbinn minn“ og eitthvað svona. Og Láki gefi skít í idol pabba síns, afturhaldskommatittinn Leonid Brésnef. En ef maður reynir að fá eitthvert samhengi í þetta er ákvörðun Láka sú að fara upp á jörðina gagngert til að hrekkja foreldra sína og gera tóm góðverk!“ Láki í raun að vinna góðverk Bjarki segir þetta öfugsnúið, Láki telji sig vera að gera góðverk. „Hann tekur leikföngin af börnunum svo þau verði ekki að aumingjum og drullusokkum. Grautnum hellir hann á köttinn því þetta er stórhættulegt danskt sætmeti.“ Bjarki þjáðist lengi af verulegum fordómum gagnvart bókmenntafræðingum en þeir hafa látið undan á seinni árum.vísir/vilhelm Það kemur fram í rímunni um köttinn að njálgur sé eitt af því sem menn smitist af við neyslu sætmetis. Það skýrir Már Valgeirsson neðanmáls með því að endurbirta fjórtán ára gamla færslu af gamla Barnalandi um nammibarinn í Hagkaup sem fór eins og logi yfir akur á sínum tíma. „Í rímunni skamma ég Láka fyrir að veitast að kettinum. Ritskýrandinn gerir alvarlega athugasemd við það að höfundur geti ekki haldið sig við að endursegja söguna og sé farinn að rífast við persónu sína. Og svo er það þetta með púðrið í pípu pabbans. Þá kemur mikið lof um tóbak.“ Tóbak drjúgum talið ertaugahrúgur róa.Ef þú trúir ekki mérættir þú að prófa. En það kemur fram síðar hvað Láka gekk til. Pápinn stefnir beint að lungnakrabbameini. Í kaflanum þegar hann er búinn að gera ljótt, 721 sinni eins og stendur í gömlu barnabókinni. Ég næ að binda í vísu. Þess vegna er þessi skrítna vísa með stærðfræðiformúlunni. 26. Hrekkt nú slinni 100 x hefur 7-falt,+ 5 x 3. En 3þar til vinnist 2-falt. 27. Hans var mótíf mannkyns ljótust mein að laga,ráða bót á rugli fólks,reyna skjótan aga. 28. Lífstílstenda lesti reyndi lengi´að yfir-buga. (Leyndó: fólk er fífl,foraðsgreindin lifir. (Bls. 174) Ívar þarf ekki að dýfa hendi í kalt vatn, hann þarf ekki að dýfa bífum sínum í volgt vatn og Elsa er orðin allt of feit. „Kellingin er enn að reiða fram vellinginn þó Láki hafi hellt honum á köttinn. Eins og fabbi púar pabbi pípu í leyni. Sína labbar leiðina að lungnakrabbameini. Láki fær öll útlitseinkenni aría Svo þurfti ég að finna skýringu á því hvernig hann gæti réttlætt það að sprauta vatni á póstinn eins og Láki í frumbókinni gerir. Svo ég gerði póstinn að illmenni.“ Bjarki vísar í allskyns atburði þegar hann lýsir „illvirkjum“ aðalpersónunnar. Láki telur sig vera að gera eitthvað að viti en gefst þá upp og nennir þessu ekki lengur. Í stað þess að Láki breytist í venjulegan dreng fær hann öll útlitseinkenni aría. „Bókin kemur út í Danmörku 1944,“ segir Bjarki merkingarþrunginni röddu. „Það er engin skýring á því í bókinni hvers vegna, hann bara skiptir um kynþátt. En í rímunum er hann sendur til lýtalæknis sem er púra sadisti. Sem neitar meira að segja að láta hann fá verkjalyf þegar hann sker af honum eyrun og halann.“ Skemmtilega smábarnabókin Láki er viðmiðið. Bjarki telur Láka að verulegu leyti miskilinn dreng.vísir/vilhelm Bjarki fellst á að þetta sé margslungið efni; rímurnar séu svakalegar og jafnvel vafasamar á köflum, svo sem þegar skýrt er hvers vegna húð Láka lýsist við umbreytinguna: „Orkukjara arísk vara eykur pjakks von; maukið rara´er makað var á Michael Jackson.“ (Bls. 203.) „Ritskýrandinn fer hárfínt í að hneykslast á þessu. Hann skýrir út að Michael Jackson hafi litast upp vegna vitigo-heilkennis, sem sé sjálfsofnæmissjúkdómur,“ segir Bjarki og vitnar í Má: „Rakalausar flökkudylgjur saurga að óþörfu eigi ógrómtekna minningu látins listamanns sem getur ekki einu sinni borið sér handarbein fyrir höfðuskel. Lítil eru geð guma að sparka í lík liggjandi manns.“ Már ritskýrandi getur reynst nautheimskur Bjarki segir að viðtekinn skilningur á Láka sé ekki það sem lagt er upp með í rímunum. Þar býr meira undir. En bókin kom fyrst út á Íslandi 1956. „Hún er alltaf fáanleg. Útgefandinn minn, sem er jafnframt útgefandi Skemmtilegu smábarnabókanna, segir mér að tvö þúsund eintök af Láka jarðálfi seljist ár hvert og að það sé varlega áætlað að hún hafi selst í meira en hundrað þúsund eintökum á 69 árum. Ég las þetta sem krakki og kynslóðirnar á undan þekktu bókina líka. Svo breytist tíðarandinn og fólki fer að skiljast að það megi ekki líta niður á þá sem líta ekki eins út og maður á að venjast og þá fer mörgum að þykja bókin óþægileg. En kaupa hana samt.“ Samband Bjarka og Más Valgeirssonar bókmenntafræðings, en Már ritar neðamálsgreinar/skýringar sem eru rúmlega áttatíu prósent textans, er sérstakt. „Hann getur verið mjög fjandsamlegur. Hann getur líka verið mjög gagnlegur og þriðja hliðin á honum er að hann getur verið nautheimskur. En þegar hann er gagnlegur er hann fróður. Og þar klofnar hann líka, stundum tekur hann afstöðu „góða fólksins“ en stundum vella upp úr honum fordómarnir líka. Hann er mjög undarleg týpa. Hann bara gegnir þessu hlutverki að sumt þarf að skýra, sumt vil ég ekki endilega skýra… allt sem er neðanbeltis skilur hann ekki. Bara alls ekki.“ Níu skessur allar óléttar af sama barninu Bjarki reynir til að mynda að halda því til haga hversu margar konur Óðinn fór upp á. „Svo lýg ég líka upp á Óðin því að hann sé faðir Heimdallar sem átti níu mæður. Sem allt voru tröllskessur. Það var bara ein ástæða fyrir því að sú vísa varð til, mig langaði að kalla guðinn Heimdall íhaldsguð. Hún er sjúklega ofrímuð þessi.“ 5. Knýja 9 úr Kríu-Týkvíarýjur slý í breimdall.Spýju drýgja ýgjar ííhaldsskýjadíann, Heimdall. (Bls. 70.) Þetta er mikil íþrótt? „Þetta er bara íþrótt. Þessi vísa gerir ekkert. Þetta mikla innrím hefur engan sérstakan tilgang. En þetta er skýrt. Níu kerlingar taka sæðið úr Óðni og verða svo allar óléttar að sama barninu.“ En þetta skýrir hins vegar Már sem óskiljanlega merkingarleysu, sem mætti ef til vill túlka sem svo: „Níu mjólkandi kindur kara Óðin (líkt og ær kara lömb sín) og losa sig við slímið í ker eða ofurlitla fötu sem skessur taka og færa goðinu Heimdalli“. Már er algjörlega úti á þekju, að sögn Bjarka. Hann skýrir ekki eða skilur ekki. Maður getur eiginlega ekki annað en vorkennt Má þegar hann reynir að finna fjölina sína. Í mansöng á blaðsíðu 72 segir á einum stað af eineygðum bormanni sem „gjörist ormur, göngin smyr / glerháll stormar, frjór sem mormón“. Það þarf ekki fræðimann til að sjá að þetta er vísun í launerótíska lýsingu Snorra Sturlusonar á því hvernig Óðinn boraði í gegnum bergstál og breytti sér í orm til þess að komast inn í lokaðan helli meyjarinnar Gunnlaðar. Sleipiefnið var þó aldrei í Snorra-Eddu. Samband Bjarka og ritskýrandans, sem á reyndar áttatíu prósent af því sem skrifað er í bókina, Más Valgeirssonar, er afar sérstakt.vísir/vilhelm Már skilur þetta ekki og delerar: „Þó að þeir mormónar og Óðinn eigi búfjárlifnað að sameiginlegu áhugamáli er útilokað að Óðinn hafi verið mormón, því aftrar tímaskekkja. Miklu nær hefði verið að líkja þeim eineyga við Múhameð.“ Þeir hafi verið samtímamenn hvor öðrum slægari og hvorugur Kristni kær. Már heldur áfram skýringum sínum: „Það skilur þó í milli að Óðinn var ölkær, boðar hvorki bindindi né föstur og hirðir lítt um annarra manna ergi. Múhameð er mun stjórnlyndari, fyrirskipar föstur, bannar alla drykkju, ergi og fleira djúsí, enda leiðinlegur í samræmi við það.“ Svo er sem Már sjái að sér: „Nú verð ég drepinn,“ skrifar hann þá með vísan til þess að menn megi ekki setja á bók óvarleg orð um Múhameð. Már sá eini sem skammast í Bjarka Þetta er skáldskapur og þá myndast nokkuð sem heitir sögumaður. Það er því höfundur-sögumaður-rímnaskáldið-ritskýrandinn? „Já, ég tek á því á kreditsíðunni. Það er í ætt við þá bókmenntafræði sem ég lærði í Háskólanum,“ segir Bjarki. Hann segir að merkið © hafi enga þýðingu, maður gæti rétt eins haft skrípakall eftir Hugleik í stað þess. „Ytri höfundar, innri höfundar, ég er eiginlega búinn að svara spurningu þinni þar.“ Þar í raun afsalar Bjarki sér allri ábyrgð á verkinu. Ytri höfundur ber ábyrgð á háttum sem leiddu til þess að vísurnar sömdu sig sjálfar og innri höfundur bergmálar gamlar bækur sem enginn veit hver skrifaði, síst sá sem er skrifaður fyrir Láka rímum. „Þarna er ég búinn að sverja af mér allt sem sagt er í bókinni. Það er ekki margt sem má segja í dag, það má í raun ekki segja neitt sem gæti sært einhvern. En það er mjög mikið gert af því hérna. Þar kemur Már Valgeirsson mér til bjargar. Hann úthúðar mér alltaf þegar ég yrki ljótt og til hvers þá að skamma mig? Elliði Vignisson má ekki segja brandara um Möggu Stínu, hann sagðist hafa fengið morðhótun eftir 18 mínútur. Það hefur í það minnsta enginn hótað mér ennþá. Ég ligg reyndar ekki mikið yfir samfélagsmiðlum; það hefur enginn sent mér póst og sagt mér að drífa mig til helvítis. En það gæti vel gerst þegar þetta viðtal birtist á Vísi. Fólk hlýtur bara að fara að taka við sér.“ Það sem gerir ljóð að ljóði En varðandi bókmenntafræði og þá hina ævisögulegu aðferð sem virðist ríkjandi hér á landi, hver er þín afstaða til hennar? „Ég held að fræðimenn sem birta greinar í ritrýndum tímarium greina ritverk ekki mikið með því að einblína á persónu höfundarins og reynsluheim hans. Forðast það jafnvel eins og heitan eldinn. Ég held að þetta hafi verið kallað „dauði höfundarins“. Öðru máli gegnir um bókmenntagagnrýni og ritdóma í fjölmiðlum. Hugsanlega hef ég einhvern tímann kallað þá iðju lakasta allra bókmenntagreina. Ég er að hugsa um að hætta því, mér er sagt að þessi stétt hafi talað svo fallega um mig eftir að Láka rímur komu út. Bjarki segir formlaus ljóð mega vera verulega góð til að ná máli.vísir/vilhelm Bjarki víkur að kveðskap og segir marga telja formlausan skáldskap engin ljóð. Sjálfur sé hann ekki alveg svo harður á meiningunni en segir þó að formlaust ljóð verði að vera verulega gott ef það á að ná máli. „Þegar þú þarft ekki lengur að lúta formkröfum þarftu að gera þeim mun betur á sviði alls hins sem gerir ljóð að ljóði. Satt að segja hafa ekki mörg óbundin ljóð náð til mín, enda skil ég ekki lýrík. Þó hef ég náð að átta mig á því hvert er verið að fara í sumum þeirra og svo ber það við að ég skil ekki boðskapinn en finnst orðfærið heillandi.“ Bjarki nefnir til dæmis um þetta það að hann hafi þýtt heila bók með óbundnum ljóðum, eftir Yahya Hassan, dansk/palestínskt ljóðskáld, sem 2013 hlaut verðlaun Dansk Bogforum fyrir besta byrjendaverkið. „Hann var utangarðs, ólst upp í innflytjendagettói í Árósum. Hann verður fyrir heimilisofbeldi, var á kafi í glæpum og dópi. Systemið reynir að halda utan um hann en hann lítur á alla í félagsþjónustunni sem nytsama hálfvita. Svo skrifar hann bók og verður forríkur. Í Danmörku verða menn ríkir ef þeir ná að selja einu og hálfu prósenti þjóðarinnar eintak eins og hann gerði, hundrað þúsund bækur, fimmtán sinnum stærri markaður. Hann gat ekki höndlað velgengnina, hélt áfram að komast í kast við lögin og fannst loks látinn á heimili sínu 2020.“ Enn um gagnrýnendur Við höfum villst af leið og líklega tímabært að beina sjónum aftur að Láka rímum sem hafa verið ausnar lofi af ýmsum kanónunum. Ég nefni það sem áður sagði að gagnrýnendur Kiljunnar hafi lýst sig sigraða? „Æ, sagði ég ekki rétt áðan að ég ætlaði að hætta að segja ljótt um þessa bókmenntagrein sem kallast gagnrýni. Ég ákvað áður en bókin kom út að leiða hjá mér umfjöllun um hana ef einhver yrði. Auðvitað hvarflaði að mér að laumast vef Ríkisútvarpsins og líta á þetta. Fólk sagði mér að ég hefði verið ausinn lofi en mér þykir ekki þægilegt að sitja undir svoleiðis.“ Bjarki hefur gefið út eina bók áður, Árleysi alda sem kom úr 2013, og las þá samviskusemlega allt sem um hana var ritað. „Allt mjög lofsamlegt og svo fundu allir eitthvað eitt til að finna að. En ég var bara svo ósammála greinendunum hvað væri gott og hvað ekki, og svo sá enginn drungann sem lá alls staðar undir en þótti það sem blasti við á yfirborðinu fyndið. Ég undanskil þó Gauta Kristmannsson sem fjallaði ítarlega um bókarkorn þessa ókunna nýliða í útvarpsþættinum Víðsjá. Hann kallaði þessa bragfræðilega háttbundnu bók mína póstmóderníska. Hann sá það.“ Gríðarleg vinna, eða tíu ár, liggur að baki Láka rímum.vísir/vilhelm Bjarki segir að sér þætti alls ekki verra ef einhver myndir rífa Láka rímur í sig. „Segja ef til vill að þetta sé handónýtt orðaklám. Ég væri alveg til í að sjá svoleiðis dóm. Þú getur kannski séð til þess?“ Nei, ég verð að neita Bjarka um það. Ég er harður á því að um snilldarverk sé að ræða. En Már fékkst til starfans. Bjarki vísar í orðsendingu frá sér við upphaf bókarinnar. Sem er að stofni til bragfræðilegt manifesto, hvaða reglum hann fylgdi sem eru harðar formkröfur eins og þær að ekki megi vera forliðir í rímunum. „Ég lýsi þar hollustu við lærdómskver í bragfræði sem segja að áhersluléttir forliðir eigi ekki heima í rímnaháttum. Þó hef ekki séð eina einustu rímu sem er ekki fleytifull af forliðum, ef frá eru talda stöku 20. aldar rímur sem komu út eftir að lærdómskverin voru prentuð. Til að vega upp á móti því handgenginn ég er ströngustu kröfum formsins er flest annað í miklu ólagi, vægast sagt. Már bókmenntafræðingur rífur það allt í sig og gat auðvitað ekki annað en birt það eins og mannfýlan gekk frá því. Það væri ekkert annað en sá höfuðglæpur, þöggun, að ritskoða Má.“ Óttar Guðmundsson fær sérstakar þakkir Og þar neðar má svo sjá þakkir til Óttars Guðmundssonar geðlæknis, að honum sé að þakka að tekist hefur að koma þessu saman. „Ég hef hitt hann reglulega allan þennan áratug og við erum orðnir miklir vinir. Hann hefur unnið mér mikið gagn“. Ók? „Hann sagði mér einhvern tíma frá því að þessi opinskáu viðtöl þar sem viðmælandinn telur upp alla sjúkdóma sína, áföll og erfiðleika. Og að systir hans hafi kallað þessi viðtöl aumingi vikunnar. Ég ætla ekki að vera aumingi vikunnar í þessu viðtali.“ Jæja. Það sést reyndar víða í bókinni að svo virðist sem skáldið sé að sligast undan tilgangsleysi tilverunnar ekki síst undir lokin þar sem mörg helstu rímnaskáld þjóðarinnar eru tíunduð. Þetta er bölsýnistal en Bjarki hefur engan hug á því að ræða það frekar í þessu spjalli. Þrátt fyrir, og kannski vegna þessa bölmóðs hafa margir þegar orðið til að ausa Láka rímur lofi. Þessi rímnagáfa er ekki eitthvað sem menn fæðast með? „Nei. Ég samdi aldrei neitt að viti. Og ekki fyrr en eftir tvítugt þegar ég fór að búa til tækifærisvísur um fólkið í kringum mig. Stundum kyrjað á fylleríum, yfirleitt óprenthæft og það sem verra er, stendur ekki rétt í stuðlum.“ Hefði viljað vita af tilvist stuðla og höfuðstafa fyrr Og ljóst má vera að ýmislegt af því er ekki birtingarhæft í siðprúðum miðlum. Bjarki segist sjálfmenntaður í þessum efnum að mestu leyti. „Ég lærði fyrst af tilvist stuðla og höfuðstafa í 9. bekk sem myndi heita 10. bekkur núna. Og mér hefði þótt mjög gott að vita af þeirri minnisreglu þegar maður var pyntaður til að læra skólaljóðin utanbókar í barnaskóla. Lærðu þetta utanbókar og farðu með það! Ég hafði ekki hugmynd um að þarna væri eitthvað sem gæti hjálpað manni að muna. Og ég heyrði það aldrei né skynjaði. Það var enginn á mínu heimili eða nærumhverfi sem var að búa til vísur. Bjarki hefur skoðanir á íslenskunni og þróun hennar en lýsir því þó yfir að hann sé algerlega laus við stjórnlyndi.vísir/vilhelm Pabbi kenndi mér margar góðar vísur sem lifa með manni. En svo fór ég, þegar ég var að gera þessar tækifærisvísur, að huga að því að maður ætti ekki að vera að svindla svona á stuðlareglunum. Ég hef aldrei látið frá mér neitt á prent sem er vitlaust.“ En hvað ertu menntaður? „Ég er kerfisfræðingur. Ég lærði úti í Danmörku og sama nám fór svo að verða í boði fljótlega eftir að ég lauk því í nýstofnuðum tölvuskóla Verzlunarskólans sem er í raun sprotinn sem varð að HR. Það nám var sniðið eftir því námi sem ég tók úti í Danmörku.“ Bjarki starfaði við að forrita og sinna tölvuverum, kenna á tölvur og gera gagnagrunnstengdar vefsíður. „Þetta var starfi minn í fimmtán ár. Svo fór ég í Háskólann og skellti mér í íslensku. Ég hafði ekkert álit á bókmenntafræði þá þegar, mér fannst flest sem kom frá bókmenntafræðingum afskaplega vitlaust. Ég er frekar fordómafullur að eðlisfari og þykir það slæmt. Segja má að Már Valgeirsson endurómi þessa gömlu fordóma gagnvart bókmenntafræðinni. „Með því að taka almenn málvísindi sem aukagrein ásamt íslensku þá gat ég minnkað verulega hlut bókmenntafræðinámskeiða. En svo féll ég fyrir miðaldabókmenntum, eða öllu heldur stúdíum á miðaldabókmenntum, tók meistarapróf í „íslenskum fræðum“. Það þýðir að ég gæt bæði kallað mig málfræðing og bókmenntafræðing, eða eins og segir í Passíusálmunum: „Þetta sem helst nú varast vann / varð þó að koma yfir hann.“ Þannig að ég endaði á að láta af þessum fordómum. Enda fer maður í nám til að vinda ofan af fordómum sínum. Nú, svo er konan mín er doktor í bókmenntafræði, það er hún sem þarf að þola bullið í mér þegar ég gleymi því hvað ég er orðinn fordómalaus.“ Er algjörlega laus við stjórnlyndi Nú er mikið rætt um stöðu íslenskunnar og veigur að heyra afstöðu manns sem hefur þetta vald á kveðskap og rímum, sem eru ekki mikið lesnar núna, til þess. Hefurðu áhyggjur af stöðu íslenskunnar? Við höfum verið að fara í gegnum ægilegar umræður til að mynda um Písa-próf, að drengir geti ekki lesið sér til gagns og svo framvegis? „Já, það er reyndar komið inn á þessi Písa-mál í bókinni. Að það sé munur á manviti og mannviti. Már Valgeirsson segir að mannvit, með tveimur n-um, sé hnjóðsyrði því drengir séu sljóir og geti ekki lesið. Hann er með það alveg á hreinu. En það vantar í mig allt stjórnlyndi. Ef fólkið vill ekki tala íslensku, þá talar það ekki íslensku. Ef fólk vill ekki nota viðtengingarhátt, þá bara hættir það að nota hann. Nema sonur minn, ég leiðrétti hann alltaf. Honum leiðist að heyra mig tala um viðtengingarhátt.“ Bjarki kímir og segist reyndar hafa tvíbenta afstöðu til þessa alls. „Öll tungumál breytast öllum stundum. Mér finnst að svokallað „kennivald“ hvað málfar varðar, til dæmis skólar og fjölmiðlar, eigi að vera endastöð málbreytinga. Þá er ég ekki bara að tala um slettur og slangur heldur t.d. breytingar í hljóðkerfinu, beygingarkerfinu, í setningagerð. Ég vil síður lesa eða heyra í fréttum „það var lamið í klessu öll“ meðan meirihlutinn myndi enn segja „allir voru lamdir í klessu“. Svo má endurskoða stefnuna þegar fólk er hætt að skilja síðarnefndu gerðina.“
Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira